Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 11
Sunnudagur 26. maí 1963 MORCVNBLAÐIÐ 11 FERRÖ GERIR KVIKMYND íslenzki listmálarinn Ferró (Guðmundur Guðmundsson), eem búsettur er í París og er kvæntur ísraelsku listakonunni Miriam Bat Yosef, hefur haft rnörg járn í eldinum að undan- förnu, haldið sýningar víða og gert kvikmynd sem þykir mjög nýstárleg. Kvikmyndina gerði hann í janúar og febrúar sl. á- samt franska kvikmyndastjóran- um Eric Duvivier, á vegum kvik. tnyndafélagsins „Science Film“ og Sandoz-lyfjaverksmiðjunnar. Kvikmyndina nefnir Ferró „Mecamorphose", og á hún að eýna með listrænum hætti hin gagnkvæmu áhrif mannsins og vélarinnar í nútímalífi. Kvik- tnyndin er byggð á tveimur mál- verkum eftir Ferró, eða réttara sagt: hún er bein túlkun á mál- verkunum. Við myndatökuna var ekki stuðzt við neitt kvikmynda- handrit, heldur samdi Ferró „sög una“ jafnóðum og gerði sér mat úr brotajárni og úrgangsefnum við verksmiðjur. í myndinni eru tveir aðalleikarar, en áuk þeirra mikið af „statistum“ og gínum. „Mecamorphose" er 20 mín- útna 16 mm kvikmynd í litum með tónlist og upplestri á ljóði eftir Franoois Dufrene, sem sam- ið var sérstaklega fyrir myndina. Ljóðið samanstendur af nýyrð- um, sem mynduð eru úr laeknis- fræðiheitum og vélahlutum, og er nafn kvikmyndarinnar eitt dæmi um þessa sérkennilegu orð- myndun. Tónlistin er elektrón- isk og framleidd með kirkjuorg eli, og einnig syngur kirkjukór, en söngur hans var tekinn upp á hægari hraða en eðlilegt er, og skapar það sérkennileg áhrif. Sennilegt er að Ferró hafi kvik- myndina meðferðis, næst þegar hann heimsækir fsland. Tveggja dálka myndin hér á síðunni er af kvikmyndatökunni. Hún sýnir eina vélina sem not- azt var við. Lampinn, sem hreyf- ist upp og niður, veldur breyt- ingum á stúlkunum tveimur, ger- ir þær æ vélrænni. Hárið á ann- arri stúlkunni er fest við vélina. Hlutirnir í hólfunum eru „grím- ur“, sem Férró bjó til úr ýmsum hlutum sem hann fann eða keyptL Hin myndin er af frægu mál- verki eftir Ferró, sem hann nefn- ir „69-69“. Það er gríðarstórt, 2x3 metrar, og var málað í fyrra- haust. Það var nýlega sýnt í Salon de Mai, á sýningu, sem þar er haldin árlega, og þykir mesti myndlistarviðburður ársins í París. Þar fá ekki aðrir að sýna en þeir, sem sérstaklega er boðið. Vakti málverkið mikla athygli, og var selt þýzkum málverka- ■afnara fyrir mikið verð. Hugmyndina að málverkinu fékk Ferró árið 1961, þegar hann tók þátt í samsýningu í Mílanó. lægt af lögregluyfirvöldunum, vegna þess að það þótti ósiðlegt, og fékk hann bréf frá saksóknara ríkisins þess efnis, að eitt atriði í málverkinu væri greinilega „69“. Þetta verk hafði verið sýnt hér heima á íslandi árið 1960 og varð þá einhver sjálfskipaður siðapostuli til að skrifa um það einnig sýnt í Salon de Mai og hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda í París. Málverkið „69-69“ er mótmæli við atburðinn í Mílanó og sýnir landslag, þar sem alls kyns vélar af nýjustu gerð og ýmsar elztu dýrategundir jarðarinnar eigast við. 10 tonna bátur til sölu í mjög góðu ásigkomulagi. Með eða án veiðarfæra. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Kjartan Gunnarsson Grafarnesi. Bifvélavirkjar eða menn vanir bifvélavirkjun óskast. Bílaverkstæðið STIMPILL Grensásvegi 18. • "•adir f)ekbja ban. RJLn ‘íDeoloran.t Jarðýtur af stærstu og fullkomnustu gerð. Unnið allan sólar- hringinn ef óskað er. Ákvæðis- eða tímavinna. Hringið í síma 18158. Bifreiðastjóri óskast Þarf að vera snöggur og snar í snúningum og ekki yngri en tuttugu ára. Reglusemi áskilin. Uppl. kl. 6—7,30 á mánudag í Skipholti 33. VBKJII Karlmenn óskast til verksmiðjuvinnu nú þegar. Gott kaup. Vaktavinna. — Yfirvinna. Hampiðjan h.f. Stakkholti 4. Sumartízkan '63 Karlmannaföt Stakir jakkar (Drengja og unglingast.) Stakar buxur Mjög glæsilegt úrval. MARTEINI LAUGAVEG 31. IHIKIÐ URVAL RÖMDÓTTRA SUIHAR KJÓLAEFNA MVKOiHIÐ JMARTEÍNÍ LAUGAVEG 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.