Morgunblaðið - 26.05.1963, Side 14

Morgunblaðið - 26.05.1963, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. mai 1963 — Reykjavíkurbréf Framhald aí bls. 13. óhöndulega á málinu. Þess vegna samþykkti Alþingi hinn 5. maí 1959 einum rómi svo- hljóðandi þingsályktun um landhelgismál: „Alþingi ályktar að mótmæla harðlega brotum þeim á íslenzkri fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjórnarvöld hafa efnt til með stöðugum ofbeldisaðgerðum brezkra herskipa innan íslenzkr- ar fiskveiðilandhel_i, nú nýlega hvað eftir annað jafnvel innan fjögurra mílna landhelginnar frá 1952. Þar sem þvílíkar að- gerðir eru augljóslega ætlaðar til að knýja íslendinga til und- anhalds, lýsir Alþingi yfir, að það telur Island eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðiland- helgi, að afla beri viðurkenn- ingar á rétti þess til landgrunns- ins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrúnhs- ins frá 1948, og að ekkí komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum um- hverfis landið“. 1 Stærsti stjórn- málasigur Is- lendinga * Árið 1960 var enn haldin ráð- stefna í Genf um réttarreglur á hafinu. Á þessari ráðstefnu náð- ist ekki fremur en á ráðstefn- unni 1958 lögleg samþykkt um stærð fiskveiðilandhelginnar. En niðurstaðan varð sú, að málstað- ur Islands styrktist mjög. Eftir ráðstefnuna var allt öðruvísi haldið á málum en 1958. Ríkis- stjómin gerðí þegar að ráð- stefnunni lokinni ráðstafanir til að setja niður deiluna við Breta með almennri sakauppgjöf á brotum þeirra. í framhaldi þess áttu þeir Ólafur Thors, og Mac- millan fund með sér haustið 1960. Þá var lagður grundvöllur að samningunum, sem tóku gildi í marz 1961. Áður en þeir tækjust þurfti þó að ryðja úr vegi ýmsum örðugleikum, sem tókst fyrir atbeina Guðmundar 1. Guðmundssonar utanríkisráð- herra. Með þessum samningum unnu Islendingar einhvem mesta stjórnmálasigur, sem þeir hafa nokkru sinni fengið. Nýjar grunnlínur tryggðu íslending- um þegar í stað ómetanleg fiski- mið. Takmörkuð veiðiréttindi Breta innan 12 mílnanna falla endanlega úr gildi snemma árs 1964, og hefur aldrei komið til mála að þau yrðu endumýjuð eða framlengd. Islendingar tóku bemm orðum fram, að þeir mundu halda áfram að vinna að þeirri viðurkenningu á rétti ís- lands til landgrunnsins alls, sem samþykktin frá 5. maí 1959 mælti fyrir um. Og hvernig verður sú viðurkenning fengin nema með alþjóðadómi, ef allsherjarsamn- ingur er ekki fyrir hendi? Stjórn arstuðningsmenn mega þess vegna vissulega vel við una, þeg- ar stjórnarandstæðingar kunna það verst um þá að segja, hvern- ig þeir hafa haldið á landhelgis- málinu. Innilegt þakklæti til bama og tengdabarna minna, svo og annarra vina, er glöddu mig á 70 ára afmælinu 13. maí 1963. Bergþór Bergþórsson. Móðir okkar JÓNASÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR lézt 22. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 28. þ.m. Athöfnin hefst kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd systra minna og annarra aðstandenda. Valdemar Þorsteinsson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa MAGNÚSAR J. EINARSSONAR afgreiðslumanns, fer fram frá Fossvogskirkju þriudaginn 28. maí kl. 13,30. Valgerður Gissurardóttir, Valborg Sigurðardóttir, Guðmundur G. Magnússon og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu HERRÍÐAR UNNAR BALDVINSDÓTTUR Ingvar Grímsson, böm, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför ÖNNU VALGERÐAR TÓMASDÓTTUR frá SelkotL Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför mannsins míns TRYGGVA SIGURÐSSONAR Fyrir hönd föður, barna, tengdasonar og dóttursonar. Jósefína Kristjánsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ÞÓRÐAR GUÐBJÖRNSSONAR Ingibjörg Björnsdóttir og dætur, Guðríður Þórðardóttir, _ Birna Guðbjömsdóttir. HANSA-skrifborð HANSA-hillur eru frá: Laugavegi 176. Simi 3-52-52. Peningalán Útvega peningalán: Til nýbygginga. — endurbóta á íbúðum. — íbúðarkaupa. Uppl. kL 11-12 f.h. og 8-9 e.h. Margeir J. Magnússon. Miðstræti 3 A. Sími 15385 og 22714. Góðar kýr til sölu. Greiðslufrestur. — Uppl. Brautarholti. Sími um Brúarland. I.O.G.T. Söngfélag I.O.G.T. minnist 30 ára afmælis kórsins í Góðtemplarahúsi í kvöld kl. 8.30. St. Víkingur nr. 104 Fundur mánudag kl. 8% e. h. Kosnir fulltrúar á stór- stúkuþing. önniur mál. — Síðasti fundur fyrir fundar- hlé sumarsins. Mætið vel. St. Dröfn nr. 55 Fundur mánudagskvöld að Fríkirkjuvegi 11 kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg fundar- störf. Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing, kaffi á eftir. Æðstitemplar. Skrifstofuhúsnæði til leigu í nýju húsi neðst við Laugaveginn. SOIOS PJONUSTAH LAUGAVEGI 18® SIMI 19113 KRISTALTÆRT — HREÍNLEGT OG AUÐVELT NYTT FYRIR TÍMUM VAR HÚN EINS OG ALLAR HINAR ... þá reyndi hún Spray-Tint. í dag er hár hennar glitrandi og gljáandi. Bjindbox Spray-Tint er ný og afar auðveld aðferð til þess að lita og lýsa hárið. Úðið Spray-Tint aðeins á og greiðið því í gegnum hárið. Því ekki að fá sér Spray-Tint? Spray-Tint helzt í hárinu þvott eftir þvott (það nuddast ekki úr). Reynið það og sjáið har yðar gljáa af nýjum bjarma og lit Leiðarvísii um litaval fyrir Spray-Tint. Háralitur yðar: Mjög ljóst hár. Notið: Gefur ljósari lit Ligth Blonde. og fallegan gljáa. Ljóst hár. Honey Blonde. Geíor ljó^n silkunjukan blœ. Skolleitt hár. Glowing Gold. Gepr .^úka". bIæ með giltum bjarma. Brúnt hár. Burnished Brown. Geíur djúPen hl^an blæ með fallegum bjarma. Dökkbrúnt eöa svart hár. Chestnut Glints. Gefur fallegan geislandi bjarma. Jarpt hár. Aubum Highligts.Gelur fadegan gljáandi blæ. bandbox SPR3Y afar auðvelt í notkun. TÖFRAR SPRAY-TINT GERA YÐUR AÐLAÐANDI OG HARALITINN BJARTARI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.