Morgunblaðið - 26.05.1963, Side 17
j Sunnudagur 2«. maf 19«S
MORGUWELAÐID
17
Mér íinnst glíma stjórnmálaflokk-
anna ekki nógu drengileg
RabbaÓ vib öldung á nitugasta og
áttunda aldursári
OKKUR unga fólkinu gleym-
ist stundum að ,,það er oft
gott sem gamlir kvcða.“ Við
erum full af framfarahug og
stórræðin vaxa okkur ekki í
augum. Við ráðumst í stór-
fyrirtæki af mikilli hjartsýni,
sem stundum vill verða á
kostnað gætninnar. Því er
okkur hollt að gæta stundum
að því, er hinir gömlu kveða,
og hafa hliðsjón af þeirra
skoðunum og taka nokkurt
tillit til reynslu þeirra,
menntunar og þroska, sem
lífið hefur fært þeim í fang.
Það var Sigurður P. Björnsson
bandastjóri á Húsavík sem benti
mér á, að gamall skýrleiksmað-
ur lægi á sjúkrahúsinu þar á
staðnum, sem ég mundi sjálfsagt
hafa gaman af að rabba við svo-
litla stund. Þessi öldungur er
nær 98 ára gamall og heitir Frið-
finnur Sigurðsson frá Skriðu í
Aðaldælahreppi. Mér fannst val-
ið tækifæri að fara og rabba við
gamla manninn meðan hríðarfjúk
og norðaustan stormur gnauðaði
um kaupstaðinn. í slíku veðri
var fátt að skoða utan dyra og
tímanum því bezt varið að sitja
hjá gömlum þul.
Yfirhjúkrunarkona sjúkrahúss
ins vísaði mér inn að rúmstokk
gamla mannsins, þar sem hann
lá með sinaberar hendurnar
krosslagðar ofan á sænginni og
horfði tómum augum upp í loft-
ið. Friðfinnur er hart nær sjón-
laus orðinn, heyrnin er nokkuð
tekin að bila, en minnið er gott
og hann fylgist eins glöggt með
öllu, sem er að ske í kringum
hann og kostur er. Hann getur
hlýtt á útvarp og hann segist
vera leiðinlega s purull þegar
gestur kemur að rúminu hans,
en þeir eru margir, sem sækja
hann heim.
— Ég hitti hann Silla niður í
nýja bankanum hans og hann
bað að heilsa þér, byrja ég sam-
tal okkar.
— Já, gerði hann það bless-
aður drengurinn. Já, það er gam-
an að vita til þess að þarna skuli
vera kominn banki. Þetta er þró-
unin og heyrir nýja tímanum til,
segir Friðfinnur og heldur enn
þétt í höndina á mér.
— Mér er sagt, Friðfinnur, að
þú hafir verið einn af sparisjóðs-
stofnendum þessa lands?
— Já, það eru nú nærfellt 74
ár síðan við 6 unglingar stofn-
uðum Sparisjóð Kinnunga með
20 kr. framlagi hvor. Mér var
sagt að á síðasta ári hefði spari-
sjóðsinnleggið verið 2 milljónir.
Þarna sér maður hvort framþró-
unin er ekki ör og blessunar-
rík.
■— En hvað finnst þér um bú-
skapinn Friðfinnur?
■— Það eru mikil ósköp sem
búið er að gera fyrir landbún-
aðinn. Allar þessar blessaðar
byggingar og ræktun. En ég vil
ekki láta fjölga svona mikið kún
um og fækka fénu. Það þarf að
fara gætilega að í öllum stór-
breytingum og það þarf líka að
fara gætilega að í fjármálunum.
— Hvað hafðir þú stórt bú í
Skriðu, Friðfinnur, þegar bezt
lét?
— Ég var mest með 230 fjár,
framgengið á vori og 4 kýr. Ég
hafði góðan arð af fénu. Nokkru
fyrir fyrra stríð seldi ég ögn af
mjólk. Ég man að þá var mjólk-
urlíterinn á 10 aura og smjör-
pundið á 50 aura.
— Ég hitti Bjartmar alþingis-
mann Guðmundsson á Sandi í
að
gær og hann bað kærlega
heilsa þér, Friðfinnur.
— Já, blessaður veri hann. Við
Bjartmar unnum saman í mörg
ár að sveitarmálum í Aðaldæla-
hreppi og mér líkaði ákaflega vel
við hann. Hann er hinn bezti
drengur og vill öllum vel. Þó ég
hafi talizt Bændaflokksmaður og
Framsóknarmaður alla mína tíð,
þá vil ég ekki láta halla á Bjart-
mar.
— Við vorum að tala um bú-
skapinn, Friðfinnur.
^ \ \ w \w.\ SpXVÍWS Ví' \->
— Já, það er rétt. Þetta er
glíma, en mér finnst þetta ekki
nógu drengileg glíma. Ég hafði
alltaf gaman af glímu þegar ég
var strákur, segir Friðfinnur og
eins og lyftist í rúminu. Það var
eins og fjördrættir komi í andlit-
ið, þegar hann minnist gamalla
daga. — En það þarf að halda
glímureglurnar.
— Þetta er annars ljóta veðrið
hjá ykkur, Friðfinnur minn.
— Já, en hvað er að tala um
það. Þetta var líka eindæma góð
ur vetur. En var þetta
ekki svona fyrr á árum, og þá
oft miklu verra. Bæði harðir vet-
ur og köld vor.
— Hríðin er nú orðin svo svört
Friðfinnur frá Skriðu: — Eg vil ekki láta fjölga svona mikið kún
um en fækka fénu.
— Mér finnst verst hvað menn
irnir hafa lítinn hug á búskapn-
um núna í dag. Bæirriir eru að
fara í eyði, það eru ósköp til
þess að hugsa.
— Sumir segja, Friðfinnur, að
þetta stafi af því að bændur telji
sig ekki bera nóg úr býtum.
— Já, sumir segja það. Það er
alltaf verið að gera meiri og
meiri kröfur. Mér finnst bara
verst, að þótt kröfurnar vaxi og
afkoman batni, virðist fólkið
ekkert ánægðara heldur en það
var á þeim árum þegar erfitt
var um peninga. Nú á tímum er
svo mikil atvinna að það vantar
fólk til alls. En það virðist bara
ekkert ánægðara með lífið. Og
þegar talað er um að margs þurfi
nú ríkisbúið við, þá gleyma menn
alþýðutryggingunum sem nú eru
orðnar svo geysimiklar. Ég get
sagt þér t. d. að alþýðutrygging-
arnar eru nú í Aðaldælahreppi
einum orðnar rúm milljón, en
þar eru greiddar aðeins 100 þús-
undir í skatta. Einhvers staðar
verður að taka þetta fé.
— Það er mikið rætt um stjórn
mál þessa dagana, Friðfinnur.
— Já, stjórnmál. Það er hætt
við að engin stjórn geti gert svo
öllum líki. Og það er verst hvað
flokkarnir eru margir og sund-
urþykkir.
— Þetta er eins konar glíma
hjá þeim.
núna að það er varla að maður
sjái nýju bátana niðri í höfninni
ykkar hér á Húsavík.
— Jæja, er það svo. Já, nýju
bátarnir. Það er alltaf verið að
kaupa nýja báta og ný skip. Mér
finnst að fólk taki ekki nógu
mikið tillit til alls þess, sem gert
er. Það er bara heimtað og heimt
að en ekkert þakkað, sem gert
er.
Friðfinnur leggur aðra hönd-
ina á öxl mér og tekur hinni
um handlegg mér, hallar sér
fram og segir:
— Ég bið þig nú að fyrirgefa
þetta skraf í mér við þig ókunn-
ugan manninn.
— Ætlar þú að staldra lengi
við hér?
— Nei, ég er á förum lengra
austur í sveitir.
— Og hefur kannski aldrei
komið hér áður?
— Jú, ég hef komið hér nokkr
um sinnum. Farið um, oftast á
hraðri ferð.
■ Já, það er svo. Þú þekkir
kannski einhverja hér?
— Já, ég talaði við einn gaml-
an nágranna þinn í fyrrahaust,
Baldur á Ófeigsstöðum, og hann
bæði las mér vísur og orti um
mig vísur.
— Já, hann er gamansamur,
hann Baldur. Eins og hann pabbi
hans var líka.
Ég get sagt þér ofurlitla sögu
af honum Baldvini Baldvinssyni,
föður Baldurs. Hann var þá ungl
ingspiltur og vantaði að ná sér
nokkrar krónur, sem hann ætl-
aði ögn að mennta sig fyrir.
Hann átti þá heima á Grana-
stöðum í Kinn. Þú veizt kannski
ekki hvar þeir eru, en þeir eru
utarlega í Kinninni. Baldvin átti
tvær kindur og nú hafði hann
frétt að Þórður Guðjohnsen ætl-
aði að kaupa fé frammi á Úlfs-
bæ. Hann tók kindurnar og rak
þær fram eftir. Jú, þar var verið
að kaupa fé. En þegar Baldvin
fór fram á að greiðslan yrði reidd
af hendi strax var ekki við það
komandi. Kindurnar áttu að
kosta 15 krónur báðar. Baldvin
þykir súrt í broti að fara við svo
búið heim aftur með kindurnar
en ekki var um annað að
ræða. Hann kom svo við
hjá okkur á Halldórsstöðum, en
þar ólst ég upp. Um morguninn,
þegar hann var að fara, fylgdi
ég honum á húsin til að hjálpa
honum að skilja kindurnar frá
öðrum kindum sem þar voru fyr-
ir. Þá talast svo til okkar á milli
að ég kaupi kindurnar af hon-
um fyrir 15 krónur, sem honum
hafði verið boðnar í þær daginn
áður. En ekki stóð þá betur á
fyrir mér en svo, að ég átti enga
peninga til og varð ég því að
finna einhver ráð. Þetta var í
sláturtíð og ég átti að fara til
Akureyrar með kjöt fyrir föður
minn. Ég vissi að ekki þýddi að
slátra kindunum frá Baldvin og
ætla sér að reyna að selja kjötið.
Það. yrði ekki greitt út í hönd.
Hins vegar taldi ég líklegt að
koma mætti kæfu úr kjötinu í
verð. Ég lét því slátra kindunum
og gefa kæfu úr kjötinu, rakaði
aðra gæruna af þeim og bjó til
belg og setti kæfuna þar í. Síðan
fór ég með kæfuna til Akureyr-
ar. Þá var hótelhaldari á Akur-
eyri Lúðvík Sigurjónsson frá
Laxamýri. Ég spyr hann hvort
hann vilji ekki kaupa af mér
kæfuna. Jú, hann féllst á það og
borgaði mér 15 krónur fyrir
belginn.
— Og þetta hefur verið fyrir
aldamót, Friðfinnur?
— Já, þetta var alllöngu fyrir
aldamót.
— Og hvað hafðir þú svo upp
úr krafsinu?
— Ég hafði vel fyrir mitt.
Slátrin úr kindunum, aðra gær-
una og ullina af hinni. Og Bald-
vin fékk krónurnar sínar.
— En þú sagðir að Baldvin
hefði verið glettinn og gaman-
samur?
— Já, ég get sagt þér ofur-
litla sögu um það. Það var
nokkru síðar að Baldvin dvald-
ist um skeið heima á Halldórs-
stöðum. Þá hafði hann að kvöld-
lagi ætlað að bregða sér bæjar-
leið og bað menn ekki taka til
þess þótt hann kæmi fremur
seint. Nú líður fram á kvöldvök-
una. Þá er barið. Kominn er mað
ur sem segist vera austan af
Sléttu og sé á leið til Akureyr-
ar með bréf. Honum er vel tekið
og boðið til baðstofu. Hann sezt
á rúmbálk utarlega í baðstofunni,
en við sitjum innar eftir. Nú sit-
ur hann þarna með húfuna á
höfðinu og fer ekki úr plöggum.
Mér þykir þetta skrítið, maður-
inn talar ekkert og ég geng því
til hans og spyr hann hvort hann
vilji ekki fara út ytri plöggum,
fer svo og beygi mig niður til
þess að hjálpa honum að reima
skóna. Þá skellir Kristján bróð-
ir minn upp úr og ég lít til hans
og hasta á hann, tel að aðkomu-
manni muni ekki falla að verið
sé að hlæja að okkur. Þá verð-
ur mér ljóst hvers kyns er. Þarna
er þá Baldvin kominn og hefur
dulbúið sig svo myndarlega og
leikið á mig. Kristján bróðir
mun hafa verið í vitorði með
honum. Þannig var margt sér til
gamans ge'rt.
Þegar hér er komið er farið
að bera fyrir okkur kaffi inn á
sjúkrastofuna og mér er boðið að
drekka með gamla manninum,
hvað ég þigg. Þegar því er lok-
ið kveð ég hann og þakka fyrir
ánægjulega stund. Ég finn þeg-
ar ég tek í hönd þessa gamla
manns, að hlýtt hugarþelið legg-
ur til mín gegnum visna hönd-
ina. — vig.
- Því dæmist . . .
Framh. af bls. 16.
Um aðalkröfuna. Krafan um
riftun samningsins var ekki tekin
til greina.
Um vara og þrautavarakröfuna.
Ekki var talið sannað, að nýtt
samkomulag hefði komzt á milli
stefnanda og eigenda hússins um
það, að húsið mætti standa leng-
ur á lóðinni en í kaupsamningum
greinir. Lóð þessi væri mjög verð
mæt vegna legu sinnar og því
miklir hagsmunir stefnda við það
tengdir, að húsið yrði fjarlægt
af lóðinni. Núverandi eigendur
hússins voru því dæmdir til að
rífa húsið og flytja það burtu
eða flytja það burtu í heilu lagi
innan 12 vikna frá birtingu
Hæstaréttardómsins að viðlögð-
um 1000 króna dagsektum til
stefnanda. Ef þeir gegndu ekki
þeirri skyldu, var stefnanda. sjálf
um heimilað að framkvæma verk
ið á kostnað núverandi eigenda
hússins.
Aðrir stefndu, fyrrverandi eig
endur hússins voru sýknaðir, þar
sem ekki var talið eðlilegt, að
þeir yrðu nú skyldaðir til að fjar
lægja húsið eða greiða dagsektir.
KRON voru og dæmdar kr. 15.000
í málskostnað.
HANSA-glugga
tjöldin
eru frá:
Laugavegi 176. simi 3-52-52.
Auglýsingatækni — Sölumennska — timsetning
um
sölu og auglýsingajr hjá góðu fram-
Hefi áralanga reynslu á báðum
erlendis.
Vil taka að mér að sjá
leiðslu- eða heildsölufyrirtæki.
sviðum auk skólagöngu
Þeir, sem vildu sinna þessu, vinsamlegast sendi tilboð í lokuðu
umslagi á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 1. júní nk. Merkt:
„U M S E T N I N G“ — 5 5 6 8.