Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 20
20 M ORCVTS m AÐIB Sunnudagur. 26. maí 1963 1 DUNKERLEYS Okkur lá ekkert á heim, þenn an dag. Við höfðum fyrst siglt beint út til hafs, og nutum þess til fullnustu. Eg á að minnsta kosti eftir endurminninguna um það. Það var nægilegur byr, til þess að gera siglinguna skemmti lega, án þess að gera hana erfiöa og Alec naut ánaagjunnar af öll um smá-viðvikun, eins og að haga seglunum, þegar við sner- um við og meira að segja tók hann í stýrið Oig ég hélt um hönd ina á honum, meðan hann var að læra handtökin. Þetta er skemmtilegur bátur, hér um bil þrjátíu fet á lengd, með fokku, framsegli og stórsegli. Eg verð að tína fram öll þessi smáatriði — allt, sem stendur í sambandi við þennan dag. Stundum söng Alec af gleði, stundum stóð hann upp í stafninum og hélt sér í stagið, og lét hárið flaksast í golunni og las upp kafla úr Keats og Shelley- En svo gat hann þess í milli staðið kyrr, eins og í dái og hlustað á vindinn í seglunum og vatnið, gjálpandi við súðina, og mávana, sem görguðu yfir markrílabeitunni í sjónum. Það voru einmitt þeir, sem gáfu hon um þá hugmynd að fara að kasta út færi og reyna að veiða makríl, en svo sagði hann: „Nei, ekki í dag. Þetta er ekki dagur dauðans — ekki einu sinni eins makrilis.“ Ég sagði honum, að ég hefði veitt mörg hundruð makríli, með honurh Fison fiskimanninum, og hefði aldrei getað vanizt því að sjá þá deyja. — En ég segi allt- af við sjálfa mig, að það er nauð synlegt, að sumir deyi, til þess að aðrir geti lifað. Hann varð alvarlegur á svip- inn við þessi orð og sagði. — Eg veit, hvað þú átt við. Þetta hélt ég sjálfur áður fyrr, en í dag er ég í skapi til að fyrirgefa öllum syndurum- Ef óvinur minn yrði á götu minni, myndi ég kyssa hann. Svo sigldum við áfram Og töl- uðum saman og ekkert sást nema blikið á sjónum og blár himinn inn og ekki einu sinni reykjar- ský vð sjóndeildarhringinn. Við köstuðum akkerum undan stað, sem heitir Selavogur og rerum í land í léttibátnum. Það var hér um bil háfallinn sjór. Mér fannst þessi staður aldrei hafa verið svona fallagur, jafn friðsæll og hann var, með gylltan sandinn í sólskininu, klettana purpura- rauða af lyngi, og sjórinn alsett ur þessum röndum af lyngrauð um lit, en svalur og grænn, þeg ar nær var komið. Það var Alec sem vakti eftirtekt mína á því, að þagar mávarnir flugu yfir sjóinn, endurkastaðist blikið af sjónum á þá, svo að stundum voru þeir rauðir og stundum grænir. — Það lítu~ þá svtma út! sagði hann. Hann leit á sandinn, klett ana og sjóinn, og stíginn upp eft ir klettinum, og sagði: Þetta er ekki eins og ég bjóst við því. Eg bjóst við einhverju villtu og ógn vekjandi. —Eg hef séð það þannig, sagði ég. — En þannig er það ekki í okkar augum. Jafnvel granítið brosir til okkar, og þessar skip- brotsöldur mala eins og kött- ur við arininn. Við vorum þarna tímunum saman, og ótum og drukkum, sj.itum og lágum í sólinni, klifr uðum í klettunum og sýndum hvort öðru ástaratlot. — Vitan lega er það þér að þakka, sagði hann. — Það er þér að þakka, að, að ekkert getur kvalið mig U-ngur. Þú hefur leyst mig úr álögunum. Þegar við komum um borð aft- ur, sagði hann: — Til hvers ætt- um við að vera að fara heim? Hversvegna getur þessi dagur ekki orðið óendanlegur? Við skul um sigla og sigla- Eg vildi gera honum til geðs og hélt áfram að sigla, allt til sólarlags. En jafnvel eftir að sól in var gengin til viðar var hálf rökkurs birta og maurildið blik aði við skipssíðurnar. „Fullkom- inn dagur vill ekki deyja“ sagði Alec, — og þetta hefur verið dýrlegasti dagur á ævi minni. Hann kom til mín þegjandi og kyssti mig, þar sem ég stóð með stýrissveifina undir handleggn- um. Það var næstum orðið lygnt og það var eins og einhverjir draugar blésu okkur áfram, en vi3 komumst nú samt. Við vorum næstum komin að landi, sem sást óljóst og skuggakennt fram undan okkur. — Jæja, þetta verður síðasti dagurinn með þessa andstyggi- legu stýrissveif, sagði ég. Hún hafði farið í taugarnar á mér al.an tímann í þetta sinn- Þegar ég hafði þekkt litla skipið áður hafði verið á því stýrissveif úr rauðviði, útskorin. Hún hafði brotnað Og önnur úr járni verið sett í staðinn, sem mér var mein illa við. Ég hafði verið að nauða á Fison, út af henni, dögum sam an, og nú var hann að smíða aðra — eftirlíkingu af þeirri gömlu, sem ég kunni svo vel við. Hann hafði lofað að koma rríeð hana þennan dag, hann ætlaði að skilja hana eftir í skúrnum við bryggj una, þar sem við geymdum allan farvið frá bátnum. Þannig létum við okkur reka að landi, svo að varla hreyfði öldu við bátinn og ekkert hljóð barst til okkar, hvorki frá landi né sjó, og myrkrið féll yfir okk ur, jafnt og þétt- Hvorugt okkar sagði orð, því að það eru til þær stundir, þegar ég lét stórseglið falla og Alec var að fást við duflið frammi í. Eg fór til að hjálpa honum, því að festin var þung og ég hafði tekið eftir því, að hún var honum ofviða. Þegar við höfðum bundið skipið, luk- um við af öllu þessu smálega, sem gera þarf áður en skip er yfirgefið. Enn sögðum við ekki orð, en gengum að verkinu, eins og ósjálfrátt, í þessari helgu kyrrð. Alec dró léttibátinn að og ég fór niður í hann, en hélt mér í skipssíðuna meðan Alec leit kring um sig, tjl þess að full- vissa sig um, að allt væri í lagi. Siðast losaði hann stýrissveifina. — Við skulum taka hana með okkur í land, sagði hann, — við fáum hvort sem er þá nýju á morgun- Svo steig hann niður í léttibátinn og ég ýtti frá. Nú var háflóð en kyrrð á öllu og í austri var farið að birta áður en fullt tunglið kom upp. Þegar við höfð um bundið bátinn og klifrað upp steiniþrepin, lagði Alec arminn um mig, og við snerum okkur til að horfa enn einu sinni á fegurð ina, og langaði ekkert að fara inn ennþá. Þú veizt, hve fljótt tungl ið er að koma upp. Eitt andar takið er það birta, en hreyfingar laust og ólíkt sólinni, þegar hún er að koma upp. Svo er það eins Og rönd úr gulli, og svo er það snögglega komið allt, þegjandi og hljóðalaust. Sólin springur allt í einu upp á himininn, eins Og með hávaða, en tunglið birt ist bara, þegjandi- Við horfðum á þetta gerast, með sjóinn fram undan okkur alsettan bliki frá tunglsskininu, en að baki okkar var skugginn af bátaskýlinu. Og út úr þessum skugga kom rönd in, sem talaði, jafn rólega og allt annað, þetta kvöld. — Já, þetta er fallegt, mjög svo fallegt! I sama bili Og við snerum okk ur bæði við, ósjálfrátt, vissi ég upp á hár, hver það var, sem tal aði. Fleiri orð voru ekki sögð. Eg var snöggl. orðin otfsareið við þessa skríkjandi, háðslegu rödd, sem hafði saurgað fegurð dags- hsvo að ég skildi, að minnsta kosti að nokkru leyti, ofsann, sem greip Alec, þegar þessi illska kom Og spillti gleðilegasta deg- inum, sem hann hafði lifað. Hann hafði orðið að þola þetta, vikum saman. Eg vissi þetta, en aðeins rétt sem snöggvast og það kom mér til að ganga að mann- inum, sem ég sá nú standa þarna og hrinda honum snöggt frá mér- Eg er nokkuð sterk og hann rið aði þegar ég hrinti honum. En samt áttaði hann sig fljótt aftur snörlaði eitthvað, af undrun og reiði og greip í öxlina á mér. En í sama bili var hann dauður Eg held, að ef hann hefði ekki snert mig, hefði þetta aldrei Orð ið. En Alec hafði gripið stýris- sveifina báðum höndum, sveiflað henni í loft upp og látið hana dynja á skallanum á honúm. All ar hinar eitruðu tilfinningar hans, síðustu vikurnar, söfnuð- ust saman í þetta eina högg. Mér varð flökurt, en rödd Al- ecs fékk mig til að jafna mig aft ur- — Farðu inn, sagði hann. — Eg kem bráðum til þín. Það vildi ég ekki gera. — Hvað, sem þú kannt að þurfa að gera, skal ég hjálpa þér með það, sagði ég. Ekkert orð var sagt um það, hver þessi maður væri: við viss- um það bæði. Heldur ekkert var talað um hvernig hann hefði kom ið þarna. Nú leit Alec út eins og maður, sem hefði lengi vitað, hvað hann þyrfti að gera. Hann náði í poka í bátaskúrnum og vafði honum um höfuð föður síns, svo að blóð ið skyldi ekki renna á jörðina- Ekki svo að skilja, að nein þörf væri á þessu: ég hafði heyrt í högginu, að höfuðkúpan hafði brotnað, en blóð kom sama sem — Strax þegar ég hef unnið þetta hlaup, verð ég að ná hrað- lestinni til Parisar. ekkert. Svo tók Alec stýrissveif ina, skolaði hana í sjónum, vand lega. Hann var náfölur þarna i tunglsskininu, en þó rólegur. — Eg býst nú ekki við, að til þess komi, sagði hann, — en setjum svo, að við förum út að sigla á þessum tíma kvölds, og einhver sæi okkur, heldurðu, að nokkrum fyndist neitt athuga- vert eða grunsamlegt við það? — Ekki í svona veðri, sagði ég. — Fison hefur oft farið með mig út að sigla í tunglskini, og hann veit að ég hef gaman af því, og hann veit líka, að ég hef oft farið út ein í tunglskininu. — Þá skulum við sigla aftur út í Selavog. Eg vissi, að þetta var vondur staður- Eg hef séð hann í draumi, og ég hef séð sjálfan mig fremja morð þar. 3|tltvarpiö Sunnudagur 26. maí 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 11.00 Messa í Neskirkju (Prestur: Séra Jón Thorarensen. Org- anleikari: Jón ísleifsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.45 Miðdegistónleikar: Óperan „Siegfri"ed“ eftir Wagner; lokaþáttur. — Þorsteinn Hannesson kynnir. 15.30 Kaffitíminn: a) Josef Felz- mann og félagar hans leika. b) Carl Loubé og hljómsveit hans leika Vínarlög. 16.30 Vfr. — Guðsþjónusta í Að- ventkirkjunni (Júlíus Guð- mundsson prédikar; kór Að- ventkirkjunnar og tvöfaldur karlakvartett syngja. Organ- leikari: Sólveig Jónsson). 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarn- arson). 18.30 „Efst á Arnarvatnshæðum": Gömlu lögin sungin og leik- in. — 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Vfr. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Svipast um á suðurslóðum: Séra Sigurður Einarsson flyt ur fimmta erindi sitt frá ísrael. 20.15 Kórsöngur: Söngfél. Hreppa- manna syngur. Söngstjóri: KALLI KÚREKI ~ ~ ~ Teiknari; Fred Harman Þegar Jenkins leggur af stað heim með mútuféð tekur hann ekki eftir manni á bak við runna. — Þetta var hreint ekki afleitt. Hundrað dalir handa mér, og ég á að láta þann gamla hafa fimmtíu. Hann er sjálfsagt þegar kominn hálfa leið til Mexícó. (— Hann tók ekki eftir mér. Það verður fróðlegt að komast að því hverskonar félaga maður á.) Seinna hjá kofanum. — Hvar hefur þú verið, Sam? — í felum, auðvitað. Hvar hélztu að ég væri? Þú manst vonandi, að það er búizt við því að ég sé dauður? Sigurður Ágústsson f Birt- ingaholti. Einsöngvari: Guð- mundur Guðjónsson. Píanó- leikari: Skúli Halldórsson. 20.55 Sunnudagskvöld með Svav- ari Gests, spurninga- og skemtiþáttur. 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrár- lok. Mánudagur 27. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Kýrnar á beit (Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur). 13.35 „Við vinnuna"; Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr kvikmyndum. — 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfréttir. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Séra Gunnar Árnason). 20.20 íslenzk tónlist: Tvö verk eft- ir Árna Björnsson. 20.40 Leikhúspistill: Sveinn Ein- arsson fil.kand. segir fréttir frá útlöndum. 21.05 Frá Menton-tónlistarhátíð- inni í Frakklandi. 21.30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob" eftir Coru Sandel; V, (Hannes Sigfússon). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.00 Skákþáttur (Sveinn Krist- insson). — 23.35 Dagskrár- lok. Þriðjudagur 28. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. •— 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfr. — 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í Dómkirkjunni; Odd Wannebo óperusöngvari frá Noregi syngur; dr. Páll ísólfsson leikur undir á orgel. 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Ofur- efli“ eftir Einar H. Kvaran; VIII. kafli. — Ævar R. Kvar- an færði söguna í leikform og stjórnar flutningi. 21.00 Lög frá Lithaugalandi, sung- in og leikin. 21.15 Upplestur: Kvæði og stök- ur eftir Hreiðar E. Geirdal (Andrés Bjömsson). 21.25 Tónleikar: Óbókonsert nr. 2 í B-dúr eftir Handel. 21.35 Erindi: Rödd af veginum (Hugrún skáldkona). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). — 23.00 Dag- skrárlok. a— ÞJÓ'NUSTA FRÖh/SK ÞJÓNUST,\ andlitsböS (latidsnurting f\argveiosla CeiSbeint mcS i/al Snyrfí i/öru. valhölliSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.