Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 1

Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 1
2 44 siður (I. og II.) Viðreisnarstjórnin: Ingólíur Jónsson, Bjarni Benediktsson, Ólafur Xhors, Guðmundur í Guðmundsson, Gunnnar Thoroddsen, Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. um viöreisn efnahags íslenzku þjóðarinnar VIÐREÍSNARSTJÓRNIN er það nafn, sem íslenzka þjóðin liefur gefið þeirri ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum það kjörtímabil, sem nú er á enda. Þessi nafngift segir sína sögu, en skýrustu máii tala staðreyndirnar um störf Við- reisnarstjórnarinnar. Öllum landslýð er kunnugt um þá örðugleika, sem við blöstu, þegar viðreisnarstörfin hófust fyrir rúmum þremur árum, og allir geta litið á aðstæðurnar í dag og borið þær saman við það ástand, sem hér var ríkjandi, þegar endan- lega var horfið frá hafta- og uppbótastefnunni — eða „vinstri stefnunni“, ef menn vilja heldur nefna hið úrelta kerfi því nafni. Stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir, að þeir muni halda éfram framkvæmd viðreisnarstefnunnar, ef þeir fá sam- eiginlegan meirihluta áfram á Alþingi. Þeim hefur tekizt að koma á svipaðri frjálsræðisstefnu í íslenzkum efnahags- og atvinnumálum og bezt hefur gefizt í nágrannaríkjunum, sem hraðast sækja fram, og þeir munu undir engum kringum- stæðum hverfa aftur til haftanna, nefndafargansins, skömmt- unarinnar, svarta markaðsins og spillingarinnar. Kommúnistar og Framsóknar- menn lýsa því hinsvegar yfir, að þeir leggi meginkapp á það að horfið sé frá frjálslyndisstefn- unni og á ný tekið upp hið gamla kerfi. í efnahagsmálum er því um tvær meginstefnur að ræða, sem þjóðin verður að kjósa á milli nk. sunnudag. En Viðreisnarstjórninni hefur líka tekizt vel að stjórna utan- ríkismálum íslendinga. Hún hef- ur leyst viðkvæma deilu við vin- veitta nágrannaþjóð og tryggt réttindi íslendinga eins og bezt má verða. Hún hefur fylgt þeirri stefnu festu og Varúðar, sem ein- kennt hefru stjórn utanríkismála íslendinga frá fyrstu tíð. St j órnarandstöðuf lokkarnir segja, að þeir muni leggja megin- kapp á breytta utanríkisstefnu, ef þeir fá áhríf til þess. Þeir lýsa því báðir yfir, að þeir ætli að rifta landhelgissamkomulaginu við Breta og stofna til algerrar óvissu í þessu mikilvæga máli, jafnframt því, sem þeir segjast ætla að breyta utanríkisstefn- unni almennt. Ekkert er vopnlausri smáþjóð mikilvægara en heilbrigð og traust stjórn utanríkismóla. ís- lenzka þjóðin þekkir þá stefnu, sem fylgt hefur verið í samskipt- um við aðrar þjóðir. Hún veit, að þessi stefna hefur treyst sjálf- stæði íslendinga og skipað þeim í sveit með þeim þjóðum, sem reka heilbrigða utanríkismála- stefnu. Þess vegna vilja íslenzkir kjósendur ekki hætta á það að taka upp nýja og óábyrga utan- ríkismálastefnu. Línurnar í íslenzkum stjórn- málum eru þess vegna skýrar. Annars vegar er kosið um á- I í blaðinu í dag er ferill Við- framhald hinnar nýju frjáls- I reisnarstjórnarinnar nokkuð rak- lyndisstefnu í efnahagsmálum og inn. Sjá blaðsíðu 2. þeirrar utanríkismálastefnu, sem fylgt hefur verið, en hinsvegar um „nýja“ stefnu í utanríkismál- um og endurvakningu „gömlu“ efnahagsstefnunnar. Ný vinstri stjórn: Hvað þá? U M þær mundir sem vinstri stjórnin hrökklaðist frá völd- um í árslok 1958, lýsti Lúðvík Jósepsson, sem var meðal ráð- herranna í stjórninni og einn þeirra, sem hvað mesta á- byrgð bar á ófarnaðinum, hinu alvarlega ástandi í þjóð- félaginu á þá leið á lokuðum fundi helztu forystumanna Kommúnistaflokksins, „að, ef núverandi ástand héldi áfram, myndi fólkið fara að verða móttækilegt fyrir „de Gaulle- tillögur“.“ Þarna átti Lúðvík vitaskuid við það alvarlega ástand, sem skapazt hafði í Frakklandi, þegar de Gaulle var kallaður til valda og þau ólýðræðis- legu úrræði, sem þá varð að grípa til, svo að komið yrði í veg fyrir algera upplausn. Betri hliðstæða við þjóðfélags ástandið á íslandi í lok stjórn- artíma vinstri stjórnarinnar verður naumast fundinn. í fullu samræmi við þetta er sú viðurkenning eins for- ystumanna Alþýðuuflokksins, sem hafði góða aðstöðu til að fylgjast með þróun mála á þessum tíma, að ástandið hér hafi þá verið orðið óhugnan lega áþekkt og í ríki, sem sigl- ir hraðbyri til kommúnism- ans. Ekki hefur heldur skort lit- ríkar frásagnir framsóknar- foringjanna af ófremdar- ástandinu við uppgjöf vinstri stjórnarinnar, og er þar eftir- minnilegust sú yfirlýsing for- sætisráðherra vinstri stjórnar innar, Hermanns Jónassonar, þegar hann baðst lausnar, að efnahagslegt hrun þjóðarinn- ar væri yfirvofandi. Síðar hafa framsóknarmenn þó ekki viljað við annað kannast en allt hafi vefið í himnalagi, þegar vinstri stjórnin hrökkl- aðist frá völdum, og síðast í gær fer Tíminn mjög lofsam- legum orðum um vinstri stjórnar timabilið. Er það í samræmi við þá stefnu fram- sóknarforingjanna, að sams konar s tjórnarhættir og þá ríktu verði teknir upp að nýju, ef þeir komist til áhrifa á stjórn landsins. En hverjir vilja veita sinn stuðning til þess?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.