Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. fúnf 1963 3 Viðreisnin hefur skapað betra, frjálsara og réttlátara þfóðfélag Á F Y R S T A kjörtíma- bili Viðreisnarstjórnarinn- ar hefur miklum fjölda þýðingarmikilla umbóta- mála verið hrint í fram- kvæmd. — Dómur þeirra, sem bezt þekkja til, er sá, að Viðreisnarstjórnin sé tvímælalaust starfsamasta og farsælasta ríkisstjórn, sem á íslandi hefur setið. Umbótastarf hennar hefur náð til flestra sviða þjóð- lífsins, efnahagsmála, ut- anríkismála, atvinnumála og menningarmála. Lífs- kjör þjóðarinnar hafa batn að jöfnum skrefum á við- reisnartímabilinu, og eru lífskjör fjölmennustu laun þegastéttanna nú a.m.k. 11% betri en í lok valda- tímabils vinstri stjórnar- innar. Það, sem einna mest hef ur einkennt störf Viðreisn- arstjórnarinnar, er það, hve flokkar þeir, sem að henni standa, hafa verið samhentir um stefnu stjórnarinnar og hve vel hefur verið vandað til und irbúnings allra mála. Þing- in á kjörtímabili hennar hafa verið hin starfsöm- ustu og afkastamestu, og eru það mikil viðbrigði frá því sem var á tímum vinstri stjórnarinnar, þeg- ar þingmenn sátu starfs- lausir mikinn hluta þing- tímans vegna úrræðaleysis og sundurlyndis ríkis- stjórnarinnar. Hér fer á eftir yfirlit yfir nokkur af helztu umbóta- málum Viðreisnarstjórnar- innar, en eins og að líkum lætur er það þó engan veg- inn tæmandi. aprfl 1960 til júní 1961 var 67% meiri en á árinu 1959. Þetta var sú mynd, sem við blasti, þegar efnt var til verk- fallanna vorið 1961. Þrátt fyr- ir ófyrirsjáanlega örðugleika og miklar hrakspár stjórnar- andstæðinga hafði viðreisn- inni miðað vel áfram. Ríkisstjórnin gerði sitt til að afstýra því, að til verk- falla þyrfti að koma, en stjórn arandstaða framsóknarmanna og kommúnista fékk því fram gengt, að mörg verkalýðsfélög efndu til verkfalla. Niðurstað- an varð svo sú, að eftir mis- munandi löng verkföll var samið um 13%% og þaðan af hærri kauphækkanir, allt upp í 19%. Fyrirsjáanlegt var, að mikl- ir örðugleikar myndu skapast í efnahagsmálum þjóðarinnar vegna svo mikilla kauphækk- ana, ef ekkert yrði að gert. Áhrif kauphækkananna hefðu á skömmum tíma breiðzt um allt hagkerfið og valdið al- mennri hækkun framleiðslu- kostnaðar og aukinni eftir- spurn eftir gjaideyri. Það hefði valdið versnandi af- komu útflutningsatvinnuveg- anna og alvarlegum greiðslu- halla þjóðarbúsins út á við. Til þess að koma í veg fyrir þessa þróun, það atvinnuleysi og þann gjaldeyrisskort, sem henni hefðu orðið samfara, var ekki nema eitt ráð til- tækt: Að endurskoða gengis- skráninguna. Þótti þá eðlileg- ast að færa gengisskráning- arvaldið um leið í hendur Seðlabankans, enda er sú skip an algengust í nálægum lönd- Snuið frá vinstri stefnu til viðreisnar EKKI þarf að minna á, með hverjum hætti viðskilnaður vinstri stjómarinnar var. Al- gjörum gjaldeyrisskorti fylgdi sívaxandi söfnun skulda er- lendis til skamms tíma, en möguleikar til að fá með eðli- legum hætti lán til langs tíma erlendis, er gerðu áframhald- andi uppbyggingu og fram- þróun færa, voru brostnir. Stöðug hætta var á vaxandi verðbólgu, jafnvægisleysi í peningamálum og síaukin höft og hömlur. Engin samstaða um nauðsynlegar ráðstafanir var innan vinstri stjórnarinn- ar. Hún hrökklaðist úrræða- laus frá, þegar verðbólgualda var að ríða yfir þjóðina. Þegar Viðreisnarstjórnin tók við völdum, lýsti hún því yfir, að höfuðverkefni hennar væri að koma atvinnulífi þjóðar- innar á traustan og heilbrigð- an grundvöll. Ákvörðun var tekin um gagngera stefnu- breytingu í efnahagsmálum og atvinnuvegunum skapaður varanlegri og heilbrigðari grundvöllur, en þeir höfðu áð ur átt við að búa. Meginefni efnahagsráðstaf- ananna 1960 var þetta: 1. Bótakerfið, sem útflutn- ingsframleiðslan hafði búið við síðan 1961 var afnumið, en skráningu krónunnar breytt þannig, að útflutnings framleiðslan yrði rekin halla- laus án bóta og styrkja. Út- flutningssjóður var lagður niður. 2. Til þess að draga úr þeirri kjaraskerðingu, sem þessar ráðstafanir ella hefðu haft í för með sér, var mikil hækk- un gerð á bótum almanna- trygginganna, svo að heildar- bótagreiðslan um það bil tvö- faldaðist. Þessar ásamt fleiri ráðstöfunum ollu því, að hækkun framfærslukostnaðar nam aðeins J%, en hefði num ið 13%, ef engar hliðarráð- stafanir hefðu verið gerðar. 3. Tekjuskattur af almenn- um launatekjum var felldur niður og fækkaði tekjuskatts- greiðendum við það úr 63 þús. í 15 þús. 4. Gagnger endurskoðun var hafin á fjármálum ríkissjóðs. Til að vega á móti auknu fram lagi til almannatrygginga, af- námi útflutningssjóðs, niður- fellingu tekjuskatts á almenn- ar launatekjur og afnámi 9% söluskatts, sem um nokkurra ára bil hafði verið innheimt- ur af iðnaðarframleiðslu og þjónustu var lagður á nýr sölu skattur til að ríkissjóður yrði hallalaus. 5. Innflutningsskrifstofan var lögð niður og öll höft af- numin af um það bil 60% ár- legs innflutnings. 6. Gerðar voru ráðstafanir til að koma á jafnvægi í pen- ingamálum innanlands, m.a. með hækkun innláns- og út- lánsvaxta. 7. Vísitölukerfið var afnum- ið til að koma í veg fyrir, að aftur hæfist kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, sem tókst að stöðva 1959. Hafði reynslan sýnt, að visitölukerf- ið var launþegum ekki til neinna hagsbóta heldur þvert á móti. Hagstæðari viðskipti og kjarabætur vegna stór- aukins verzlunarfrelsis l\lý gengislækkun afleiðing verkfalla Enginn vafi getur lengur leikið á því, að Viðreisnin var reist á traustum grundvelli. Sést það bezt á því m.a., að greiðsluhallinn, sem að með- altali hafði numið 345 millj. kr. árin 1956—1959 miðað við 38 kr. gengi dollarans, hvarf að mestu eða öllu leyti þegar á árinu 1960. í árslok 1959 var gjaldeyrisstaða íslands verri en nokkurs annars lands, sem upplýsingar lágu fyrir um, að einu eða tveim e.t.v. undan- skildum. í stað gjaldeyris- skulda batnaði gjaldeyrisstað- an á árinu 1960 um 239,5 millj. kr. með þeim árangri, að í árslok nam gjaldeyris- forðinn 112 millj. kr. Mánað- arleg aukning sparifjár frá í framhaldi af efnahagsráð- stöfunum í febrúar 1960 voru sett ný lög um skipan inn- flutnings- og gjaldeyrismála. Þessar aðgerðir fólu einkum í sér fernt: 1) Innflutningur á vörum til landsins var gerð ur frjáls nema annað sé sér- staklega ákveðið í lögum eða reglugerð. 2) Innflutnings- skrifstofan var lögð niður. 3) Útflutningsnefnd sjávaraf- urða, sem stofnuð hafði verið 1957, var lögð niður. 4) Af- numdar voru fjárfestingar- hömlur þær, sem gilt höfðu síðan 1947. Þetta þýddi 1 framkvæmd, að 60% innflutningsins var sett á frílista og gerðar voru ráðstafanir til þess, að frílist- inn veitti raunveruleg rétt- indi með því að lögin skylda viðskiptabanka til að láta gjaldeyri af hendi til kaupa á frílistavörum. Frá því að þess ar ráðstafanir komu til fram- kvæmda hefur allmörgum vörutegundum verið bætt við frílistann. Arið 1961 var þann- ig bætt á frílistann fólksbif- reiðum o.fl., en árið 1962 var bætt við hreinlætistækjum o.fl. Með árinu 1962 má telja, að svo algjöru verzlunarfrelsi hafi verið á komið, að tæp- lega veiði menn varir við nokkrar hömlur á því. Miðað við gildandi ákvæði í árslok 1962 skiptist innflutningur þannig: 1) Út á frilista 69,4%; 2) Út á kvóta 15,9%; 3) Gegn venjulegum leyfum 14,7%. Alls eru því 85,3% innflutn- ingsins flutt frá þeim lönd- um, sem menn helzt kjósa að eiga viðskipti við og verð og gæði eru hagfelldust, en aðrar leyfisvörur eru að mestu staðl aðar vörur, svo sem olíur, benzín og timbur. Hin miklu áhrif, sem verzl- unarfrelsið hefur haft á utan- ríkisviðskipti landsins má bezt sjá af þeirri breytingu, sem orðið hefur á skiptingu inn- og útflutnings á undanförnum árum. Árið 1958 voru 58,6% innflutnings okkar frá frjáls- gjaldeyrislöndum og 41,4% frá janfvirðiskaupalöndum, en 1962 voru 79,3% frá frjáls- gjaldeyrislöndum og 20,7% frá jafnvirðiskaupalöndum. Útflutningurinn skiptist þann- ig árið 1958, að 57,3% útflutn ingsins fóru til frjálsgjaldeyris landanna, en 42,7% til jafn- virðiskaupalandanna, en árið 1962 fóru 80,1% til frjálsgjald- eyrislandanna og 19,9% til j af nvirðiskaupalandanna. Þýðingu hins stóraukna verzlunarfrelsis finna allir. Viðreisnarstjórnin hefur upp- rætt haftakerfi vinstri stefn- unnar og þá spillingu, sem af því leiddi. Með verzlunar- frelsinu hafa verið tryggð hag stæðari viðskipti, meira vöru- val, betri vörugæði og hag- stæðara verð. 12 mílna landhelgin tryggð Með landhelgissamkomulag- inu við Breta frá því í marz 1961 var 12 mílna fiskveiði- lögsagan við ísland tryggð í framkvæmd. 1 aðalatriðum var efni samningsins þetta: 1. Bretar viðurkenndu 12 mílna fiskveiðilögsögu við ís- land. 2. Bretar viðurkenndu þýð- ingarmiklar grunnlínubreyt- ingar á fjórum stöðum um- hverfis landið, en af því leiddi aukningu fiskveiðilögsögunn- ar um 5065 ferkílómetra. 3. Brezkum skipum var heimilað að stunda veiðar á takmörkuðum svæðum á milli 6 og 12 mílna markanna nokk urn tíma á ári næstu 3 árin. Rennur þetta undanþágutíma bil út í marzmánuði n.k. Með landhelgissamkomulag inu unnu íslendingar einn sinn stærsta stjórnmálasigur, enda sætti brezka ríkisstjórn- in harðri gagnrýni fyrir samn inginn meðal brezkra fiski- manna, sem kölluðu hann „uppgjöf" og „svik við brezka fiskimenn". í stað hemaðarástands við Islandsstrendur, sem ríkjandi var við uppgjöf vinstri stjórn arinnar, hafði Viðreisnarstjórn in þannig komið á íslanda miðum, tryggt íslendingum 12 mílna fiskveiðilögsögu til frambúðar og möguleika til frekari útfærslu. Þrátt fyrir andróður stjórn- arandstöðuflokkanna eru nú flestir sammála um, að land- helgissamkomulagið 1961 hafi reynzt íslendingum giftu- drjúgt og með því hafi við- kvæmt deilumál verið leyst á einstaklega hagstæðan hátt fyrir íslenzku þjóðina. Kjarabætur með lækkun aðflutningsgjalda Eitt af fyrstu verkum Við- reisnarstjórnarinnar var að setja allt tollkerfið í endur- skoðun. Innflutnings- og tolla málin vom komin í fáheyrða flækju, sem glöggt má sjá af því, að átta gjöld og tollar ásamt tvenns konar viðauk- um á þau voru kannski lögð á sömu vöruna. Voru þessi gjöld reiknuð af mismunandi grunni, a.m.k. sjö talsins, þeg ar verst lét. Margar vörur voru með milli 200 og 300% toll og allt upp í 344%. Af þessari oftollun leiddi þrennt: Óhóflegt verð á þess- um vörum, stórfellt smygl og loks tekjutap fyrir ríkissjóð. í nóvember 1961 var í fyrsta skipti ráðizt tU atlögu gegn þessu ófremdarastandi með lækkim aðflutningsgjalda á ýmsum vörutegundum, sem grunur eða vissa lék a, að smyglað væri inn í stórum stíl. Afleiðing þessara tolia- lækkana varð sú, að auk þesa sem vöruverð lækkaði til gagns fyrir almenning dró svo stórkostlega úr smyglinu, að ríkissjóður fékk auknar toll- tekjur sem nam 15 millj. kr. af þessum vörum þrátt fyrir tollalækkunina, sem hefði svipt ríkissjóð milli 40 og 50 millj. kr., ef innflutningur eftir lögleyfðum leiðum hefði haldizt óbreyttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.