Morgunblaðið - 05.06.1963, Síða 18

Morgunblaðið - 05.06.1963, Síða 18
18 'MORGUNBL'AÐIÐ Miðvikudagur 5. júní 1963 36 stúlkur brautskráðar frá Kvennaskólanum KVENNASKÓLANUM í Reykja- vík var slitið 25. maí sl. Forseta- frúin sýndi skólanum þá vin- semd að vera viðstödd skólaupp- sögn. Var þetta 88. starfsár skólans, en kennsla hófst þar 1. okt. 1874. 223 námsmeyjar settust í skól- ann í haust, en 36 stúlkur braut- skráðust úr skólanum að þessu sinni. Forstöðukona skólans, frú Guð- rún P. Helgadóttir, minntist í upp hafi einnar námsmeyjar skólans, Hildar Ólafsdóttur, sem lézt af slysförum 24. jan. sl. og verið hafði hvers manns hugljúfi. — Höfðu akólasysitur Hildar, kenn- arar og nokkrir aðstandendur á- kveðið að gefa um Hildi minn- ingargjöf, sem renna skyldi í Systrasjóð. Þá gerði forstöðu- kona grein fyrir starfsemi skól- ans þetta skólaárið og skýrði frá úrslitum vorprófa. Hæsta eink- unn í bóklegum greinum á loka- prófi hlaut Jenny Jóhannsdóttir, námsmær í 4. bekk Z, 9,57, og er það hæsta einkunn, sem gefin hefur verið í skólanum á burt- fararprófi. f 3. bekk hlutu tvær stúlkur jafnháa einkunn, Guðný Helgadóttir og Sigrún Einars- dóttir, 8,81, i 2. bekk Anna Björg Halldórsdóttir, 9,36 og í 1. bekk Borghildur Guðmundsdóttir, 9,31. ungAingapráfi og 61 prótfi upp í annan bekk. Sýning á hannyrð- um og teikningum námsmeyja var haldin 18. og 19. maí. Gjafir, verðlaun og fleira Fyrir hönd Kvennaskóla- stúlkna, sem brautskráðust fyrir 50 árum mælti frú Ingibjörg Ey- fells, fyrir hönd 40 ára árgangs mælti frú Jóna Erlendsdóttir og fyrir hönd 25 ára árgangs talaði frú Aslaug Friðriksdóttir. Rifj- uðu þær upp minningar skólaár- anna, færðu skólanum gjafir og óskuðu honum allrar blessunar. FuUtrúar 10 ára árgangs og 5 ára árgangs voru einnig mættar við skólaslit og færðu skólanum pen- Miðskólaprófi luku 43 stúlkur, 59 ingagjafir og óskuðu honum alls góðs. Þakkaði forstöðukona eldri nemendum alla þá vinsemd og tryggð, sem þeir hefðu ávallt sýnt skóla sínum, og kvað skól- anum og hinum ungu námsmeyj- um mikinn styrk að vináttu þeirra. Þá fór fram verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Thoru Melsted hlutu Jenny Jóhannsdóttir og Anna María Pálsdóttir, 4. bekk Z. Verðlaun þessi eru veitt fyrir ágæta ástimd un og glæsilegan árangur við bóklegt nám. Einnig hlutu Sol- veig Edda Magnúsdóttir og Erla Þórarinsdóttir, 4. bekk Z, bóka- verðlaun fýrir ágætan námsár- angur. Verðlaun fyrir beztu frammistöðu í fatasaum voru veitt úr Verðlaunasjóði frú Guð- rúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut Jenny Jóhannsdóttir, 4. bekk Z. Verðlaun úr Thomsens- sjóði fyrir beztan órangur í út- saumi hlaut Lára Halla Maack, 2. bekk Z. Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund veitti 500 kr. verðlaun fyrir beztu íslenzku prófritgerðina. Anna Guðmunds- dóttir, 4. bekk C, hlaut þau verð- laun. Þá gaf þýzka sendiráðið verðlaun fyrir góða frammistöðu í þýzku. Þau verðlaun hlutu Jenny Jóhannsdóttir, Anna María Pálsdótti'r og Erla Þórarinsdóttir. Námsstyrkjum var úthlutað í lok skólaársins til efnalítilla námsmeyja, úr Systrasjóði 16,- 000,00 kr. og úr Styrktarsjóði hjónanna Páls og Thoru Melsted 3.500,00, alls 19.500,00 kr. Að lokum þakkaði forstöðu- kona skólanefnd og kennurum á- gætt samstarf á liðnum vetri og ávarpaði stúlkurnar, sem braut- skráðust, og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum. IMý sending sumarkjólar ALSILKI-K J ÓLAR TRICEL-KJÓLAR COURTELL-KJÓLAR HÖR-KJÓLAR BÓMULLAR-KJÓLAR Stærðir: 10 — 12 — 14 — 16 18 — 20 — 22. Franskar hálsfestar. Franskar nælur. hafnarstræti s MOCCASÍNUR Fyrir dregni Fyrir stúlkur STÆRÐIR 25-38 Hverfisgötu 82 Sími 11-7-88. — Bezt oð auglýsa i Morgunblaðinu UNDIR MÁLNINCU UTAN HÚSS KISILCONE Málning festist betur og endist lengur. — Sparar málningu. Húsið einangrast utan frá. Er sérstaklega framleitt fyrir íslenzk steinhús af Verksm. KISILCONE. UNDIR Málningin flagnar ekki af. MÁLNINCU Liturinn á húsinu breytist UTAN HÚSS ekki í rigningu. KÍSILL Reykjavík, Lækjargötu 6B — Sími 15960.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.