Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 20
Um þessa bíla verður dregið
Nú dregur til úrslita í hinu glæsilega
happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Allir,
sem fengið hafa miða og enn hafa ekki
gert skil, eru minntir á að draga það
ekki lengur.
Skrifstofan í Sjálfstæðishúsinu verður
opin í dag og í kvöld, sími hennar er
17103.
Og miðar verða seldir í happdrættisbíl-
unum í Austurstræti fram eftir kvöldi.
Sjálfstæðismenn! Gangið rösklega fram
síðasta dag happdrættisins, takið hönd-
um saman og gerið árangurinn glæsi-
legan.
Mikið ríður á, að allir miðar seljist. —
Happdrættið er þýðingarmikill þáttur í
fjáröflun til flokksstarfseminnar um allt
land, því andvirði miðanna rennur til
starfseminnar þar á landinu, sem mið-
arnir eru seldir.
Með samstilltu átaki munu Sjálfstæðis-
menn enn sem fyrr sýna hug sinn í verki.
Við eflum Sjálfstæðisflokkinn og vinnum
fyrir framtíðina.
SAMTAKA IMti!
kasta
Hverjir vilja
hessu á glæ?
í LOK I»EESA kjörtímabils
er eðlilegt, að kjósendum sé
sú spurning ofarlega í huga,
hvort viðreisnarráðstafanir nú
verandi ríkisstjórnar hafi bor
ið þann árangur, að rétt sé
að fela viðreisnarflokkunum
áframhaldandi vöid.
iYleðal þess, sem áunnizt hef-
ur, má nefna eftirfarandi at-
riði:
'á’ Lífskjör launþega eru
nú a.m.k. 11% betri en þau
voru í árslok 1958.
ic Hafta- og uppbótakerfi
vinstri stefnunnar hefur ver-
ið afnumið, en í þess stað tek-
ið upp frelsi í innflutnings-
málum og rekstri útflutnings-
atvinnuveganna komið á heil-
brigðan grundvöll.
ir Staða landsins út á við
hefur á s.I. 2 árum batnað
um næ^ 950 millj. kr. — í
stað þess, að á vinstri stjórn-
arárunum versnaði hún um
1244 milij. kr.
★ Öflugum gjaldeyrisvara
sjóði hefur verið komið upp,
og nemur hann nú yfir 1200
millj. kr., í stað rúmlega 200
millj. kr. gjaldeyrisskuldar,
þegar Viðreisnarstjórnin tók
við.
ir Vöruval hefur stórauk-
izt til mikilla hagsbóta fyrir
almenning.
if Bætur almannatrygg-
inga hafa hækkað um rúm
300% frá árinu 1959 og kaup-
máttur þeirra hækkað um
155% á sama tímabili. Þann-
ig hafa kjör þeirra, sem við
lökust kjör búa, verið stór-
lega bætt.
-ár Stórfelldar umbætur
hafa verið gerðar í skatta-
málum, sem leitt hafa til
mikilla skattalækkana, bæði
einstaklinga og atvinnufyrir-
tækja.
ic Nýskipan hefur verið
komið á tollamál. Hefur þessi
þýðingarmikla breyting í för
með sér u.þ.m. 200 millj. kr.
lækkun á tollum í tveim á-
föngum, sem hefur orðið til
verðlækkúnar á ýmsum vör-
um og varningi.
ár Lánveitingar til íbúða-
bygginga hafa verið stóraukn-
ar, enda hafa lán húsnæðis-
málastjórnar hækkað miklu
meira en nemur hækkun
byggingarkostnaðarins. Há-
markslán er nú 150 þús. kr.
út á hverja íbúð, en var áður
100 þús. kr.
it Lánasjóðir atvinnuveg-
anna hafa verið efldir mjög:
búnaðarsjóðunum breytt úr
gjaldþrota stofnunum í öfluga
fjárfestingarsjóði og fjárhag-
ur Iðnlánasjóðs og Fiskveiði-
sjóðs mjög styrktur.
ÍC Sparifé landsmanna hef-
ur stóraukizt vegna vaxandi
trúar á gjaldmiðli þjóðarinn-
ar, enda nam sparifjárinneign
in í marzlok sJ. nær 3700
millj. kr. í stað nær 1800 millj.
kr. í árslok 1959. Vegna þess-
arar miklu aukningar hafa
möguleikar lánastofnana stór-
aukizt til að veita lán til þjóð-
nýtra framkvæmda.
+ Verklegar framkvæmd-
ir hafa á viðreisnartímabilinu
verið meiri en nokkru sinni
fyrr. Verður yfirstandandi ár
mest framkvæmdaár í sögu
landsins.
★ í þjóðhags- og fram-
kvæmdaáætlun Viðreisnar-
stjórnarinnar er gert ráð
fyrir áframhaldandi og vax-
andi uppbyggingu á öllum
sviðum, ef þjóðin ljær stjórn-
arflokkunum li'0' til að fram-
kvæma stefnu sína.
★ Landhelgisdeilan við
Breta hefur verið farsællega
til lykta leidd og viðurkenn-
ing annarra þjóða tryggð á
12 mílna fiskveiðilögsögu við
ísland. Með þessu hefur verið
bægt frá því mikla hættuá-
standi, sem ríkti á Islands-
miðum, þegar vinstri stjórn-
in hljóp frá vandanum.
| Viðreisnarflokkarnir hafa
lýst því yfir, að þeir muni
halda viðreisnarstarfinu á-
fram, ef þeir halda þingmeiri-
liluta sínum.
| Framsóknarmenn og
kommúnistar hafa hins vegar
lýst því yfir, að þeir muni
láta það verða sitt fyrsta verk
í ríkisstjórn að brjóta niður
árangur viðreisnarinnar.
| Þjóðin á því raunveru-
lega aðeins um tvennt að
velja í kosningunum 9. júní
n.k. Áframhaldandi trausta og
samhenta Viðreisnarstjórn —
eða nýja vinstri stjórn.
★ Spurningarnar, sem liggja
fyrir kjósendum, er þeir ganga
í kjörklefann er því þessar:
Viljum við kasta árangri við-
reisnarinnar á glæ? Hvað tek-
ur við, ef við gerum það?
Tíðar skipakomur
Akranesi 3il. maí.
VIGTARMENN hafa í nóg að
horfa hér á Akranesi um þessar
mundir. Þeir hafa nú naumast
hrvíld milli skipakoma. Fjögur
skip eru hér í dag:
M.s. Fjallfoss lestar 1000 tunn-
ur af súrsuðum síldarflökum,
M.s. Brúarfoss lestar 200 tonn af
hvalkjöti á Ameríkumarkað,
danska skipið Spurven lestar 400
tonn af fiskimjöli oS hollenska
skipið Primus lestar sement