Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 3

Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 3
Miðvikudagur 5. júni 1963 MORGVNBL'AfílÐ 23 Hugurinn beinist alltaf aö sjónum Rætt við Stefdn Stefdnsson, skipstjdra d Halkion, hlaut afreksverðlaun Sjómannadagsins dsamt dhöfn sinni AFRBKSVERÐLAUN Sjó- mannadagsins árið 1963 hlaut Stefán Stefánsson, skipstjóri, á Halkion, VE 205, og áhöfn hans. Verðlaunin, fagur silf- urbikar, voru afhent Stefáni í Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld. Mbl. hefur rætt við Stefán í tilefni verðlauhaveitingar- innar og fer samtalið hér á eftir: — Við höfum heyrt, að þú liggir á sjúkrahúsmu, Stefán? —i Já, ég hef verið með magablæðingu, og á að vera hér í mánuð og er þegar bú- inn með um 3 vikur. — í»ú hefur samt fengið að fara til að taka á móti verð- laununum? — Mér var leyft að vera viðstaddur í samkomuhúsinu í gærkvöldi, þar sem verð- launin voru veitt. En það gleymdist að segja hvenær ég ætti að vera kominn inn aftur svo ég var á skemmtuninni fram eftir kvöldi. — Fyrir hvað voru afreks- verðlaunin veitt í ár? — Það var fyrir björgun á- hafnarinnar á vélbátnum Bergi, en á honum voru 11 menn, sem Halkion bjargaði 6. desember sl., svo og fyrir björgun 8 manna af Erlingi, sem fórst 22. marz sl. — Varzt þú undrandi yfir verðlaunaveitingunni? — Þetta kom mér á óvart. Ég er auðvitað mjög ánægður, þótt ég telji það meiri og minni tilviljun, að við skyld- um hafa bjargað mönnunum. — Hvernig lítur verðlauna- gripurinn út? — Hann er ijijög fagur bik- ar með áietrun til skipstjóra og áhafnar. Bikarinn er gefinn af Félagi íslenzkra botnvörpu skipaeigenda og hann vinnst til eignar. Þetta er í 3. skipti, sem afreksverðlaunin fara til Vestmannaeyja. — Hver afhenti bikarinn, — Jóhann Pálsson, fulltrúi Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja. Við fengum líka stóran og fagran silfurskjöld frá eigendum Bergs og Erlings sem setja á.upp í Halkion. Á skjöldinn er grafin mynd af bátnum og áletrun; geysilega fallegur gripur. — Ert þú með gripina á sjúkrahúsinu? — Já þeir eru hér sem stendur. Margir hafa skoðað þá. Þetta hefur vakið athygli hér, einkum vegna þess, að faðir minn, Stefán Guðlaugs- son, liggur hér líka, en hann var skipstjóri í áratugi. — Hvernig gekk Halkion á vertíðinni? — Við fengum 630 tonn í netin og um 9000 tunnur af síld frá því fjórða í jólum. • — Ert þú ekki kvæntur, Stefán? — Jú, konan mín heitir Val borg Brynjólfsdóttir, og við eigum tvö börn. — Þú ert Vestmannaeying- ur í húð og hár, er það ekki? Stefán Stefánsson, skipstjóri á Halkion, með. verðlaunagrip- ina, FÍB-bikarinn og skjöldinn frá eigendum Bergs og Erlings. Ljósm.: Sigurgeir. — Jú, ég er fæddur og upp alinn í Eyjum, að öðru ieyti en því að ég var um tíma í Verzlunarskólanum og Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Ég lauk Verzlunarskólaprófi 1951 og útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum 1954. — Þ»ú hefur lengi verið á sjó, ekki satt? t— Á meðan ég var í skóla var ég á sjó á sumrin. Annars hefur hugurinn alltaf beinzt að sjónum, meira að segja á meðan ég var í Verzlunarskól anum. Það hefur oft komið mér vel að hafa verið í hon- um, einkum vegna tungu- málanómsins, sem hefur verið ómetanlegt þegar ég hef verið í siglingum. Pierre Van Lierde, biskup, veitti páfa síðasta sakramentið — Páíinn Framhald af bls. 21. forsíðu, að Jóhannes páfi væri látinn. Stærsta blað þar í landi birti mynd af páfanum á fori síðu, í svörtum sorgarramma, Aðalmálgagn kommúnista- flokjcsins, Trybuna Ludu, segir: „Fráfall páfans hefur vakið sorg, ekki aðeins í hópi trúaðra, heldur einnig í hópi allra þeírra, sem litu með virðingu til hans, vegna framlags hans til friðsam- legrar sambúðar.“ Sorgarguðsþjónustur verða haldnar í öllum pólskum kirkj- um. Blöð ó Vesturlöndum ræða fráfall páfans, og merkilegt fram- lag hans til mála kirkjunnar. Víða hefur verið efnt til sorg- arguðsþjónusta. í fréttum frá Róm hermir, að fyrsti fundur kardinála verði haldinn á morgun, miðvikudag. Kardínálar fara með alla stjóm mála í Vatikani, þar til 'nýr páfi Morgunblaðið hefur beð- ið Pétur Benediktsson, sem er einn af fáum Islending- um, sem þekktu Jóhannes páfa persónulega, að iýsa páfanum og kynnum þeirra í nokkrum orðum. Grein Péturs Benedikts- sonar fer hér á eftir: Þ E G A R ég kom til Parísar vorið 1946 sem sendiherra ís- hefur verið valinn. Það eru kardínálarnir, sem kjósa páfa, og til að hljóta kjör, kunningsskapur varð lengri. Við vorum samtíða í París á áttunda ár. Þótt ég væri fulltrúi fyrir eitt hið minnsta og evangelisk lúterskasta af löndum var Roncalli erkibiskup mér allt- af samur og jafnt, kátur og góður í margmenni, ljúfur og ráðhollur, ef ég þurfti til hans að leita. þarf % atkvæða. Atkvæða- greiðsla hefst, er allir kardínálar hafa komið til Rómar. Þá var Roncalli um það bil 77 ára að aldri. Fiestir segja hvíldu þig, hvíld er góð, þeg- ar þeim aldri er náð, og er sjaldan við því amazt. En þess um aldraða, feitlagna manni var ekki öllum lokið. Tæp fimm ár sat hann á páfastóli, og ekki er ég í nokkrum vafa um það, að eftir honum verð- ur munað í aldaraðir sem ein- um allra-merkasta páfa seinni alda. Það verður munað eftir honum sem páfa’ og manni; manni, sem skildi hvað var að gerast, skildi það hve miklu meiru oft má koma fram með því að klappa óróaseggjunum á kollinn, en að steyta framan í þá hnefann. lands, var Roncalli erkibiskup fulltrúi páfans þar í borg, og þar með DOYEN eða forseti og fyrirsvarsmaður allra er- lendu sendiherranna í Frakk- landi. Mér er enn minnis- stæð fyrsta heimsókn mín til þessa sérstæða manns. Hann var lágur meðalmaður á hæð, stórskorinn nokkuð og sköll- óttur, fcitur vel, ekki fríður sýnum við fyrsta álit, en frikkaði stórum við kynningu. Það sem fyrst mætti gestin- um var gamansemin, þá góð- vildin; lítillæti samfara þekk- ingu og mannviti. En eins og ávallt voru það þessir stærri kostir sem unnu hug manns meira og meira eftir því sem Við kvöddum þpnnan ágæta forsvarsmann okkar, dipló- matarnir i París, um áramótin 1952 og ’53, þcgar hann var skipaður kardínáli og patriark í Feneyjum. Hann bað okkur að heimsækja sig, ef við ætt- um leið hjá garði. Roncalli var þá kominn á áttræðisaldur, og engan grun- aði annað en að hann væri að kveðja starfsama ævi til þess að eiga fagurt ævikvöld í skini þeirra metorða sem hin kaþólska kirkja gefur sínum beztu sonum. En röskum fimm árum síðar en þetta gerðist kusu kardínálarnir Roncalli sem eftirmann Pius- Það var táknrænt að Ron- calli kaus sér nafnið Jó- hannes páfi XXIII. f niður- lægingu páfadómsins í upp- I hafi 15. aldar minnir mig að B einu sinni hafi verið 3 prelát- I ar, sem allir þóttust vera páf- II ar. Einn þeirra kallaði sig Jó- hannes XXIII. og var til lítils sóma. Síðan hann lézt bar eng inn páfi það nafn i meira en 500 ár, því að þeir voru ekki vissir um hvar þeir ættu að tclja sig í röðinni. Það var líkt hinum nýlátna kirk juhöfðingja að hann henti ósómanum í skammar- krókinn og gaf titlinum sem hann hafði eignað sér nýjan og ævarandi heiður. ✓Pétur Benediktsson, bankastjóri: Jóhannes páfi ar páfa XII. á stól Sankti Pét- urs. STAKSTEIMAR „fslenzkastir allra“ Áróður Framsóknarflokksina tekur nú á sig skýrari mynd, enda skammt til kosninganna. Það var ekki vonum fyrr, að dagblað flokksins geti lesið ein- hverjar meginlínur út úr skrif- um sínum og fullyrðingum að undanförnu. Samstaða Tímans og Þjóðviljans í kosningabarátt- unni hefur verið slík, að oft hafa menn ruglazt á þessum mál- gögnum. Framsóknarmenn hafa samvizkusamlega tuggið upp gamlan kommúnistaáróður og nú um síðustu helgi hafa þeir tek- ið upp eina viðhjóðslegustu blekkingu íslenzkra kommúnista og tileinka sjálfum sér. Nú lýsa Framsóknarmenn því yfir, að þeir séu „íslenzkastir“ allra. Allir aðrir flokkar séu er- lend eftiröpun og málflutningur allra annara flokka óþjóðhollur og af erlendum toga spunninn. Þeir einir hafi trú á landi og þjóð, allir hinir séu vonlausir þjónar erlendra hagsmuna. FlRkkur og dagblað, sem býð- ur landsmönnum upp á slíkan málflutning er hæði brjóstum- kennanlegt og fyrirlitlegt. Hafa landsmenn ekki fengið nóg af hinura ósmekklegu blekkingum kommúnista um íslenzkt þjóð- erni, föðurlandsvini og ættjarð- arljóð? Svo virðist ekki um tals- menn Framsóknarflokksins í þessum kosningum. Þeir beita nú fyrir sig hverri kommúnista- blekkingunni á fætur annarri. Nú síðast þjóðeminu að fyrirmynd Lenins. „Við einir erum þjóð- Iegir, allir hinir svikarar", þetta er línan. Andróður almenningsálitsins Málgagn Framsóknarflokksiiu hefur nú að mestu géfizt upp í baráttu sinni gegn Viðreisninni. Tilraunir þeirra til blekkinga og útúrsnúninga eru máttlausar gegn talandi táknum um upp- byggingu og velmegun, hvert sem litið er. Þeir finna, að það er tilgangslaust að blekkja fólk um þess eigin lífskjör. Landsmenn muna allir gjald- þrot „vinstri stefnunnar", sem leitt hafði þjóðina fram á hengi- flugið. Viðreisnin hefur ekki að- eins forðað yfirvofandi ógæfu, heldur fært landsmönnum meiri velmegun og betri lífskjör, en nokkru sinni fyrr. Lagður hefur verið grundvöllur að hraðart og öruggari framförum. Ef snúið verður við tii Framsóknarstefn- unnar, haftastefnunnar og ey- steinskunnar, mun framförum og uppbyggingu, sem nauðsyn- leg er til vaxandi velmegunar, stefnt í beina tvísýnu. Þetta finnur fólkið í landinu og Framsóknarforystan skynjar andróður almenningsálitsins. Landsölubrigzl Framsóknar í stað rökræðna um Viðreisn* ina hefur dagblað Framsóknar- flokksins því gripið til blekkinga- áróðurs um landhelgina og efna- hagsbandalagið og reynt að halda því að landsmönnum, að stjórn- arflokkarnir sitji á svikráðum við málstað þjóðarinnar. Liggi þar til grundvallar undirlægju- háttur við erlenda og almennt vonleysi um framtíð þjóðarinnar. ■ Slíkur blekkingaáróður dæmir sig sjálfur. Hingað til hafa kommúnistar verið einir um slíka málafærzlu og lilotið fyr- irlitningu fyrir. Nú á slikur æs- ingaáróður og blekkingar að hætti kommúnista að vera hald- reipi Framsóknarflokksins í kosningunum. Þeir hafa stol»” glæpnum frá kommúnistum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.