Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 22
42 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. júní 1963 KR ógnaði þýzkum oft en þeir unnu verðskuldað Næsti leikur Þjóðverjarina er i kvöld Fyrsti leikur hinna þýzku knattspyrnugesta Fram, sem allir eru sagðir atvinnumenn, bauð upp á allmörg skemmtileg augna blik — einkum þó er KR-ingar einléku gegnum vörn Þjóðverj- anna og ógnuðu marki þeirra. Það kom nokkrum sinnum fyrir, en hinn bráðsnjalli markvörður Þjóðverja bjargaði alltaf, og með þeim framúrskarandi staðsetn- ingum, að markið var hreinlega lokað þeim er að sótti, og mark- vörðurinn, Wittmark, virtist ekk- ert hafa fyrir að verja. Slíkir yfirburðir skapast aðeins fyrir framúrskarandi staðsetningar. Norðmenn unnu Skota - og Haukur fékk góða dóma NORÐMENN unnu Skota (at- vinnumannalið) í landsleik sem fram fór í Bergen í gær- kvöldi með 4 gegn 3. Norska liðið kom mjög á óvart, vann verðskuldaðan sigur með sam stilltu átaki, og er nú dáð sem hetjulið í Noregi. í hálfleik stóð 2—1 fyrir Skota. Fáir trúðu því að Norðmönnum er léku móti sól og vindi í síðari hálfleik, tækist að sigra, en þeim tókst hið ótrúlega. | Haukur Óskarsson dæmdi . leikinn og í fréttaskeyti NTB k segir að hann hafi komizt vel frá leiknum, sem var tiltölu- lega auðdæmdur og vel leik- inn af báðum liðum. Yfirburðir en....... Hinu er ekki að leyna, að flest- ir munu hafa búizt við betri leik atvinnuliðs en raun varð á. Að vísu reyndust þeir í knatttækni einum til tveimur klössum ofar KR-ingum yfirleitt, og í hlaupum og kollspyrnum höfðu þeir einn- ig yfirburði. En skottækni þeirra var ekki mikil og stundum virt- ist liðið allt að því kærulaust í leik sínum, aðeins sparka eitt- hvað. Annað varð ekki af sum- um jnarkspyrnum þeirra ráðið, spyrnum, sem flugu himinhátt yfir eða óravegu framhjá. Léleg skot Það kom aldrei verulega hættulegt skot frá Þjóðverjum að marki KR. Mörg höfnuðu að vísu í þéttum varnarvegg KR og kynnu að hafa reynzt hættuleg. En Gísli markvörður fékk held- ur rólegan dag og þurfti sjaldan að taka á svo um munaði. Jafn- vel mark útherjans Koll, á 23. mín. síðari hálfleiks, kom úr hálfslöppu en hnitmiðuðu skoti en má þó frekar skrifast á staða vörn Klt en góða skothæfileika. Síðara mark skotanna kom úr vítaspyrnu nokrrum mínútum fyrir leikslok og skoraði Greiff útherji örugglega. Vítaspyrnan var réttmæt en er þó strangur dómur eftir aðstæðum. Tækifaeri KR gekk til leiksins með hreina varnartaktik. Framverð- irnir voru dregnir aftur á víta- teig og innherjarnir í framvarð- arstöður. Afleiðing var mikið mannakraðak við mark KR, og fengu Þjóðverjarnir ekki úr greitt. Hins vegar leið sókn KR við þetta. Þar var einn eða tveir menn að berjast við ofurefli. En þessi „leiftur-sjensa-sókn“ skap- aði hvað eftir annað hættu fyrir Þjóðverja og aðeins fyrir gijðar staðsetningar Wittmarks mark- varðar, fékkst bjargað. Liðin / Gunnar Felixson kom skemmti lega á óvart með góðum gegnum. brotaleik sínum hvað eftir annað í leiknum. Hann lék oft mjög laglega á Wehner miðvörð, og stóð oft í góðu færi við mark, en fékk ekki ráðið við Wittmark markvörð. Gunnar Guðmannsson átti og góðan leik og var ásamt Gunn- ari Fel., aðalhættan fyrir Þjóð- verja. KR-liði er sýnilega að styrkjast mjög. Ungur nýliði, Theodor, lék á v kanti og sýndi góð tilþrif. Mikið munaði um Ormar í vöminni, en hann kom sem styrktarmaður frá Val, en vörnin í heild átti samstiíltari leik en að undanförnu. Sigur Þjóðverja var verðskuld aður í leiknum. Sókn þeirra var oft mikil þó tækist með „tá- ' ■>«*<• - ví "3 Þarna er fast sótt að KR marki sem oftast. Bjami Fel. hefur varið en utar standa nýliðinn Theodor og Gunnar Guðmanns- son# — Myndir Sv. Þorm. sparksaðferðinni“ að trufla hana oftast. En við viljum helzt sjá annað en spyrnur langt yfir eða framhjá, og vonumst eftir betrl leik í kvöld af hálfu atvinnu- mannanna. — ast. Akureyringar unnu sín fyrstu stig í Keflavík Unnu Keflvikinga 4-2 ÞAÐ var suðaustan bvassviðri og rigningansuddi, þegar ÍBA og ÍBK mættust á grasvellinum í Ytri-Nj'arðválk á Sjómannaidag- inn. ÍBK lék undan vindinum í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það, ha/fnaði knöbturinn fynst í neti Keflvíkinga. Steingrímur gaf alll- fast fyrir markið og lenti skotið í fæti Grétars bakvarðar ÍBK, með þeim afleiðingum að knött- urinn þaut í netið, óverjandi fyrir Kjartan markvörð. Keflavíkingar létu ekki þetta ólhapp á sig fá og hóÆu þegar stórsókn, sem endaði með föisbu Skoti Hólimberts Friðjónssonar og nú lá knötturinn í marki Akur- eyrar. Suimir áhorfendur töldu að hér hefði einnig verið um sjáifis- mark að ræða, þar eð knöttur- inn hefði snert varnarmann Ak- ureyrar áður en hann hafnaði í netinu. Akureyringar áttu nokfcur góð tækifæri á móti veðrinu, eins og t.d. er Páil Jónsson skaut yfir mannlaust markið á 22. miin- úbu og nokkrum mínútum síðar bjargaði Kjartan með þvi að Gísli steypir sér yfir knöttinn — o& hélt honum. hirða knöttinn af tánum á Stein- grimi. Á 39 min. fyrri hálfleiks tokst Keflvíkingum að ná yfirhönd- inni í leiiknum, þegar Sigurður Alberbsson skoraði með þrumu- skoti eftir veltekna hornspyrnu hjá Högna. Hálfleiknum lauk án þess að fleiri mörk væru skoruð. Akureyringar tóku það ráð í síðari hálfleik, er þeir léku und- an vindinum, að að láta skotin dynja á marki Keflavikur. Þetta bar þann árangur að á 14. mín. Skoraði Sævar Jónatansson fram- vörður ÍBA, með skoti af um 30 metra færi. Kjartan mark- vörður var illla staEJsettur og missti knöttinn yfir sig inn í markið. Örskömmu siðar skoraði Steingrímur með föstu skoti af vítateigslánu. Keflvíkingar tóku nú að leika meira af kröftum og einsfaklings framtaki, en samleikur þeirra var í molum. Þrátt .fyrir það koanst mark Akureyrar oft í hæibbu, en Einar varði af miklu öruggi. Jón Stefánsson var eins og fclebt- ur í vörninni, sem flestar sókn- arlotur ÍBK brotnuðu á. Haukiur Jakobsson bakvörður var sterk- ur, en hæittir við að yerða nokk- uð grófur í návígi og var hann að minnsta kosti heppinn eitt sinn, en dómarinn kaus heldur að loika augunum, en dæma viita- spymu. Á 30. minútu háilfleiksins var dæmd vítaspyrna á Keflvíkinga vegna þess að Högni Gunnlaugs- son hindraði Akureyring. Skúii tók vítaspymuna og skoraði ör- ugglega. Áhorfendum fannst þebta strangur dómur, enda fékk dómarinn óþvegnar sendingar og háðsglósur. Slílkt orðbragð á ekki að eiga sér stað, þóbt mönn- um mislíki við dómarann. Leiknum lauk með sigri Akur- eyrar 4:2. í þessum leite var Akureyri betra liðið og átti skilið að sigra, þótt eins marks munur hefði verið réttlátari únslit. Leikur þessi bauð ekki upp á mikla knattspyrnu, enda veðrið ekki heppilegt til slíkra hluta. Framlina Akureyrar, með Kára, Skúla og Pál Jónsson, sem beztu menn var ólíkt virkari í sóknar- ieik siínum, heldur en framiherj ar Ksflavíkur. Keflviikingar náðu ekki saman, nema sbutta stund í einu og einleikur var alltof á- berandi, einikum í síðari hálf- leik. Markvörður ÍBK var fuli glannalegur í úbhlaupum sínum og annað markið verður að skrifa á hans reikning. Dómari var Valur Benedikts- son og átiti hann ekki góðan dag. B. Þ. Valur vonn Akranes ag er efstur á blaði Valur og Akurnesingar léku í 1. deild á Akranesi s.l. laugar- dag. Valur vann eftir jafna og harða baráttu með 2 gegn 1. Þó bæði liðin ættu góð færi til marka fengu liðin ekki skorað nema úr 3 vítaspyrnum sem dæmdar voru og réðu úrslitum leiksins. Vítaspyrnurnar allar voru „hreinar“ og á þeim lék ekki vafi. Bergsteinn skoraði tvíveg- is fyrir Val en Þórður Jónsson skoraði fyrir ’Akranes. Mikil keppni var í leiknum og barátta. Framan af voru Skaga- menn ákveðnari og ógnuðu meir en er á leið voru Valsmenn styrk ari. Með þessum leik hafa Vals- menn tekið forystu í 1. deild á- samt Fram. Bæði liðin hafa tvo leiki án taps. Með sama stiga- fjölda er Akranes eftir 3 leiki. Markahlutfall Vais er hagstæð- ast svo þeir verða í bili efstir á blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.