Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 10
30 IUORGVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. júní 1963 er Gaukur bjó á Stöng „í>AÐ VORU engir aufúsugestir, sem sóttu Þjórsárdal heim um hvítasunnuna“, sagði fréttaritari Mbl. í Gnúpverjahreppi. Síðaw hluta laugardags tók að drífa að unglinga og hófst þegar gífurleg ur drykkjuskapur með hverskon- ar skrílmennsku og ólátum. — Reykjavíkurlögreglan kom á vett vang á sunnudagsmorgun og var þá ófagurt um að litast í dalnum. Lágu mörg ungmennin, sem að sögn lögreglunnar voru flest 15 til 17 ára, eins og hráviði tun skóg og lautir ósjálf- bjarga af ölvun, en þeir sem enn höfðu meðvitund ráfuðu um eða böðuðu sig í Sandá, ýmist í fötun um eða nakin. Svæðið er alþakið rusli og tómum flöskum eftir dval argestina, sem flestir fóru heim á mánudag. Skýrt var svo frá í Morgun- blaðinu á laugardag, að 60 flösk ur af áfengi hefðu verið teknar af 30 unglingum á aldrinum 15 Einn unglinganna sést hér veltast um hjálparvana. þeirra á þurrt land og reyndu að stumra yfir þeim, sem verst voru á sig komnir, unz lögregluliðið kom. Drukknir unglingar lágu Fyrir framan tjöldin og reyndar um allt var stráð rusli og flöskum. til .19 ára, sem verið hefðu á leið inn í Þórsmörk, en það var á misskilningi byggt, því þeir voru á leið í Þjórsárdal. Á laugardagskvöildið fóru nokkrir bændur úr Gnúpverja- hreppi inn í Þjórsárdal og mætti þeim þá svo óhugnanleg sjón, að þeir hringdu til lögreglunnar í Reykjavík, sem sendi þegar flokk xnanna austur. Lágu unglingarnir út um allt, jafnvel ofan í ánni, og drógu bændurnir nokkra hjálparlausir á akbrautinni við ána, ogmá það teljast mikil mildi að ekki skyldu hljótast slys af því, er bifreiðir óku upp úr ánni um veginn með blauta hemla. Fólki á nærliggjandi bæjum varð ekki svefnsam,t um nóttina. Mikil háreyst var einkum á Ás- ólfsstöðum, en ekkert var skemmt né framinn neinn stuldur þar. Hins vegar var stolið vöru bifreið frá Haraldi Georgssyni Haga og honum ekið unz vélin bræddi úr sér og ekki varð lengra komizt. Einnig var tekin dráttar vél frá Sveini Ágústssyni á Mó- um, en hún komst heldur ekki langt, þar sem hún varð raf- magnslaus. Pijtar nokkrir stálu einnig verkfærum frá Kolbeini Einn piltur hafði týnt sínum eigin buxum og var kominn í nokkuð litlar síðbuxur af stúlku. Jóhannssyni, meðan hann gerði við hjólbarða af bíl þeirra. Fyrstu lögreglumennirnir komu austur i langferðabifreið um kl. 6 á hvítasunnumorgun og var þá heldur farið að draga úr skrílslátunum, enda margir falln ir í valinn, en þó ráfuðu margir um skóginn veifandi brennivíns flöskum, eða sátu í hópum. Marg ir voru klæðlitlir, einkum þeir, sem fengust við að baða sjálfa sig og aðra í Sandá. Fundu lögreglu- menn allskonar fatnað liggjandi í svaðinu, bæði frakka, nærfatn að og sokka. Einn pilt sáu þeir ganga allsnakinn frá ánni að bíl sínum. Engan sáu þeir ölvaðan við akstur, en var sagt að tals- verð brögð hefðu verið að slíku fyrr um nóttina. Lögreglumenn gengu nú um og reyndu að vekja þann fjölda ungl inga, sem lágu sofandi um allar jarðir. Tókst það misjafnlega vel Framhald á bls 32. Sumir voru fallnir í valinn, er lögreglan kom á staðinn, en aðrir létu ófriðlega. Merki me» hvatningu um góða umgengni á þessu friðaða svæði voru umsvifalaust brotin niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.