Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 5. júni 1963 MORCUNBLAÐIÐ Í7 Nokkrir ffestanna. Talið frá vinstri (í fremstu röð): Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamáiaráðherra, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, forseti Jslands, herra Ásgeir Asgeirsson, Geir Hallgrí msson, borgarstjóri og Logi Einarsson, yfir- sakadómari. — Aðrir, sem sjást á myndinni, eru Gunnlaugur Briem, ráðuneytisstjóri, Agnar Koefod-Hansen, flugmálastjóri, hæstaréttardóm ararnir Jónatan Halivarðsson og Árni Tryggva- son og Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. — Hornsfelnn reglustöðvarinnar hraðað eftir föngum, samkvæmt fyrirmæl- um ráðherra. Var svo komið haustið 1961, að grunngröftur gat hafizt í októbermánuði það ár. í byrjuu júnímánaðar 1962 samþykkti ríkisstjórnin fram. kvæmdaáaetlun vegna bygg- ingarinnar, svo og fjárhags- áætlun, sem gerir ráð fyrir að lögreglustöðin verði full- byggð á 5—6 árum. Fyrsti þáttur verksins var síðan boð. inn út og að loknum athug- unum á tilboðum samið við Verklegar framkvæmdir h.f. um að gera bygginguna fok- helda. Hin nýja aðallögreglustöð verður byggð í þremur álm- um. Er ein þeirra meðfram Snorrabraut 467 ferm. að flat- armáli, en hinar tvær með- fram Hverfisgötu, 566 og 623 ferm. hvor. Snorrabrautar- álman og önnur álman með- fram Hverfisgötu verða tvær hæðir, auk kjallara, en þriðja élman, sem við erum stödd í. veiður fjórar hæðir, auk kjallara. Rúmmál byggingar- innar er um 19000 rúmmetrar. Samkvæmt uppdráttum er gert ráð fyrir þeim mögu- leika, að tvær og hálf hæð verði byggð síðar ofan á aðal álmu hússins og verður þá öll byggingin samtals 25388 rúmmetrar. í þessari nýbygg- ingu mun 'starfsaðstaða lög- reglunnar gjörbreytast frá því sem nú er. Hægt verður að skipuleggja starfið • á hag- kvæmari hátt en núverandi húsnæði leyfir. Samræmingar á störfum hinna ýmsu deilda og vinnuhagræðingar mun gæta í vaxandi mæli. Unnt verður að endurbæta til muna rannsóknarstofur, fjarskipta- þjónustu og *ðrar tæknilegar aðstæður, sem mjög eru nauð- synlegar til góðrar löggæzlu. í húsi þessu verður og rúm fyrir lögregluskólann, sem veitir lögreglumönnurh sér- menntun á sviði löggæzlu- mála. Á þessari hátíðlegu stundu vil ég leyfa mér að flytja ríkisstjórn íslands og Alþingi þakkir fyrir fjárframlög og góðan sltilning á nauðsyn full- kominnar lögreglustöðvar í Reykjavík. Ég vil ennfremur leyfa mér að þakka dóms- málaráðherra, Bjarna Bene- diktssyni, sérstaklega fyrir forgöngu þá innan ríkisstjórn. RÆÐA FORSETA. Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, komst m.a. að orði á þá leið í ræðu sinni, að það væri hátíðarefni þegar hafizt væri handa um bygg- ingu lögreglustöðvar, sem sniðin er við vöxt, og rúma á undir einu þaki allar grein- ar lögreglustjórnar höfuðstað arins. Síðar í ræðu sinni komst forsetinn svo að orði: „Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa hinum góða dómara eða löggæzlumanni í almenn- um orðum og vísast næðum við fæstir, ef þá nokkur, þeirri hugsjón, — og líkt mun vera um hinn góða þegn. En það vil ég þó fullyrða, að lögreglulið hér í höfuðstaðn- um muni nú fullnægja þeim kröfum, sem sánngjarnt er að gera, og standi sízt að baki Séð yfir nýju lögreglustöðina. því, sem nágrannaþjóðir eiga við að búa. Fyrir því hef ég góðar heimildir. Það er drengi legt lið og fríð fylking. En lengi má um hvern hlut bæta. í mínu ungdæmi hétu lög- reglumenn „pófití“ og ekki laust við nokkurn kaldan, út- lendan keim í o-ðinu. Nú segja börnin „löggan“ og mér hefur virzt þýður blær á þessu gælunafni. Tilfinning barn- anna og skilningur almenn- ings á því, að löggæzlumað- urinn sé vinur fólksins og hjálparhönd er hinn bezti styrkur hvers þjóðfélags." ★ RÆÐA BORGARSTJÓRA. Borgarstjórinn i Reykjavík, Geir Hallgrímsson, sagði í sinni ræðu að merkum áfanga hefði verið náð, bæði í rétt- arsögu íslands og sögu Reykja víkur, þegar lagður hefði verið hornsteinn að þessari glæsilegu byggingu, sem á að verða bækistöð löggæzlunnar í Reykjavík, í senn aðallög- reglustoð borgarinnár og lands ins alls. Flutti hann forgöngu- mönnum þakkir fyrir hönd Reykvíkinga og Reykjavíkur- borgar og þeim og lögreglu- liði heillaóskir. Síðan drap borgarstjóri á noklkra þætti 1 sögu lögragl- unnar og komat súðan svo að orið: „Sagt hefur verið: „Góð lög í heiðri höfð éru lands og lýða heiill." Um þessi sannindi á ekki að vera ágreiningur, en seint skildist mönnuim, að eitt frum skilyrði þess, að lögin séu í heiðri höfð er, að á bak við þau sé vald, — er geti tekið í taumana, ef út af er brugðið. En vald lögreglunnar til verndar stjórnarsikrá, lýðræði og lögimætri stjórnvörzlu er vandmeðfarið og einmitt í því fólgið að forða okkur frá iög- regiuríki.“ Og í lok ræðu sinnar sagði borgarstjórinn: „Þegar hornsteinn hefur verið lagður að þes^ari fyrsibu byggingu á 160 ára starfsferli lögreglunnar, sem sniðin er og ætluð þegar í upphafi lög- igæzliustarrilsemi hér í borg, þá er það von mín og ósk, að gæfa og gengi megi fylgja öilum, sem hér starfa og sú reigla, sem Jónsbóik kvað Skyldi leggja til grundvallar öll'Uim dómum, megi hér ávall/t ríkja í mikilvægu starfi lög- reglumanna: miskunn og sann- indi .réttvíisi og friðsemi.“ Þrír hiutu heiðursmerki og einra Fjalarsbikarinn VIÐ HÁTÍÐAHÖLD Sjó- mannadagsins á Austurvelli afhenti formaður Sjómanna- dagsráðs, Pétur Sigurðsson, verðlaun og heiðursmerki Sjómannada,gsins. Þeir Sigurður Benediktsson, háseti, Jón Aiexander Ólafs- son, háseti og Eiríkur Kristó- fersson, fyrrverandi skip- herra, hlutu heiðursmerki Sjómannadagsins í viðurkenn ingarskyni fyrir langan og giftumikinn sjómennskuferil. Eiríkur Kristófersson var hinn eini þremenninganna, sem gat sjálfur veitt viðtoku heiðursmerkinu, Þeir Sigurð- ur Benediktsson og Jón Alex- ander Ólafsson voru feáðir bundnir við störf sín á hafi úti. Konur þeirra veittu heið- ursmerkjunum viðtöku fyrir þeirra hönd. Þá var hinn svonefndi Fjal- arsbikar veittur fyrir hæstu einkun í Vélfræði við Véi- skólann. Bikarinn hlaut þessu sinni örn Aanes frá Vest- mannaeyjum. Hann gat ekki sjálfur veitt verðlaununum viðtöku, þar sem hann var bundinn við störf sín á Seyð- isfirði. Við þeim tók fyrir hönd Arnar Sigurður Ólafs- son, forstjóri, Vestmannaeyj- um. arinnar, sem hann hefir haft í öllum þeim byggingarfram- kvæmdum, sem hér hefir ver- ið getið. ' Eitt hið mesta vandamál í sambandi við býggingu nýrr- ar aðallögreglustöðvar er stað setning hennar. Borgarstjórn Reykjavíkur leysti það máU farsællega með því að M lög- reglunni til umráða verðmæta1 og glæsilega lóð á svæðinu milii Hverfisgötu, og Snorra- brautar, Skúlagötu og Rauð- arárstígs. Er sú lóð mjög hag- kvæm f#rrir aðallögreglustöð borgarinnar um langa fram- tíð. Stærð lóðarinnar er um hektari að flatarmáli, en verð- ur um 7500 fermetrar, þegar Hverfisgata hefir verið breikkuð þannig að bygging- unum hæfi. Ég þakka fyrrverandi horg- arstjóra, Gunnari Thorodd- sen, núverandi borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni, og borg- arstjórn Reykjavíkur fyrir þessa mikilvægu lóðarúthlut- un, svo og annan stuðning í byggingarmálum lögreglunn- ar. Arkitektar hússins, Hörður Bjarnason, húsameistari ríkis- ins, og Gísli Halldórsson, hafa lagt á það mikla áherzlu, að lögreglustöðin verði virðu- leg bygging, en þó látlaus og fullnægi í hvívetna því hlut- verki, sem henni er ætlað að gegna. Leyfi ég mér að færa þeim þakkir fyrir gott starf. Að lokum vil ég mega þakka öllum þeim mörgu sérfræðing um, iðnaðarmönnum og verka mönnum, sem gert hafa sitt til, að þessi bygging megi rísa á traustum grundvelli. Það er ósk mín og allra lög- reglumanna, að hin nýja lög- reglustöð verði landi og þjóð til farsældar. Að hún megi verða til þess, að lögreglan geti æ betur gegnt því þjón- ustuihlutverki, sem henni er ætlað. Pétur Sigurðsson, form, Sjomannadagsraðs, afhendir Eiriki Kristoferssyni heiðursmerkið. — Ljósm. Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.