Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 11
Miðvikudagur 5. júní 1963
MORGUIHBLAÐIÐ
31
—Útvarpsumræður
Framh. af bls. 21
væri löggjöfin um Stofnlanadeild
ejávarútvegsins. Gjaldþrota sjóð
ir væru reistir úr rústum. Nú
hefði verið lánað meira til bænda
á einu ári, en nokkur dæmi væru
til.
Tollalækkun hefði verið gerð
é vélum og tækjum til landbún-
aðar, og innflutningur á þeim ver
ið gefinn frjáls. Ástæðan væri
gerbreytt stefna í innflutnings-
málum. Frelsi hefði verið veitt í
innflutningnum.
-- XXX ----
' Frú Auður Auðuns ræddi að-
allega verðlagsmál og launamál
í ræðu sinni. Svaraði hún m.a.
hinum ósvífna áróðri Framsókn
arflokksins, um að núverandi rík
isstjórn standi að „árás á heim
ilin“. Benti frú Auður á, að Fram
eóknarmenn virtust hafa lágt mat
á kjósendum, meðan þeir bæru
við að halda svo einstæðum og
lágkúrulegum áróðri að þeim.
Þá sagði frú Auður: „Af þeim
stóra hópi kvenna, sem stunda
atvinnu utan heimilis, vinna flest
ar við verzlunar- og skrifstofu-
störf eða verkakvennastörf ýmiss
konar, þ.á.m. í iðnaði. Á kjör-
tímabilinu beittu stjórnarflokk-
arnir sér fyrir samþykkt frum
varps um launajöfnuð kvenna og
karla, en skv. þeim lögum hækk
ar kvennakaup í tilteknum starfs
greinum árlega í áföngum, unz
fullum jöfnuði er náð á árinu
1967. Eru þegar tveir áfangar að
baki. Þegar frv. var til umræðu í
þinginu, mættu stjórnarandstæð
ingar því með alls kyns yfirboð-
um, sem minntu óþyrmilega á þá
staðreynd, að félagsmálaráðherra
vinstri • stjórnarinnar, sem jafn-
framt var forseti Alþýðusam-
bandsins, hafði látið ónotað það
einstæða tækifæri, sem nokkur
maður hefur haft fyrr eða siðar
til að leiðrétta launamisréttið“.
Að lokum sagði frú Auður:
„íslenzka kona, þitt er valið
é sunnudaginn kemur. Viljirðu
nýja vinstri stjórn, kýstu Al-
þýðubandalagið eða Framsóknar
flokkinn. Viljirðu frelsi og fram
farir, byggðar á traustum grunni,
kýstu Sjálfstæðisflokkinn".
- XXX ----
Sigurður Bjarnason hóf mál
sitt á þessa leið:
„Sá, sem ferðazt hefur um
landið okkar og einstök héruð
þess undanfarnar vikur, hefur
fengið gott tækifæri til þess að
kynnast hinum ýmsu hliðum
þeirrar baráttu, sem háð er í
sveit og við sjó. Hann hefur í
senn kynnzt margvíslegum erfið
leikum fólksins í strjálbýlinu á
Iköldu vori, fjölþættari uppbygg-
ingu og framförum og bjartsýnni
trú á landið og gæði þess. Þótt
kjörin og aðstaðan sé misjöfn, get
ur hvarvetna að líta batnandi
hag. Hver vinnandi hönd er
starfandi að framleiðslu, sem
dregur björg í þjóðarbúið og legg
ur grundvöll að nýrri og betri
tímum. Þessari staðreynd er vissu
lega ástæða til að fagna. Atvinnu
leysi og kyrrstaða er böl, sem
veldur skorti og óhamingju. Við
íslendingar höfum af því sár-
bitra reynslu. Miðaldra fólk man
t.d. ástandið á árunum 1934—1939
þegar hin fyrsta vinstri stjórn fór
hér með völd. Þá voru þess mörg
dæmi, að fólkið í kaupstöðum og
ejávarþorpum úti á landi hafði
nokkur hundruð króna árstekjur
og hafði naumast efni á að kaupa
jnjólk út á grautinn fyrir börn
sín. Hagur bænda var þá einnig
hinn erfiðasti".
Síðan rakti Sigurður, hver
væri Jeið Sjálfstæðismanna til
batnahdi lífskjara og betra þjóð
félags. Minnti hann á í því sam-
bandi, að viðreisnarstjórnin hefði
allt frá því að hún kom til valda
fyrir tæpum fjórum árum haft
manndóm til þess að segja þjóð
inni sannleikann um kaupgjalds
tnálin, og hvernig hún teldi, að
eætta bæri vinnu- og fjármagn.
Að lokum mælti Sigurður:
»Við Sjálfstæðismenn treyst
um á heilbrigða dómgreind ís-
lenzkra kjósenda, hvar í stétt og
stöðu, sem þeir standa. Við ósk-
um liðsinnis ykkar allra til þess
að eyða áhrifum sundrungarafla
og halda áfram að treysta undir
stöður nýs og betra þjóðfélags,
sem er í mótum, en margvíslegar
hættur steðja að. Engin ríkis-
stjórn er alfullkomin, fremur en
önnúr mannanna verk. Mestu
máli skiptir, að góðvild og ábyrgð
artilfinning móti gerðir þeirra,
sem stjórna. Að vilja vel og gera
rétt. Það hlýtur að vera leiðar-
Ijós allra þeirra, sem bjóða þjóð
sinni forystu. Um það, hvernig
til tekst, hlýtur auðna að ráða“.
-- XXX ----
Magnús Jónsson ræddi um það,
hvernig stefna bæri að fullkomn
ara þjóðfélagi. Ávallt þyrfti að
gjalda varhuga við þeim öflum,
sem undan vildu grafa. Fólk
kvartaði oft undan því, að erfitt
vseri að átta sig á talnaskýrslum,
sem settar væru fram á -mismun
andi hátt í stjórnarblöðum. Rétt
væri, að hægt væri með reiknings
kúnstum að blekkja almenning,
en ræðumaður kvaðst efast um,
að almenningur hefði nokkru
sinni fyrir kosningar haft jafn
glöggar upplýsingar um ástand
og hag þjóðfélagsins. Engar tölu
kúnstir megnuðu að breyta þeirri
staðreynd, að íslenzkt þjóðfélag
stæði nú betur efnahagslega en
nokkru sinni fyrr.
Atvinnulíf stæði nú með blóma.
Það væri gleðiefni öllum þeim,
sem vildu efla sjálfstæði lands
byggðarinnar, að nú þyrfti ekki
lengur að sækja til alls konar
ráða.og nefnda í Reykjavík um
hvað eina.
Stjórnarflokkarnir hefðu lýst
því yfir, að þeir mundu vinna
saman eftir kosningar, veitti þjóð
in þeim umboð til þess. Hins veg
ar vissi enginn, hvernig Fram-
sóknarflokkurinn ætlaði að beita
hinu svokallaða „stöðvunarvaldi“
sínu fengi hann meirihluta ásamt
kommúnistum á Alþingi. Því
væri full vissa annars vegar, en
alger óvissa hins vegar.
Nú væri örlagastund íslenzkrar
þjóðar. Vill hún ganga áfram veg
viðreisnar eða hörfa aftur á brún
hengiflugsins. Menn skyldu minn
ast þess, að ekki væri kosið um
viðgang einstakra tjórnmála-
flokka, heldur framtíð hvers ís-
lenzks einstaklings.
kommúnistar fluttu sameigin-
lega vantrauststillögu á Alþingi,
og kvaðst Jón ekki vita til, að
lýðræðisflokkur neins staðar í
heiminum hefði í annan tíma
staðið með kommúnistum að
vantrauststillögu. Þá minnti Jón
á svonefnd „Samtök hernámsand
stæðinga" og samstarf kommún-
ista og Framsóknarmanna þar.
— Unnar Stefánsson ræddi um
bölmóð Framsóknarmanna nú og
sagði, að þeir sæu ekki til sólar
fyrir eigin móðuharðindum.
-- XXX ----
Af hálfu Alþýðubandalagsins
töluðu Hannibal Valdimarsson,
Gils Guðmundsson og Lúðvík
Jósefsson.
Hannibal hóf mál sitt með
yfirliti yfir stjórnmálin í Bret-
landi undanfarið, sem hann kvað
benda til þess, að Alþýðubanda-
lagið mundi vinna á. í komandi
kosningum. Þá ræddi hann um
vinnudeilur á kjörtímabilinu og
sagði „miklar kauphækkanir ó-
umflýjanlegar og myndu þær
knúðar fram“. Hann líkti stuðn-
ingi við stjórnarflokkana við
sandburð á geðveikrahæli. Hanni
bal sagði stefnu Framsóknar-
flokksins um þessar mundir Al-
þýðubandalaginu að þakka, og
væri nauðsynlegt, að þessir flokk
ar væru trúir stefnu sinni. Stuðn
ingur við Alþýðubandalagið-mið
aði að því að halda Framsóknar'
flokknum við efnið. Hannibal
kvast ekki vera ákafur andstæð-
ingur Framsóknarflokksins, og
ráðlegði hann því flokknum að
halda samstöðu sinni með Al-
þýðubandalaginu. „Sá er vinur,
er til vamms segir“, sagði Hanni
hal að lokum, þegar hann var-
aði Framsóknarflokkinn við því
að slá nú af.
Næstur talaði Gils Guðmunds-
son. Hann boðaði óbreytt og
-- XXX —
Af hálfu Alþýðuflokksins tal-
aði Emil Jónsson fyrstur. Taldi
hann málflutning stjórnarand-
stöðu á íslandi aldrei hafa verið
lágkúrulegri og á lægra plani en
nú. — Emil minnti á, að spari
fjáraukning miðuð við þjóðar-
framleiðslu hefði á árunum 1956
—58 verið ••um 3%, árið 1960
hefði hún komizt upp í tæp 5%,
1961 í 6% og 1962 upp í tæp 7%.
Emil minnti á hrakspár stjórn-
arandstæðinga, sem engin hefði
rætzt, svo sem talið um móðu-
harðindi af manavöldum, at-
vinnuleysi o. s. frv. — Kosning
arnar núna snerust um það
hvort núvvrandi stjórnarflokkar
eigi að viðhalda viðreisninni á-
fram, eða hvort Framsóknar-
menn og kommúnistar eigi að
taka völdin og leggja hana í rúst.
— Þá talaði Jón Þorsteinsson.
Minnti hann á þá tíma, þegar út-
flutningssjóður seldi gjaldeyri á
lægra verði en hann keypti hann
á. Þetta gat vitaskuld ekki geng-
ið. Þetta orsakaði hina sjálf-
sögðu gengisbreytingu, þegar
gengi krónunnar var rétt skráð.
Jón drap á áróður Framsóknar-
manna um hækkandi byggingar-
kostnað. Minnti hann á, að á ár-
unum 1950—1955 hækkaði vísi-
tala byggingarkostnaðar úr 527
stigum í 904 stig, eða um 80%.
Þá var Framsókn í stjórn. Á ár-
unum 1958—1963 hækkaði vísital
an úr 1298 stigum í 1764 stig, eða
um 35%. — Jón taldi hættuleg-
ustu þróun seinni ára vera hið
nána samstarf Framsóknar og
kommúnista. 1958 voru Fram-
sóknarmenn í oddaaðstöðu á Al-
þýðusambandsþingi og gátu valið
um að fá Alþýðuflokksmenn eða
kommúnista í stjórn ASÍ. Þeir
völdu kommúnista. Framsókn og
framhaldandi starf Þjóðvarnar-
flokksins, þrátt fyrir kosninga-
samstarfið nú. Sagðist hann „hafa
það fyrir satt“, að kjarnorku-
vopn yrðu flutt til íslands þegar
eftir kosningar.
Lúðvík Jósepsson var síðastur
ræðumanna kommúmsta. Höfuð-
inntak ræðu hans var að telja
upp ýmislegt, sem til framfara
horfir, og væri það ekki allt Við-
reisninni að þakka. Flest, sem
fram hefði horft, væri raunar
vmstri" stjórninni að þakka, og
boðaði hann nýja „vinstri“
stjórn eftir kosningar, ef stuðn-
ingur dygði til þingmeirihluta.
------------ XXX -----
Af hálfu Framsóknarflokks-
ins töluðu fjórir ræðumenn, Ey-
steinn Jónsson, Ágúst Þorvalds-
son, Sigríður Thorlacius og Daní-
el Ágústínusson.
Eysteinn hóf fyrstur mál Fram
sóknarmanna. Sagði hann, að
efnahagskerfinu hefði nú verið
umturnað. Skýringin á því væri,
að nú í fyrsta skipti í 30 ár hafi
verið hægt að komast 1 framhjá
áhrifum Framsóknarflokksins.
Nú yrði að taka upp jákvæða
stefnu, í stað Viðreisnarinnar,
sem gerði hreinar ráðstafanir til
þess að magna dýrtíðina. Hann
sagði stjórnarflokkana áhyggju-
fulla vegna mikillar atvinnu, og
gaf í skyn, að þeir stefndu að at-
vinnuleysi.
Eysteinn varði miklum hluta
ræðutíma síns til þess að út-
skýra hringsnúning smn og Fram
sóknarflokksins í Efnahagsbanda
lagsmálinu. Sagði hann stefnu
flokks síns vera samninga við
bandalagið um viðskipti og tolla,
„á meðan við vitum ekki hver
aðstaða okkar getur verið.“
Næstur talaði Ágúst Þorvalds-
son máli Framsóknarflokksins.
Hann sagði það sök Viðreisnar-
innar, að jarðir legðust í eyði. Nú
væri kosið milli Viðreisnar eða
frjáls framtaks fjöldans. Stöðva
yrði Viðreisnarflanið og stuðning
ur við stjórnarflokkana væri það
sama og leggja hönd sína í gin
úlfsins.
Þriðji ræðumaður Framsóknar
flokksins var frú Sig íður Thorla
cius. Hún ræddi um húsnæðis-
skort og vandamál ungs fólks í
sambandi við stofnun heimilis.
Sagði hún erfitt að fá aðgang að
eldhúsi, þegar einherbergis-
kompa fengizt á leigu. Hún gerði
samanburð á verðlagi heimilis-
tækja 1958 og 1962. Forðaðist
hún þannig að taka tillit til stór
felldra tollalækkana á slíkurn
tækjum, sem nýlega hafa orðið.
Frúin gat þess, að mikið hefði
verið unnið að skólabyggingum i
tíð Viðreisnarstjórnarinnar, en
þær þyrfti þó enn að auka.
Síðastur talsmanna Framsókn
arflokksins var Daníel Ágústín-
usson. Hann þakkaði aukningu
fiskiaflans útfærslu fiskveiði-
Jandhelginnar, auknum skipastól
og bættri tækni. Hann þakkaði
flokki sinum aíla framgöngu í
landhelgismálinu og sagði Fram
sóknarflokkinn hafa markað í
einu og öllu stefnuna í raforku-
málum.
Útfærslu grunnlínanna, sagði
hann ekki réttlæta samkomulag
ið við Breta. Slíkar útfærslur
væri alltaf hægt að gera. Undan
þágur Breta yrðu framlengdar,
þótt stjórnin hefði kallað á „vott
orð“ frá brezku stjórmnni. Þá
sagði Daníel:
„Það þarf harðfylgi fyrir unga
menn, sem ekki hafa stundað út-
gerð áður, til þess að afla sæmi-
legrar fleytu, ef þeir hafa ekkert
til þess að veðsetja"
*
öiafur Björnsson pró-
fessor slasast í Stokkhólmi
ÓLAFUR Bjömsson, prófessor,
varð fyrir slysi í Stokkhólmi sl.
fimmtudag, fkkk snert af heila-
hristingi og lá í sjúkrahúsi þá
fjóra daga, sem hann dvaldi í
„Lóa44 lendir á
Bolungarvík
Bolungarvík, 4. júní: —
Hingað kom í dag í fyrsta sinn
hin nýja flugvél Björns Pálsson
ar, Lóa. Flutti hún héðan 16 far-
þega og mun koma hingað fram-
vegis í tveimur vikulegum áætl
unarferðum. Þá kemur hingað
daglega lítil flugvél frá Flugsýn
með blöð og póst. Er af þessum
ferðum hin mesta samgöngubót
og þykir Bolvíkingum í senn ný
stárlegt og mikið ánægjuefni að
fá morgunblöðin úr Reykjavík
um hádegisbil. — Fréttaritari.
börginni, en hann er nú kominn
heim og við sæmilega heilsu_
Prófessor Ólafur fór utan á
miðvikudag til að sitja fund vís-
indadeildar Norrænu menningar-
nefndarinnar, sem átti að halda
í Stokkhdlmi á fimmtudag og
fösfcudag. Á leiðinni á fyrsta
fundinn í nefndinni á fimmtu-
dagsmorgun, varð hann fyrir því
að fá höfuðhögg. Ekki er full-
ljóst hvernig það bar til. Var
prófessorinn að flýta sér og svip-
ast um eftir leigubíl og hefur
rekist í hann einhver hlutur sem
stóð út úr farartæki er framhjá
fór. Áverkinn var lítill, en hann
féll í götuna og fékk snert af
heilahristingi. Var hann fluttur
í sjúkrahús og fékk ekki að fara
þaðan fyrr en rétt til að ná síð-
ustu flugvélinni heim fyrir verk-
fallið_ Sögðu sænsku læknarnir
Ólafi að vera undir læknishendi
næstu 10 daga, en að öðru leyti
er hann hress.
SL. LAUGARDAG varði
Bjami Guðnason mag. art.
doktorsritgerð sína um Skjöld
ungasögu í hátíðasal Háskól
ans_ Dr. Matthías Jónasson,
forseti heimspekideildar, —
stýrði athöfninni, en andmæl-
endur voru þeir prófessor
Einar Ólafur Sveinsson og dr.
Jakob Benediktsson. Salurinn
var þéttskipaður áheyrendum.
í lok varnarinnar lýsti dr
Matthias Bjarna Guðnason
doktor og óskaði honum
heilla.
Á myndinni sjást dr. Matt-
hías Jónasson, deildarforseti
og doktorsefnið Bjarni Guðna
son hlýða á fyrsta andmæl
anda, prófessor Einar Ól.
ftveinsson.
TAUGAVEIKI í ENGLANDI.
Londou, 4. júní — NTB.
35 manœ hafa verið lagðií
í sjúkrahús í Harlow, úthverfi
Londoh. Leikur grunur á, að
hér sé um að ræða taugaveiki-
sjúklinga. Talsmaður brezku
heilbrigðisyfirvaldanna telur ó-
líklegt, að um nokkurt samband
sé að ræða milli þesisara tilfella,
og þeirra, er vart varð í Zer-
manfct í Sviss í vetur.