Morgunblaðið - 05.06.1963, Side 15
Miðvikudagur 5. júní 1963
MORGV^RLAÐIÐ
35
Sten Englund við flugvélina, Beechcraft Musketeer, á Beykjavíkurflugrvelli.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.).
„LindbergSi hafði eitt fram yffir mig:
Hann hafði Undbergh"
Rabbað við Sten Englund, sem flaua
á einhreyílu yfir Atlantshafið
KL. 12.15 á annan í hvíta
sunnu lenti iítil og falleg
eins hreyfils flugvél á
Reykjavíkurflugvelli. Einn
maður var í vélinni, og
hafði hann fiogið á átján
tímum frá St. Pierre,
franskri smáey undan suð-
urströnd Nýfundnalands.
lands.
Loftskeytamennirnir við
Radíó Vestmannaeyjar ætluðu
ekki að trúa sínum eigin eyr-
um, þegar flugmaðurinn kall-
aði þá upp, sagðist vera á
eins hreyfils Beechraft Musk-
eteer og bað um iendingar-
leyfi í Reykjavík. Hann flaug
síðan með suðurströndinni að
Keflavík og þaðan í beinnl
fluglínu til Reykjavíkur. Þeg-
ar hann hafði samband við
flugturninn í Reykjavík,
kvaðst hann mundu greiða
þeim manni tíu dollara út í
hönd, sem vísaði honum á sal-
erni, — enda hafði hann þá
verið»átján tíma í flugsætinu.
Fréttamaður Morgunblaðs-
ins hitti flugmanninn að máli
á Reykjavíkurflugvelli
skömmu eftir lendingu. Hann
er snaggaralegur og gaman-
samur náungi, Sten Englund
að nafni, fæddur í Svíþjóð,
en hefur svo lengi átt heima
í New York, að hann kvað
enskuna vera sér tamari en
sænskuna. Kom það sér vel
fyrir blaðamenn. Sten svaraði
spurningum blaðamanna með
glettni en háttvisi, þótt auð-
séð væri, að hann langaði að-
allega til þess að komast í
rúmið.
Sten Englund skýrði svo frá
förum sínum,. að hann væri
að flytja flugvélina yfir Atl-
antshafið, frá Bandaríkjun-
um til Noregs, til norskra
Sten Englund við komuna
til Reykjavíkur.
kaupeijda — Björum-fly. Ó-
dýrara væri að fljúga vél-
•inni yfir hafið en senda hana
með skipi. Aðspurður kvaðst
HMgHIIIMMM
Sten vera reyndur flugmað-
ur, hefði flogið síðan árið 1939.
Ætlunin hefði verið að fljúga
til Osló, en vegna austanátt-
arinnar hefði hann orðið að
koma við hér á íslandi.
— Er það ekki nokkuð
glæfralegt að ætla sér að
fljúga í einum áfánga frá
Ameríku til Skandinavíu í
eins hreyfils rellu?
— Það finnst mér ekki,
svaraði Sten Englund. Ég
hafði bara einn hreyfil til
þess að hafa áhyggjur af, ekki
heila fjóra, eins og þessi
þarna uppi (hann benti á
fjögurra hreyfla flugvél). Svo
vissi ég líka, að ísland var til,
og þar mundi ég geta lent, ef
mótvindurinn yrði of sterkur.
— Voruð þér þá ekkert
taugaveiklaðir eða nræddir?
—- Þá sæti ég heima hjá
mér núna. Það er öruggara
að hafa taugaveiklaða menn
jarðfasta.
— Er þetta ekki skemmti-
leg vél?
— Auðvitað, enda er hún
smíðuð í Kansas og kostar
13 þúsund dali. — Hún á að
geta haldizt 31 tíma á lofti án
benzíntöku.
— Gátuð þér nokkuð hvílzt
á leiðinni?
—- Nei, ég hafði engan sjálf-
stýnútbúnað. Ég var eins og
vörubílstjóri.
— Eins konar Lindbergh?
— Nei, því er ekki hægt að
líkja saman. Fyrst og fremst
hafði ég öruggar veðurfregnir
allan tímann, og það eitt úti-
lokar allan samanburð á
Lindbergh og síðari tíma flug-
mönnum. Svo er öll tækni
breytt. En Lindbergh hafði
eitt fram yfir mig: Hann hafði
Lindbergh.
— Leyfa*flugyfirvöld vestra
að einn maður á eins hreyf-
ils vél fljúgi yfir Atlantshaf-
ið?
— Nei, Kanadamenn leyfa
ekki, að flugmenn leggi upp
í slíka leiðangra frá kanadísk-
um flugvöllum, og er það
skiljanlegt. Marga stráka lang
ar til þess að leika Lindbergh,
og slysavarnafélög í Banda-
ríkjunum og Kanada þyrftu
að vera margfalt fj ársterkari
en þau eru nú, ef ekkert eft-
irlit væri haft með flugvöll-
um og komið i veg fyrir alls
konar galgopahátt og glánna-
skap. Hins vegar er ég reynd-
ur flugmaður, og þetta flug
mitt núna stafar ekki af
neinni ævintýramennsku, held
ur er það hreinn- „business“.
Vegna eftirlits Bandaríkja-
manna og Kanadamanna flaug
ég frá frönsku yfirráðasvæði
St. Pierre.
(Frakkar eiga tvo eyja-
klasa suður undan Nýfundna-
landi, St. Pierre og Miquelon.
Eru þeir seinustu leifar ný-
lenduveldis Frakka í Norð- -
ur-Ameríku. Frakkar náðu
þarna fyrst fótfestu árið 1604,
misstu útsker þessi þráfald-
lega í hendur Breta á næstu
öldum, en náðu þeim jafnan
aftur og hafa haldið þeim
örugglega síðan 1814. Eyjarn-
ar voru Frökkum nytsamleg-
ar vegna fiskiskipa þeirra á
Nýfundnalandsbönkum og
selfangara á þessum slóðum,
en selalátur mikil voru við
skerjaklasana. Nú búa þarna
á sjötta þúsund manns, sem
stunda þorskveiðar. Fiskurinn
er verkaður í salt og skreið
og seldur til Mið-Ameríku
með miklu tapi. De Gaulle
vill samt ekki sleppa eyjun-
um og hefur nú látið reisa
þar frystihús til bjargar höf-
uðatvinnuveginum. — íbú-
arnir kjósa einn mann til
franska þingsins).
— Er góður flugvöllur á
St. Pierre?
— Þar er þrjú þúsund feta
flugbraut, og vindskilyrðin
þarna eru yfirleitt mjög hag-
stæð til flugtaks.
— Hvenær haldið þér svo
héðan?
— Eins fljótt og hægt er.
Ég ætla að sofa eitthvað og
borða, og svo vona ég, að
þeir, sem blaðamenn kalla
veðurguði, verði mér hliðholl-
ir. Móðir mín, sem býr í Sví-
þjóð, á afmæli 4. júní. Mig
langar til þess að komast svo
snemma til Osló, að ég nái
járnbrautarlest heim til
mömmu og komist til hennar,
áður en almanakið segir 5.
júní.
Lagður blómsvelgur að mlnnlsvarða hrapaðra og drukknaðra i
Vestmannaeyjum. -j- Ljósm.: Sig urgeir.
— Hátlðahöld
Framh. af bls. 28
Eyjólfsson, Lúðvík Grímsson og
Þrír aldraðir sjómenn, Elís
Vigfús Vigfússon, voru sæmdir
heiðursmerkjum sjómannadags-
ins, en þeir háfa allir stundað
UÓinn frá fermingaraldri. Sama
merki hlaut Eggert Ólafsson, vél
stjóri, en hann hefur verið í sjó-
mannadagsráði í 25 ár og fram-
kvæmdastjóri þess síðústu árin.
Þá voru 3 konur heiðraðar fyrir
dygga aðstoð á sjómannadaginn
um árabil, þær Kristín ísfeld,
Ólöf Tryggvadóttir og Jónína
Friðbj arnardóttir.
Þá fór fram sundkeppni. í
stakkasundi sigraði Bernharður
Jónsson, og hlaut Sjómanninn,
fagran grip. í björgunarsundi
sigraði Smári Thorarensen, og
hreppti Atlastöngina fyrir bezta
sundafrek dagsins, en þeir Vern-
harður voru jafnir að stigum.
Auk' þess var keppt í boðsundi.
Dansleikir voru í tveimur sam-
komuhúsum.
Merki dagsins og Sjómanna-
dagsblaðið seldust með eindæm-
um vel, en allar tekjur hátíða-
hölunum runnu í sjóslysasöfnun-
ina. — Sv. P.
Fjöldi fólks í fallegu veðri
Vestmannaeyjum, 4. júní.
Hátíðahöld sjómannadagsins í
Vestmannaeyjum fóru fram í
bezta veðri. Mikill hluti hátíða-
haldanna fór fram fyrir framan
Landakirkju. Var þar mikill
fjöldi fólks í fallegu veðri. •
Lagður var blómsveigur að
fótstalli minnismerkis hrapaðra
og drukknaðra. Við höfnina
fóru svo fram öll hin venjulegu
skemmtiatriði, róður, stakka-
sund o.fl. Sú nýjung var að sýnd
ar voru björgunaræfingar.
Eskifirði, 4. júní. — Sjómanna-
dagurinn var hátíðlegur haldinn
í gær. Kl. 9.30 var sjómanna-
guðsþjónusta í Eskifjarðarkirkju.
Sr. Jón H. Aðalsteinsson predik-
aði. Kl. 1.30 var safnazt saman á
Bæjarbryggjunni. Axel V. Tuli-
nius hélt ræðu. Lúðrasveit Nes-
kaupstaðar lék nokkur lög. Kai>p
róður var og kepptu 8 sveitir.
Keppt var í tunnuboðhlaupi,
uppsetningu á línu o.m.fl. var til
skemmtunar.
Veðrið var eitt það bezta, sem
komið hefur það sem af er,
glampanöi sólskin og hiti. Um
kvöídið var dansíeikur í Félags-
heimilnu Valhöll. — G.W.
Frá hátíðahöldum á sjómanna dagsins á tsafirði.