Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐtÐ Laugardagur 8. júní 1963 ■ Ljót lýsing frambjóðenda kommúnista á sínum eigin framboöslista og jafnvel ,kletturinn‘ blakti sem fis HAFA Reykvíkingar geð til þess að kjósa Alþýðu- bandalagið svonefnda, hið nýja kosningafyrirtæki kommúnistiskra skipbrotsmanna? Vilja Reykvíkingar votta íslenzkum Stalínistum traust með því að kjósa Einar Olgeirsson? Þetta eru spurningar tveggja frambjóðenda Al- ' þýðubandalagsins. Hversu léttvægur er „kletturinn í íslenzkum stjórnmálum", sem nú á að vera eðalsteinn á fingri kommúnista? Lesið svör kommúnistaframbjóðendanna sjálfra, sem hér fara á eftir. Á listum kommúnista, sem um skeið hafa verið nefndir Alþýðubandalag, eru nokkr- ir menn, sem staðið hafa að svonefndum Þjóðvarnar- flokki íslands. Helztir þeirra eru Gils Guðmundsson, efsti maður á kommúnistalistan- um í Reykjaneskjördæmi, og Bergur Sigurbjörnsson, sem skipar fjórða sætið á lista kommúnista hér í Reykjavík. Það er forvitnilegt að skyggnast um í blaði þess- ara frambjóðenda kommún- ista, Frjálsri þjóð. Þar kynn- ast menn stríði tvímenning- anna við freistingar komm- únismans og lýsingar þeirra sjálfra á flokki þeim og sam- starfsmönnum, sem þeir nú styðja. Þessar lýsingar eru þeim mun fróðlegri, sem ætla má, að þeir þekki gjörla sitt „heimafólk“. -- XXX ---- Fyrir kosningarnar 1956 ritar Gils Guðmundsson af vandlætingu í Frjálsa Þjóð. Heitir greinin: Gróusögum vísað heim. — Þar segir: „í hinum mörgu en mis- heppnuðu veiðiferðum kommúnista undanfarnar vikur, mun því jafnvel hafa verið hvíslað að ýms- um, að ég sé staðráðinn í þvi að svíkja flokk minn og muni hljóta þriðja sæt- ið á Reykjavíkurlista „Al- þýðubandalagsins“ að laun um“. Og ekki er Bergur Sigur- björnsson bjartsýnni á það, að kommúnistum takist að veiða þá felaga í net sitt. í grein skömmu síðar, eða 26. maí 1956, segir Bergur í „bréfi“ til kommúnista, með yfirskriftinni: Heimskan í öndvegi: „Þetta eru í fáum dráttum ástæðurnar til þess, að Þjóð- varnarmenn hafa ekki feng- izt til samstarfs við ykkur í „bræðralaginu" (í Alþýðu- bandalaginu). Þið hafið marg sinnis haldið því fram, að ég hafi teygt Gils Guðmundsson til þess að hætta við að fara Reykvíkingar! Hafið þið geð til þess að kjósa mig? í bræðralagið og skrifi nú jafnvel fyrir hann blaðagrein ar“. „In til þess að hjálpa ykkur undan þeirri ein- stöku sjálfsflengingu ykk- ur, skal ég upplýsa ykkur um það, þótt ástæðulaust sé, að Gils Guðmundsson er nú þegar sá klettur í islenzkum stjórnmálum, sem hvorki ég, né þið (Al- þýðubandalagsmenn), fáið haggað“. Allir vita nú hvernig fór. Bergur hlaut fjórða sætið á kommúnistalistanum að laun um og „kletturinn", Gils, reyndist léttur sem fis. Það er furðulegt vanmat á dómgreind og skynsemi þjóð- arinnar, þegar þessir menn stinga nú nokkrum árum síð- ar upp „glókollunum" á fram boðslistum kommúnista með slík skrif og fullyrðingar í kjölfarinu. Það er jafnframt örvænting á háu stigi, þegar kommúnistar draga nú þá kumpána úr pússi sínu og ætlast til að kjósendur geri þá að alþingismönnum. Slíkt sýnir mikla vantrú á alvöru gefni landsmanna, þegar um þjóðarhag er að tefla. „Kletturinn", sem nú vottar íslenzkum Stalínistum traust Á kjördag 1956 eru myndir af þeim Gils og Bergi, núver andi frambjóðendum Alþýðu bandalagsins. Með því fylgir eftirfarandi hvatning: „Reykvíkingur. Á hverju hefurðu geð. Alþýðubanda laginu svonefnda, hinu nýja kosningafyrirtæki komm- únistiskra skipbrotsmanna, sem hafa geð í sér til þess að fela sig á bak við is- lenzkan verkalýð, er þeir hafa sundrað með blekk- ingum í aldarfjórðung — og býður nú Reykvíking- um upp á að votta islenzk- um Stalínistum traust með því að kjósa Einar Olgeirs- son“. Þetta eru ummæli tveggja frambjóðenda Allþýðubanda- lagsins um flokk sinn fyrir aðeins örfáum árum. Nú ætlast þeir til þess, að kjósendur styðji framboðs- lista flokks þess, sem helguð eru þessi skeleggu hvatning- arorð. ísland meðal 6 skuldlausra af 111 þátttökulöndum Sþ HUGH Williams, framkvæmda- stjóri Upplýsingaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna í Kaupmanna- höfn, er á ferð á fslandi. Meðal erinda hans hingað er að ræða við próf. Ármann Snævarr, for- mann Félags Sameinuðu þjóð- anna hér og Jón Magnússon, framkvæmdastjóra þess, um auk- ið samstarf, að bera kveðjur frá félögum SÞ annars staðar á Norð urlöndium, svo og frá Alþjóða- sambandi félags Sameinuðu þjóð anna í Genf, að færa Rauða Krossi fslands þakkir frá Flótta- mannahjálpinni fyrir vel unnin störf við sölu á hljómplötu til ágóða fyrir flóttamenn og að skýra frá útkomu tveggja bækl- inga á sl. um SÞ, upplýsingarit um stofnunina og sáttmála hinna Sameinuðu þjóða. Frá þessu skýrði framkvæmda- stjórinn á fundi með blaðamönn- um, sem Félag Sameinuðu þjóð- anna á íslandi boðaði tiL Ekki stærðin, heldur Iífsviðhorfin skipta máli Williams minnti á að 18 ár eru liðin síðan þjóðirnar komu sam- an í San Francisco til að stofna Sameinuðu þjóðimar. Þeim tókst að setja saman sáttmála, sem lagt var upp með einhvers stað- ar uppi í skýjunum, og síðan hef- ur verið unnið sleitulaust að því að halda honum þar, en koma undir hann undirstöðum, sem hvíla á ríkisstjórnunum og ríkis- stofnunum. En til þess að mannvirkið megi standa þurfa múrsteinarnir í því að vera traustir, og því eru lönd eins og ísland svo mikilvæg, sagði Williams. — Stærðin skiptir ekki mestu máli, heldur lifs- hættir og lífsviðhorf lands- manna. — Og ég get fullvissað ykkur um að ísland er mjög vel metið meðal Sameinuðu þjóð- anna. í þessu sambandi skýrði Willi- ams frá því að í maímánuði þ. á. hafi 6 ríki af 111 þátttökuríkj- um Sameinuðu þjóðanna verið búin að greiða upp skuld sína við samtökin, og var ísland eitt af þeim, en gjald okkar er 31,965 dalir. Hin löndin eru Danmörk, Finnland, Camerun, Holland og Malaya-ríkjasambandið. Hann tók það fram, að hin reglu- legu gjöld væru altlaf greidd sæmilega skilvíslega. Það sem erfiðleikimum veldur, er að Aust ur-Evrópulöndin neita að bera kostnað af aðgerðum á Gaza- svæðinu og Austur-Evrópulönd- in og Frakkland af Kongóaðgerð- um. Af þeim sökum eru Samein- uðu þjóðirnar nú í 106 millj. dala skuld. Og er í höfuðstöðv- unum verið að reyna að finna einhverja lausn á því vandamáli. Unnið er að því að draga úr kostnaði í Kongó og fækka lið- sveitum. í janúar í vetur voru 19 þús. manna liðsveitir þar, en nú í maí aðeins 12.310. Fréttabréf á færeysku og grænlenzku Upplýsingaskrifstofa Samein- uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn var stofnuð 1946 og er ein af 44 upplýsingamiðstöðvum takanna. Forráðamenn stofnunar innar skilja að upplýsingar eru bráðnauðsynlegar, sagði Willi- ams, ef betri árangur á að nást en varð af Þjóðabandalaginu. Starf stofnunarinnar hvílir á fólk inu í þátttökulöndunum og hún er verkefni ríkisstjórnanna. Þess vegna verður fólkið að vita hvað er að gerast á hverjum tíma. Skrifstofan í Kaupmannahöfn sér Norðurlöndum fyrir upplýs- ingum. Þar starfa 8 menn og er Hugh Williams, sem er frá New Zeeland, framkvæmdastjóri. Gef- ur skrifstofan t.d. út fréttabréf á 8 tungumálum, þar á meðal færeysku og er að hefja útgáfu á fréttabréfi á grænlenzku. í flestum löndum eru rekin áhugamannafélög Sameinuðu þjóðanna og sagði mr. Williams að upplýsingaskrifstofan hefði mikinn stuðning af þeim. Nýlega komu félögin á Norðurlöndunum fjórum saman til fundar í Kaup- mannahöfn og létu þá í ljós ósk um nánari samvinnu við ísl. fé- lagið, sem er þeirra minnst. Þá kvaðst framkvæmdastjór- inn vera með kveðjur frá Al- þjóðasamtökum Sameinuðu þjóðafélaganna, sem hafa aðsetur í Genf og telja 52 meðlimafélög. Slík félög eru í beinu sambandi við Sameinuðu þjóðimar gegn um alþjóðasamtök sín, sem eru ein af 10 félagasamtökum, er gegnum Efnahags- og félags- málaráðið hafa rétt til að leggja tillögur fyrir Sameinuðu þjóð- Þannig geta meðlimir í út um Hugh Williams heim, komið tillögum sínum á framfæri hjá Sameinuðu þjóðun- um og hafa gert það. Tvær handbækur SÞ Eitt af erindum mr. Hughs Williams hingað er að ræða við viðkomandi aðila um dreifingu á tveimur bæklingum, sem eru að koma út á íslenzku. Annað er „Sáttmáli hinna Sameinuðu þjóða og samþykktir milliríkja- dómsins" í vasaútgáfu. Hefur sáttmálinn komið út á fjölmörg- um tungumálum, en ekki fyrr á íslenzku. Eru prentuð 2000 ein- tök, sem dreift verður til stofn- ana og seld í Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar, sem frá upp- hafi hefur annazt alla sölu á bókum Sameinuðu þjóðanna. í prentun er önnur handbók, þar sem er að finna upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar, sem gott er fyrir kennara og aðra að hafa við hendina. Hefur Williams rætt við fræðslumálastjóra og fleiri um dreifingu, en alls eru prentuð 6000 eintök. Um 2000 hljómplötur til íslands Mr. Felix Schnyder, fulltrúi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafði beðið Hugh Williams um að hitta forráða- menn Rauða krossins á íslandi og bera fram þakklæti stofnun- arinnar fyrir afbragðsgott starf við dreifingu og sölu hljómplöt- unnar „All Star Festival“. Hafa verið sendar um 2000 plötur til íslands og eru nær allar seldar. Kvað Williams þetta framlag mjög vel metið í Genf. Norður- löndin hafi verið þarna í broddi fylkingar, og væri það gott dæmi um viðbrögð landanna í Norður- álfu þegar ráðist væri í hagnýtar aðgerðir til að aðstoða flóttafólk. Hafði Schnyder lokið miklu lofs- orði á þau í New York nýlega. Alls hafa selzt af hljómplötu þessari um 900 þús. eintök. Mannréttindaskráin 15 ára Að lokum skýrði mr. Williams frá því að 10. des. n. k. væru 15 ár liðin frá undirritun mann- rtétindaskrárinnar og hafi Alls- herjarþingið ákveðið að leggja af því tilefni sérstaka áherzlu á að vinna að og vekja virðingu fyrir mannréttindum, en víða er þar enn pottur brotinn, eins og t. d. að enn eru 9 ríki þar sem konur hafa ekki kosningarrétt. Verður afmælis mannrétinda- skrárinnar minnst í einu eða öðru formi í flestum löndum heims. írnar. sam- einstökum SÞ-félögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.