Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 8
8
'MORGUNBL'AÐIÐ
Laugardagur 8. júní 1963
fltnMoMfe
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs-lstræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakió.
URSLITIN VERÐA
RÁÐIN í REYKJA VÍK
.J Edward Dwight á skemmtilegt heimili á þjálf una. }.töð geimfara í Kaliforníu. Hér
hann ásamt konu sinni og börnum.
eldðkkur
EINS OG skýrt hefur
verið frá í fréttum er
einn blökkuniaður í hópi
þeirra, sem Bandaríkja-
menn þjálfa nú til geim-
ferða. Hann heitir Edward
J. Dwight, 29 ára, flug-
maður í bandaríska flug-
hernum.
Dwight er sonur virts efna-
fræðings í Kansas City. Á
bernskuárum sínum dreymdi
hann um að verða flugmað-
ur, en það var ekki fyrr en
að afloknu háskólanámi, sem
hann hóf flugnám og gekk
í flugher Bandaríkjanna. Síð-
ustu árin hefur hann leið-
beint þotuflugmönnum. Hann
hefur 2400 flugstundir að
baki, þar af 80% með þotum.
Dwight er ólíkur öllum
hvítum geimförum Bandaríkja
manna að því leyti, að hann
er lágvaxinn og mjög grann-
ur. Hvítu geimfarnir hafa
rétt komizt fyrir í geimförum
sínum, en tveir menn á stærð
við Dwight k^emust fyrir í
einu slíku geimfari. -
Dwight er kvæntur og kona
hans Sue hefur jafn mikinn
áhuga á flugi og hann sjálfur.
Þegar hún frétti, að hann
hefði verið útnefndur geim-
fari, hrópaði hún: „Það er dá-
samlegt. Bara að ég væri í
hans sporurn".
Edward og Sue eiga tvö
börn, Tinu 7 ára og Edward
5 ára. Edward litli er alveg
Tina og Edward yngri.
sannfærður um að faðir hans
muni kenna honum að fljúga
til tunglsins og Dwight sjálf-
ur er sannfærður um, að hann
muni komast til tunglsins, ef
til vill fyrstur allra geimfara.
Berlin
f¥inn glæsilegi fundur Sjálf-
stæðismanna í Háskóla-
bíói í fyrrakvöld sýndi glögg-
lega þann sóknarhug, sem
reykvískir Sjálfstæðismenn
eru í. Það er heldur ekki
ástæðulaust að herða sóknina,
því að sannleikurinn er sá, að
hvergi veltur meir á úrslit-
unum en einmitt hér í höfuð-
borginni.
Framsóknarmenn gera nú
enn einu sinni tilraun til inn-
rásar í Reykjavík, ekki vegna
þess að þeir hyggist bæta hag
höfuðborgarbúa, heldur
vegna þess að þeir ætla sér
að nota reykvískt kjörfylgi
til þess að koma fram hafta-
stefnu sinni, stefnu ófrelsis
og sérréttinda.
Þrátt fyrir fagurgalann og
smjaðrið fyrir kosningarnar
er hugur Framsóknarmanna
til höfuðborgarinnar sá sami
og áður. Hann lýsti sér glögg-
lega í ritstjórnargrein Tímans
eftir kosningarnar 1956, þeg-
ar Reykvíkingar voru kallað-
ir múgsálir og óíslenzkur lýð-
ur. Höfuðborgarbúum var þá
líkt við stórborgarskríl — og
það eru þeir enn í augum
Framsóknarmanna.
Reykvíkingar hafa aldrei
viljað sitja yfir hlut annarra
landsbúa. Flestir eru þeir
komnir frá öðrum landshlut-
um, og þeim þykir vænt um
æskuslóðir sínar og uppruna-
sveitir feðra sinna ekki síður
en höfuðborgina. Þeir vilja
efla samhug þjóðarheildar-
innar og leggja sitt fram til
aðstoðar hinum dreifðari
byggðum.
En Reykvíkingar ætla sér
sjálfir að ráða málefnum sín-
um, og þeir eiga sama rétt á
því og aðrir þegnar landsins
að hafa áhrif á gang þjóð-
mála. Þeir kjósa ekki þá
menn, sem nefna þá stórborg-
arskríl og öðrum áþekkum
nöfnum, heldur þá leiðtoga,
sem bezt hafa dugað, ekki ein
ungis höfuðborginni, heldur
þjóðarheildinni.
ÁHRIF
LISTAMANNA
Tly|eð vaxandi velmegun á ís-
lenzka þjóðin í stöðugt
ríkari mæli að bæta hag lista-
manna, og það hefur hún líka
gert, þótt í enn ríkara mæli
þurfi að vera.
En ábyrgð listamannanna
er líka mikil. Það eru þeir öðr
um fremur, sem eiga að
standa á varðbergi um and-
legt frelsi. Þeir eiga að gagn-
rýna það, sem miður fer og
gæta þess, að aldrei verði hel-
fjötrum ófrelsisins smeygt á
þá og þjóðina.
Engir eiga heldur meira
undir því en lista- og andans
menn, að tjáningarfrelsið sé
óheft. Engum ber því meiri
skylda til þess en þeim að
berjast gegn boðenduín of-
beldis og kúgunar.
Sem betur fer hafa íslenzk-
ir mennta- og listamenn í
stöðugt ríkari mæli snúið
baki við kommúnismanum.
Sú hefur einnig orðið raunin
í öðrum frjálsum löndum, þar
sem lýðræðissinnaðir mennta
menn hafa snúið bökum sam-
an og berjast ötulli baráttu
gegn áhrifum ofbeldisstefna.
Frjálsræði er nú meira hér
á íslandi en áður hefur verið.
Líf manna er ekki lengur háð
duttlungum einhverra upp-
strokinna skrifstofumanna,
sem stjórnmálaleiðtogar hafa
komið til valda og áhrifa. Nú
eru menn sinnar eigin gæfu
smiðir.
Það er þetta nýja og vax-
andi frjálsræði, sem mennta-
menn öðrum fremur eiga að
slá skjalborg um.
TAKMÖRKUN
STJÖRNMÁLA-
VALDS
F'rjálslyndir stjómmálaleið-
4 togar gera sér grein fyrir
því, að það á ekki að vera tak-
mark ríkisvaldsins að seilast
til áhrifa á öllum sviðum
mannlífsins. Ríkisvaldið á að
hafa yfirstjórn sameiginlegra
málefna þjóðfélagsþegnanna,
en það á að leitast við að tak-
marka vald sitt. •
Vinstri menn telja nauð-
synlegt, að stjórnmálaáhrifa
gæti á öllum sviðum. Þeir
reyna að koma valdinu í
menningarefnum jafnt og
fjármálum undir pólitíska
stjórn. Þeir reyna að efla á-
hrif sín í atvinnumálum með
yfirstjórn atvinnuveganna
o.s.frv.
Þessu kynntust íslendingar
vel á tímum vinstri stjórnar-
innar, þegar allt varð að
sækja undir stjórnarherrana
og enginn gat um frjálst höf-
uð strokið.
Viðreisnarstjórnin hefur
borið gæfu til að skerða hið
pólitíska valdi í íslenzka þjóð-
félaginu. Hún hefur í stöðugt
ríkari mæli fengið borgurun-
Framh. af bls. 6.
vísu eru bókaverzlanir allar full-
ar af bókum og bæklingum, en
við nánari athugun sér maður að
bækur þær, sem á boðstólum eru,
verða að hafa hlotið blessun ráða
um það sjálfræði, sem þeir
eiga að hafa í lýðræðisþjóðfé-
lagi. Hún hefur stutt þá vald-
dreifingu, sem nauðsynleg er
til þess að traust og heilbrigt
lýðræði geti þróazt.
Það er þessi árangur, ekki
síður en velmegunin, sem
fylgt hefur í kjölfar viðreisn-
arinnar, sem íslenzkir kjós-
endur þurfa að verja og
styrkja með atkvæði sínu á
morgun.
manna áður.
Dagblöðin, sem gefin eru út í
Austur-Berlín, innihalda að
mestu hól um stjórnina, og lof-
söng um Ulbricht, og hve ástand
ið sé bágborið hér í Vestur-Ber-
lín. Og fyrir kosningar, sem voru
hér í Vestur-Berlín í vor, sáust
slagorð á forsíðum, sem hróp-
uðu: „Vestur-Berlín verði aftur
frjáls“ o.s.frv. Og í kosningun-
um sjálfum, bauð flokkur Ul-
brichts, SED, fram, þótt ekki sé
hann beint að drukkna í at-
kvæðum. Þeir gefa hér út blað,
sem heitir hvorki meira né
minna en „Die Wahrheit“ (Sann-
leikurinn), þótt nafnið gefi ekki
beint upplýsingar um innihaldið.
í blaðinu gátu þeir rekið allan
þann kosningaáróður sem þeir
vildu, en Vestur-Berlínarbúar
létu ekki ginnast af fagurgala
kommúnista, og fékk SED um
eitt prósent atkvæða.
Ef litið er yfir Austur-Berlín
í heild, finnur maður að eitt-
hvað vantar, það er eins og ein-
hver drungi liggi í loftinu. Fólk-
ið á götunni er öðru vísi en mað-
ur á að venjast, það er dapurt
og óeðlilegt sem hópur, og þetta
er einmitt það sem skeður, þegar
frelsið er tekið frá okkur, frels-
ið, sem er helgasti réttur ein-
staklingsins, og líf okkar allra
byggist á. Ef það er tekið frá
okkur, getum við aldrei skapað
neitt þjóðfélag, heldur verður úr
því „ástand“, sem getur ekki orð-
ið varanlegt.
Múrinn sem skiptir Berlín í
tvennt, er sorglegt dæmi um
hvernig ábyrgðarlausir menn
kúga milljónir manna í skjóli
vopnavalds, hann er minnisvarði
ofbeldis og kúgunar, sem er
bæði óeðlilegur og ómannlegur,
og á því engan rétt á sér, og hlýt-
ur að vera fordæmdur af öllum
heiðarlegum mönnum.
Ólafuf Ragnars. ,