Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 1
32 siður (I og II) &0 árgangur 126. tbl — Laugardagur 8. júní 1963 Irrentsmiðja Morgunb'aðiibis ÁFORMIN UM „ALÞÝÐUSTJORN“ SANNAST AF GERÐUM OG YFIRLÝSINGUM FRAMSÚKNARMANN A OG KOMMÚNISTA HIN ALGJÖRA samstaða framsóknarmanna með komm únistum síðustu 7 árin bend- ir sannarlega til þess, að þeir mundu taka upp samstarf með þeim í ríkisstjórn, ef þessir tveir flokkar næðu meirihluta á alþingi. Hve langt þessi samvinna hefur gengið sýna m.a. orð Einars Olgeirssonar, er hann ræðir væntanlega „alþýðustjórn“ framsóknarmanna og komm- únista og segir: „Þetta er engin gylling“. í Rauðu bókinni, leynskýrslum SÍA, sem nýlega eru komnar út, er rakin ræða Einars Olgeirs- sonar, sem hann flutti fyrir hönd miðstjórnar Kommúnista- flokksins á þingi hans í marz- mánuði 1960 — þegar framsókn- armenn og kommúnistar höfðu starfað saman í ríkisstjórn í 3 ár og 1 ár til viðbótar í stjórn arandstöðu — en þar segir m.a. um samvinnu við Framsóknar- flokkinn: „Slík samvinna, ef tækist, gæti enzt til langs tíma. Við, Framsókn og Þjóðvörn höfum nú 45% kjósenda að baki okk- ar. Slík þjóðfylking gæti náð hreinum meirihluta í kosn- ingum á næstunni. Sú stjórn, sem upp úr því yrði mynduð yrði að vera alþýðustjórn eða þróast upp í það. Þetta er engin gylling“. Allur ferill framsóknarmanna síðan þessi uppljóstrun var gerð um valdatökufyrirætlanir þeirra og kommúnista og hið nána sam- starf þeirra sýnir, svo ekki verð- ur um villzt, að framsóknarfor- ingjarnir stefna að sama marki. Forystumenn Framsóknar- flokksins hafa eindregið hvatt fylgismenn sína úti um land til þess að veita kommúnistum allt það lið, sem þeir mega í bar- áttu þeirra fyrir varnarleysi landsins. Þessar hvatningar hafa borið þann árangur, að komm- únistum hefur orðið langbezt á- gengt með þessar kröfur sínar í þeim kjördæmum landsins, þar sem framsóknarmenn standa föstustum fótum, svo sem í kjör- dæmum þeirra Hermanns Jónas- sonar, Sigurvins Einarssonar, Gísla Guðmundssonar og Eysteins Jónssonar. Kemur þetta fram í sérstakri trúnaðarskýrslu, sem framkvæmdastjóri Kommúnista- flokksins, Kjartan Ólafsson, sendi forystumönnum flokksins. í samræmi við þetta hafa fram- sóknarmenn og kommúnistar nú skipt með sér bróðurlega völd- um í hinum svokölluðu „Sam- tökum hernámsandstæðinga“, sem hafa það að sínu aðalstefnu- miði að fá varnarliðið rekið úr landi og að ísland segi sig úr varnarsamtökum lýðræðisþjóð- anna og lýsi yfir hlutleysi sínu. Það er þess vegna ekki að ófyrirsynju, að einn af for- ystumönnum Kommúnistaflokks- ins, Finnbogi Rútur Valdimars- son, lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum, eins og skýrt hefur ver- ið frá, að milli leiðtoga fram- sóknarmanna og kommúnista hafi verið „náin og ágæt sam- vinna“ um utanríkismál. En Finnbogi segir m.a.: „Um þetta er mér sérstak- lega vel kunnugt, því a8 i þessum málum hefi ég haft náið og ágætt samstarf við þá Hermann og Þórarin í utanríkismálanefnd og á Al- þiiigi yfirleitt“. Öll þjóðin þekkir líka hina sameiginlegu baráttu framsókn- armanna og kommúnista gegn lausn landhelgisdeilunnar, sem samkvæmt yfirlýsingum komm- únista sjálfra hefur st.efnt að því „að reka fleyg í NATO“. Hin sameiginlega b&rátta fram sóknarmanna og kommúnista gegn viðleitni Viðreisnarstjórnar innar til að komá hér á frjáls- ' Framhald á bls. 16. ÞEGAR „vinstri“ stjórnin lirökklaðist frá völdum í árslok 1958 var dimmt yfir þjóð okkar. Eftir aðeins þrjú ár í stjórn, hafði flokk um þeim, sem að henni stóðu, Framsóknarflokkn- um, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum tekizt að koma þjóðinni í öngþveiti og yfirvofandi hættu. Þjóð in stóð á barmi hengiflugs- ins, sagði Hermann Jónas- son, þegar hann sagði af sér og stjórnin hljóp frá þeim vanda, sem hún hafði skapað. í stjórninni var heldur ekki samstaða um nein úrræði. Eftir eitt kjörtímabil Viðreisnarinnar, hefur ekki aðeins tekizt að bægja hinni yfirvofandi hættu frá, heldur hefur verið lagður grundvöllur að hraðari og öruggari fram- förum en nokkru sinni. fyrr. Viðreisnin hefur skapað landsmönnum þá mestu „Vinstri“ stjórnin á ríkisráðsfundi. Frá vinstri: Hannibal Valdimarsson, Hermann Jónasson, Forseti íslands, Eysteinn Jónsson, Lúðvík Jósefsson og Gylfi Þ. Gíslason. Á myndina vantar Guðmund 1. Guðmundsson. hagsæld, sem ísland hef- ur þekkt. Hver vill snúa til baka? Hver vill aftur sama á- stand og aðsteðjandi hættu, sem ríkti við af- sögn „vinstri“ stjórnarinn- ar? Aldrei aftur vinstri stjórn. Viöreisnin tryggir vefsæld okkar X-D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.