Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 6
8 MORCU1SBLAÐ1Ð Laugardagur 8. júní 1963 „Þ Ú skalt ekki halda, að við, fólkið hér í Austur-Berlín, séutn neitt á móti ykkur þarna í vestr- inu, þrátt fyrir allt það níð og áróður sem þú kannt að verða var við. Það kemur allt frá komm únistaflokknum hér, sem að mínu viti talar ekki fyrir munn fólksins hér í Austur-Þýzka- landi, heldur er stjórnað beint frá Kreml. Við fólkið hér verð- um að gera eins og flokkurinn segir okkur og lifa eftir þoð- orðinu: „Heldur rauður en dauð- ur“ (lieber rot als tot).“ Eitthvað á þessa leið sagði maður nokkur við mig, þegar ég var að rabba við hann á götu í Austur-Berlín í vetur sem leið. Þessi orð urðu mér seinna minn- isstæð, þegar ég fór að kynnast ástandinu í Austur-Berlín betur, og gera mér grein fyrir hvað á sér hér raunverulega stað í ríki Ulbrichts og hans áhangenda. Það er einkennileg tilfinning sem grípur mig alltaf, þegar ég fer yfir í Austur-Berlín og þarf að aka í gegnum múr, gaddavír og skriðdrekasperrur, ásamt þétt- riðnu neti af hermönnum, sem eru búnir vélbyssum og álíka morðtólum, tilbúnir að myrða hvern þann sem reynir að flýja í gegn, sumir hafa haft heppn- ina með sér, aðrir hafa látið lífið. Hysteríið í Ulbricht í sambandi við að girða fólkið inni á sér- engin takmörk lengur, og þeir reyna með öllum ráðum að hafa fangabúðirnar sem mest lokaðar, þykkri, þrengri og hættulegri. Og siðasta „afrekið“ á þessu sviði eru sperrurnar sem þeir voru að byggja úti í miðri Spree ttm dag- inn, ef ske kynni að einhverjum tækist að komast yfir hindran- irnar að austan og varpa sér til sunds. Ég var sjálfur sjónar- vottur að því þegar „frjálsir verkamenn" voru að smíða þetta og vakti athygli mína sérstak- lega hópur af hermönnum með alvæpni, sem bersýnilega var þarna til að gæta „frjálsra verka- manna", ekki fyrir hugsanlegu grjótkasti af vesturbakka árinn- ar, heldur ef einhverjum dytti í hug að yfirgefa „sæluna" og synda þessa fáu metra yfir í Vestur-Berlín. Þannig er ástandið í Berlín nú, borgin er tvískipt, annars vegar kommúnismi, hins vegar lýðræði. Til 13. ágúst 1961 var Berlín eins og hver önnur borg, opin öllum og gafst raunhæfur sam- anburður á austri og vestri, og afleiðingin af því var sú, að hundruð þúsundir manna af her- námssvæði Sovétríkjanna flúði til vesturs. Og 13. ágúst 1961 var svo skrúfað fyrir flóttann með ofbeldi, en ofbeldi einkennir á- vallt hrottann, þegar hann fær sitt ekki fram. Kommúnistar gátu ekki staðið augliti til aug- litis við frelsið, þeir sáu og skynjuðu að þeir höfðu tapað, þeir gátu ekki keppt við lýðræð- ið. Þeir hnepptu Austur-Þjóð- verja í risastórar fangabúðir, þeir byggðu múrinn. Ef litið er í þessa áróðurspésa sem Ulbricht og hans aftaníossar gefa út í þeim tilgangi að afsaka múrinn, kemst maður kannski einna bezt að raun um hvernig þeim er innanbrjósts. Þar stend- ur meðal annars að múrinn sé stærsti sigurinn fyrir hina sósíal- istísku stefnu í Austur-Þýzka- landi, og finnst mér eftir að hafa skoðað Austur-Berlin sjálfur, að sigurinn liggi kannski í því, að þeir skyldu hafa átt fyrir hon- um, því múrinn hefur kostað sitt, og uppbyggingin í Austur- Berlín gengur seint, nema þá helzt á götu þeirri, sem hét eftir Stalin heitnum meðan hann var í náð, en heitir nú Karl Marx Allee (hann er alltaf sígildur), og er stolt Ulbrichts. Einnig reyna þeir að telja fólki í hinum frjálsa heimi trú um að múrinn sé aðeins landamerki, og landa- merki séu jú alls staðar í veröld- inni, raunveruleg orsök fyrir múrnum sé ekki sú að hefta Aust ur-Berlínarbúa í að fara yfir til Vestur-Berlínar, heldur var hann nauðsynlegur vegna árás- arhættu frá NATÓ og kommún- istahaturs Bonnstjórnarinnar. — „Að vísu,“ segja þeir svo, „lang- aði okkur ekki að horfa upp á hvernig flugumenn og mansal- ar lokkuðu Austur-Berlínarbúa yfir til Vestur-Berlínar með svik- um og lygum.“ „Ef þið viljið ekki vera sósíal- istar sjálfviljugir, þá þið um það,“ stóð einu sinni í málgagni Ulbrichts og átti hann þar við út- lendinga. Þessi orð fara dálítið einkennilega í munni Ulbrichts og Co., þeirra sömu manna, sem ætluðu einu sinni að innlima milljónir Vestur-Berlínarbúa und ir svipu kommúnismans, með því að loka samgönguleiðum Vest- ur-Berlínar við hinn frjálsa heim og beinlínis svelta þá til hlýðni, en vegna samstöðu og fórnfýsi Vesturveldanna, sem lánuðu hundruð flugvéla, sem mynd- uðu loftbrúna, sem flutti Vest- ur-Berlínarbúum nauðsynjar í marga mánuði, urðu þeir að láta undan og opna aftur leiðirnar, og var þessi tilraun þeim til lít- ils sóma í augum heimsíns. Vestur-Berlín er án efa mikill þyrnir í augum kommúnista, því hún liggur inn í miðju Austur- Þýzkalandi, eins konar útvörð- ur lýðræðis handan járntjalds, og velgengnin þar fellur þeim þungt, og fær þá kannski til að álykta að eitthvað sé bogið við skipulagið hjá þeim sjálfum, því með hlutlausum samanburði á Austur-Berlín og Vestur-Berlín sést, að kostir kommúnismans eru fáir. Austur-Þýzkalandi, sem komm únistar hafa skírt „Deutsche Demokratische Kepublik", þótt hvorki ríki þar „lýðveldi“ né „lýð ræði“, er stjórnað á sama hátt og öðrum leppríkjum Rússa; öll blöð eru bönnuð, önnur en þau sem Ulbricht legg- ur blessun sína yfir, kosn- ingar eru sami ' skrípaleikur og yfirleitt er alls staðar í komm únistaríkjum, virðing fyrir per- sónufrelsi er fótum troðin, og sí- felldum áróðri gegn vestrænum þjóðum er pumpað í þegnana; Vestur-Þjóðverjar eru kallaðir nazistar, Bandaríkjamenn heims- ■ veldissinnar, Bretar nýlendukúg arar o.s.frv. Ég held persónulega að þessi áróður hitti ekki í mark, enda er hann of ofstækisfulur til að ganga í sæmilega skyn- sama menn, og heyrist mér á þeim Austur-Berlínarbúum, sem ég hef talað við, að þeir voni að þessari kvöl sé brátt lokið, og Þýzkaland geti aftur sameinazt. Vöruskömmtun er mikil í Aust ur-Berlín, og sérstaklega var á- standið þar slæmt í vetur. Þá þurfti að loka mörgum skólum vegna skorts á rafmagni og kol- um. Matarskorturinn er mikill og ekki er óalgengt að sjá fólk fara með matarpakka, sem innihalda allt milli himins og jarðar, sem okkur íslendingum þykir sjálf- sagðir og eðlilegir hlutir, t. d. egg, ávextir, kjöt, kaffi, te, hrís- grjót, baunir, álegg, svo eitthvað sé nefnt, til vina og kunningja í Austur-Berlín. Ef maður lítur í búðarglugga á matvöruverzlun- um í Austur-Berlín, ber einna mest á blómum sem höfð eru þar til skrauts, en vöruvalið er hálf fátæklegt, nema hvað yfirdrifið ér af eplasaft, það er engu lík- ara en „Alþýðulýðveldið" eigi að ganga fyrir henni. Sjónvörpin, sem blasa við manni í búðar- gluggum eru, eftir því sem fróm- ir menn hafa sagt mér, aðallega til skrauts, það er ekki hægt að ganga inn í verzlunina og kaupá það á staðnum, heldur þarf að fylla út þar til gerða umsókn, og svo verður maður að bíða í óra- tíma, þangað til að tækið er til- búið til afgreiðslu, og þannig er yfirleitt með vörur þarna. Að Eramh. á bls. 8. A Iisti Alþýðuflokksins B Listi Framsóknarflokksins XD Listi • Sjálfstæðisflokksins G Listi Alþýðubandalagsins * V Gylfi Þ. Gíslason Eggert G. Þorsteinsson Sigurður Ingimundarson Katrín Smári Páll Sigurðsson , Sigurðuú Guðmundsson Sigurður Sigurðsson Pjetur Stefánsson Ingimundur Erlendsson- Jónína M. Guðjónsdóttir Torfi Ingólfsson Baldur Eyþórsson Jónas Ástráðsson Guðmyndur Ibsen Haukur Morthens Hafdís Sigurbjömsdóttir Guðmimdur Magnússon öfeigur Ófeigsson Bjöm Pálsson Þóra Einarsdóttir Jón Pálsson Sigvaldi Hjálmarsson Stefán Pétursson Jóhanna Egilsdóttir Þórarinn Þórarinsson Einar Ágústsson Kristján Thorlacius Kristján Benediktsson Sigríður Thorlacius Jónas Guðmundsson Hjördís Einarsdóttir Kristján Friðriksson Jón S. Pétursson Gústaf Sigvaldason Hannes Pálsson Bjamey Tryggvadóttir Benedikt Ágústsson Einar Eysteinsson Magnús Bjamfreðsson Kristín Jónasdóttir Ásbjöm Pálsson Sæmundur Símonarsori Sigurður Sigurjónsson Sigurður H. Þórðarson Lárus Sigfússon Unnur Kolbeinsdóttir Kristinn Stefánsson Sigurjón Guðmundsson Bjarni Benediktsson Auður Auðuns Jóhann Hafstein • Gunnar Thoroddsen Pétur Sigurðsson Clafur Björnsson Davíð Ólafsson Sveinn Guðmundsson Geir Hallgrímsson Guðrún Helgadóttir Eyjólfur Konráð Jónsson Guðmundur H. Garðarsson Sveinbjörn Hannesson Ingólfur Finnbogason Bjarni Beinteinsson Bjarni Guðbrandsson Jóna Magnúsdóttir Magnús J. Brynjólfsson Gunnlaugur Snædal Höskuldur Ólafsson Eiríkur Kristófersson Tómas Guðmundsson Ragnhildur Helgadóttir 'Birgir Kjaran Einar Olgeirssón Alfreð Gíslason Eðvarð Sigurðsson Bergur Sigurbjömsson ' Magnús Kjartansson Margrét Sigurðardóttir Hermann Jónsson Kristján Gíslason Snorri Jónsson Birgitta Guðmundsdóttir Páll Bergþórsson Margrét Auðunsdóttir Jón Tímótheusson Eggert Ólafsson Ragnheiður Ásta Pétursdóttir Björgúlfur Sigurðsson Dóra Guðjohnsen Guðgeir Jónsson Haraldur Steinþórsson Ragnar Stefánsson Haraldur Henrysson Sigurður Thoroddsen Jakob Benediktsson Kristinn E. Andrésson Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar D-listinn — listi Sjálfstæðisflokksins — hefur verið kosinn með því að krossa fyrir framan D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.