Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Lau'gardagur 8. júní 1963 Vanur beitningarmaður óskast nú þegar til Suður- eyrar. Hlutur, eru því tekjumöguleikar mjög góð- ir. Uppl. í síma 24829, eftir kl. 5, í kvöld og næstu kvöld. Kona óskast til að hugsa um veikan mann. Uppl. frá kl. 1—4 í sima 50176. Hver vill selja bíl! Óska eftir að kaupa bíl án útborgunar. Öruggar mán- aðarlegar greiðslur. Til greina koma 4—5 ára bíl- ar, helst ekki eldri en 6—8 ára. Tilb. sé komið til Mibl. merkt: „Hver vill — 6803“ sem fyrst. Vélbátur til sölu Nýr glæsilegur 3 tonna bát ur með Saab-diesel vél, seglaútbúnaði og fleiru til sölu. Uppl. í síma 50409. Til leigu 130 ferm. hæð. íbúðin er laus lð. júní. Þeir sem frek ari uppl. óska sendi nöfn sín til afgr. Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „12 — 5879“. Bændur Hef til sölu diesel traktor með siáttuvél og vökva- lyftu. Bomford rakstrarvél Súgþurkunarblásara 18000 cup/f jeppakerru, og 2 tonna valtara. Uppl. í síma 14 C Brúarland. Óska eftir að koma 10 ára dreng í sveit. Með- * gjöf, ef óskað er. Uppl. í sima 36674. Telpa óskast til að gæta barns frá kl. 1—6. Uppl. í síma'32831. Ung hjón með 2 börn vantar íbúð í sumar, uppl. í síma 34118. 3ja herb. íbúð til leigu í Hafnarfirði frá 1. júlí. Til boð sendist fyrir hádegi á mánudag, merkt: „Ibúð — 5626“. Til sölu milligírkassi í Dodge Weapon notaður en í góðu lagi fyrir árg. ’52 og yngri Tilb. sendist afgr. Mbl., merkt. „5625“. Mótatimbur til sölu. Uppl. í síma 36654. Rafvirki! Óska eftir að fá vinnu í sumarleyfinu. Legg áherzlu á að um mikla vinnu sé að ræða. Tilb. sendist blaðinu merkt: „Aukavinna 5628“ Rakafrí geymsla til leigu í miðbænum. Uppl í síma 22971 eftir kl. 7 á kvöldin. Hraðbátur hraðbátur óskast. Uppl. í síma 19062, f.h. og 17212, e.h. í dag er laugardagur S. Júnl 159. dagur ársins Árdegisflæði kl. 06:00 Síðdegisflæði kl. 18:19. Næturvörður vikuna 8. til 15. júní er í Laugavegs Apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 8. til 15. júní er Eiríkur Björnsson. Læknavörzlu í Keflavík hefur í dag Guðjón Klemenzson. Neyðarlæknir — síml: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., hclgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apotek Iieflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 .augardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. FRETTASIMAR MBL. — eftir lokuu — Erlendar fréttir: 2-24-85 lnnlendar fréttir: 2-24-84 Kópavogsbúar: Munið eftir merkja og kaffisölunni í báðum barnaskól- unum fyrir Líknarsjóð Áslaugar Maack, sunnudaginn 9. júní. Leyfið börnunum að selja merki. Læknar fjarverandi Kristjana Helgadóttir veröur fjar- verandi til 3. ágúst. Staðgengill er Einar Helgason, Lækjargötu 2, kl. 10—11 nema fimmtudaga kl. 6—7. Símaviötalstími kl. 11—12 (í sima 20442), og vitjanabeiönir í sima 19369. Nýlega voru gefin saman af séra Jóni Thorarensen ungfrú Þóra Kjartansdóttir, hárgreiðslu dama, og Guðmundur Karlsson, stýrimaður. Heimili þeirra er að Hamrahlíð 23. (Ljósm.: Studio Guðmundar, Garðastræti 8.) . Sl. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Braga Friðrikssyni, ungfrú Halla Magn úsdóttir, Laugarnesvegi 34, og Hrafnkell Ásgeirsson, sdud. jur, Brekkugötu 24 í Hafnarfirði. (Ljósm.: Studio Gests, Lauf- ásvegi 18). Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níels syni ungfrú Sigurbjörg Ragnars dóttir og Aðalsteinn Hallgríms- son. Heimilí þeirra er að Barða- vigi 18. (Ljósm.: Studio Guð- mundar, Garðastr. 8). Nýlega haia opinberað trúlof- un sína Guðrún Sigurjónsdóttir, Syðri-Brekku, og Grímur Odd- mundsson, Nesveg 8. Blaðið Lögberg-Heims- kringla skýrði nýlega frá þvi að hafin væri söínun meðal Vestur-fslendinga á fé til byggingar Hallgrímskirkju í Reykjavík. Fyrsta gjöfin hefir þegar borizt hingað til lands, en það er 50 dollara ávísun, með beztu kveðjum frá próf. Richard Beck. Séra Jakob Jónsson afhenti féhirði sóknarnefndar Hall- grímsprestakalls þessa gjöf 30. mai sL ......................... w i m Frá Styrktarfélagi vangefinna: Fé- lagskonur, sem óska eftir að dvelja með börn sín á vegum Mæðrastyrks- nefndar að Hlaðgerðarkoti í Mos- fellssveit, í viku til 10 daga frá miðj- um júlí, eru beðnar að hafa samband við skrifstofu félagsins eða Mæðra- styrksnefnd, eigi síðar en 15. júni n.k. Kvenfélagið Keðjan: Skemmtiferð- in ákveðin 19 júní. Munið að til- kynna þátttöku fyrir 15. júní 1 símum 24696 og 17420. Húseigendur! Sjáið um að lóðir yð- ar séu ávallt hreinar og þokkalegar. Minningarspjöld Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð ísafoldar, Austurstæti; Bókabúðin Laugarnesvegi 52; Bókav. Stefáns Stefánssonar Laugavegi 8; Verzl. Roði Laugavegi 74; Reykjavík- ur Apótek; Holts Apótek, Langholts- vegi; Garðs Apótek Hólmgarði 32; Vesturbæjar Apótek. Messur á morgun Bústaðasókn: Messa fellur niður i Réttarholtsskóla. Séra Gunnar Árna- son. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 fJi. Séra Magnús Runólfsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11 f.h. Sérra Óskar J. í>orláksson. Langholtsprestakall: Messa kl. 11 Séra Árelíus Níelsson. Neskirkja: Messa kl. 11 f.h. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f.h. Séra Jakob Jónsson. Fíladelfía: Guðsþjónusta kl. 8.30. Ásmundur Eiríksson. Fíladelfía, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 4 e.h. Haraldur Guðjónsson. Þessi mynd er af Blindra- heimilinu, Hamrahlíð 17. Þó að ekki séu nema rúm tvö ár síðan heimilið tók til starfa, er það þegar að verða fullsetið. I hús- inu er einnig Blindravinnustof- af ýmum gerðum og plastpok- ar ef fiestum stærðum. Blindra- félagið hefur farið af stað með happdrætti, sem nú stendur yfir, og þegar nægjanlegt fjármagn hefur fengizt, mun félagið hefja Dregið verður í happdrættmu 5. júlí. Vinningur eru Volkswag- en station, að verðmæti 181.000 kr.; flugferð fyrir tvo til Lon- don og heim aftur; hlutir eftir eigin vali fyrir 10.000 kr.; hring- ferð með Esju fyrir tvo. Vinning an. Þar eru framleiddir burstar byggingu stærri álmu hússins ar eru skattfrjálsir. Það var ekki leftgur myrkur í must- erinu Hurð nokkur hafði opnazt og inn skein dagsljósið. — Förum út í sólskin- ið, sagði prófessorinn og gekk á undan. — Nú erum við aftur komnir á okk- ar eigin öld, og í dag ríkja aðeins lama- dýrin þar sem áður réðu ríkjum Ink- arnir stoltu, hélt hann áfram. Indíán- arnir eru farnir úr þorpi sínu. — Ég vil líka fara héðan, sagði Sporl og það fr hrollur um hann. — Ekkert veitir mér meiri ánægju, kæru vinir, en eigum við ekki að íá okkur svolitina kvöldmat fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.