Morgunblaðið - 08.06.1963, Side 4

Morgunblaðið - 08.06.1963, Side 4
4 MORGVftBLAÐtB r Laugardagur 8. Júní 1963 — Þetta var konan min. HRT FÖOTMER: H Æ T T U L E G U R FARMUR 6 Fyrir framan gönguþilfarið og neðan en það, milii hluta eigand ans af skipinu og lúkarsins, var annað þilfar, sem kallað var Iága dekkið, og þangað niður lá stigi frá því efra. Við fórum niður þann stiga og biðum fy-rir neðan, meðan ég sagði það, sem eftir var sögu minnar. Þarna var eng inn maður. Dyr__opnuðust aftan til og há- setinn okkar kom í.t Hann ætl- aði að fara fram hjá, án þess að taka eftir okkur, þegar frú Stor- ey sagði lágt: — Holder! Hann hrökk við, eins og harm hefði verið stungínn hnífi og sneri að okkur með skelfingar- svip. Hann reyndi að jafna sig, en varð of seinn. — Voruð þér að kalla á mig? — Það er óþarfi að vera með látalæti, sagði frú Storey. Það var hlustað á yður áðan, þegar þér voruð að tala við konuna yðar. — Nú, það er þá verið að njósna um mann, hvæsti hann. Hún lét eins og hún tæki ekki eftir því. — Hg þarf að tala dálítið við yður_ — Eg á ekkert vantalað við yður. — Ef þér farið að bregðast illa við, sagði hún, kuldalega,— þá segi ég Horace Laghet, að þér séuð hér um borð. Og þér getið farið nærri um afleiðingarnar af þvL Hann svaraði því engu, en varð niðurlútur, og ég gat heyrt, að hann blés eins og hann væri móð ur. — Mig langar ekkert til að verða þátttakandi í morði, hélt hún áfram. — Yður væri betra að koma inn til mín og ræða málið. — Mér leyfist ekki að ko®ia í þann hluta skipsins, urraði hann. — Þér eruð nú samt einmitt að koma þaðan. Ef þér eruð í fylgd með mér, getur enginn sagt neitt. Hann yppti öxlum og kom með okkur. Það var komið fram yfir miðnætti og við hittum eng an í ganginum. Að gefnu merki frá húsmóður minni, læsti ég -dyrunum, þegar við vorum kom- in inn. Hún sagði: — Réttu upp hendurnar! Hann starði á hana og gapti, en hlýddi samt ekki fyrr en hann sá, að hún hafði litla skammbyssu í hendinni. En þá flýtti hann sér líka að rétta upp hendumar Eg tók skammbyssu úr vasa hans, og það var eina vopnið, sem hann hafði á sér. Eg rétti frúnni hana og hún fleygði báð um byssunum niður í skúffu og læsti henni. — Yður er betra að vera án hennar, sagði hún brosandi. Setj izt þér nú niður í rólegheitum. Fáið yður sígarettu. Eg er ekki óvinur yðar. Sannast að segja vorkenni ég yður, enda þótt þér virðist sjálfur hafa komið yður í þessi vandræði. Já, manni hætt- ir til þess. Hann settist og starði á hana ólundarlega. Hann gat ekkert botnað í þessu. Hann kveikti í vindlingnum með skjálfandi fingrum. Það mátti sjá, að þetta var fyrrverandi eftirlætisbarn, sem líklega mamma hans hafði eyðilagt. Hann hafði falleg augu og bylgjað hárið var afturgreitt. — Þið Adela eruð skilin, eða hvað? sagði hún. — Nei, urraði hann. — Bjugguð þið saman þangað til hún fór í þessa ferð? — Öðru hverju. — Þegar Adela sagði yður, að hún ætlaði í þessa ferð, hreyfðuð þér þá nokkrum mótmælum? Holder svaraði engu. — Hversvegna eruð þér að setja allt í uppnám nú? Svarið var það sama, sem hann hafði gefið Adelu áður: — Eg fór að hugsa betur um það. — Og hvað kom yður til að fara að hugsa um það? — Æ, hvaða gagan er í öllum þessum spurningum? hraut út úr honum. — Einhver er að nota yður sem verkfæri, sagði frú Storey rólega, — og ég vil fá að vita, hver sá einhver er. — Þetta var augsýnilega nýtt fyrir hann. Hann leit á hana upp glentum augum, en sagði ekkert. — Einhver hefur verið að setj ast að yður, sagði hún. — Og kom ið yður í illt skap. Hann hristi höfuðið. — Enginn heíur nefnt þetta á nafn. — Þá hafið þér fengið bréf, nafnlaust bréf Undirritað Vel- unnari eða eitthvað þessháttar. Sér er nú hver velunnarinn! — Guð minn góður! Hvernig getið þér vitað þetta? — O, það er ekkert annað en rökrétt hugsun, sagði hún. — Þessi bréfritari spurði yður, hvort þér, sem maður og Banda ríkjamaður, ætluðuð að þola að kona yðar færi í skemmtiferð á skipinu hans Horace Laghet. Þess var og getið, hvað menn mundu halda um yður! Þar var gefið í skyn, að ef nokkurt mannsbragð væri að yður, munduð þér koma í veg fyrir þetta. Á hræðslusvipnum, sem kom í augu hans, gat hún séð, að þarna hafði hún einmitt hitt á sannleikann, eða að minnsta kosti komizt mjög nærri honunu — Svona bréf eru alltaf sjálf- um sér og hvert öðru lík, hélt hún áfram. Þarna var yður bent á að ráða yður á skipið, til þess að geta fylgzt með því, sem fram færi. — Það var í seinna bréfinu, sagði hann og gættl ekki' lengur að sér. — Nú, svo að þau voru þá tvö, sagði hún. Það seinna til ,að herða betur að. Og líklega hefur þetta seinna bréf sagt yður, hvert þér skylduð snúa yður, hvaða n_In gefa upp, og að þetta mundi allt verða auðvelt. Að þér mund- uð eiga þarna vini, sem mundu sjá um, að yður yrði ekki mein gert. Eymdarsvipurinn á honum sagði henni, að þetta var rétt til getið. — Og þér fóruð eftir þessu? — Eg var orðinn eins og brjál aður maður, tautaði hann. — Eg vissi varla, hvað ég var að gera. — Og hvað gerðist svo eftir að þé komuð um borð? — Ekkert. Það var farið með mig eins og alla hina. — Hver sneri sér til yðar? Og hverju stakk hann upp á við yður? Holder svaraði engu. Frú Storey tók byssuna upp úr skúffunni og skoðaði hana. — Fenguð þér þessa héxna um borð? — Já, ég fann hana í kojunni minni, ásamt öskju af kúlum, tautaði hann. — Og þér voruð feginn að fá hana, var ekki svo. Og hugsuð uð ekkert frekar um, hvaðan hún kæmi? Ekkert svar. — Fyrr eða seinna hefðuð þér skotið Horace Laghet. — Það kemur mér einum við, urraði hann. — Þér hefðuð áreiðanlega skot ið hann, þarna um daginn, þegar hann réðst á yður, ef þér hefðuð þá haft byssuna? Hann hleypti brúnum og iðaði í sætinu. — Og hvað hefði rvo gerzt næst? Þér hefðuð farið í raf- magnsstólinn, eða að minnsta kosti í ævilangt fangelsi, og ein- hver annar hefði fitnað á því, sem Horace Laghet lét eftir sig. Holder sagði ekki orð. — Jæja, hvað etlið þér að gera í roálinu? spurði hún. Hann steinþagði eins og þver- úðugur krakki. _■— Eruð þér reiðubúinn að fela mér allt yðar ráð? — Hvað ætlið þér að gera? spurði hann tortryggnisTega. — Fá yður far heim frá Cur- acao, til New York. — Og skilja hana eftir hjá honum, eða hvað? öskraði hann. — Eg er nú aldrei annað en mennsk roanneskja. — Þér verðið að horfast í augu við staðreyndimar, sagði frú Stor ey. — Ef þér farið ekki í land á morgun og komið ekki aftur verð ég ag segja Horace Laghet hver þér eruð. Það er mitt verk. Ekkert svar. — Adela er ekkí þess virði, sagði hún lágt. Hann lét höfuðið hníga. — Þér vitið það eins vel og ég en samt líðið þér allar helvítis kvalir. Það fór krampi um andlitið á honum, rétt eins og hann kenndi mikils sársauka. Nú var þolin- mæði hans lokið. —Hvað ætli þér vitið um það, hvæsti hann og þaut upp. — Þér haldið, að þér getið kvalið mig. Yður hlýt- , r- að þykja gaman að sitja þarna og horfa á mig kveljast. Eg þekki konur. Þér getið farið fjandans til! Eg fer ekki héðan frá borði, án þess að hafa konuna mína með mér og það er ákveðið. Frú Storey yppti öxlum og fórnaði höndum. Röddin í Holder hækkaði og varð æðisgengin. Segið þér bara honum Laghet frá þessu, æpti hann. — Segið honum það bara! Eg á nóg af vinum hér um borð. Skipshöfnin er með mér. Og það eru menn en ekki hundar. Og ef Laghet hreyfir fingur gegn mér, verður uppreisn. Vitið þér, hvað það þýðir? Uppreisn? Jú, það þýðir það, að þið fáið öll að fara fyrir borð. Ef þér vitið, hvað yð- er fyrir beztu, skuluð þér verða fyrst manna til að fara í land á morgun. Jæja, ég er búinn að vara yður við. Farið þér í land og verið þér í landi, ef yður langar til að sjá New York aftur. Hann skalf og greip andann á lofti, sneri sér við og rykkti í hurðina. — Hleyptu honum út, sagði frú Storey rólega. Eg opnaði og hann hljóp út eftir ganginum. Eg sneri mér að húsmóður minnL — Þú dirfist ekki að segja Laghet frá honum, sagði ég. Hold er hefur í öllum höndum við okk ur nú. Hvað geturðu gert. — Það virðist vera undir Adelu komið, sagði hún og brosti tvírætt. — Eg ætla ao fara og tala við hana. Vn. KAFLI. Skömmu eftir hádegisverð dag inn eftir varp Sjóræninginn akk erum í höfninni í Willemstad á eyjunni Curacao. Þarna er hættu legur straumur í hafnarmynninu, og þar eð Legihet ætlaði ekki annað þarna að gera en taka Martin Coade, ritarann sinn, um borð, vildi hann ekki fara með þetta stóra skemmtiskip inn í höfnina. Eftir sex daga á sjó, var un- aðslegt að sjá land aftur, enda þótt þetta væri hrjóstrugt og skóglaus land. En f jaran var drif hvít, himinninn blár og bongin eftirtektarverð, með bröttu hol- lenzku þökin, sem lágu út að höfninni. Þegar Hollendingar voru að byggja þessi hús, vildu þeir hvergi vera varbúnir mik- illi snjókomu. Horace ætlaði að sleppa sér, þegar hann heyrði, að Orizaba, skipið, sem átti að koma með Martin Coade frá Evrópu, var enn ókomið. — Hér er ekkert að sjá, í þessum hundrassi, nema nokkrar olíuhreinsunarstöðvar, urraði hann. Engu að síður stakk hinn ó- þreytandi Adrian upp á því, að stofna landgönguhóp. Horace vildi ekki fara, og frá Storey af- sakaði sig með bréfum, sem hún þyrfti að skrifa. Öll hin fóru í land í léttibátnum. Fallega and- litið á Adelu var tekið og tært undir vandlegri málningu. Hún hafði gefið sig á vald frú Storey, kvöldinu áður, og um morguninn hafði hún smyglað tösku með fatnaði í, inn í káetuna okkar. Rétt um sama leyti lagði annar bátur af stað frá skemmtiskip- inu, með háseta, sem höfðu feng ið nokkurra klukkustunda land- gönguleyfi. Jlarry Holder var meðal þeirra. Adela hafði haft samfoand við hann. Hér um bil klukkustundu síðar sást til ferða Orizaba og frú Storey sendi boð upp á þilfar og bað um að verða flutt í land. Hún var með litlu töskuna henn ar Adelu í hendinni. Horace va-r uppi á þilfari og kipraði saman augun, þegar hann sá mig með töskuna. — Ertu kannski að yfirgefa okkur? sagði hann og tónninn var ekki sem viðkunnanlegastur. — Ekki enn, svaraðí ég bros- andi. — Eg hef ýmislegt, sem ég þarf að senda í pósti og mér er hægaist að bera það svona. Hann trúði henni nú ekki nema rétt hóflega, Og sem snöggvast datt mér í hug, að hún yrði lát- in opna töskuna, rétt eins og vinnukona, sem er að fara úr vist inni. En hún sigraði hann með brosi sínu. ailltvarpiö Laugardagur 8. júní 8.00 Morgunútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. Fjör 1 kringum fóninn: Úlfar Sveinbjömsson kynnir nýj- ustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrimi HelgasynL 18.00 Söngvar í létum tón. 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 1920 Veður- íregnir. 20.00 Leikrit: „Skálholt" eftir Guð mund Kamban, i þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar (Hljóðritun frá 1955). — Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrár- 11 0 KALLI KUREKI — En þú vilt þó ekki láta hengja gamla manninn, Kalli? — Það gæti hafa verið slys eða sjálfsvörn. Ég trúi ekki einu sinni að Áiken sé dauður fyrr en ég sé það með eigin augum. * - * ~ Teiknari; Fred Harman —N ( WE DOW’T kWOW EXACTLY WHAT HAPPEMED' ■— T ftOTTA SEE TH’ OL-TIMER' WHY WOULDN'T JEWXIWS TELLY0U WHEEE HE'S HID?, ^ISI flfiíöfrSj/ w&r IH--'WELL-' b\ I/ BECAUSE--- jLI m •, - ■■■ — • — Við vitum ekki hvað skeði. Ég verð að hitta þann gamla. Af hverju vildi Jenkins ekki segja þér hvar hann íelur sig? — Af því að.... — Nú veit ég, hann hefur beitt þig fjárkúgun og þú fallið í gildruna — Já, Kalli, ég borgaði honum svo að hann þegði og gamli maður- inn gæti komizt undan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.