Morgunblaðið - 09.06.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.06.1963, Qupperneq 3
Sunnudagur 9. jún! 1963 M O R G Z) 1S n l A Ð I Ð 3 Kjördagsmorgunn út um iandsbyggðina KJÖRFUNDIR hófust á flestum stöðum úti á landi kl. 10 í morgg un. Var alls staðar ágætt veður, hlýtt og meinlaust en ekki mikið sólfar. Kjörsókn fór yfirleitt hægt af stað. Mbl. hafði samband við fréttaritara sína víðsvegar um landið kl. 11—12 og fara hér á eftir þær fréttir af kosningu, sem þeir höfðu að segja: Akranes AKRANESI. — I kjörstjórn Akraneskaupstaðar eru Þórhall- ur Sæmundsson, bæjarfógeti, Jón Sigmundsson, sparisjóðsgjaldkeri og Sigurður G. Sigurðsson, skrif- stofustjóri í Sementsverksmiðj- unni. Hér er kosið í Iðnskólahús- inu við Skólabraut í 2 deildum. í fyrstu kjördeild eru íbúar húsa við Akurgerði til Presthúsabraut ar .í annarri kjördeild íbúar húsa við Sandabraut til Voga- brautar. Kosning hófst kl. 10 f.h. Undirkjörstjórnarmenn og vara menn mættu á kjörstað kl. 9. Ekki sér til sólar. Veður er kyrrt og þykkt loft. Kl. 10.40 voru um 100 manns búnir að kjósa og kl. 11.40 voru um 250 búnir að kjósa. Á kjör- skrá eru nú 2100 manns. — Oddur. Borgarnes BORGARNESI, 9. júnL — Hér er veður stillt, dumbungur, en úrkomulaust. í Borgarnesi eru 523 á kjörskrá og ein kjördeild. Kl. 11.05 fyrir hádegi höfðu 26 kosið á kjörstað, en komin voru þá 29 utankjörstaðaratkvæði. — Hörður. ísafjörður Hér er mjög gott veður, sól- skin og norðan gola Kjörfundur hófst kl. 10 á ísafirði. Kjörsókn hefur verið heldur dræm fyrir Shádegi. Um 11 leytið voru um 70 manns búnir að kjósa. Þrjár kjördeildir eru á ísafirði, en þar eru á kjörskrá 1423. Á kjörskrá í Vestfjarðakjör- dæmi eru nú 5555 en var 5710 haustkosningunum 1959. 52 kjör- deildir eru núna í kjördæminu. Yfirkjörstjórn Vestfjarðakjör- dæmis kemur saman kl. 13 I Alþýðuhúsinu á ísafirði, en varla er hægt að búast við að taln ing atkvæða hefjist fyrr en seinni hluta dags. Ólafsfjörbur Hér er blíðskaparveður, og bjartviðri. Kjörfundur hér upp úr kl. 10. Á eru 549. Kl. 11.15 voru að kjósa. venju. hlýtt hófst kjörskrá 32 búnir Akureyri AKUREYRI. — Hér var þoka í hlíðum í morgun, en glaðnar nú óðum fyrir sólu, þegar fram á daginn kemur og horfur eru á hinu fegursta veðri í dag. Kosið er í Gagnfræðaskólahúsinu og er mikil bílaumferð um nærliggj andi götur. En nýlega er búið að bera rykbindiefni á götur kring- um kjörstaðinn. Nú er logn og 12 stiga hiti. Á Akureyri eru 4996 á skrá og af þeim höfðu 641 atkvæoi kl. 12. Húsavik Kjörfundur hófst hér kl. 10 Á kjörskrá eru 866, en við síð- ustu kosningar 828. Kjörsókn var góð fyrsta klukkutímann og kusu um 88 manns. Veðrið er eins gott og frekast er hægt að kjósa, logn, sólskin og 10 stiga hiti. « Kjörfundur hófst kl. 9 i sól og blíðu og bezta veðri. Atkvæðin þaðan faiá til lands með skipi í kvöld. Norbfjörður NORÐFJORÐUR. — Um 800 eru hér á kjörskrá. Kl. 11 voru 46 búnir að kjósa. Kjörfundur hófst kl. 10 á bæjarskrifstofunni. Hér er ágætis veður, hlýtt og bjart, en sólarlaust, prýðilegt kosningaveður. Blönduós BLÖNDUÓS. — Kosning hófst ó Blönduósi kl. 10 og kosning því lítið byrjuð enn. Á kjörskrá eru 347. Veður er ágætt, logn og hlýtt. Sauðárkrókur Kosning hófst á mínútunni kl. 10. Á kjörskrá eru 757. Kl. 11 höfðu 60 kosið. Veður er stillt, hlýtt, en þokuloft og má búast við að glaðni til upp úr hádeg- inu. Siglufjörður SIGLUFIRÐI, 9. júní. — Hér er heiður himinn, sólskin og hlý- indi. Kjörfundur hófst kl. 9. Kjör etaður er 1 húsi Gagnfræðaskól- ans og er kjördeild ein, en 1400 hafa hér kosningarétt. Klukkan 11.15 höfðu um 150 manns kosið á kjörstað, en komin 130 utan- kj örstaðaratkvæði. — Stefán. Bjarni og frú Miðbæjarbarnaskólaporlinu Baldvin Tryggvason, forstjóri Almenna bókafélagsins, frú sonur á kjörstað. Seyðisfjörbur SEYÐISFJÖÐUR. — 420 eru hér á kjörskrá. Kosning er nýlega hafin, hófst kl. 10. Um 11 leytið voru örfáir búnir að kjósa, um 40 manns. Stillt veður er, en skýjað og sólarlaust. V estmannaeyjar VESTMANNAEYJUM, 9. júní — Kosningaveður er hér ágætt, austan kaldi, skýjað, sólarlaust en frekar hlýtt. Kjörfundur hófst hér kl. 9 og er það klukkutíma fyrr en venjulega, og strax og kjördeildir voru opnaðar voru komnir menn á staðinn og var þegar byrjað að kjósa. Kosið er á tveimur stöðum, í KFUM-húsinu og Akoges-húsinu. Kl. 11 í morgun höfðu 212 kos- ið og er það nokkru meiri kjör- sókn en vanalega á sama tima. Mikil hreyfing er í bænum og menn virðast ætla að taka dag- inn snemma. Af merkum borgur- um, sem þegar hafa kosið má nefna Ársæl Sveinsson, fyrrum forseta bæjarstjórnar, Guðlaug Gíslason, alþm., Sigfús A. John- sen, 5 mann á lista Sjálfstæðis- manna, Björn Guðmundsson, út- gerðarmann og fréttaritara Mbl. í Eyjum, Þorstein Víglundsson, sparisjóðsstjóra, Guðlaug Stefáns son, forstjóra, Ingiberg Hannes- son, mikinn og landsþekktan kommúnista og Pál Þorbjörns- son, þekktan Alþýðuflokksmann. Á kjörskrá í Vestmannaeyjum eru 2568 man»s. — B. Selfoss Veður er hér gott. Kl. 11.30 höfðu kosið hér 130 manns af 956, sem eru á kjörskrá. Kosið er' í 2 kjördeildum í Iðnaðarmanna húsinu. Fyrstirkusu, er kjörfund ur hófst kl. 10, Jón Pálsson dýra- læknir og Júlíus Ólafsson. Sjálfstæðismenn á Selfossi eru sigurvissir enda er kjörsókn hér góð. — Ó.J. Keflavik KJÖRFUNDUR hófst hér f mildu og góðu veðri kl. 10. Á kjörskrá eru 2355. Utankjörstaða höfðu 116 greitt atkvæði og nú kl. 11,30 höfðu 216 greitt atkvæði á kjörstað. Sömu sögu er að segja úr nágrannabyggðum Keflavikur Þar hófst kjörfundur á sama tíma og er kjörsókn mjög sæmi- leg. í Höfnum höfðu 22% kosið utan kjörstaðar. H.S.J. Góð kjör- sókn í Kópa- vogi í KÓPAVOGI hófst kjörsókn klukkan níu og voru þá mættir á kjörstað ýmsir ráðandi menn í kaupstaðnum. Kjörsókn var heldur dræm framan af en strax upp úr hádegi jókst hún að mun, og virtist vera mikill áhugi í fólki. Með þeim fyrstu, sem mættir voru þegar opnað var, var frú Hulda Jakobsdóttir og dóttir hennar. Tjáðu ráðandi menn í Kópavogsskóla frétta- manni blaðsins að kjörsókn væri svipuð og áður hefði verið, og glöddust að sjálfsögðu yfir því að veðrið gæti ekki verið ákjós- anlegra. Kosið er í tveimur skólum í Kópavogi, Kársness- og Kópa- vogsskóla. Mikil bílaumferð var að báðum þessum skólum fyrir hádegi, og fjöldi fólks, a.m.k. fyr- ir utan þá. Á hádegi höfðu um 600 manns kosið í Kópavogi. Á kjörskrá eru 2357. Kjorstjornm í hmni nyju kjördeild i Hrafnistu í morgun. Frá vinstri: Grimur Gíslason, Karl Karlsson og Sigurður Mariasson. Lengst til vinstri sézt einn vistmanna á leiS að atkvæðakass- anum með atkvæði sitt í hendi. (Ljósm. Mbl. Markús). Kjördeild í Hrafn istu í fyrsta sinn Nær 140 manns á kjörskrá Þ A D var ekki beinlínis elli- mörk að sjá á þeim kjósendum, sem í morgun stóðu í anddyri Hrafnistu, Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, er blaðamenn Mbl. bar þar að garði. Menn stóðu í hópum og skeggræddu pólitíkina. væntanleg kosninga- úrslit og veðrið og voru hinir hressustu. Margir létu i ljósi ánægju sína yfir því að nú var í fyrsta sinn opnuð sérstök kjör- deild í Hrafnistu, þar sem kjör- fundur hófst laust fyrir kl. 10 í morgun. Ekki tókst að hefja kjörfund kl. 9 svo sem ráðgert hafði verið sökum þess að kjör- gögn komu í síðara lagi og síð- asta undirbúningi lauk ekki fyrr en 10 mín. fyrir tíu. Fréttamenn Mbl. litu inn i kjördeildina þar sem fyrir var Karlsson, hinir tveir síðastnefndu vistmenn í Hrafnistu. Þar voru einnig hinir venjulegu fulltrúar flokkanna fjögurra til að fylgj- ast með kjörfundi. Þeir Sigurður og Karl tjáðu fréttamönnum að 138 manns væru á kjörskrá í Hrafnistu. — Mjög hefði verið aðkallandi að fá setta þar upp sérstaka kjör- deild og hefði verið farið fram á það í undanförnum kosningum en ekki hefði af orðið fyrr en nú. Margir hefði ekki getað kos- ið áður vegna lasleika, en nú mætti reikna með að langflestir gætu greitt atkvæði. Er fréttamenn Mbl. héldu af staðnum, gekk kosning greið- lega, og hópur aldraðra sjó- manna stóð fyrir framan kjör- deildina og beið þess að kom- ast að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.