Morgunblaðið - 09.06.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1963, Blaðsíða 8
Kjósið fyrir bíó ÞAR sem kjördagur er að- eins einn og lýkur kl. 11 í kvöld eru kjósendur, sem hyggjast fara í bíó, minntir á að kjósa áður. Eftir bíótíma er kosningu um það bil að ljúka. Fyrsta síldin 60-70 sjd- mílur út af Bjarnarey Vélbáturínn Gunnar . fékk þnr 1700 tunnur ESKIFIRÐI, 9. júní. — Vélbátur- inn Gunnar frá Reyðarfirði fór út á veiðar á laugardagsnótt sl. og leitaði síldar djúpt á leiðinni norður með Austfjörðum. 60—70 sjómílur út af Bjarnarey varð hann var síldar og kastaði þegar. Um kl. 8 á laugardagskvöld var hann búinn að háfa 1000 mál og var að búa sig til að kasta aftur. Varúö til vinstri KOMMÚNISTAR hafa nú til- einkað sér nýtt slagorð: Víkið til vinstri. Eru orð þessi dæmi gerð fyrir undanhald kommún ismans hér á landi og verðugt letur á hinn flekkaða skjöld kommúnista. Það hefur ávallt verið stolt og prýði góðra manna að taka sér i munn vígorð frelsishetj- unnar, Jóns Sigurðssonar: — Eigi að víkja. Trúin og sann færingin um hinn góða mál- stað blæs þjóðhollum mönnum stefnufestu í brjóst. Þeir víkja ekki, en fylgja sannfæringu sinni. En kommúnistar vilja víkja, og það til vinstri. Sannfæring in og sigurvissa er ekki nægj anleg til hvatningar um mark vissa sókn til sigurs, enda er hann löngu úr augsýn. • Mbl. vonar, að vígorð komm únista skapi engin vandræði í umferðinni í dag og vill á- rétta það að gæta ber Varúð ar til vinstri. Að sögn skipstjórans Jónasar Jónssonar er sildin bæði feit og falleg. Gunnar var væntanlegur um hádegið til Eskifjarðar með um 1700 tunnur Verða teknar þar úr skipinu 150 tunnur til fryst- ingar, en afganginn fer skipið með til Reyðarfjarðar og leggur þar upp í bræðslu. Jónas Jónsson var skipstjóri á Seley í fyrrasumar og fékk þá einnig fyrstu sumarsíldina. Jónas kastaði eftir lóðningu og telur hann að þarna sé um tals- vert síldarmagn að ræða. — Við á Gunnari vorum 90 sjómílur NA af Dalatanga er við fengum síldina, sagði Jón as skipstjóri við fréttaritara blaðsins er hann ræddi við hann um hádegið á Eskifirði. Stígandi frá Ólafsfirði á sömu slóðum fékk 6—700 mál. Ho- fell frá Fáskrúðsfirði með 700 aðeins sunnar. Allt bendir til að talsvert só þarna af síld, en allir bátarn ir köstuðu strax og þeir komu á svæðið svo lítið var leitað. Framh. á bls. 7. Stuðningsmenn D-listans athugið TVÆR villur voru á baksíðu Morgunblaðsins í morgun, þar sem gefnar voru upplýsingar um hverfisskrifstofur fulltrúa ráðs Sjálfstæðisfélaganna og bifreiðaafgreiðslur. Þar átti aó standa: Langholtsskólahverf i: Hverfísskriftofa fulltrúaráðs Sjálfstæðisélaganna fyrir Langholtsskólahverfi er að Sunnuvegi 27, sími 35307. Laugarneshverfi: Aðalstöð bifreiðaafgreiðslu fyrir Laugarneshverfi er: Sindri við Borgartún, símar 24064 (2 línur) og 19122 (3 línur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.