Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 28.06.1963, Síða 24
 sparið og notið Sparr 142. tbl — Föstudagnr 28. júní 1963 Undirbúningur að söltun íf ullum gangi Fólk streymir til vinnu í síldarbæjunum FRÉTTIR frá helztu síldarbæj- unum fyrir norðan og austan sýna, að söltunarstöðvar eru reiðubúnar að hefja söltun strax og Síldarútvegsnefnd hefur gefið leyfi til þess. Fólk hefur streymt til síldarbæjanna til vinnu, aðal- lega þó karlmenn enn sem komið er, stúlkurnar bíða margar eftir því að söltunarleyfi fáist. Hér fara á eftir frásagnir fréttaritara Morgunblaðsins á nokkrum helztu síldarstöðunum um undirbúning til síldarmót- töku: Siglufirði, 27. júní: Allar söltunarstöðvarnar hér, 22 að tölu, eru þegar tilbúnar að taka á móti síld. Aðeins er beðið eftir að söltunarleyfi fáist og söltunarhæfri síld. Síldarverk- smiðjur ríkisins og Rauðka hafa þegar hafið bræðslu. Um 30 þús. mál síldar hafa borizt hingað. SR hafa tekið á móti 18000 málum og eiga von á meiri síld í dag og nótt. Rauðka hefur tekið á móti 3000 málum og á 3000 mál á leiðinni. Um 1000 tunnur hafa verið frystar og 200 tunnur saltaðar á Söltunarstöð Sigfúsar Baldvinssonar. Síldin var 18—20% feit og er ætluð til innanlandsmarkaðar. Leitarskip urðu vör við síld í morgun á Húnaflóa og út af Horni. Gefur það vonir um að síldin sé að koma á sín gömlu og góðu mið á vestursvæðinu, en þar eru ágæt átuskilyrði. Síidarverkunarfólk er þegar tekið að streyma til bæjarins, bæði karlar og konur. Næstu daga er búizt við töluverðum hóp til viðbótar. í dag lögðu hér upp 10 skip síld til bræðslu og frystingar. — Stefán. Húsavík, 27. júní: Eins og undanfarin su'mur verða hér starfræktar þrjár sölt- unarstöðvar, Höfðaver h.f., Sölt- unarstöð Barðans h.f., og Söltun- arstöð Kaupfélags Þingeyinga. Hjá söltunarstöðvunum starfar aðeins heimafólk að venju, en þær eru nú reiðubúnar til að taka á móti síld. Reyndar hefur verið saltað hér smávegis þegar. Síldarbræðslan verður tilbúin Jónas Thoroddsen, borgarfógeti, Jóhann Hafstein, formaður fjárhagsráðs Sjálfstæðisflokksins, Már Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri happdrættisins og Hrafnhildur Stefánsdóttir, er dró út vinningsnúmerin. Dregið í happdrætti Sjálfstæðisflokksins DREGIÐ var í Happdrætti Sjálfstæðisflokksins s.l. föstu- dag en vinningsnúmerin inn- sigluð þá sökum þess að skil höfðu ekki borizt frá öllum umboðsmönnum happdrættis- ins. í gær var innsiglið rofið í viðurvist horgarfógeta og vinningsnúmerin fara hér á eftir: Volkswagen nr. 13948, Taun us Cardinal nr. 34814, Austin Gypsy nr. 7999, Volkswagen nr. 25909 og Ta.unus Cardinal nr. 7998. Eigendur þessara númera geta snúið sér til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Sjálf- stæðishúsinu, eða, ef þeir eru úti á landi, til umboðsmanna happdrættisins. Happdrættið gekk mjög vel, Sjálfstæðismenn um allt land brugðu vel við og fær- ir Sjálfstæðisflokkurinn þeim beztu þakkir fyrir dyggilegan stuðning, því sá glæsilegi ár- angur sem náðist efldi mjög hag flokksins. Morgunblaðið birtir vinn- ingsnúmerin án ábyrgðar. að taka á móti síld nú um mánaða mótin og verður hún þá útbúin soðk j arnatæk j um. Tiltölulega lítið af síld hefur borizt hingað og hefur að mestu farið til frystingar. — Fréttarit. Raufarhöfn, 27. júní: Saltað verður hér á 7—8 síld- arplönum í sumar og eru þær nú tilbúnar. Beðið er aðeins eftir leyfi Síldarútvegsnefndar um að söltun megi hefjast. . Fjöldi fólks kemur hingað á hverjum degi vegna síldarvinn- unnar, en stúlkurnar munu þó yfirleitt bíða eftir því að söltun hefjist áður en þær koma. Mikið af síldinni sem berst hingað virðist vera góð til sölt- unar. Er það síldin af norður- svæðinu, en síldin' af austur- svæðinu er meira blönduð. Framhald á bls. 23. Myndina tók Björn Pálsson, flugmaður, er Hafrún IS 400 kom til Siglufjarðar í gær drekkhlaðin með 1700 mál af síld. I brú- arglu&ga er skipstjórinn, Benedikt Ágústsson. Sama verð og s/. sumar greitt nú fyrir síldina VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur ákveðið, að greitt skuli sama verð og s.l. sumar fyrir síld til söltunar og frysting- ar, eða kr. 220 krónur fyrir upp- mælda tunnu og 298 krónur fyr- i uppsaltaða tunnu. í fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu barst í gær frá Verð- lagsráði sjávarútvegsins segir: „Ýtarlegar umræður hafa far- ið fram í ráðinu s.l. þrjá daga um verð fersksíldar til söltunar norðanlands og austan í sumar. Athugun ráðsins og umræður hafa leitt í ljós að litilsháttar Síldar vart við Kolbeinsey í gœr L'itil veiði var / gærdag VEÐUR var óhagstætt á miðun um fyrir vestan Langanes í gær, en var betra suður með. Lítið varð vart síldar í gærdag, en þó var hennar vart 20 mílur austur af Kolbeinsey. Síldin þar var siygg og náðist ekki. Þau skip, sem vitað er að hafi fengið afla eftir kl. 7 í gærmorg un og til kl. 10 í gærkvöldi eru þessi: 50 þúsundosti gesturinn verð- ur heiðroður NÚ um helgina, föstudag, laug- ardag eða sunnudag, kemur 50 þúsundasti gesturinn i Sjálfstæðis ishúsið frá því að opnað var að nýju í nóvemibermánuði sl. efir hinar miklu breyingar, sem gerð- ar voru á veitingahúsnu. Sjálfstæðishúsið mun í þessu tilefni heiðra 50 þúsundasta gest- inn með því að afhenda honum eitt þúsund krónur í peningum, auk þess sem hann nýtur allra veitinga á kostnað hússins. Húsið verður opið að venju í kvöld, laugardags- og sunnudags- kvöld frá kl. 7. Hljómsveit Jóns Möller og söngkonan Guðrún Ftedriksen skemmta. Dansað verður til kl. 1 eftir miðnætti fóstudags- og laugardagskvöld. Leifur Eiríksson 550 mál, Bald ur 400, Gullborg 500, Pétur Jóns son 450, Hafþór RE 500, Leó 450, Sigurpáll 450, Hrönn II 300, Andri 350, Ársæll Sigurðsson 600, I -iðrún 350. Þessi skip fóru flest með síldina til Raufarhafnar. Helga RE fór til Siglufjarðar með 750 mál. Jón Garðar með bilaða vél VELARBILUN varð í gær hjá síldveiðibátnum Jóni Garðari frá Garði, er hann var staddur um 20 sjómílur frá Kolbeinsey. Annar síldveiðibátur, Sigurður Bjarnason, reynir að draga Jón Garðar til hafnar, líkiega Akur- eyrar. hækkun hafi orðið á söluverðl síldar. til útflutnings miðað við s.l. ár, en hins vegar hefir kaup- gjald, tunnuverð, sykur og fleira hækkað til muna á sama tíma. Samkomulag varð í ráðinu um að greitt skuli sama verð fyrir fersksíld til söltunar og frysting ar og s.l. sumar, það er: Síld til söltunar: Kr. 220,00 fyrir uppmælda tunnu, -120 lítrar. Kr. 298,00 fyrir uppsaltaða tunnu (með 3 lögum í hring), Síld til heilfrystingar: Hver uppmæld tunna (120 lítr- ar) kr. 220,00“. Somið við verkakonur SAMNINGAR tókust í gær- kvöldi milli verkakvennafé- laganna Framsóknar í Reykja vík og Framtíðarinnar í Hafn- arfirði annars vegar og Vinnu veitendasambands íslands og Vinnuveitendafélags Hafnar- fjarðar hins vegar. Aðalatriði samninganna eru 7)4% almenn launahækkun og einnig munu hafa orðið einhverjar tilfærslur milli launaflokka. Samningum um ákvæðis- vinnu við síldarsöltun var frestað. Félögin gerðu samningana með tilskildu samþykki félags funda. Verður að greiða tœpa hálfa millj. Seyðisfirði, 27. júní. SÍÐDEGIS í dag var kveðinn upp dómur í máli Allan Woods, skip- stjóra á togaranum Dorade frá North Shields, sem staðinn var að ólöglegum veiðum í Lónsbugt aðfaranótt miðvikudags. Skipstjórinn hlaut 260 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri voru metin á 180 þúsund krónur og afli 32 þúsund krónur. Dóminum hefur skipstjórinn áfrýjað til Hæstaréttar. Mun tog- arinn láta héðan úr höfn strax og tryggingin hefur verið sett fyrir greiðslu sektarinnar. — Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.