Morgunblaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 12
1« MORGV1SBLAÐIÐ Fðstudagur 5. júlí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. ÍJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðaJstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. LAUN OPINBERRA STARFSMANNA 17'jaradómur hefur nú lokið störfum sínum og ákveð- ið laun opinberra starfs- manna. Hér er um að ræða víðtæka endurskoðun á launa kjörum starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana í samræmi við hin nýju lög, sem Við- reisnarstjórnin beitti sér fyr- ir að sett voru í þessu efni. Starf kjaradóms hefur ver- ið mjög víðtækt, en þó greiddi það mjög fyrir að samkomu- lag hafði náðzt milli ríkisins og starfsmanna þess um gkip- un \ flokka og einnig lá fyrir, að báðir aðilar töldu nauð- synlegt að hækka mest þá, sem helztu ábyrgðarstörfum gegna. Sjálfsagt eru ekki allir á- nægðir með niðurstöðu kjara dóms, enda verða aldrei fundnar reglur, sem ekki er hægt að gagnrýna að ein- hverju leyti. í meginatriðum er niðurstaða dómsins hins vegar í samræmi við þær skoðanir, sem fram hafa kom- ið, bæði í blöðum stjórnar- flokkanna hg stjórnarandstöð unnar, þar sem bent hefur verið á nauðsyn þess að veita opinberum starfsmönnum verulegar kjarabætur, þar sem þeir hafa dregizt aftur úr á undanförnum árum. Hér er því í raun réttri um að ræða réttláta leiðréttingu, enda bendir kjaradómur á, að hann hafi tekið tillit til kaup- hækkana að undanförnu, þar á meðal 7%% hækkunarinn- ar, sem verkalýðsfélögin fengu fyrir skemmstu. Með hliðsjón af þessum staðreyndum ætti að mega gera ráð fyrir, að sæmileg eining ríki um það, að niður- staða kjaradóms sé réttmæt og aðrar stéttir geti ekki byggt kröfur á því, að opin- berir starfsmenn hafi fengið launahækkanir, því að þar sé um réttmæta samræmingu að ræða. Þess er þá einnig að gæta, að ýmsir opinberir starfs- menn hafa fengið marghátt- aðar aukagreiðslur, þar sem ógjörlegt var að halda þeim í stöðum sínum, án þess að bæta þeim launin. Nú þarf að nota tækifærið til þess að draga úr slíkum greiðslum og afnema þær sem víðast, enda er það til vansæmdar að leit- ast við'að dylja tekjur æðstu embættismanna, og býður spillingunni heim. KERFISBUNDIÐ STARFSMAT 17ið ákvörðun kjara opin- * berra starfsmanna hefur að sjálfsögðu orðið að leggja mat á hin einstöku störf. Þar hefur orðið að taka tillit til andlegrar og líkamlegrar á- reynslu, ábyrgðar, menntun- ar o.s.frv. Slíkt mat er að sjálf sögðu líka hægt að leggja á störf annarra en þeirra, sem hjá ríkinu vinna, þótt auðvit- að sé aldrei hægt að finna neinn algildan sannleika í þessum efnum, fremur en svo mörgum öðrum. Slíkt kerfisbundið starfs- mat hefur verið tekið upp í nokkrum nágrannalandanna, og hér hefur líka lítillega ver- ið um það rætt, og meðal annars skrifaði Sveinn Björns son, verkfræðingur, fram- kvæmdastjóri Iðnaðarmála- stofnunar íslands, grein um það í tímaritið Iðnaðarmál. Hann benti þar á þætti, sem taka þarf tillit til og nefnir til dæmis menntun, reynslu, frumkvæði, líkamlega á- reynslu, andlega áreynslu, sjónbeitingu, ábyrgð á tækj- um og vélum, ábyrgð á efni og vörum, ábyrgð á trúnaðar- upplýsingum, ábyrgð á skýrsl um og skjölum, vinnuskilyrði og slysahættu. Hann rekur einnig mismunandi aðferðir, sem notaðar eru við kerfis- bundið starfsmat og í niður- lagsorðum segir hann m.a.: „Auk þess að hafa í för með sér réttlátari launaskipt- ingu en ella, má fullyrða, að einn af fylgifiskum starfs- matsins sé hvatning til ein- staklingsins til þess að auka á kunnáttu sína og starfs- hæfni. Nú getum við fengið að vita hvaða kröfur fylgja einstökum störfum og jafn- framt að meiri starfskröfum fylgi betri laun. Þannig gæti duglegum einstaklingum opn- azt ný leið til kjarabóta, sem gæti orðið góð tilbreyting frá hinni hefðbundnu kjarabar- áttu. Ekki væri óhugsandi heldur að nákvæmar starfs- lýsingar mundu leiða til ráð- stafanna af hálfu fyrirtækja til þess að bæta skipulag og verkaskiptingu starfsfólks. Væri þetta allt að sjálfsögðu góðra gjalda vert.“ í samræmi við ósk ríkis- stjórnarinnar hafa vinnuveit- endur og verkalýðssamtök fallizt á að vinna til 15. októ- ber að rannsókn á því, hve Fornminjar á sjávarbotni ÞAÐ bar til tíðinda hinn sjö- unda dag júnímánaðar árið 1692 að um tveir þriðju hlutar sjó- ræningjaborgarinnar Port .Roy- al á eynni Jamaica sukku í jörð af völdum jarðskjálfta. Sjór óð yfir mikinn hluta borgarinnar og tvö þúsund manns misstu lífið í óförum þessum. Skip sukku í höfninni. 1 þau tvö hundruð og sjötíu ár, sem síðan eru - liðin, hafa minjar þessa atburðar legið grafn á hafsbotni undir þykku leirlagi. Þessi paradís sjóræningjanna hef ur legið ósnert í djúpi hafsins sem hulin ráðgáta. En nú hafa froskmenn nútímans, vatnslungu og elektrónur ráðið gátu hennar. Bandaríski uppfinningarmaður- inn og vísindamaðurinn Edwin Link, hefur vakið upp ólgandi líf hinnar gömlu borgar. Eftir ná kvæmar rannsóknir á botni sjáv arins, haifa' Link og froskmenn hans grafið upp ýmsa fjársjóði hinnar öldnu borgar. Á tíu vik- um grófu þeir upp kastala, eld- hús og verzlunarhús og gerðu á þeim ítarlegar rannsóknir. Meðal hinna mörgu mynda, sem fundist hafa af sautjándu aldar lífinu í Port Royal, eru leirpípur, vínflöskur úr gleri, diskar og bollar úr tini og blýi, sem geymzt hafa næsta óskemmd ir undir leirlaginu á botni sjáv- arins. Með nýjum aðferðum og frábærum árangri tókst leiðang- ursmönnum að vinna svo úr verk efninu, að ljóslega mátti greina lifnaðarháttu þeirra, sem bjuggu á Jamaica þegar jarðskjálftinn gekk yfir. Leiðangursmerin fundu undir- stöður rnargra bygginga og stein hellur í strætum láu nær óhagg- aðar á sjávarbotninum; allt hjálpaði þetta til að draga upp mynd af Port Royal eins og hún var fyrir meira en tvö hundruð árum. launahækkanir geti verið miklar, og jafnframt verður þá að meta, hve mikla hlut- deild í heildartekjunum hver einstök stétt eigi að fá. Þá verða menn að horfast í augu við þá staðreynd, að kjarabar- áttan, eins og hún hefur hér verið rekin, hefur í raun réttri verið barátta milli hinna einstöku launastétta, þar sem hækkuð laun einnar heildar leiddu itil lækkaðra launa annarra. Hér er þess vegna að því komið, að nauðsynlegt verður að -finna eitthvert hlutfall milli launa hinna einstöku starfshópa, á svipaðan veg og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gerði og síðan var samið um við ríkisvaldið. Hér er um að ræða mjög mikil- vægt verkefni, sem Alþýðu- sambandið á að beita sér fyr- ir og leitast við að semja um við vinnuveitendur, ef það vill gegna vel þeirri frum- skyldu sinni að gæta hags launþega. Sveinn Björnsson bendir á það í grein sinni, að Iðnaðar- málastofnunin hafi upplýs- ingar um þessi mál, og ættu þeir, sem um þau fjalla að kynna sér þær raekilega. Á 17. öld tókst að bjarga ýms- um hlutum úr sokknum skipum, en köfunaraðferðir þá voru mjög frumstæðar miðað við tækni nú tímans. Á myndinni sést köf- unarklukka á leið niður að sokknu skipi á 17. öld. Samkvæmt skrifum þeirra, sem lifðu af jarðskjálftanum, ber flestum saman um dagsetningu atburðarins. En hvergi kom fram á hvaða tíma dagsins slysið vildi til. Þessu hefur Edwin Link og leiðangursmönnum hans tekizt að ráða fram úr. Meðan á greftin- um stóð, varð einn froskmaður- inn var við torkennilegan hlut, sem hulinn var kóralskorpu. Við nánari rannsókn kom í ljós und- ir kóralskorpunni skínandi fall- egt látúnsúr. Rómversku tölustaf irnir á skífunni voru mjög greini legir og inni í úrinu var hið fín- gerða látúnsverk þess jafn hreint og ósnortið og daginn sem það sogaðist niður í sjóinn, í vasa drukknandi manns. En vísana vantaði. Þegar röntgenmynd hafði verið tekin af kóralskel- inni, sem umlukið hafði úrið og legið þétt upp að skífunni, sáust dauf för eftir vísa. Klukk una vantaði sautjári mínútur í London, 26. júní (AP). Samtökin, sem berjast fyrir jafnrétti blökkumanna við hvíta menn, skýra frá þvi í dag, að 47 brezkir leikritahöfundar, þar á meðal margir heimsþekktir, hafi, ásamt bandariska rithöf- undinum, Arthur Miller, álkveðið að verk þeirra verði ekki leikin í leikhúsum, sem banna blökku- mönnum aðgang. Meðal brezku rithöfundanna 47 ,eru t.d. John Osborne, Samu- el Beckett, J. B. Pnestley, Gra- ham Green og Arnoid Wesker. Hafa rithöfundarmr gefið um- boðsmönnum sínum fyrirmæli um að gera ekki samninga við leikhús, sem útiloki blökkumenn frá leiksýningu. í tilkynningu frá rithöfundun- tólf, það var þá, sem ólánið dundi yfir 1692. Með tilkomu vatnslungans hef ur mönnum gefizt tækifæri til þess að kanna dýpi sjávarina betur en nokkru sinni fyrr i veraldarsögunni. Fyrir tilstilli þess hefur mönnum orðið kleift að grafa upp týnda fjársjóði úr botni sjávarins. Á hverju ári finnast nýjar gersemar í hafinu og eiga þátt í að fylla upp í eyð- irr veraldarsögunnar. Hinar fjölmörgu neðansjávar- rannsóknir Cousteaus í Mið- jarðarhafinu og Eyjahafinu hafa leitt í ljós ýmsar mikilvægar upp lýsingar varðandi kaupferðir Grikkja og Rómverja fyrr á tím- um. Skip sukku oft í óveðrum á þessari leið og hafa fundizt úr þeim ýmsir -hlutir t.d. vín- og olíukrukkur. Allar eru krukk- urnar merktar og gefa merkin til kynna, hvar vínið og olían voru framleidd, og fundizt hafa skipsdagbækur skráðar í stein, og gefa þær til kynna hvert ferð inni var heitið. Nýlega fannst skip á hafsbotnl út af Gelidonyahöfða við suð- vesturströnd Tyrklands og við rannsókn kom í ljós, að þetta var vöruflutningaskip frá árinu 1200 f.Kr! Margs konar leifar hafa fundizt úr farmi þess, að- allega koparstengur og brot úr bronzvarningi. Hafa menn gizk- að á, að skipið hafi verið að flytja brotamálm, þegar það sökk. Þá hafa fundizt úr skipi þessu brot úr leirmunum, lyfja- viktir, krystallar, lampar o.fl, Lítið var eftir af skipinu sjálfu, en vísindamenn telja, að það hafi verið um 25-30 fet á lengd. í fyrra fannst skip á þessum slóðum sém er frá 8. öld f. Kr. Skrokkur þess og möstur voru þakin kóralskorpu, og nú sem fyrr unnu kórallarnir þarft verk og geymdu skipið vel allan þenn- an tíma. ið rannsókn voru færð- ar fram sannanir á því, að lýs- ingar Hómers í Illionskviðu á skipum, sem byggð voru fyrir umsátrið á Troju á þrettándu öld f.Kr., stóðu nákvæmlega heima. Vatnslungu Cousteaus og elek- trónutækni nútímans hafa opnað nýjar leiðir á sviði sagnfræð- innar. Sagnfræðinga framtíðar- innar bíður merkilegt og spenn- andi hlutverk — í hinu ókann- aða og dularfulla dýpi sjávarins. (Eftir Lynn Poole, Th« Johns Hopkins University um segir, að þeir hafi stigið pelta sxvj.el tn þess að iysa anauó smm á kyriþáuamisretti og sam- uo meo peun ritnoiundum í S- u.iriKu, er noa vegna orettiauar ioggjaiar. KutVail' UG litAK sEMJA iscirut, ZH. juiu UVííjl.). LÍBAi\ Ui\ -tíLiAtJix) A1 Anour hetur þad eitir areíoantegum heinuiaum i Kuwait að tekizt hafi samningar milli rikis- stjórnanna í Kuwait og Irak um innbyrðisdeilur landanna. Samkvæmt samningunum leggur Kuwait fram sem svar ar 1200 milljónum ísl. kr. til uppbyggingar í írak og lánar Írak auk þess tvöfalda þá upp hæð. Leikhús, sem útiloko blökkumenn, iú ekki uð sýnu leikiit 48 höfundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.