Morgunblaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 17
VOTtCVlSBL 4 Ð1Ð 17 %■ Dansinn er mití mesta yndi - segir Sesselja Hansdóttir, sjötug i dag REYKJAVÍKURBARNIÐ Sess elja Hansdóttir er kát og hress í viðmóti og nýtur lífsins, þó aldurstalan sé farin að hækka. Við spjölluðum við hana stund- arkorn i gær á heimili sonar hennar, Ásgarði 51, og hún sagði Okkur frá bví hvað lífið hefði verið skemmtilegt í gamla daga, og væri raunar enn. Og hún sýndi okkur myndir af skyldfólki sínu, gamlar myndir af dansandi krökkum, og fallegan smábarna- fatnað, sem hún heklar, til þess að sitja ekki auðum höndum. Sesselja Hansdóttir verður sjöt tig í dag og hún ber aldurinn vel, enda semur henni vel við lífið og tilveruna. „Það var svo dásamlegt í gamla daga, þegar við krakkarn- ir vorum að leika okkur og dansa. Skelfing hefur allt breytzt, frá því þegar ég var að alast upp; nú íá allir að læra að dansa, í þá daga var það erfið- leikum háð.“ „Ég hef heyrt þér hafið verið léttar á fæti í meira lagi á yngri árum.“ „Já, já. Ég var ekkert fyrir það að stoppa í sokka og bæta bót, eins og gamla fólkið ætlaðist til að allar stúlkur gerðu. Ég lærði að dansa hjá frú Stefaníu Guðmundsdótlur og um skeið kenndi ég dans í Bárunni, sem ivo var nefnd, en var síðar kall- að KR-húsið. Ég var þá um tvít- ugt. Þar var oft fjör á ferðum, og allraskemmtilegust voru loka- böllin. Þá skemmtu allir sér án víns. — Ég kenndi aðallega þjóð- dansa og þá var, eins og nú, skortur á strákum, sem vildu læra að dansa, og varð ég oft að hafa stelpur í strákafötum. Einnig hef ég alltaf haft af- skaplega gaman af söng, söng 1 báðum kirkjukórunum og ein- söng og tvísöng í stúkunni. Ég hef alltaí verið mikið fyrir fé- lagsskap. Ég var einn af stofn- endum Hvatar og starfáði í því félagi, og í tuttugu ár hef ég verið í tombólunefnd Slysavarn- arfélagsins.“ „Þér eruð fædd og uppalin hér í Reykjavík." „Já, ég er fædd á Klapparstígn um í Hansbæ sem kallaður er, o; stendur nú hálfur. Foreldrar mínir voru Hans Adolf Guð- mundsson, trésmiður, og Helga Hjartardóttir. Faðir minn lézt þegar ég var ársgömul og ólst ég upp hjá Hermanni Guðmunds- syni og Kristínu Magnúsdóttur. Bróðir minn, Hjört-ur Hansson, Sesselja Hansdóttir stórkaupmaður, sem andaðist fyrir skömmu, ólst hinsvegar upp með móður minni. Hún var afar heilsulítil um það leyti sem ég fæddist, og andaðist á fermingar- daginn minn. Maðurinn minn hét Jón Jóns- son og var frá Fuglavík á Suður- nesjum. Hann var vélstj. og eign uðumst við þrjú börn. Tvö þeirra komust á legg, Hans Adolf og Magnús, sem ég hef alltaf fylgt. Ég á nú 12 yndisleg barnabörn, elztur er Jón Halldór Magnús- son, sem er mér afskaplega hjart kær, enda fékk ég hann í faðm- inn þegar maðurinn minn dó ef ég má komast svo að orði. Hann ber nafn manns míns og stundar nú lögfræðinám við Háskólann. Ég hef fylgt öllum barnabörn- unum mínum á dansæfingar í tuttugu ár. Þau hafa lært að dansa hjá Rigmor Hansan, þar Bindindisfélag íslenzkra kennara Aðalfundur Bindindisfélags ís- lenzkra kennara var haldinn í Melaskólanum í Reykjavík, sunnudaginn 16. júní sl. Félagið nýtur styrks frá Áfeng isvarnaráði, sem gerir því kleift að vinna að vissum framkvæmd- um, einkum útgáfumálum. Blað félagsins, MAGNI, kom út eins og fyrr og var sent öllum kennur- um á barna. og unglingafræðslu- stigL VINNUBÓK félagsins, varðandi bindindisfræðslu, kom út í annarri útgáfu, aukin og endurbætt, og verður framvegis dreift út, skv. pöntunum, með námsbókum ríkisútgáfunnar. Gef ið var út _ fræðsluritið HVAÐ FINNST ÞÉR?, og verður sent öllum 14 ára drengjum í skólum landsins í haust. Loks vann fé- lagið töluvért að söfnun og út- gáfu bindindislesefnis fyrir börn og unglinga. Ein ritgerðasamkeppni fór fram á vegum félagsins í Kenn- araskóla íslands. Ritgerðarefnið var: ÁFENGIÐ OG VÉLVÆÐ- ING NÚTÍMANS. Ein verðlaun voru veitt, kr. 500.00, og auk þess góð bók. Verðlaunin hlaut Þórir Jónsson í Stúdentadeild skólans. Þá átti félagsstjórnin frum- kvæði að því að fá tvo kunna ræðumenn til þess að flytja er- in.di um áfengisvandamálið í Kennaraskóla íslands. Menn þessir voru Helgi Ingvarsson, yfirlæknir, og Pétur Sigurðsson, til í vetur hún hætti að kenna. Ég var ekki nema fimm ára þeg- ar ég lærði sporið og enn dansa ég, ef mér er boðið í dans, en auðvitað bara gömlu dansana. Ég fer oft með Magnúsi á árshátíð strætisvagnabílstjóra, en hann hefur í mörg ár keyrt strætis- vagn.“ „En þér fáist við hannyrðir, þó þér séuð mótfallnar sokka- stagi?“ „Já, ég hef alltaf haft gaman af að hekla og selt alltaf meira og minna af hannyrðum mínum. Sal an hefur svolítið minnkað eftir að ég fiuttist úr Miðbænum, en ég átti í 65 ár heima á Smiðju- stíg 9. Eftir að ég fór þaðan hef ég dregizt svolítið út úr félags- lífnu, því það er svo langt að fara á fund og þess háttar. Ég var svo óheppin í vetur að hand- leggsbrjóta mig og er ég ekki orð in jafngóð í handleggnum, og á óhægara með að fást við hann- yrðir en áður. En allan þann myndarskap, sem ég hef til að bera, má ég þakka að ég var í vist hjá frú Kristólínu Kragh, hárgreiðslumeistara, í nokkur ár, og sú vist var mér sem bezti hús- mæðraskóli." Þegar hér var komið samtalinu hljóp Sesselja niður og kom að vörmu spori upp aftur með kaffi og kökur. „Það dugar ekki að láta gestinn sitja án þess að fá vott eða þurrt,“ sagði hún. „Hún tengdadóttir mín hefur haft nóg að gera upp á síðkastið við að baka og þess háttar. Það koma alltaf margir að heilsa upp á mig á afmælum mínum og það er yndislegt að hitta gömlu kunn- ingjana og eiga með þeim ánægju stund.“ Hg. ritstjóri. Voru erindi þeirra hin merkustu. Á fundinum voru rædd ýmis framtíðarmál, sem vinna þarf ötullega að á næstunni. Stjórn félagsins skipa nú: Sig- urður Gunnarsson, form., Marinó Stefánsson, ritari, Kristinn Gísla son, gjaldkeri, Helgi Þorláksson og Ólafur Þ. Kristjánsson. Nýtt félagsheim- ili á Hvamms- tanga Hvammstanga, 2. júlí. VORIÐ var fremur kalt, en sauð- burður gekk vel, grasspretta er víðast orðin sæmileg og sums staðar góð. Á nokkrum bæjum er sláttur þegar hafinn, en al- menn mun hann byrja seinnipart þessarar viku. Mikið er um byggingarfram- kvæmdir hér í sýslu. Bygging félagsheimilis er hafin á Hvamms tanga, standa að henni Hvamms- tangahreppur og Kirkjuhvamms- hreppur, ásamt nokkrum félögum í báðum hreppum. Ráðgert er að gera húsið fokhelt fyrir haustið. Stækkun félagsheimilis að Laug- arbakka er hafin og unnið er við félagsheimilið í Víðihlíð. Nokkur íbúðarhús og útihús eru í smíðum í sýslunni. Unnið er áfram við slátur- og frystihús, Verzl. Sig. Pálmasonar og er ráðgert að það verði fullbúið fyrir sláturtíð næsta haust. Skortur er á vinnu- afli svo umræddar framkvæmdir ganga seinna en æskilegt væri. — str. Þórarinn G. Jónsson ÞÓRARINN Guðmundur Jónsson i bóndi á Fossi, Skaga lézt af slys- förum 14. þessa mánaðar. Hann var fæddur að Brúarlandi. Höfða- kaupstað (Skagaströnd) 9. janúar 1915, sonur Jóns Bjarnasonar sjó manns. Jón var þekktur sjósókn- ari og aflamaður á Skagaströnd, og Ólínu Sigurðardóttur, Ijós- móður. Ólína var annáluð dugn- aðarkona í sínu starfi. Þórarinn var sjómaður mikinn hluta ævi sinnar og þótti afburða duglegur í því starfi, en fyrir 11 árum varð hann að hætta sjómennsku vegna lasleika sem olli því, að hann þoldi ekki sjóinn, festi hann þá kaup á jörðinni Foss á Skaga og hóf þar búskap. Þórarinn reyndist ekki síður dugandi við búskapinn en sjómennsku og' dreif búskap sinn af miklum dugnaði þrátt fyrir að mörgu leyti erfið skilyrði. Þórarinn var einn allra dugleg- asti og ósérhlíínasti maður, sem ég hef kynnzt og að mínum dómi um of þar sem hann var ekki ávallt heilsuhraustur. Hann var drengur góður og vildi allra vanda leysa, sem hann mátti. Ég hef ekki þekkt Þórarinn nema nokkur ár en er þakklátur fyrir þau kynni bæði við hann og hans góða heimili. Þórarinn giftist 18. júlí 1939 ágætri konu Körlu Berndsen frá Skagaströnd. Eignuðust þau 4 börn sem öll eru á lifi, þau eru; Hlöðver bóndi að Lágmúla, Skaga, Selma gift á Skagaströnd, Jónbjörn og Regína í heimahús- um. Þórarinn var burt kvaddur í blóma lífsins og að óloknu verki, er því söknuður mikill þeirra sem þekktu hann bezt og einkum Konu hans, börnum og öðrum skyldmennum. Bi8 ég þeim Gúðs blessunar frá fjölskyldu minni og öðrum sumargestum. Þórarinn var jarðsettur að Skagaströnd 22. þessa mánaðar við hátíðlega athöfn og mikið fjölmenni. Séra Pétur Ingjalds- son jarðsöng. Vilberg Guðmundssou, Avon hjólbarðar seldir og settir undir. HJÓIBAMA VIDGERÐIR MÚLA/Suðurlandsbraut. Sími 32960. Hvert sem lelðln liggui* r lotti á landl. Hringið í sínia 11730. — og leitið upplýsinga. Vátryggingalélagið Brunaútsölunni í Listamannaskálanum lýkur í kvöld Verzlunin Vogue

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.