Morgunblaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 22
22 kíORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 5. júlí 1963 IÞROTTAfRETTIR MORGOAIRLAÐSINS KR vann meistara Finniands 6-2 KR hafði heppnina með og eftir 17 mín. stóð 4-2 FINNLANDSMEISTARARNIR í knattspyrnu, liðið Haka, mætti bikarmeisturum KR í gærkvöldi og það varð ekki för til fjár fyrir Finnana. KR-ingar voru reglu- lega í essinu sínu — höfðu heppn ina með sér — og 6 urðu mörk þeirra gegn 2. Fyrri hálfleikur- inn var mjög líflegur og eftir 18 mínútur stóð 4—2 fyrir KR Fölk fékk því eitthvað fyrir pen- inga sína, mörk spennandi augna blik og hasar-keppni. jc Heppnin með KR-ingar hrósuðu heppni' í þessum leik Þeim tókst vel upp við markið og þeim tókst einnig vel að forða upplögðum sóknar- færum Finna, þótt stundum á síð ustu stund væri. jc fslenzkur svipur Finnska liðið leikur „typiska“ íslenzka knattspyrnu enda má telja þjóðirnar á líku stigi knatt- spyrnulega, .Finnarnir leika til- breytingalítið, með mjög hröðum leikkköflum, fá upplðgð tækifæri en tekst upp og ofan. Megin þunginn er á vallarmiðjunni eða alveg úti á köntum. Það er svo- kallað „pcrsition“-spil og sjaldan eða aldrei brugðið út af. Tækni Finnanna með knöttinn er mjög misjöfn eins og hjá okk- ur, einstaka mjög liðlegir leik- menn en aðrir mörgum gæða- flokkum neðar. Yfirleitt er spilið þannig að leikmenn missa knött- inn mjög gjarna langt frá sér og hafa lítið vald á honum, þess vegna er skammt á milli góðrar sóknar og naumrar varnar, alveg eins og hjá okkur M 5 r k i n Þetta var leikur margra marka og þau komu þétt í byrjun. jc Á 6. mín skora KR-ingar. Gunnar Felixsson leikur upp frá vallarmiðju að endamörkum, í varnarleikmann Finn og fór í markstöng og inn. Heppnismark það. jr Eftir 9 mín. skorar KR aftur. Gunnar Felixsson lék að enda- mörkum hægra megin, gaf fyrir fast með jörðu og markvörður- inn sem hafði færi á fyrirgjöf- inni missti af henni og Ellert fékk knöttinn. Hann „sneiddi“ hann fallega og hugðist gefa fyrir, en knötturinn hafnaði í netinu í fjar lægara horni. Klauflegt hjá mark verði. jf Á 11. mín. tekst Finnum vel upp. Esko Malm v. innh. á fast og gott skot af 30—35 m færi. Gísli markv. er seinn að kasta sér og knötturinn smýgur undir hann í netið. jt Mínútu síðar bæta KR-ingar marki við. Þórólfur áttan allan undirbúning marksins, einlék frá miðju og vippaði lúmskt til Ellerts er hann nálgaðist vörn- ina. Ellert var óvaldaður og skor- aði örugglega. ★ Á 16. mín. minnka Finnar aft ur bilið. Það kemur langskot frá Matti Pitko v. útherja frá ysta horni vítateigs. Gísli teygði sig en var þungur og knötturinn sveif yfir hann og í fjarlægara horn 3—2. jc Mínútu síðar skora KR-ingar 4. mark sitt. Þórólfur hóf upp- hlaupið, lék að vítateig og skaut föstu skoti, Finnski markvörður- inn hálfvarði en hélt ekki knett- inum og Gunnar Felixsson kom aðvífandi og skoraði auðveldlega. ★ Á 36. mín. eykur KR enn for- ystuna. Ellert sendi laglega til Gunnars Felixssonar, sem' lék að marki, lék á markvörðinn og skoraði í autt markið. Þannig var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var að mikl- um mun finnskur en þó áttu Finn ar ekki oþin tækifseri utan það sem KR-ingar sköpuðu með eing- Annað mark Ellert skorar yfir markvörð fyrirgjöf Gunnari Felixssyni. •kaut fyrir markið, skotið kom in klaufaskap. Það kom þó aldrei að sök því Finnar, einkum miðju tríóið, fýlgdu illa eftir. ★ Eina mark hálfleiksins skor aði KR er 2 mín. voru til leiks- loka. Sigþór átti skot eftir lag- legt upphlaup af 15 m færi. Mark vörðurinn háifvarði og lá kylli- flatur við. Þórólfur fylgdi vel eftir, kom á fleygiferð og rak rétta endahnútinn á upphlaupið. Finnska liðið er misjafnt að gæðum. Beztir eru v. úth. Pitko og v. innh. Malm. Margir aðrir áttu góða leikkafla en mistókst í önnur skipti Skemmtlegt er að sjá hversu frísklegir Finnarnir eru, sýnilega í góðri þjálfun lík- amlega eins og raunin er með flesta finnska íþróttamenn. KR-liðið átti góðan leik en fagn aði að auki mikilli heppni í byrj un. Afgerandi var hversu KR ingar voru ákveðnari og ákafari og unnu fleiri einvígi. Þórólfur Beck gerbreytti KR framlínunni. Hann vann ákaflega vel en var ekki eigingjarn. En leikur hans og nærvera tvíefldi hina. Framverðirnir léku helzt til aftarlega og það var megin orsök langvarandi sóknar Finna i síðari hálfleik. — A. St. Þórólfur skallar að marki og markvörður finnska liðsins ver naumlega. — Myndir Sv. Þormóðss. Valsmenn fóru í keppnisför til Noregs Sveinn Þormóðsson lætur þá veifa til á miðvikudagskvöldið. — ykkar hér. Körfulmattlelksfréitir af erlendum vettvangi FUNDUR miðstjórnar Alþjóða- körfuknattleikssambandsins, FI BA, var haldinn í Rio de Janeiro dagana 16. —18. maí sl. Samkv. skýrslu aðalritarans, Mr. R. Williams Jones, voru með limir FIBA á þinginu í Róm árið 1960, samtals 86, en eru nú orðnir samtals 109. Mun FIBA því orð- in eitthvert fjölmennasta íþrótta samband í heiminum í dag. Samþykkt var á þinginu að Körfuknattleikssamband Philips eyja, greiði 2000 dollara í sekt, vegna þess að nokkrum kepp- endum í heimsmeistarakeppni körfuknattleik, sem átti að fara fram í Manilla, var neitað um vegabréfsáritun. Flytja varð mót ið til Rio de Janeiro. Þátttökurétt í körfuknattleik á Olympíuleikunum í Tókíó hafa eftirtalin körfuknattleikssam- bönd: Bandaríkin, Sovtéríkin, Brazilía, Ítalía, Tékkóslóvakía, Júgóslavía, Pólland og Uruguay. Ennfremur Japan, sem heldur leikina. Þátttökurétt með sérstakri keppni fá eftirtalin lið: Úr Pan-Amerícanleikjunum 1963 — Puerto Rico og Perú. ’ Tvö efstu liðin úr keppni Ev* rópuliða, sem haldin verður snemma á órinu 1964. Sigurvegari úr II. meistara- keppni Afríku, sem haldin verð- ur í Karthoum, Súdan, snemma á órinu 1964. Tvö sæti, sem eftir eru, ákveð ist á sérstöku úrtökumóti, sem haldið verður í Yokohama, skömmu fyrir Olympíuleikana. IV. heimsmeistarakeppni kvenna verður haldin í Perú í marz 1964. V. heimsmeistarakeppni karla verður haldin í Uruguay 1966. V. heimmeistarakeppni kvenna verður haldin í Tékkóslóvakíu órið 1967. Meistarakeppni Suður-Amer- íku, sem haldin var í Lima, Perú, varð að halda á útileikvelli, sem tók 25 þús. áhorfendur. Uppselt var á alla leikina. Vinsældir körfuknattleiks fara stöðugt vaxandi á austurströnd Kanada og á Nova Scotia. Er nú svo komið að aðsókn á körfu- knattleikskeppni er orðin meiri, heldur en á íshokkey, sem þó hefir verið talÍD þjóðaríþrótt Kanadamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.