Morgunblaðið - 06.07.1963, Page 2

Morgunblaðið - 06.07.1963, Page 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 6. júlí 1963 Norðmennirnir Gustav Norland fylkisdýralaeknir og forstöffu- maffur sauðfjártilraunabús, og Paul Moberg ríkisráðunautur um saufffjárrækt. íslendingar og Norð- menn upphafsmenn afkvæmarannsókna kvikfjár UNDANFARIÐ hafa dvalið hér Norðmenn í þeim tilgangi að kynna sér sauðfjárrækt og rann sóknir á sauðfjársjúkdómum. Þeir komu hingað 23. júní og hafa ferðast um landið og komið á fjölda bóndabæja, tilraunabú og bændaskóla og haft samband við tilraunastöðina á Keldum og hefur Pétur Gunnarsson, deild- arstjóri landbúnaðardeildar At- vinnudeildarinnar farið með þeim mikið um landið. Fyrsta spurning, sem við lögð- um fyrir þá félaga, er við hitt- um þá að máli, var hvort í Nor- egi væri sömu kindastofnar og hér. Moberg sagði að í Noregi væru fjölmárgar tegundir kvik- fjár. Ein sérstök tegund, sem nefnist „spessau“ væri sama kindin og hér. — Við höfum einnig verið að vinna að rækt- im á þessari kind, en teljum ár- angurinn sé betri hér, þ.e.a.s. hvað kjötmagn snertir, bætti hann við. En þess ber að geta að ýmsar aðrar kvikfjártegund- ir í Noregi eru komnar lengra. Annars þekkjum við Norðmenn Islenzka lambakjötið vel, því við höfum flutt inn mikið af ís- lenzku saltkjöti, sem okkur þyk- ir mjög gott. — Mitt aðalverkefni í íslands- ferðiniii var að kynnast kynbót- um á íslandi, sagði Moberg enn- fremur. Og ég hefi fengið góðar upplýsingar um viðfangsefni og vinnubrögð á því sviði hjá At- vinnudeildinni og Búnaðarfélag- inu. Við höfum einnig fóðurrann- sóknir og afkvæmarannsóknir kvikfjárs. En afkvæmarannsókn- ir eru varla stundaðar annars staðar í heiminum en í þessum tveimur löndum. íslendingar og Norðmenn hafa hafið þetta starf og því höfum við ákaflega mik- inn áhuga á samvinnu á þessu •viði, þó við beitum ekki í ölium sömu aðferðum. Ég hefi því haft mikið faglegt gagn af ferðinni. Öfundum ykkur &' Keldnastöðinni Gustav Norland sagði að sitt erindi hefði verið að fræðast al- mennt um kvikfjársjúkdóma á íslandi, því að mörgu leyti býr féð við sömu skilyrði hér og í Noregi. Hvað sjúkdóma snertir, þá hötfum við fleiri kvikfjársjúk- dóma, m.a. ýmsa sjúkdóma sem berast með snýkjudýrum, sem þið hafið ekki hér. — Hvað um mæðiveiki og garnaveiki — Mæðiveiki er ekki í Noregi, en eitt af aðalverkefnum mín- um var einmitt að kynnast að- ferðum hér í baráttunni gegn henni. En garnaveiki höfum við, þó ekki í kindum heldur geitum. — Ég hefi komið -í tiLrauna- stöðina á Keldum og fengið að kynnast ofurlítið sjúkdómunum, sem þeir eru að vinna á móti þar og aðferðunum sem þeir beita. Og það vil ég fullyrða, að þar eigið þið íslendingar af- bragðsstofnun, sem við getum öf- undað ykkur af. Þar er líka af- bragðs starfslið, sem hefur tekið mér af frábærri gestrisni og þar hefi ég fengið margar nýjar hug- myndir og viðfangsefni til að snúa mér að þegar ég kem heim. Ég vona að það verði ekki í síðasta skipti sem ég fæ tæki- færi til að koma. Báðir luku Norðmennirnir miklu lofsorði á þá gestrisni sem þeir hefðu orðið aðnjótandi og hjálpsemi þeirra sem þeir hefðu átt skipti við. Og að lokum bættu þeir við: — Norðmaður með of- urlítinn sögulegan áhuga hetfur alltaf ánægju af að koma til ís- lands. Sögustaðir ykkar tilheyra okkar eigin sögu. Það er eins og fyrir pílagríma að koma til Mecca. Það hefur líka gert ferð- ina ánægjulega. Könnunarferðir tyrir ungt fólk ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur efnir til könnunarferða fyrir ungt fólk í sumar. Þar gefast tæki færi til margháttaðrar náttúru ■ skoðunar og útivistar undir leið- sögn hæfra manna. Seint í júlí er ráðgert grasa- söfnunar ferðalag í nágrenni Reykjavíkur og munu ungir stúdentar skipuleggja og stjórna því. Stúdentar þessir fóru nýlega til Englands og tóku þátt í líkum könnunarferðum þar á vegum Brathay Exploratión Group. 26. júlí — 9. ágúst verður farin fuglarannsóknarferð á Breiða- merkursand. Förin er farin í sam vinnu við hóp pilta frá Brathay Exploration Group í Englandi. Fimm íslenzkir piltar geta tekið þátt í förinni. 3. — 5. ágúst Rannsóknarferð í Jökuldæli í fylgd vísindamanna frá atvinnudeild Háskóla fslands. Ferðin er bæði fýrir stúlkur og pilta. 10. — 22. ágúst Jöklarannsókn- arferð að Langjökli. Sex íslenzkir piltar geta fengið að taka þátt í þessari ferð með álíka stórum hópi pilta frá Brathay Explora- tion Group. 11. ágúst Gönguferð á Bláfjöll og Hengil. Það eru skátafélögin í Reykjavík, sem efna til þessa ferðalags fyrir unglinga 12 ára og eldri, sem ekki eru skátar. Ferðin verður nánar auglýst í ágúst. Allar nánari upplýsingar um ferðir þessar eru gefnar á skrif- stofu Æskulýðsráðs að Lindar- götu 50, sími 159'37. Kjeld Philip Efnahagsmálaráðherra Dana ræddi efna- hagssamvinnu Evrópu í boði síldar- útvegsnefndar FIMM síldarkaupmenn frá Norð- urlönduim eru h.ér staddir og fóru í gær í boði síldarútvegs- nefndar norður í land. — Meðal þeirra er Kai Juuranbo, ræðis- maður í Helsinki. Með þeim fóru þrír meðlimir síldarútvegs- netfndar, þeir Sveinn Benedikts- son, Hannibal Vaidknarseon og Jón Skatftason. Náttúrufræðifélagið efnir til fjögurra fræðsluferða í sumar. Hin fyrsta var farin sunnudag- inn 26. maí. Var það jarðfræði- ferð um Hellisheiði, ölfus og Þrengsli. Meðal leiðbeinenda var Þorleifur Einarsson, sem hefur rannsakað jarðfræði þessa svæðis sérstaklega. Næsta ferð félagsins verður farin upp í Kollafjörð sunnudag- inn 7. júlí. Laxeldisstöðin í Kolla firði verður skoðuð undir leið- sögn Þórs Guðjónssonar, veiði- málastjóra. Að öðru leyti verður þetta grasafræðiferð og gefst þátt takendum kostur á að skoða gróð ur og safna plöntum á ýmiss kon- ar gróðurlendi. Meðal leiðbein- enda verða Eyþór Einarsson, Ing. ólfur Davíðsson og fleiri lærðir grasafræðingar. I þessa ferð verð ur lagt upp frá Búnaðarfélags- húsinu við Lækjargötu kl. 13.30 og komið aftur um kl. 19. Félags- menn mega taka með sér gesti að vild. Næsti borgar- stjórnarfundur í september BORGARSTJÖRN Reykjavík- ur samþykkti á fundi sínum í fyrrdag að fella niður síðari fund sinn í júlí og fundi í ágúst. Mun borgarstjórn því næst koma saman til fundar 6. september, en fundir hennar eru haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Meðan fundir borgarstjórnar liggja niðri mun borgarráð koma saman einu sinni í viku, en það heldur yfirleitt fundi tvisvar í hverri viku, og mun það auk reglulegra starfa sinna afgreiða til fullnaðar fund argerðir nefnda, sem nauðsyn- legt er, að afgreiðslu hljóti, en annars eru fundargerðir nefnda afgreiddar á fundum borgar- stjórnar. EFNAHAGSMÁLARÁÐHERRA Dana, dr. Kjeld Philip flutti í gær fyrirlestur í Háskóla ís- lands um áhrif aukinnar efna- hagssamvinnu Evrópuríkjanna. í fyrirlestri sínum, sem haldinn var í boffi háskólans, ræddi hann einkum þau áhrif, sem þessi sam- vinna er líkleg til aff hafa á at- vinnulífið, sérstaklega iðnaff og Þriðja ferðin er sjóferð með varðskipinu Maríu Júlíu út á Faxaflóa. Tekin verða sýnishorn af dýralífinu í sjónum og skoðað undir leiðsögn sérfræðinga af Fiskideild. Ferðin, sem tekur 6 kls., er ráðgerð sunnudaginn 21. júlí, en getur orðið degi fyrr eða síðar. — Skipsrúm er mjög tak- markað og þátttaka aðeins heimil félagsmönnum. Fjórða ferðin er þriggja daga ferð — 16. til 18. ágúst — til al- hliða náttúruskoðunar um Kalda dal, Borgarfjarðardali og Uxa- hryggi. í þessa ferð má hver fé- Iagsmaður taka með sér einn gest en nú þegar eru orðin síðustu forvöð að tryggja sér far. Nánari upplýsingar um allar ferðirnar fást í Náttúrugripasafn- inu í síma 12728. Verfflaun Náttúrufræffifélagsins Eins og undanfarin ár hefur Náttúrufræðifélagið veitt verð- laun fyrir beztu úrlausn í nátt- úrufræði á landsprófi miðskóla. Þau hlaut að þessu sinni Jón Grétar Hálfdánarson, nemandi í Gagnfræðaskólanum við Vonar- stræti í Rvík. landbúnað. Ekki ræddi hann neitt hin breyttu viffhorf, sem sköpuffust i efnahagssamvinna Evrópuríkjanna eftir aff slitnaffl upp úr samningaviffræffum Breta við Efnahagsbandala,g Evrópu í Brússel á sl. vetri effa stefnu dönsku ríkisstjórnarinnar nú gagnvart EBE. Dr. Kjeld Fhilip, sem situr á þingi fyrir radíkala flokkinn, hefur verið ráðherra síðan árið 1957. Kona hans, sem er við- skiptafræðingur að menntun, sit- ur einnig á þingi fyrir radíkala flokkinn, og dvelst hún hér meff honum um þessar mundir. Áður en dr. Philip varð ráðherra, var hann prófessor við háskólana I Árósum, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, en cand. polit. varff hann árið 1937. Dr. Philip flutti hér fyrirlestur í maí á sl. ári á vegum Dansk- íslenzka félagsins um efnið „D« europæiske markedsplaner“. í fyrirlestri sínum í gær ræddi dr. Kjeld Philip m. a. allmikiff um þau áhrif, sem aukin efna- hagssamvinna Evrópuríkjanna mundi hafa á landbúnað land- anna. Til þess að þau geti aukiff iðnaðarframleiðslu sína nægilega mikið mun reynast nauðsynlegt að laða vinnuafl frá landbúnað- inum til iðnaðarins, þannig aff hlutfallslega minni hluti þjóð- anna starfi við landbúnað í fram- tíðinni, en þó mundi landbúnað- arframleiðsla stóraukast vegna bættrar tækni. Meðal áheyrenda á fyrirlestr- inum voru dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra, Bjarne W. Paulson ambassador Dan- merkur, Ármann Snævarr há- skólarektor, sem kynnti dr. Philip og bauð hann velkominn fyrir hönd háskólans, og ýmsir af prófessorum háskólans. f NA 15 hnúfar 1 ^ SV50hnútar H Sn/Hama * ÚH «*• 7 Skúrir K Þrumur W'Z, KuUothit ^ HitaakH H Hml 1 i i mah í ...... 1 ÍHaa -'kS kop" A HÆÐIN, sem hetfur verið að lægrar áttar, þegar stillunum lóna við ísland, sniglast held- lýkur. ur vestur á bóginn. Má því Bjartviffri og sólskin mun eiga von á, að draigi til norð- þá haldast á Suðurlandi og létta til við Faxaflóa. Nóttúnifræðiiélagið fer í Kolla- fjörð, út ú Faxaflóa og ú Kaldadaf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.