Morgunblaðið - 06.07.1963, Qupperneq 3
Laugardagur 6. júlí 1963
MORGUNBLAÐtÐ
3
gripasýningu
Að undanförnu hafa staðið
yfir nautgripasýnmgar í hin-
um ýmsu hreppum Árnes-
sýslu. Fara þær fram í sam-
ráði við nautgriparæktarfé-
lögin í viðkomandi héruðum.
Landinu öllu er skipt í fjögur
sýningarsvæði, þar sem haldn
ar eru sýningar fjórða hvert
ár, og í sumar ferðast ráðu-
nautar Búnaðarfélagsins um
svæðið frá Mýrdalssandi vest
ur að Hvítá í Borgarfirði og
gangast þar fyrir sýningum.
Á föstudag í sl. viku voru
þeir ráðunautarmr Jóhannes
Eiríksson og Ólafur E. Stef-
ánsson staddir austúr í Hraun
gerðishreppi, ferðuðust þar á
milli bæja og skoðuðu og tóku
mál af stæðilegustu og nyt-
hæstu kúnum á hverjum stað.
Fréttamenn Mbl. hittu Ólaf
Stefánsson um fjögur-leytið á
föstudag er hann var staddur
að Oddgeirshólum ásamt Ól-
afi Ögmundssyni í Hjálmholti.
Bændurnir í Oddgeirshólum,
þeir Ólafur og Guðmundur
Árnasynir, völdu beztu grip-
ina úr kúahjörðinni, sem þeir
síðan leiddu út fyrir, þar sem
Ólafur ráðunautur grandskoð-
aði þá.
— Hver er tilgangurinn
með þessum sýningum, Ól-
afur?
— Við könnum útlit kúnna
og fáum með því vitneskju um
það, hvort einhverjar breyt-
ingar eiga sér stað á bygging-
arlagi kúastofnsins. Þá fáum
við skýrslur um afurðirnar og
er þetta hvort tveggja mjög
mikilvægt í sambandi við
nautaval.
— Hafið þið orðið varir við
einhverjar breytingar á stofn-
inum?
— Það hefur greinilega
komið í Ijós að hann er að
stækka.
— Geturðu gert okkur í
stuttu máli grein fyrir fram-
kvæmd sýninganna?
— Fyrirkomulagið er nokk.
uð misjafnt. í stærri naut-
griparæktarfélögunum er ekki
aðstaða til að sýna allar kýr
á sama stað, og þess vegna
ferðumst við dómendurnir á
milli bæja. Bændurnir velja
kýrnar, sem þeir óska að
dæmdar séu, og eru það að
sjálfsögðu fallegustu og af-
urðamestu kýrnar á hverjum
bæ. Hérna í Oddgeirshólum
eru kýrnar sæddar frá sæðing
arstöðinni í Laugadælum og
leikur okkur því hugur á að
sjá hvernig afkvæmunum hef
ur reitt af, með tilliti til nauta
valsins. Annars eru í þessu
sambandi haldnar sérstakar
afkvæmasýningar á hverju ári
þar sem saman eru komin um
20 "afkvæmi frá ýmsum bæj-
um.
— Hversu margar kýr dæm
ið þið daglega?
— Við dæmdum í gær og í
fyrradag samtals 350 kýr á
■■■■
Oiajtur ötciHuððon uuunauiur
lind.
Skeiðurtum, og það kom ber-
lega í ljós, að byggingu kúnna
hefur farið mjög fram.
— Eru kýrnar síðan verð-
launaðar?
— Já, þeim er skipáð í þrjá
verðlaunaflokka eftir dóm-
stiga, sem Hjalti Gestsson
gerði, og notaður hefur verið
síðan 1951. Á Skeiðunum
dæmdust 88 kýr í 1. verðlauna
flokk og var þá miðað við
3.8 prósent mjólkurfitu að
meðaltali á síðustu fjórum ár-
um.
— En er ekkert gert upp á
milli þeirra gripa, sem teljast
til fyrsta flokksins?
— Það er ekki hægt fyrr en
búið er að fara yfir allar
skýrslur, sem við tökum á sýn
ingunum, og Búnaðarfélagið
Strákarnir í Oddgeirshólum, Hörður og Árni O ddgeir með þeim Ljómalind og Skræpu, stæði-
ÍP legustu kúnum í fjósinu. — Ljósm. Sv. Þormóð ss.
oregour maioandmu um Ljoma-
fær síðan til meðferðar. Nokk
ur nautgriparæktarfélögin
veita eigendum beztu kúnna
viðurkenningu og hér í Hraun
gerðishreppi er keppt um litla
mjólkurfötu í gomlum stíl,
gerða úr silfri. Handhafi henn
ar er nú nafni minn Ögmunds
son, í Hjálmholti.
— Hvernig er skipun dómar
anna hagað?
— Ráðunautar Búnaðarfé-
lagsins mynda dómnefnd á-
samt fulltrúum frá viðkom-
andi nautgriparæktarfélagi.'
Þeir Ólafur og Guðmundur
í Oddgeirshólum eru að velja
kýr til sýningar inni í fjósinu
og krakkarnir fylgjast með af
miklum áhuga. Þerr bændurn
ir segja að unga fólkið hafi
sökkt sér svo niður í búskap-
inn, að þeim væri næstum
treystandi til að taka að sér
bústjórnina.
— Hver er nythæsta kýrin
í fjósinu, Ólafur?
— Þessi bröndótta þarna,
hún heitir Ljómalind. Hún hef
ur komizt upp í 26 kg í mál.
— Hvað eru margar mjólk-
andi kýr hjá ykkur?
— Núna eru þær 30, mest
allt afburða skepnur. Við höf.
um verið heppnir með þær,
og t.d. get ég nefnt, að ein
kýrin, sem við áttum. mjólk-
aði 63 tonn á æviferlinum.
Tvœr hópferðir til
utlanda á vegum Sögu
FERÐASKRIFSTOFAN SAGA
efnir til tveggja hópferða til út-
landa í sumar. Sú fyrri er 16
daga ferð um Norðurlönd, sem
hefst 20. júlí næstkomandi, en
hin síðari er ferð til Ítalíu 12. til
27. september. Staðkunnugir far-
arstjórar verða með í báðum
ferðunum og leiðbeina fólkinu og
verða því til aðstoðar, eftir því
sem það óskar.
í Norðurlandaferðina er þegar
nær upppantað, en hún er þannig
skipulögð," að flogið verður til
Kaupmannahafnar og þaðan
heim aftur að hringferð um Sví-
þjóð og Noreg lokinni. Ekið verð
ur í bifreið frá Kaupmannahöfn,
sem ferðafólkið hefur til umráða
allan tímann. Fyrst verður ekið
norður Skán og komið við í mörg
um bæjum í Suður- og Mið-
Svíþjóð og haldið alla leið til
Stokkhólms. Þaðan verður svO
ekið til Óslóar og hið markverð-
asta skoðað í þeirri borg. Þá verð
ur haldið til Bergen og ekið eftir
hinum fagra Hallingdal og yfir
Harðangursöræfin, þar sem hin
fræga Bergensbraut liggur um.
Á leiðinni verður gist á Geilo,
þekktu háfjallahóteli í Noregi.
Frá Bergen verður farið með
skipi og siglt innan skerja norður
til Sognefjarðar og síðan inn
Sognefjörðinn og er það heils
dags sigling, en Sognefjörðurinn
er ein fjölfarnasta ferðamanna-
leið í Noregi og þangað koma
tugþúsundir ferðamanna árlega.
í botni fjarðarins verður gist, og
þar bíður bíllinn ferðafólksins og
ekur síðan vestan Jötunheima og
suður til Oslóar. Frá Osló verður
ekið næsta dag til Gautaborgar
og gist þar eina nótt og síðan
haldið áfram suður vesturströnd
Svíþjóðar til Helsingborgar, það-
an sem farið verður með ferju
yfir sundið til Sjálands og svo
áfram með bílnum til Kaup-
mannahafnar, en þar verður
dvalizt síðustu daga ferðarinnar.
Ítalíuferðin, sem SAGA efnir
til í september, tekur 15 daga,
og verður komið þar til flestra
fegurstu borga landsins. Flogið
verður á einum degi frá Reykja-
vík til Milano, með viðkomu í
Glasgow og Lundúnum. Meðan
dvalizt verður í ftalíu verður
meðal annars komið til Genúa,
Florenz, Rómar, Napoli, Sorr-
ento, Assisi og Feneyja. Á heim-
leiðinni verður flogið um London
og gist þar eina nótt.
Áhugi fyrir utanlandsferðum
virðist nú meiri en nokkru sinni
fyrr, en slíkar hópferðir verður
að ákveða og skipuleggja með
löngum fyrirvara, bæði vegna
hótela og sætapantana með flug-
vélunum. Það er því örðugt að
fjölga þátttakendum á síðustu
stundu frá því sem ákveðið hefur
verið í upphafi, og er því áríð-
andi, að fólk, sem ætlar í slíkar
ferðir hafi samband við ferða-
skrifstofuna með góðum fyrir-
vara.
Kiartan Thors lætur af
formennsku
Á SÍÐASTA fundi útgerðarráðs
Reykjavíkurborgar skýrði for-
n-aður ráðsins, Kjartan Thors út-
gerðarmaður, frá því, að hann
hefði ákveðið að biðjast undan
áframhaldandi setu í ráðinu.
Hefur Kjartan verið formaður
útgerðarráðs allt frá því það var
fyrst sett á stofn í janúar árið
1943.
A fundi borgarstjórnar sl.
fimmtudag þakkaði Geir Hail-
grímsson borgarstjóri Kjartani
í útvegsróði
Thors mikil og farsæl störf hans
í þágu útgerðarráðs.
í stað Kjartans tekur nú sæti
í útgerðarráði varamaður hans,
Einar Thoroddsen hafnsögumað-
ur, en ráðið hefur enn ekki kos-
ið sér nýjan formann.
Kjartan Thors, sem er 73 ára
gamall, var formaður Félags ís-
lenzkra botnvörpuskipaeigenda í
meira en þrjá áratugi, en lét af
formennsku þar árið 1958. Har.n
er formaður Vinnuveitendasam-
bands íslands.
STAKSTEIHAR
Nýjar leiðir
Fyrirfram höfðu fæstir þorað
ð gera sér vonir um, að meðal
íkisstarfsmanna mundi ríkja
lík ánægja með úrskurð Kjara-
lóms í kjaramálum þeirra, sefn
aun virðist bera vitni. Af hálfu
■íkisvaldsins hefur niðurstöðu
lómsins einnig verið fagnað,
>ótt að vísu sé enn ekki gott að
jera sér fulla grein fyrir því,
íver áhrif hún hefur á afkomu
íkissjóðs. Er vissulega ánægju-
egt, að báðir aðilar skuli telja
Ag mega vel við úna. Þetta er
þeim mun ánægjulegra fyrir það,
að með úrskurði Kjaradöms hef-
ur verið farið inn á nýjar leiðir
hér á landi við lausn á kjara-
deilum. Þegar tilraunir aðila
til að komast að samkomulagi
um kaup og kjör báru ekki árang
ur, var endanlegt úrskurðarvald
falið í hendur hlutlausum aðila,
sem taka skyldi tillit til allra
atvika og aðstæðna. Það er mik-
ilsvert, að þessi tilraun til að
fela hlutlausum aðila úrskurðar-
vald í kjaramálum skuli hafa
gefizt svo vel. Yfirleitt hefur
kjaradeilum hér á landi ekki
lyktað með svo friðsamlegum
hætti, og allt of oft hefur komið
til Iangvinnra vinnustöðvana,
sem flestum hafa orðið til tjóns.
Fyrsta reynslan af Kjaradómi
ætti að vekja bæði vinnuveitend-
ur, launþega og löggjafarvald
til umhugsunar um það, hvort
ekki sé tími til þess kominn að
reyna nýjar leiðir til að gera út
um deilur vinnuveitenda og laun
þega um kaup og kjör.
Leiðrétting
Flestir virðast sammála um,
að á kjarabætur ríkisstarfs-
manna nú beri fyrst og fremst
að líta sem leiðréttingu þeim til
handa vegna þess að þeir hafi
dregizt aftur út öðrum stéttum,
miðað við þær kröfur, sem til
þeirra verður að gera. Þannig
segir t.d. Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra í viðtali við
Vísi í fyrradag:
„Kjaradómur hefur nú ákveð-
ið ríkisstarfsmönnum þau laun,
er dómurinn telur réttmæt þeim
til handa, miðað við núverandi
launakjör annarra stétta í land-
inu. Niðurstaða dómsins gefur
því ekki tilefni til, að aðrar stétt-
ir hafi uppi nýjar kröfur nm
kauphækkanir.“
Mikilsverð viðurkenning
„Þjóðviljinn“ virðist svipaðs
sinnis, en blaðið segir í forystu-
grein í gær:
„Sjálfur úrskurðurinn um'
kaup opinberra starfsmanna er
einnig veruleg kjarabót, miðað
við það ástand, sem áður var
hér í þeim efnum, og ber að
fagna því. En hins ber þó að
gæta, að á þessu sviði höfum við
dregizt svo mjög aftur úr, að
ástandið í launamálum opinberra
starfsmanna var orðið með öllu
óþolandi. Við hljótum að keppa
að því, að launamálum opinberra
starfsmanna sé þannig háttað, að
þessi mikilvægu störf séu eftir-
sóknarverð, svo að ávallt sé þar
völ beztu starfskrafta, sem unnt
er að fá“.
Sú viðurkenning, sem í þessum
orðum felst á því, að á kjarabæt-
ur opinberra starfsmanna nú beri
fyrst og fremst að líta sem rétt-
mæta leiðréttingu, er vissulega
mikilsverð. Þar með hefur verið
viðurkennt, að aðrar stéttir geti
ekki rökstutt nýjar kaupkröfur
með tilvísun til kjarabóta opin-
berra starfsmanna, en almenn
kauphækkun í svipuðu hlutfalli
og opinberir starfsmenn hafa nú
fengið mundu að sjálfsögðu ekki
aðeins gera kjarabætur þeirra að
engu, heldur innleiða að nýju
glundroða í kaupgjaldsmálin í
heild.