Morgunblaðið - 06.07.1963, Side 13

Morgunblaðið - 06.07.1963, Side 13
r Laugardagur 6. júlí 1963 'MORCUNBLAÐ1Ð 13 Marx, Lenin og staðreyndirnar Sovézkir og kínverskir kenni- setningarmeistarar ræðast við í Moskvu í G Æ R settust fulltrúar kínversku stjórnarinnar og valdhafanna í Kreml að samningaborði. — Fundur þeirra er í Moskvu. Tilgangurinn er að reyna að binda enda á deilur þær, sem staðið hafa milli Kína og Sovétríkjanlia undanfar in ár. Deilur þessar hafa verið mikið ræddar á Vestur- löndum, og mikið um þær ritað. Stundum hafa stjórn málafréttaritarar þótzt sjá fyrir alger slit samskipta þessara risa kornmún- ismans. Stundum hefur þótt horfa til friðar, sátta og samlyndis. Á Moskvufundinum, sem nú er hafinn, tefla báðir aðilar fram sér- fræðingum sínum á sviði kommúniskrar fræði- mennsku. Þeir skulu sam- ræma túlkun þeirra kenni- setninga, sem deilumar eru sagðar standa um. Þótt lát- ið sé svo heita, þá er raun- verulega um að ræða miklu djúpstæðari ágreining. Deilan stendur um tvær að ferðir til að útbreiða komm- únismann, tvær aðskildar stefnur. í fyrsta lagi er um að ræða stefnu Mao Tse-tung og meðráðamanna hans, sem telja að breiða beri út komm únisma með öllum tiltækum ráðum, þ.á.m. styrjöld, krefj- ist aðstæður þess. Hins vegar þá stefnu, sem nefnd hefur verið „friðsam- leg sambúð“, og Krúsjeff, for sætisráðherra Sovétríkjanna, hefur gerzt aðaltalsmaður fyr ir. „Friðsamleg sambúð“ tákn ar þó ekki, að ráðamenn 1 Moskvu hafi horfið frá því að stuðla að sigri kommúnism- ans um heim allan, með öllum tiltækilegum ráðum. Munur- inn á aðferðum sovézkra og kínverskra leiðtoga ligguf miklu frekar í því, að þeir leggja ekki sama skilning í orð ið „tiltækilegur“. „Friðsamleg sambúð“ var orðin sovézkum ráðamönnum tamt í munni, löngu áður en til Kúbudeilunnar kom á sl. ári. I>á má og segja, að sérstak ur andi ásóknar og ofbeldis hafi látið segja til sín í Berlín allt frá því loftbrúin fræga stóð og þar ti'l Berlínarmúrinn var reistur — og reyndar allt fram á þennan dag. Ráðamenn í Kreml vinna vissulega að framgangi sinna mála. „Tiltækileg ráð“ í þeirra augum eru því í raun og veru öll þau ráð, sem hægt er að grípa til, án þess, að hætt sé á kjarnorkustyrjöld. f>að leikur lítill vafi á því, að Krúsjeff, forsætisráðherra, ger ir sér fulla grein fyrir því, hverjar yrðu afieiðingar slíkra átaka. Hann þyrfti ekki að hugsa um framgang kommún- ismans að þeim loknum. Krúsjeff hefur sjálfur lýst því fyrir mönnum frá Vestur löndum, hvernig honum leið, er hann var viðstaddur tilraun ir með kjarnorkuvopn. Hann sagði eitt sinn: „Eg held að ég 'geri mér betri grein fyrir því en margir ráðamenn, hve ó- skaplegar afleiðingar kjarn- orkustyrjöld myndi hafa í för með sér“. „Friðsamleg sambúð“ þýðir því raunverulega ekki annað, en beitt skuli öllum tiltækum ráðum, nema styrjöld til þess að breiða út kommúnismann. Reyndar er óþarfi að segja „öllum ráðum, nema . . . “, vegna þess, að styrjöld kemur alls ekki til greina, og því er um að ræða að beita öllum ráðum. Styrjöld er óráð í aug um ráðamanna í Kreml, þeirra sem mestu ráða nú, a.m.k. Þar greinir þá á við ráða- menn í Peking. Að vísu telja þeir ekki, að styrjöld sé hvers dagslegt húsráð, en þeir telja hana ekki óráð, þ.e.a.s., ef til efni hennar er rétt. í túlkun þeirra virðist lögð mun meiri áherzla á tilefni styrjaldar en afleiðingar. Tilefni telst það, ef „frelsa þarf þjóð“ . Þetta myndi verða mjög teygjanlegt hugtak, kæmi til kgstanna, þ.e. þætti kínverskum ráðamönn- um fokið í öll skjól. >eir hafa löngu lýst því yfir við alheim, að allar þjóðir, sem ekki láta stjórnast í anda kommúnisma, séu í höndum kapitalista, sem hafi það markmið eitt að arð ræna alþýðu manna, sem sé þar af leiðandi kúguð og ó- frjáls. Með þessa skilgreiningu í huga, þarf lítið hugmynda- flug til þess að gera sér grein fyrir, hvað litið þarf að bera í milli í mati og. túlkun á að- stæðum til þess, að ástand ein- hverrar kapitaliskrar þjóðar verði talið slikt, að hún þarfn ist „frelsunar". Sú „frelsun“, sem hér er vik ið að, myndi sennilega verða mjög svipuð þeirri, sem þegar hefur farið fram víða um heim t.d. í A-Evrópu og á Kúbu, þ.e. færi hún fram án stórstyrjald ar. Það hefur vakið undrun og furðu margra, hvernig á því stendur, að kínverskir ráða- Krúsjeff menn skuli geta hugsað sér styrjöld, jafnvel kjarnorku- styrjöld. Fátt hefur vakið meiri athygli en árás Kínverja á Indland í fyrra, rétt í sama mund og Kúbudeilan var í há- marki. , Skýringarnar eru margar. Sumir telja, að ekkert land í heimi „þyldi“ betur kjarnorku styrjöld, þ.e., ef svo má að orði komast. Með bví er átt við, að þótt helmingur þjóðar innar félli, þá myndu enn um 350 milljónir manna vera á lífi. Ósennilegt er talið, að önn ur lönd heims gætu þolað slíkt mannfall. Má í því sambandi benda á, að Bandaríkin og Sov étrík'in, hvort um sig, eru rúm lega þrisvar sinnum mann- færri en Kína. Flegtir telja þessa skýringu hvað raunhæf- asta, þótt hún þurfi engan veg inn að vera rétt. Vera má einnig, að kínversk ir ráðamenn láti nú að því liggja, að þeir myndu hefja stórstyrjöld, þætti þeim svo við horfa, þar eð þeir ráða ekki enn yfir kjarnorkusprengjum. Sennilega mun langur tími líða, þar til þeir hafa ráð á gereyðingarvopnum í stórum stíl, og nauðsynlegum tækjum til að flytja þær landa og heimsálfa milli. Kínversk árás af því tagi, sem gerð var á Ind land, verður vart nokkru sinni svaráð með kjarnorkuvopn- um. Hitt hljóta og kínverskir ráðamenn að gera sér fulla- grein fyrir, að árás af þeirra hálfu með gereyðingarvopnum yrði svarað á sama hátt. Hvort stríðsstefna þeirra verður eins ofarlega á blaði, þegar — og ef — að því kemur, að þeir eignast nútíma vopn af áhrifa mesta tagi, veit enginn. Haldi þeir við hana þá, verður stefnu þeirra e.t.v. lýst best með orð- unum „stríð samkvæmt lík- indareikningi", þ.e. eitthvert stærðfræðilegt margfeldi af því, sem kalla mætti „að vera fyrri til“, mannfjölda og öðr um stærðum, sem teknar yrðu með. >að er margyfirlýst stefna ráðamanna í Peking, að af- staða þeirra manna, sem tóku við af Stalin, sé svik við grund vallarkenningar kommúnism- ans. Undanfarin ár hefur ver ið ráðizt gegn „endurskoðunar sinnurn" og þeim kennt um allt, sem aflaga hefur farið í heimi kommúnismans. Mál- pípa Kínverja hefur lengst af verið smáríkið Albanía, þótt endurómur kínversku stefn- unnar hafi einnig heyrzt frá N-Vietnam og N-Kóreu nú síð ast. Ásökunum hefur að mestu verið beint gegn Júgóslövum, þótt raunverulega hafi verið um að ræða gagnrýni á Krú- sjeff og skoðunarbræður hans. Á sama hátt hafa sovézkir leiðtogar lengst af sneitt hjá því að nefna Kínverja berum orðum, en í stað þess beint svörum sínum til Albaníu. >egar talað er um „endur- skoðunarstefnu", þá verður því ekki neitað, að raunveru- lega hefur verið um endurskoð un að ræða í Sovétríkjunum. Ógnarharka Stalinstímans er horfin. Frelsi er meira þar nú en þá, þótt ábótavant sé í aug um vestrænna manna. Endurskoðunin hefur gert vart við sig á mörgum svið- um. Krúsjeff hefur sjálfur lýst því yfir við mörg tækifæri, er hann hefur rætt um „friðsam lega sambúð" við Vesturveld in, að báðir aðilar megi margt af hinum læra. Hvort á annan aðilann hallast í þessum efn um, hefur hann ekki sagt. í þessum orðum felst meira en það, að einn megi af öðrum læra. í þeim felst fyrsta viður kenning sovézkra leiðtoga á því, að „kapitalisk" lönd kunni að hafa nokkuð það til brunns að bera, sem kommún isminn hafi ekki betur komið í kring. Aldrei henti það á Stalinstímanum, ef frá er skil inn stríðstíminn, að opinber- lega væri eftir neinu leitað frá Vesturlöndum. Nú gætir þessarar tilhneig ingar, jafnt í opinberu lífi og einkalífi. Listamenn leitast við að túlka nýjar stefnur, og leita sér fyrirmynda frá vestrænum löndum. Iðnaður Sovétríkj- ann tekur þegjandi við þekk- ingu erlendis frá, hagnýtir hana og telur síðan til lofs kommúnismanum .Jafnvel á efnahagssviðinu skjóta upp kollinum hugmyndir, sem ekki fá staðizt gagnrýni þess, er kynnt hefur sér og tileinkað efnahagskenningar Marx-Len inisma, og fordæmir þar af leiðandi kapitalisma. Gleggsta dæmið er Lieber- man-áætlunin svokallaða, sem hrinda átti í framkvæmd, og hafði jafnvel náð það langt, að kostir hennar voru opinber- lega ræddir í Moskvublöðun- um. >að hefur lengi verið á vit orði hagfræðinga í V-Evrópu og Bandaríkjunum, að í Sovét- ríkjunum eru hagfræðingar, sem kunna e'ins mikið fyrir sér á vestræna vísu og ofan- greindir starfsbræður þeirra. Raunveruleg viðurkenning hef uh aldrei fengizt á því fyrr en nú, þótt ekki sé hægt að telja Liberman-áætlunina hagfræði legt stórvirki. Sovétríkin eru lengra á veg komin en Kína eða Kúba. — Hvergi er eins mikil reynsla fengin fyrir grundvallarkenn- ingum Marx og Lenins og 1 Sovétríkjunm. Skýringin þarf ekki að felast í því, að framfar irnar byggist á kenningunum. >vert á móti hefur ráðamönn um Sovétríkjanna gefizt tóm til að taka upp nýjungar, leita eftir reynslu erlendis frá, yfir gefa úreltar kenningar, þegar þess hefur verið kostur. Ein- mitt þess vegna hafa Kína og Kúba getað leitað eftir aðstoð, og fengið hana, a.m.k. þegar sambúðin hefur leyft slíkt. Kommúnisminn er ungur í Kína, og kannske ekkert nema glæframénnska á Kúbu. >ví er . ekki sú reynsla fengiit þar fyr ir „ágæti“ kenninga þeirra manna, sem gerðu garðinn frægan. Að öllum líkindum kemur sú reynsla ekki fyrr en með næstu kynslóð. >ví er kreddum haldið til streitu, og ÖU aðhæfing að staðreyndum, hversu lítilvæg, sem hún kann að teljast á vestræna vísu, tal in svik við málstaðinn, „end- urskoðunarstefna“. „Glæpur“ Krúsjeffs og fé- laga hans við kommúnismann er sá að viðurkenna, þó ekki sé nema með sjálfum sér, að með nýjum tímum koma nýir siðir, ný þekking og nýr skiln- ingur. Kom.múnisminn í Sovétríkj unum byggir enn á því, að ein staklingum er meinað framtak á eigin spýtur, hann byggir enn á heildareigninni. >ar „eiga allir allt“, fyrir náðar- samlega milligöngu ríkisins. Á Vesturlöndum eiga allir eitt- hvað í eigin nafni, þó án slíkr- ar milligöngu. Sé „kapitalisminn“ á Vest- urlöndum það,- sem kommún- isminn hefur viljað vera láta, hvað á þá að kalla miðstjórn þess flokks, sem einn á allt, .stjórnar öllu og ræður öllu. Sumir vilja kalla hana „rík iskapitalistana“. Hafi komm- únisminn átt að nema burtu það mein, sem felst í því, að einn kann að eignast meira en annar, þá hefur komið nýtt mein: örfáir eiga allt, hinir allir jafn mikið, jafnlítið eða alls ekki neitt. Eins og fyrr segir, þá mun fundurinn í Moskvu fjalla um „túlkun kennisetninga“, að nafninu til. í raun og veru fjallar hann um það, hvort viðurkenna skuli staðreyndir eða ekki. Raunverulega er ekki um heildarstaðfestingu staðreynda að ræða, aðeins þeirra staðreynda svo sovyzk- ir ráðamenn hafa viðurkennt. Sennilega verður það þó of stór biti fyrir kennisetningar- meistara þá, sem stjórna 700 milljónum manna úr hásæti sínu í Peking. Meðalverð d iiski 3.53 kr. hærra fyrir hvert kg. erlendis MEÐALVERÐ, sem togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur fengu á s.l. ári erlendis fyrir hvert kg. ai fiski var að frá- dregnum löndunarkostnaði 3.53 kr. kærra en það verð, sem þeir fengu hérlendis. Nettósölu- verð þeirra erlendis var 5.79 kr. fyrir hvert kg., en 2.26 kr. hér á landi. Kemur þetta fram í greina- gerð, sem forstjóri BÚR hefur seht Geir Hallgrímssyni borgár- stjóra um söluverð á fiski hér heima og erlendis og löndunar- kostnað, en borgarstjóri skýrði frá þessu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Tilefni þess, að mál þetta kom á dagskrá í borgarstjórn, var það, að einn borganfulltrúa kommúnista, Guðmundur Vig- fússon, gerði athugasemdir við löndunarkostnað togara BÚR er- lendis, en skv. upplýsingum for- stjóra fyrirtækisins nemur með- alhundraðshluti vegna löndunar á afla erlendis 23.6% af afla- verðmæti. í greinargerð forstjóra BÚR til borgarstjóra segir m.a.: „Meðalverð erlendis á fiski 1962 var kr. 7.57 fyrir hvert kg. Löndunarkostnaður á kg. kr. 1.78. Nettósöluverð var því er- lendis kr. 5.79. Hins vegar reynd- ist meðalverð á afla lönduðum hérlendis kr. 2.83, löndunarkostn aður kr. 0.57, eða nettómeðal- verð kr. 2.26. Er því meðalverð erlendis að frádregnum lönd- unarkostnaði kr. 3.53 hærri en Jafnframt viljum vér benda á, að þá er togarar hafa siglt með afla sinn til >ýzkalands, hafa þeir -bætt síld við aflann til sölu FranUuUd á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.