Morgunblaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. júlí 19S3 MORCUNBLAÐIÐ 17 Sndriði Waage Björn Jósefsson Héraðslæknir á Húsavík DAGINN áður en ég fór til út- landa, í byrjun júní, kvaddi ég Indriða Waage, þar sem hann lá þungt haldinn í sjúkrahúsi. Hann var þó glaðlegur í bragði og gerði að gamni sínu, sagðist ætla að koma niður í Þjóðleik- hús til mín þegar ég kæmi aft- ur og heyra, hvernrg mér litist á þarna fyrir austan járntjald- ið. Af þeim fundum varð þó ekki. Þegar ég kom til Kaup- mannahafnar fyrir nokkrum dögum, á heimleið, frétti ég að Indriði væri látinn. Hið mikla fortjald, sem skilur á milli lífs og dauða, hafði fallið á milli okkar. Við Indriði Waage áttum sam- an langa og góða samvinnu. Kynni okkar og samstarf hófst fyrir 17 árum. Ég var þá fram- kvæmdastjóri Norræna félagsins. Anna Borg og Poul Reumert komu hingað, í boði Norræna fé- lagsins, til þess að leika í „Ref- unum“ eftir Hellman og í „Dauða dansi“ Strindbergs. Það vantaði leikstjóra til _ þess að stjórna „Refunum". Ég leitaði til Ind- riða Waage, og um það samd- ist milli okkar að hann setti upp „Refina" með Reumerthjón- unum í 2 aðalhlutverkunum en hann léki jafnframt þriðja að- alhlutverkið, mjög þýðingar- piikið hlutverk. Sýning þessi tókst með ágæt- um. Indriði leysti bæði hlutverk in, sem 1 eikstjóri og leikari, framúrskarandi vel af hendi. Þegar ég varð þjóðleikhús- stjóri nokkrum árum síðar og fór að ráða leikarana, iagði ég á það mikla áherzlu, að fá Indriða Waage sem leikstjóra og leikara að Þjóðleikhúsinu og varð hann einn af fyrstu leikur- um Þjóðleikhússins. Jafnframt var hann einn af aðalleikstjór- um Þjóðleikhússins og byrjaði með því að stjórna vígslusýn- ingu þess, „Nýársnóttinni", eftir afa hans, Indriða Einarsson. Leikstjórn Indriða var alltaf mjög smekkleg og hann var snillingur í innilegum „stemn- ingum“ á leiksviðinu. Hlutverk sín lék hann jafnframt af mikl- um innileik og sannfærandi. Sérstaklega verður mér Indriði minnisstæður í hlutverki Willy Loman í „Sölumaður deyr“ og Olga Þór- hallsdóttir - kveðja Nú lýsir þér eilífa ljósið svo bjart leiðina handan við tjaldið. — Mennirnir dæma og dæma oft hart. — En Drottins er ríkið og valdið. Heimurinn færir oss trega og tál, tvískipt með gleði og þrautum, þá verður oft listelskri, við- kvæmri sál villugjörn þoka á brautum. Brautin þér varð ekki bein eða greið, »— bönnuðu örlagavöldin, — þér láðist, vina, að velja þá leið er vegsamar hræsnandi fjöldinn. Nú gengur þú sigrandi í sól- heiðan lund hvar sólin mun þerra burt tárin. Lausnarinn réttir þér líknandi mund og læknar in ógrónu sárin. Ég þakka þér, Olga, svo mikið og margt, minningar heiðar ég geymi, þú geymdir innra ið andlega skart ■ettað frá listanna heimi. Pétur Ásmundsson. sem Gajev í „Kirsuberjagarðin- um“. Indriði var lengst af í leik- ritavalsnefnd Þjóðleikhússins á- samt mér, áttum við því mörg og löng samtöl um leikrit. Smekkur hans á leikrit var mjög öruggur og góður. Hann gerði sér fljótt ljóst, hvernig leikritið lékist og hvert listrænt gildi það hefði. Samstarf okkar var því mikið og náið og mér verðmætt. Það er áður búið að rita í þetta blað um uppruna Indriða og ævi- starf og endurtek ég það því ekki hér. Línur þessar eru að- eins kveðja til vinar og sam- starfsmanns um langt árabil, og þakkir fyrir hið mikla framlag hans til íslenzkrar leiklistar og mikið og yerðmætt samstarf í Þjóðleikhúsinu á bernskuskeiði þess. Hinni ágætu konu Indriða, Elísabetu, sem jafnan var honum ómetanleg stoð og stytta allt til hinztu stundar, svo og börnum þeirra, Kristínu og Há- koni, flyt ég mínar innilegustu samúðarkveð j ur. JAFNAÐ var • niður kr. 6.100.500.— á 529 einstaklinga og 18 félög. (1962: kr. 4.884.900,— á 490 einstl og 17 félög = 407 gjald endur alls). Við útsvarsálagningu voru út- svör fyrra árs, er greidd voru fyrir árslok 1962, dregin frá álagn ingatekjum áður en útsvar var lagt á. Vikið var frá framtölum um sérstakan frádrátt sjómanna, svo og tapsfrádrátt milli ára, samkv. heimild í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Frádráttur vegna - eiginkonu var bundinn við kr. 15.000.— sem hámark. Undanþegnar útsvarsálagningu voru þessar bætur: Elli og ör- orkulífeyrir, sjúkrabætur, mæðra laun og fjölskyldubætur, sem greiddar eru með fleiri en 3 börn- um hjá hverjum einstökum gjald anda. Auk þessa voru útsvör elli og örorkulífeyrisþega lækkuð veru- lega eða frá einum þriðja til helmings hvert útsvar. Hjá einstaka gjaldanda var tek ið tillit til sj úkrakostnaðar, skertr ar greiðslugetu vegna dauðsfalla og slysa, menntunarkostnaðar vegna barna eldri en 16 ára. Að lokum voru öll útsvör lækk uð um 18%, og eru færð þannig í útsvarsskrá. FLOKKUR ungra drengja leikur knattspyrnu af miklum áhuga á gömlu Börðunum sunnan við þorpið í Húsavík. Það er áliðið dags en júníkvöldið er bjart og fagurt og Kinnarfjöllin speglast í ládauðum Skjálfandaflóanum. En hin stórbrotna náttúrufegurð hefur lítil áhrif á unglingana sem sækja leik sinn með kappi frem- ur en forsjá. Skyndilega er þó sem hik komi á hópinn. Maður kemur á reiðhjóli sínu sunnan veginn sem liggur inn í þorpið. Það er Björn læknir, sem er að koma úr sjúkravitjun sunnan úr Kaldbak, um tveggja kílómetra vegarlengd frá Húsavík. Vinnu- dagurinn er orðinn langur, en læknirinn setur það ekki fyrir sig. Hann stígur af reiðhjóli sínu, gengur til unglinganna, heilsar þeim með sínu fallega, ljúfmann- lega brosi, með glampa í augum, hvikur í hreyfingu og spyrnir knettinum, sem hafði farið út af Börðunum, til ungu drengjanna. Síðan gefur hann þeim nokkrar góðar leiðbeiningar í leiknum, minnir þá á anda íþróttamennsk- unnar og skýrir fyrir þeim gildi þess að efla heilbrigða sál í Námskeið í stjórn sveitarfélaga DAGANA 14.-20. júlí naestkom andi verður haldið að Hindsgavl í Danmörku norrænt námskeið í stjórn sveitarfélaga. Helztu dagskrármál á nám- skeiðinu verða: 1. Fjármál sveitarfélags, þar sem skattar eru greiddir um leið og tekna er aflað. 2. Umsjá sveitarfélaganna með eldra fólki. 3. Áhrif sveitarstjórna á svæða skipulagningu með hliðsjón af staðsetningu atvinnufyrirtækja og dreifingu byggðar. Auk þess verður fjallað um samanburð á sveitarstjórn á Norð urlöndum o.fl. Gert er ráð fyrir tveimur þátttakendum frá íslandi. Hæstu útsvör einstaklinga greiða: kr. Hreiðar Bjarnason, skip- stjóri, ............... 72.300 Gunnar Hvanndal, stýri- maður, ................ 49.300 Helgi Hálfdánarson, lyf- sali .................. 48.300 Bjarni Þráinsson, sjóm. 45.800 Kristján Óskarsson, vél- stjóri........... 42.800 Daníel Daníelsson, læknir, 38.400 Sigurður Sigurðsson, skip stjóri, ............... 37.800 Sigtryggur Albertsson, veitingamaður.... 35.900 Stefán Pétursson, skip- stjóri, ............... 33.400 Dagbjartur Sigtryggsson, vélstjóri, ............ 32.600 F é 1 ö g : kr. Útgerðarfél. Barðinn h.f. 111.400 Síldarsöltun K. Þ.......... 85.600 Hreifi h.f................. 77.400 Vísir h.f. ................ 51.500 Skrá um aðstöðugjöld hefir verið lögð fram, og bera þessir hæstu gjöldin: kr. Kaupfélag Þingeyinga, 671.600 Fiskiðjusamlag Húsa- víkur h.f., 218.900 Útgerðarfél. Barðinn h.f., 73.000 Fataverksmiðjan Fífa, 66.900 Trésmiðjan Fjalar h.f., 42.600 Vélaverkstæðið Foss h.f., 42.500 hraustum líkama. Hann gengur með drengjunum inn í þorpið, ræðir við þá eins og vinur og fé- lagi og býður þeim fallega góðar nætur. Úti geisar kafaldsbylur, hörku frost með stórhríð. Veðurhæðin er svo mikil og fannkoman þung, að börnin eru sótt í skólann, og er þó skammt á milli skólahúss- ins og annarra húsa í þorpinu. Veikindi hafa ásótt mörg börn í þorpinu og fullorðna líka. En fönnin er djúp og færðin óhemju erfið. En hinn vinsæli og heppni læknir setur þetta ekki fyrir sig. Hann býr sig til heimsókna til hinna sjúku, ungu samborgara sinna, berst við hríð og storma, frost og kulda og kemur fannbar- inn en líknandi og hjálpandi á heimilin með læknistösku sína og dverghagar hendur. Honum er hvarvetna fagnað. Ungi drengur- inn, sem liggur þungt haldinn með sótthita, segir við mömmu sína: „Nú er læknirinn kominn, nú batnar mér í nótt. Björn lækn ir er svo góður og duglegur". Og eftir stutta en ljúfa heimsókn er aftur haldið út í bylinn og frostið til næsta sjúklings. Björn læknir er horfinn sjón- um okkar. Hann hefur kvatt þetta líf, konu og börn og ótelj- andi fjölda vina og þakkláta hugi. Hann er sofnaður svefnin- um langa eftir langt og mikið dagsverk, skyndilega horfinn í fullu starfi, eins og honum var samboðið og eins og hann sjálfur mundi helat hafa kosið. Sú er heitust ósk allra starfsglaðra, á- hugasamra ágætismanna, svo sem Björn læknir var og er í vitund okkar, sem áttum þess kost að kynnast honum og eign- ast vináttu hans og traust um tugi ára. Björn Jósefsson, læknir í Húsa vík, var Skagfirðingur að ætt, sonur hins landskunna bónda, skólastjóra að Hólum og alþingis manns Jósefs Björnssonar. Hann dró aldrei dul á það að hann væri Skagfirðingur og var stoltur af fæðingarhéraði sínu. En hann hafði á langri læknisævi samein- ast Þingeyingum og sérstaklega Húsvíkingum og unni héraðinu og Húsavík í djúpum og heitum tilfinningum. Hann eignaðist hina ágætustu og elskulegustu konu, Lovísu Sigurðardóttur frá Hofstöðum í Skagafirði og eign- uðust þau hjónin 10 börn, dætur og syni. Sorgin barði þungt á dyr læknishjónanna og urðu þau að sjá á bak efnilegum og yndisleg- um börnum á ungum aldri og á þroskavænlegri braut. En þau báru hina þungu sorg sem hetjur, alvarlega og í heitri og einlægri trú. Björn læknir fylgdist vel með í mennt sinni, las mikið og tókst á hendur námsferðir til framandi þjóða mitt í hinum miklu önnum héraðslæknisins. Hann var annálaður skurðlæknir og þótti með afbrigðum heppinn, enda dverghagur og handbragð hans alþekkt langt út fyrir læknishérað hans. Björn var fæddur 2. febrúar 1885. Hann var stúdent 1907 og læknir 1912. Var í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn frá 1914, hér- aðslæknir í Axarfirði, en 1918 skipaður héraðslæknir í Húsavík. Hann dvaldist í sjúkrahúsum í Noregi og Danmörku 1922 og Danmörku, Þýzkalandi, Austur- ríki og Sviss 1929. Það sýnir ást hans til þess héraðs, er hann þjónaði lengst, að hann hélt á- fram að stunda lækningar í Húsavík eftir að hann lét af hér- aðslæknisembætti fyrir aldurs sakir og stundaði Lann því lækn- ingar í Þingeyjarsýslu í sam- fleitt nær 50 ár. Læknishúsið í Húsavík stend- ur í miðjum bænum. Það er enn eitt af stærstu og veglegustu byggingunum í Húsavík og setur svip sinn mjög á bæinn. Þar hafa Guðl. Rósinkranz. Útsvörin á Húsavík jafnan staðið opnar dyr öllum, er hjálpar voru þurfi. Þar rak hér- aðslæknirinn vinsæli sjúkrahús um tuga. ára skeið og fór mikið orð af því, hve vel honum fórst að lækna sjúklinga sína. Og læknisfrúin lét ekki sitt éftir liggja við hin miklu störf, er samfara voru rekstri slíkrar stofnunar í einkahúsi. Síðar þótti svo Birni ekki nóg fyrr en hann var einnig búinn að koma upp myndarlegri ljósalækninga- stofu í húsi sínu. Hversu margir Húsvíkingar og Þingeyingar eiga ekki slíkum manni stóra skuld að gjalda? Húsvíkingar finna það nú, að einn af beztu mönnum bæjarins er horfinn frá þeim, hefur kvatt þá, kemur ekki aft- ur. En þeir eiga minningarnar og geyma þær í þakklátum hjörtum. Mikil vinátta efldist milli heim ila foreldra minna og læknishjón anna í Húsavík, milli barna lækn ishjónanna og okkar systkin- anna. Á þá vináttu sló aldrei fölskva, aldrei skugga, hún hef- ur alltaf verið jafn djúp og ein- læg frá fyrstu kynnum, og márg- ir munu þeir vera í dag, sem gjarna vildu staðfesta slíkt hið sama. Birni lækni átti ég mikla skuld að gjalda, sem ég þó aldrei gat staðið við. Það er honum að þakka að ég get látið þessi fá- tæklegu orð frá mér fara í dag, þegar hann er borinn til hinztu hvíldar á Höfðanum í Húsavík. Ég læt hugann líða til Lovísu konu hans, til barna þeirra og þakka Birni og þeim fyrir alla vináttuna, tryggðina og kærleik- ann, er þau sýndu mér jafnan og ég bið almáttugan góðan Guð að varðveita þau og geyma í trú, von og kærleika. J. V. Hafstein. Björn Jósefsson verður jarð- sunginn í Húsavík í dag. — Meðalverð Framhald af hls. lj. erlendis, og hefur það bætt nokk uð afkomu togaranna. Síld sú, sem tekin hefur verið til úfcflutnings hefði ella farið í bræðslu, og hefðu bátarnir þá fengið greitt fyrir síldina 70 au. fyrir hvert kg. Hins vegar fengu þeir greiddar kr. 1.40, þegar síldin væri sett í togarana“. „Auk þess er það til mikiUa hagsbóta fyrir togarana að sigla nokkrar ferðir á erlendan márk- að á ári hverju, þar sem þeim gefst kostur á að afla sér ýmia konar þæginda á þó nokkuð lægra verði en heima. Stundum ber það til, að skipt- ing aflans í tegundir er með þeim hætti, að erfitt er að nýta hann hérlendis, en gott verð fengist fyrir hann á erlendum markaði. Má hér sérstaklega benda á ýsu og ufsaafla á haust- in. í þeim tilfellum hefur oft verið engra annarra kosta völ en að landa aflanum erlendis til mikilla hagsbóta fyrir sjómenn, togaraeigendur og þjóðina í heild. Eins og kunnugt er, hefir það verið allmiklum ex-fiðleikum háð að manna togara. Hefur O'ft komið til þess, að áhafnir hafa beinlínis krafizt þess, að siglt yrði með afiann á erlendan mark að. Hefur þetta einnig átt nokk- urn þátt í því, að íslenzkir tog- arar hafa landað erlendis".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.