Morgunblaðið - 07.07.1963, Síða 1
24 síður
50. árgangur
150. tbl. — Sunnudagur 7. júlí 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsimi
Fundur Rússa
og Kínverja
Moskvu, 6. júlí — (NTB-AP)
FULLTRÚAR kínverskra og
sovézkra kommúnista, sem
nú ræða hugsjónaágreining
flokkanna, komu saman til
fundar kl. 7 f.h. í dag (ísl.
tími). —
Allir fundir fulltrúanna
verða lokaðir og fréttamenn
í Moskvu gera ekki ráð fyrir
að fá fregnir af viðræðunum
fyrr en þeim er lokið.
Stjórnmálafréttaritarar 5
Bandaríkjunum telja, að fundur-
inn í Moskvu muni ekki standa
yfir nema nokkra daga og verði
fremur til þess að auka ágrein-
ing deiluaðila en draga úr hon-
um. Hins vegar telja fréttarit-
ararnir ólíklegt, að til fullra vin-
siita komi milli Kína og Sovét-
ríkjanna nú þegar.
Eins og kunnugt er, sátu kín-
JHotiðtinUaifittifl
fylglr blaðinu í dag og er efni hennar
.*em hér segir:
Bls. 1 Thomas Aquinas (1225—1274),
Jóhann Hannesson, prófessor
— 2 Svipmynd: Robert Graves.
— 3 Hvað annað er hægt að gera?
smásaga eftir Jón Kr. Isfeld.
Árni Óla og Lesbókin, eftir
Kjartan Ólafsson.
— 4 Fimm börn og tveir bilar,
heimsókn til íslenzkra læknis-
hjóna I Bandaríkjunum.
— 5 Bókmenntir: Hvað eru „ís-
lenzk augu?“ nokkur orð til
Guðmundar G. Hagalín, eftir
Sigurð A. Magnússon.
Rabb, eft.ir SAM.
— 6 Hagalagðar
— 7 Lesbók Æskunnar: Yfir Sand-
skeiði.
— 8 Þetta er nú meiri gerviheim-
urinn, eftir Marsoi^ Bat.es.
— 10 Fjaðrafok
•— 15 Krossgáta
— 16 Helgarferð á Snæfellsnes.
versku fulltrúarnir kvöldverðar-
boð þeirra rússnesku í gær-
kvöldi. Tass-fréttastofan skýrði
frá því í dag, að formenn viðræðu
nefndanna, Mikail Suslov og
Teng Hsiao-Ping, hefðu haldið
ræður í veizlunni. Moskvuútvarp
ið skýrði einnig frá þessu og vest
rænir fréttamenn í borginni tóku
eftir því, að útvarpið sagði ekki,
að bræðralag og vinátta hefði
ríkt í veizlunni, en það hefur
verið venja við sams konar tæki-
færi.
í morgun gagnrýndi kínverska
fréttastofan, Nýja Kína, Sovét-
ríkin harðlega og sakaði komm-
únistaflokk landsins um, að
vinna markvisst að því, að gera
sættir ómögulegar.
Ward frjáls
— Ivanov á
geðveikrahæli
London, 6. júlí (NTB/AP).
Hlé hefur nú verið gert á
yfirheyrslum í máli hrezka
læknisins Stephen Ward. Und
anfarnar þrjár vikur hefur
læknirinn verið í fangelsi, en
nú hefur honum verið sleppt
úr haldi gcgn 3 þús. punda
tryggingu.
Réttarhöld í máli Wards hefj
ast 15. júlí í Old Bailey og I
þangað til er hann frjáls ferða
sinna.
I»ær fregnir hafa borizt frá
Moskvu, að sovézki flotamála-
fulltrúinn Ivanov, sem var
einn af vinum Christine Keel-
er, hafi verið rekinn ur komm
únistaflokki Sovétríkjanna og
talið er að hann dveljist nú á
geðveikrahæli.
Hin nýja Skálholtskirkja. Myndina tók Ól. K. M. fyrir nokkru.
Heimsdkn í
Mynd þessi w tekln á flugvel Ilnnm í Bon, er De Gaulle Frakk landsforseti kom þangað
skömmu. Adenauer kanzlari V.-Þýzkalands( tdi. tók á móti for setanum á flugvellinum.
FRETTARITARI Morgun-
blaðsins heimsótti Skálholt
nýlega til að forvitnast um,
hvernig miðaði áfram -því
verki, sem þar er unnið. —
Vigsla hinnar nýju glæsilegu
kirkju fer fram hinn 21. júlí
n.k,, eins og kunnugt er. Nú
er að mestu lokið við að
ganga frá orgelinu, sem er
gjöf ffrá Dönum til Skálholts-
kirkju, og hefur það verið
reynt. Þá hefur verið unnið að
því að koma prédikunarstóln-
um fyrir norðan megin í kórn-
um. Stóllinn er frá tíð Brynj-
ólfs biskups og úr honum
þrumaði Jón biskup Vídalín
stólræður sínar af þunga og
áminnandi alvöru. Stóllinn er
forkunnar fagur. Hann var á
sínum tíma sendur utan, þar
sem hann var hreinsaður, og
þegar fréttamaður Morgun-
blaðsins kom í kirkjuna, var
byrjað að taka umbúðirnar ut-
an af honum og í ljós kom
mynd af Mattheusi eða ein- •
hverjum öðrum guðspjalla-
manni, en myndir af þeim
prýða alla reiti stólsins. Er
stóllinn hin mesta gersemi,
fagurlega gerður og væntan-
lega innblóstursríkur þegar á
reynir. Má ætla áð margar
merkar og kynngimagnaðar
prédikanir eigi eftir að heyr-
ast frá þessum stóli í nútíð og
framtíð.
í>á hefur lítið altari, einnig
frá Brynjólfs tíð, verður flutt
inn í kirkjuna. Því verður
komið fyrir í norðurstúku
krossskipsins. Má ætla að alt-
arið og stóllinn fari vel sam-
an og stingi ekki um of í stúf
við nýtízkulega skreytingu
kirkjunnar. Ráðgert er, að því
er fréttamanni blaðsins var
tjáð, að koma upp stórum við-
arkrossi til bráðabirgða yfir
höfuðaltari kirkjunnar og
verður hann upplýstur. Kirkj-
an hefur verið máluð að inn-
an í ljósum lit, sem á mjög
vel við marglita gluggana.
Þegar fréttamaður blaðsins
kom inn í kirkjuna, • skein
kvöldsólin inn um gluggana
á norðurhliðinni og marglitt
endurskinið frá þeim sindraði
á veggum. Var það fögur sjón.
Að öðru leyti verður það
ekki rakið hér, sem við blasti
1 Skálholti. Þar er nú unnið
hörðum höndum að því að
fullgera kirkjuna fyrir hina
Framhald á bls. 2.