Morgunblaðið - 07.07.1963, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.07.1963, Qupperneq 13
f Sunnudagur 7. júlí 1963 TUORCVISBLÁÐIÐ 13 Hátíðisdagur f' Hin árlega Varðarferð er orðin að hátíðisdegi í lífi mörg hundr- uð Reykvíkinga. í ferðinni á sunnudaginn var mátti líta barn á 3. ári og öldung á 89. ári og fólk á öllu aldursskeiði þar í milli. Ýmsir þeirra, sem í ferð- unum taka þátt, fara aldrei út úr bænum nema í þetta eina skipti ár hvert. Þá er farið um fagrar sveitir og fyrir öllu séð við vægu verði. Mikið starf liggur á bak við slíkt ferðalag, sem hátt á 7. hundrað manns taka þátt í. — Engú var áfátt, ferðaáætlunin stóð eins og stafur á bók, svo að komið var til bæjarins nákvæm- lega á þeirri stundu, sem ráðgerð hafði verið. Forstöðumennirnir, sem af óeigingirni og áhuga hafa skipulagt allt svo sem bezt má verða, eiga vissulega þakkir skil- ið. Ferðalangarnir geyma í huga sínum minningar um fagran dag, fögur héruð og ágætt samf.erða- fólk. Þarna hittast gamlir kunn- ingjar, endurnýja kunningsskap sinn og ný vináttubönd eru tengd. Að ferðalokum sagði einn af elztu ferðamönnunum, að hann væri þakklátur fyrir tvennt: Að hafa lifað svo lengi að geta greitt atkvæði 9. júní og geta tekið þátt í þessu ferðalagL Hversu er ágrein- ingur kommúnista alvarlegi íur? Mynd þessi var tekin i Varðar-fer öinni. — Lrjósm.: V.S REYKJAVÍKURBREF Laugard. 6. júlí Framfarir og framkvæmdir livarvelna að líta Mörgum þykir gaman að sjá ó- kunn héruð, en mesta ánægju hafa þó rosknir menn af því að sjá að nýju fornar slóðir. Þá er fróðlegt að heyra lýsingar þeirra á breytingunum, sem á hafa orð- ið. Oftast eiga menn ekki nógu sterk orð til að lýsa því, hversu allt sé nú betra eða a.m.k. ásjá- legra en áður var. Til þess að sjá þann mun, þarf ekki heila manns ævi. Víða má merkja miklar framfarir, þó að ekki líði nema 2—3 ár á milli ferða. Borgar- fjörðurinn er að vísu af náttúr- unnar hálfu eitt fegursta hérað í landinu, en þar eru einnig nær allstaðar reisulegar byggingar, sem vel er við haldið og mikil ræktun. Þar er svo komið, að þeir staðir, sem eru illa umgengn ir, skera sig úr. A því þarf að verða bót. Með svipuðum hætti og borgarstjórn Reykjavíkur beit ir sér nú fyrir fegrun borgarinn- ar, þá þarf hver sveitarstjórn að gera slíkt hið sama í sinni sveit, eða ef menn kjósa heldur að stofna til þess fegrunarfélag, sem þá má ekki lognast út af. Fyrir ókunnugan ferðamann hefur það einnig mikla þýðingu, að við gatnamót við heimreið til bæjar sé skilti með nafni bæjarins. Inn- ansveitarmenn þurfa ekki á þessu að halda, hinir því fremur. Þetta litla atriði hefur meira að segja en menn í fljótu bragði átta sig á fyrir kunnugleika á land- inu og viðhald sögulegra minn- inga, sem flestar eru tengdar við byggð landsins frá fornu fari. Rafmagn og vegalagning Skemmtiferðir um landið eru raunar fyrst og fremst til ánægju þeim, sem í þeim taka þátt, en þótt í skyndi séu farnar hafa þær einnig dýpri þýðingu. Þær rifja upp sögulegan fróðleik og þar með arfleifð allra íslendinga. Þær auka samúð borgarbúa með sveitamönnunum. Á fögrum sumardegi fá borgarbúar raunar einungis að sjá hið fegursta, sem sveitirnar búa yfir. En einnig þá skilja menn örðugleikana, sem fjarlægðirnar skapa þeim, er I strjálbýli eiga heima. Menn kvarta undan lélegum götum í Reykjavík, og umhverfast, ef þeir verða rafmagnslausir nokkrar klukkustundir á ári. Ef þeir ferð- ast um sveitir landsins skilja þeir fremur, hvílík lífsnauðsyn fólkinu, sem þar býr, er að hafa sæmilega eða a.m.k. nokkurn veginn akfæra vegi heim til sín, og hvílík gjörbreyting til bóta það er að fá rafmagn heim á hvern bæ. Glöggskyggn maður sagðij að eins og nú væri komið, þyrftu sveitirnar síður að halda á aukinni ræktun heldur en góðum vegum og rafmagni. Þetta er sannarlega rétt. Greiðar sam- göngur og rafmagn um land allt er það, sem höfuðáherzlu ber að leggja á næstu árin. Kjaradómur Lögin um samningsrétt opin- berra starfsmanna og kjaradóm voru merkilegt nýmæli, tilraun, sem nú reynir á hvernig menn kunna að meta. Hingað til hafa kjör opinberra starfsmanna verið ákveðin með lögum, hina síðari áratugi að vísu eftir að samráð hefur verið haft við samtök starfs manna. Þeir hafa hinsvegar löng- um talið, að á sig væri hallað, þeir væru ætíð á eftir öðrum um kjarabætur og væru nú komnir I svo aftur úr, að ríkið væri ekki lengur samkeppnisfært um hæfa starfsmenn. Sennilega eru slíkar fullyrðingar nokkuð orðum aukn ar, því að opinberum starfsmönn- um hefur oft gleymzt að meta til fulls, þau hlunnindi, sem þeir hafa notið umfram aðra. Engu að síður er það rétt, að launakerfi ríkisins var hin síðari ár komið úr samræmi við almenn launa- kjör í landinu. Þess vegna urðu allir flokkar á Alþingi sammála um að veita hinum opinberu starfsmönnum samningsrétt og allir nema kommúnistar sam- þykktu, að kjaradómur skyldi skera úr, ef ekki semdist um kjörin milli-ríkisstjórnarinnar og starfsmanna. Um ákvörðun launa og annarra kjara skyldi byggt á almennum launum, svo sem þau hafa verið ákveðin milli launþega og vinnuveitenda, jafnframt því sem tillit skyldi tekið til sér- stöðu embættismanna, þ.á.m. sér- stakra krafna um menntun og á- byrgð, sem vandasömum störfum fylgir. Úrskurður kjaradóms hefur nú verið kveðinn upp. Að sjálfsögðu verða skiptar skoðanir um ein- stök atriði hans. Mestu máli skipt ir, að í þessari ákvörðun er byggt á þeim almennu launakjör- um, sem fyrir hendi eru. — Úr- skurðurinn gefur því ekki til- efni til almennra launahækkana, ef reynt væri í skjóli hans að knýja þvílíkar hækkanir fram, mundi jafnvægi að nýju verða raskað. Með því væri stofnað til nýs verðfalls krónunnar, sem eng um yrði til góðs, en myndi, eins og reynslan sýnir, bitna harðast á þeim, sem við erfiðust kjör eiga að búa. Hversu mikil liækkun? Menn velta því nú fyrir sér, hversu mikla hækkun opinberir starfsmenn hljóti samkvæmt á- kvörðun kjaradóms. Erfitt er að gera sér rétta grein fyrir þessu. Kjör verkamanna og iðnaðar- manna eiga samkvæmt ákvörðun kjaradóms að vera hliðstæð því, sem þessir menn mundu njóta samkvæmt kjarasamningum fé- laga sinna, ef þeir væru undir þá seldir. Þessir starfshópar hafa vafalaust eitthað dregizt aftur úr hjá ríkinu að undanförnu, en ekki svo að verulegu muni. — j Aðalbreytingin verður hjá hærri flokkunum .Það kemur af því, að undanfarið hefur mjög dregið úr launamismun hjá rikinu, með þeim afleiðingum, að munurinn er hér miklu minni en nokkurs staðar annars staðar þekkist. Enda hafa verið vaxandi örðug- leikar á að fá hæfa menn til þess að gegna a.m.k. sumum störfum í þágu alþjóðar. Þrátt fyrir þá hækkun, sem orð ið hefur hjá hærri flokkunum, verður launamunur samt minni hér en annars staðar, enda kvart- aði t.d. forseti Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson, yfir því á síðasta Alþingi, að alþingismenn hefðu alltof lágt kaup, miðað við aðra. Var svo á honum að skilja, að hann teldi að þingmenn ættu að hafa 3—4 sinnum hærra kaup en almennir verkamenn. Eftir ákvörðun kjara dóms sýnist eitthvað svipað hlut- fall vera á milli hinna hæstu og lægstu flokka. Ætíð hlýtur að vem látiarma hversu mikill launa munur eigi að vera. Erfitt er að láta þar öll kurl koma til grafar. Kauptaxtar einir segja ekki nema að litlu leyti til um hina raunverulegu af komu. Annars vegar kemur til eftirvinna og hinsvegar auka- greiðslur í ýmsu formi. Vitað mál er, að ýmsir opinberir starfs- menn hafa notið aukagreiðslna, sumir með fleiru en einu móti. Þessar greiðslur voru oft óhjá- kvæmilegar til þess að halda mönnum í starfi. Nú, eftir að við- horfin hafa breytzt, eiga þær ekki lengur við. Gera verður rækilega gangskör að því að koma nú á fullu samræmi, fella aukagreiðslur niður hvarvetna sem við verður komið. „Fyrst og fremst kommúnistar44 Svo að segja daglega berast nú utan úr heimi fregnir um ný og ný njósnamál. I þessum njósna- málum telst það til nýlundu, að sænskur herforingi hefur njósn- að fyrir Rússa, ekki vegna þess að hann væri kommúnisti, held- ur af því að hann fékk fé fyrir. En þó að slíkir keyptir njósnarar teljist nú til undantekninga, þá var gamla reglan sú, að njósnara var einmitt aflað með þeim hætti. Aðalregla kommúnista er hinsvegar, að afla sér njósnara úr hópi sinna eigin flokksbræðra og greiða þeim einnig fé fyrir njósnirnar í því skyni að ná á þeim enn betra tangarhaldi. Sí gilt dæmi um það er aðferð rúss nesku sendimannanna tveggja, sem vísað var hér úr landi í vet- ur, svo sem mönnum er enn í fersku minni. Svo andstyggilegar sem njósnir eru í hugum allra óspilltra manna, er rétt að gera sér grein fyrir því, að eiginlegar njósnir eru ekki nema lítill þátt ur í áróðursaðferð Sovétstjórnar innar. Til aukningar áhrifum sín- um treystir hún, auk vopnavalds, mest á kommúníska sannfæringu þegna annarra þjóðlanda. Krús- jeff mælti ekki út í bláinn, þeg- ar hann sagði í ræðu í Austur- Þýzkalandi sl. miðvikudag: „Við verðum að vera fyrst og fremst kommúnistar, því næst Þjóðverjar; fyrst og fremst kommúnistar, því næst Pólverj- ar; fyrst og fremst kommúnistar, því næst Rússar“. Slíkt er hugarfarið, sem fylgir kommúnískri sannfæringu. Það hugarfar er jafnt hjá kommún- istum á íslandi, í Austur-Þýzka- landi, í Póllandi og í Rússlandi. Ein af meginkenningum komm únista er sú, að þeir þykjast hafa fundið vísindalega lausn á öllum þjóðfélagsvandamáíum. Með því að beita hinni „vísindalegu“ kommúnísku kenningu á að vera hægt að leysa öll úrlausnarefni. Hinar grimmilegu deilur í Sovét- Rússlandi, réttarmorð, fjölda- handtökur og fangabúðir, sanna, að því fer fjarri, að hin „vísinda- lega“ kenning komi þar að miklu haldi. Skefjalausari valdabarátta hefur aldrei þekkzt í mannkyns- sögunni. Þessi sannindi duldust alltof mörgum, þangað til Krús- jeff taldi sér henta að ljóstra þeim upp. Klofningur í röðum kommúnista mátti þó löngu áður vera öllum augljós. T.d. þegar deilurnar hófust milli Títós og Sovétstjórnarinnar í Kreml. Þá fóru oft ófögur orð á milli. Það orðaskak var samt barnaleikur miðað við deilurnar, sem nú eru uppi milli Sovétstjórnarinnar og kommúnistastjórnarinnar í Kína. Ætlunin er sú, að þessa daga verði haldinn Sáttafundur til þess að reyna að leiða þær deilur til lykta. Ekki blæs þó byrlega með- an á undirbúningi sáttarfund- arins stendur. Hina síðustu daga. hefur soðið upp úr. Áður töluðu helztu höfðingjar illa um hvern annan undir rós, þó að allir skildu hvert skeytunum væri stefnt. Nú rétt fyrir sáttafundinn hafa þeir hætt allri tæpitungu og Sovétstjórnin vísað úr landi fimm Kínverjum, af því þeir gerðust svo djarfir að dreifa út sendibréfi, eða öllu helur skamm arbréfi um Krúsjeff og félaga hans, sem Kínakommar höfðu samið en Krúsjeff neitað að birta í rússneskum blöðw Misviðrasamt í kalda stríðinu Samtímis þessu bregður Krús- jeff ýmist á blíðmæli eða hótan- ir gegn lýðræðisþjóðunum. Hann lætur í öðru orðinu líklega um bann gegn helsprengjutilraunum og þykist vilja forðast nýja stór- styrjöld, en í hinu orðinu minnir hann kommúnista um heim allan á að þeir séu fyrst og fremst kommúnistar, hvert sem þjóðerni þeirra er. Hann tekur berum orð- um fram, að á okkar dögum verði Þýzkaland ekki sameinað nema undir sósíalískri, þ.e. komm únískri stjórn. Enn er of snemmt að segja hvað raunverulega vak- ir fyrir honum. Sjálfsagt er að kanna það til hlítar, því að einsk- is má láta ófreistað til þess að bægja ófriðarhættunni frá. Sú hætta er hins vegar engan veginn hjá liðin og líður ekki hjá, með- an kommúnistar halda völdum í verulegum hluta heims. Vel má vera, að Krúsjeff vilji einungis vegna innri valdabaráttu í Sovét- Rússlandi og fjandskapar við Kínakomma halda öllum dyrum opnum, þ.á.m. léita skjóls hjá Vesturveldunum, ef verulega slær í harðbakkann fyrir sjálf- um honum. Hitt er líka til, sem Kínakommúnistar ásaka hann fyrir, að undir hans stjórn sé Sovét-Rússland að fjarlægjast kommúnismann og sé smásaman að verða að lýðræðisþjóðfélagi. Ef svo er, eins og margir lýð- ræðissinnar telja að verða muni fyrr eða síðar, þá er þó víst að sú þróun á enn óra dangt í land. Trúið honiim vart Lýðræðissinna hefði aldrei til hugar komið að neita að birta bréf Kínakommúnista. í lýðræð- isþjóðfélagi hefði það verið talin sjálfsögð frumskylda, að allur al- mennin'gur ætti þess kost að kynnast slíku grundvallarskrifL Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.