Morgunblaðið - 12.07.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 12.07.1963, Síða 10
!0 toORCVlSBLAÐlÐ Fð«tudagur 12. júlí 1963 Svipast af síldartunnu Skyndimyndir ÞAÐ gleður augu Siglfirðinga að líta slíkan dag, sólheitan og lognbjartan, spegilsléttan fjörðinn tugi drekkhlaðinna síldarbáta, söltun á lfestum síldarstöðvum, annar á annir ofan. Ljósmyndari Mbl. gefur sér eilítið tóm frá framleiðslu störfum, til að mynda lífið og starfið í síldarbænum, í þeirri trú, að ritstjórn Mbl. telji framleiðslustörf til frétta af betra taginu. Myndin efst til hægri sýnir söltunarstöð Pólstjörnunnar, þar sem saltað er af kappi, vanar stúlkur að verki, sem skila góðu starfi, og vita, að skipshafnirnar vilja sem stytzt stanza í landi. Fremst sézt á færibönd löndunartækja Dr. Paul-verksmiðjanna, síðan söltunarstöðin, þá Öldubrjót- urinn, togari og saltskip, fjærst Siglunesið, sem lokar frá Siglufirði firðinum og gerir hann beztu höfn síldveiðiflotans. Hver söltunarstöð hefur síld armatsmann. Flestir eru þeir karlmenn en kvenfólkið hasi ar sér völl á flestum sviðum. Hér er matsmaður hinnar nýju söltunarstöðvar Óskars- síldar h.f., frk. Gígja Sveins- dóttir, (efri mynd t. v.), er Margrét SI 4 færði stöðinni hennar fyrstu síld á þessu sumri. Myndin nest t.v. er einn- ig frá Margrétarsöltun Óskars síldar. Fréttagildi hennar ligg ur í færibandinu, sem flytur síld úr skipi í kassa, upp í hendur síldarstúlknanna. — Framleiðandi er Klettur, Hafn arfirði. Þessi færibönd eru sjálf framtíðin í síldarsöltun. Myndin neðst t.th. sýnir löndun söltunarsíldar úr síld- veiðiskipi. Og myndin í miðju t.h. sýn- ir fyrirbæri, sem er að hverfa af sjónarsviðinu, nótabátinn, sem elti hvert síldveiðiskip fyrir 2—3 árum, en hefur nú fengið hvíldina, vegna til- komu aukinnar tækni. En jafnvel gamlir snurpunótabát- ar vilja gera sitt gagn í þjóð- félaginu, sérstaklega á Siglu- firði, þar sem allir taka þátt í önnum sumarsins. Þessi gamli bátur hefur einfaldlega hvolft sér ofan myndarlegs hænsnahúss, fengið sér hurð og glugga, samlagazt landslagi og umhverfi og hýsir nú 3— 400 hænsnaunga, væntanlegar varphænur fyrir síldverkun- arfólk, sem ekki veitir af fjörgandi fæðu í síld og sól á EiglufirðL — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.