Morgunblaðið - 12.07.1963, Side 12

Morgunblaðið - 12.07.1963, Side 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Föstuáagur 12. júlí 1963 .mntMáfrift Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að5.]stræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjaid kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. AF ÞEIM STAFAR ÓFRIÐARHÆTTAN Dipldmataskóli í Þannig undirbúa Rússar njósnadiplómata sína að var einræðis- og of- beldisstefna þý2ku nazist anna, sem hleypti af stað ann- arri heimsstyrjöldinni. Af henni leiddi meiri eyðilegg- ingu og ógæfu en nokkurri annarri styrjöld veraldarsög- unnar. En þrátt fyrir hina ógn- þrungnu reynslu mannkyns- ins af síðustu styrjöld var henni varla fyrr lokið, en nýj- ar ófriðarblikur sáust á lofti. Nazisminn hafði að vísu verið að velli lagður. Hann hafði enga aðstöðu til þess að ógna friði og öryggi í heiminum með nýjum ósköpum. Hinni brúnu hættu hafði verið bægt frá. En rauða hættan vofði enn- þá yfir. Einræðis- og ofbeldis- stefna kommúnismans hefur allt frá því að síðari heims- styrjöldinni lauk verið hinn skelfilegi skuggi, sem grúfði yfir gjörvöllu mannkyni. Þeg- ar lýðræðisþjóðimar afvopn- uðust og hermenn þeirra hurfu undan vopnum til þess að taka upp friðsamleg störf í þágu uppbyggingar þjóðfé- laga sinna, héldu Sovétríkin áfram tröllauknum vígbún- aði og létu sinn Rauða her svipta hverja þjóðina á fætur annarri frelsi og sjálfstæði. Þegar þannig var komið hófst nýtt vígbúnaðarkapphlaup, sem síðan hefur staðið, tryllt- ara og óviðráðanlegra en nokkru sinni fyrr. Óttinn við helsprengjur kjarnorkualdar- innar hefur sett stöðugt vax- andi svip á líf mannkynsins. Öllum hugsandi mönnum er það í dag ljóst, að ófriðar- hættan í heiminum stafar fyrst og fremst af hinum al- þjóðlega kommúnisma. Frum kvöðla hans, Rússa og Kín- verja, greinir að vísu nokkuð á um það, hvernig heimurinn skuli lagður undir hið komm- úníska skipulag. Kínversku kommúnistarnir eru reiðubún ir til þess að útbreiða stefnu sína með styrjöldum og mann vígum, ef á þarf að halda. Rússarnir segjast hinsvegar vilja gera það með friðsam- legum hætti. En takmark beggja er hið sama, að afnema persónulegt frelsi einstakl- ingsins og leggja fjötur harð- stjórnarinnar á mannkynið. Það er þessi hótun um frelsis- rán hins alþjóðlega kommún- isma, sem veldur ófriðarugg um víða veröld í dag. Innst inni þráir hver ein- asti maður frið og öryggi fyr- ir sig, fjölskyldu sína og þjóð sína. Fólkið í kommúnista- löndunum vill líka frið, ekki síður en fólkið í lýðræðis- ríkjunum. En austan við járntjald og bambustjald veit fólkið ekkert, hvað er að ger- ast í hinum frjálsa heirrii. Það er lokað inni í þrælakistu hins alþjóðlega kommúnisma. Það er hægt að telja því trú um hvað sem er, líka það að hinn frjálsi, lýðræðissinnaði heim- ur sé að undirbúa gereyðing- arstyrjöld á hendur kommún istaríkjunum og fólki þeirra. Það er þessi skelfilega van- þekking, sem skapar komm- únistum aðstöðu til þess áð sá sæði haturs og óvildar í hugi fólksins í þeim heimshlutum sem þeir ráða. Og vanþekk- ingin er ævinlega uppspretta ógæfunnar. AUKINN G/S7/- HÚSAKOSTUR ITér í blaðinu í gær var skýrt ■*"1' frá því, að í Reykjavík væru nú samtals 309 gistiher- bergi með um 534 rúmum. — Gistihúsakostur höfuðborgar- innar hefur þannig aukizt verulega, fyrst og fremst með byggingu Hótels Sögu í Bændahöllinni. Er nú svo komið, að sæmilegur gisti- húsakostur er orðinn í Reykja vík, enda þótt búast megi við þörf fyrir aukið gistihúsrými á næstu árum. Ferðamanna- straumurinn til landsins eykst stöðugt og gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar af erlend- um ferðamönnum verða meiri með hverju árinu sem líður. Fyrir frumkvæði núver- andi ríkisstjórnar hefur verið veittur aukinn stuðningur til þess að útbúa skóla sem gisti- húsnæði á sumrin. Hefur það únistum aðstöðu til þess að sá brýnni þörf. Engu að síður er mikill gistihúsaskortur víðs- vegar um land. Á fjölsóttum og fögrum stöðum þurfa á næstunni að rísa notaleg gisti hús af hóflegri stærð, ekki að eins vegna erlendra ferða- manna heldur íslendinga sjálfra, sem vilja geta ferðast um land sitt, gist sögustaði þess og notið náttúrufegurð- ar. Á næstunni hlýtur þess vegna að verða snúizt að því að koma upp gistihúsum úti um land. Fyrst þarf að reisa myndarlegt gistihús á Þing- völlum. Það verður að gerast á allra næstu árum. Er undir- búningur þess þegar hafinn. Notaleg og hreinleg gisti- hús í öllum landshlutum eru ekki aðeins nauðsynleg vegna heimsókna erlendra ferða- SUMARIÐ 1961 flúði austur-þýzk ur maður, Hans Schawohl, frá Moskvu til Vestur-Rerlínar. Hann hafði verið við nám í dipló mataskóla í Moskvu, og hefur nú skrifað endurminningar sínar frá náminu þar. Þessi diplómataskóli er í tengsl um við utanríkisþjónustu Sovét ríkjanna. Öll kommúnistaríkin austan járntjalds senda menn þangað til náms. — Hans Schaw ohl hóf nám sitt við skólann 1. september 1956. Allir skólanem- endur nema Rússar bjuggu sam an í húsi. Þar áttu oll kommún- Molotov var vinsæll af nemend- um, sem kölluðu hann Eystri- Dulles. istaríkin memendur nema Júgó- Slavía. Þarna voru menn af 64 þjóðernum er finnast innan komm únistaríkjanna t upph. hvers tíma var klappað fyrir prófessomum skv. óskrifaðri skipun. Lebedev prJfessor kenndi sögu Rússlands fram til ársins 1861. Hann hélt því fram, að zar-tímabilið hefði verið undirbúningstími fyrir kommúnismann. Á fyrsta ári nemendanna var túlkað fyrir þá en síðan fór öll kennsla eingögu fram á rússnesku, enda var kunn átta í málinu þá skilyrði. Auk* venjulegs háskólanáms urðu nemendur að læra her- mennsku. Aðalkennari var Vit- vitzky ofursti. Kennarar í „stra- tegí” og „taktík” voru yfirmenn úr herforingjaráðinu. „Heræfing ar“ fóru fram í stórum sandköss um, þar sem landslag var útbúið Það sýndi ávallt innrás á vestur- þýzk landsvæði! Maður að nafni Sisman kenndi sögu rússneska kommúnistaflokksins. Nemendur urðu þess áþreifanlega varið, að það, sem þeim var kennt um Sovétríkin, féll ekki saman við það, sem þeir höfðu dagega fyr- ir augum og kynntust. Hefðu þeir orð á því, eða spyrðu „ó- þægilegra“ spurninga, tilkynnti Sisman það þegar í stað til leyni- lögreglunnar, og síðan hurfu nem endurnir. Skólareglurnar voru strangar. Kæmu nemendur of seint í tíma þrisvar sinnum á ári, var það á- stæða til þess að reka þá úr- skólanum. Rektor skólans var Röshenko. Annan hvern dag voru nemendafundir á vegum flokks- ins, þar sem nemendur voru gagn rýndir og gagnrýndu hver annan fyrir ranga breytni. Stundum gátu menn fengið leyfi-til þess að fara út af skóla- lóðinni. Tékkneskur nemandi fékk bæjarleyfi eitt kvöld, en manna og til þess að skapa þjóðinni auknar gjaldeyris- tekjur. Þau eru menningar- atriði, sem íslendingar kom- ast ekki hjá að leggja rækt við frekar en aðrar siðmennt- aðar þjóðir. kom aftur á sportbuxum einum saman. Hafði hann lent í bófa- höndum. Miðuðu ræningjarnir á hann skammbyssum og létu hann afhenda sér öll fötin nema bux- urnar. Nemendur, sem ekki voru frá Sovétríkjunum, spurðu þá, hvernig á því gæti staðið, að þ^.ta gæti komið fyrir þar sem kommúnistamórallinn væri á jafn háu stigi. Kennararnir svör- uðu því til, að allt fólk væri ekki enn komið yfir hin fasistísk-kapí talistísku áhrif striðsins. — Schaf wohl kveðst einnig furða sig á því, að í þessu svokallaða há- menningarlandi skyldi fólk sofa á götunum og virtist hvergi eiga heima. Allir vissu,-að mikið var um morð, nauðganir og rán á götum Moskvu, en blöðin minnt- usi aldrei á það. Leynilegar kennslubækur Nemendur voru látnir lesa bandarísk og ensk dagblöð, en enginn mátti tala um efni þeirra Leynilögreglan tók skriflegt lof orð af hverjum nemenda þess efnis, að þeir mundu ekki segja neinum frá því, sem þeir læsu í þeim. Einnig voru nemendurnir látnir lesa laynilegar kennslubæk ur í njósnum, sálfræði og yfir- leitt öllu viðkomandi njósnum. Nemendurnir voru látnir heita því skriflega við leynilögregluna að þeir lébu óviðkomandi fólk aldrei komast í bækur þessar, og að þeir minntust aldrei á þær við nokkurn mann. í hverri viku komu háttsettir menn úr utanríkisþjónustunni eða frá flokknum og héldu fyrir lestra við skólann. Þangað komu menn eins og t.d. Mikojan, Kuz- iov, Kuusinen, — og áður einnig Molotoff. Töluðu þeir um utanrík ispólitík Sovétríkjanna. Molotoff kölluðu nemendurnir Eystri-Dull es. Þegar hann talaði, var áheyr endasalurinn jafnan fullur. Mik- ojan og Kozlov voru ekki vin- sælir. Molotoff var vanur að svara öllum spurningum, en Kozlov og Mikojan höfðu í hót- unum við nemendur, sem komu með spurningar, er þeim voru ekki að skapi, og neituðu að svara eða komu sér hjá því. Rud enko saksóknari talaði um réttar höldin í Núrnberg. Kommúnistaforingjar frá aust- antjaldslöndum komu stundum og töluðu í skólanum. I nóvem- ber 1960 kom Akibal Escalait frá „verkalýðsflokki“ Kúbu. Sagði hann, að á Kúbu hefði ver ið gerð sósíalistisk bylting, og Castro væri kommúnisti. Eftir ræðu hans steig Sergejev prófess or í stólinn og kvað Escalant hafa rétt fyrir sér. Krúsjeff hefði haldið því fram, að byltingin á Kúbu væri þjóðleg lýðræðisbylt ing til þess að blekkja vesrænar þjóðir. í skólanum vOru 1800 stúdentar við nám. 40% þeirra voru ekki frá Sovétríkjunum. Námið tók sex ár. Á árinú 1958 var hætt að taka við kinverskum nemendum. Þeir, sem fyrir voru í skólanum, voru sendir heim til Kína, en þeir, sem höfðu trúnað Rússa, gátu fengið að vera áfram, ef þeir afsögðu sér kínverskum rík- isborgaraarétti en tækju rússnesk an upp í staðinn. í skólanum voru þrjár deildir. Vestur-deild, austur-deild og utanríkisviðskiptadeild. í þeirri síðast nefndu var kennd enska, franska, spanska og kínverska. Ef þrír nemendur vildu læra eitt- hvert mál að auki, var þeim það heimilt og fengu þá kennslu í því. Meirihluti þeirra, sem kenndu tungumál, voru útlending Mikoyan var óvinsælL ar, þ.e. ekki Rússar. í lok náms ins varð hver nemandi að skila ritgerð um sérgrein sína. Fyrir ritgerðina fengu þeir 300 rúblur að launum. — Rússnesku nemend urnir voru mjög illa að sér 1 mannkynssögu. Milli 800 og 1000 nemendur bjuggu í heimavist skólans, og voru þrír um hvert herbergi. Kínverjar voru mjög áhugasamir kommúnistar og duglegir nem- endur. Nem. máttu lesa í her- bergjum sínum til miðnætis, og klukkan þrjú var þeim heimilt að byrja aftur, svo að nætur- svefninn gat farið niður í þrjá tíma hjá sumum (ef herbergis- félagar vildu lesa á mismunandi tíimum). Allir nemendur, bæði heimavistarnemendur og aðrir, urðu að klæðast bláum búningi í skólanum. Á fimmta og sjötta námsári lærðu nemendur sögu Vestur- landa á árúnum 1900—1939, ríkis skipulag Englands, Frakklands, Bandaríkjanna, Vestur-Þýzka- lands, Ítalíu, Indlands, Indónesíu og Japans. Hver nemandi verður að kunna góð skil á stjórnarskrá a.m.k. .tveggja kapítalistiskra ríkja. Þjóðarétt kenndi Krölov prófessor, en hann var dómari við Haag-dómstólinn. Þegar hann lézt, kom í hans stað kona, sem heitir Modshorjan. BÚn gat. tal- að tíu tungumál. Á stríðsárun- um var hún forseti herréttarina í Moskvu. Rússamir fóru til Kúbu 1961. Þegar byltingin hófst á Kúbu voru margir háttsettir menn úr sovézka hernum sendir þangað. Með þeim fóru margir túlkar, sem teknir voru úr skólanum. Þeir voru sendir um Afríku til Kúbu. Þessir menn máttu ekki raka sig, heldur áttu þeir að líkjast sem mest Castro-sinnuna á Kúbu. Foringjarnir úr sovézka hernum, sem fóru til Kúbu, 300 til 350, voru allir borgaralega klæddir. Þessir menn voru send- ir til þess að skipuleggja kú- banska herinn og kenna mönn- um Castros meðferð tékkneskra og sovézkra stórskotaliðsvopna og skriðdreka. Menn þessir fóru frá Moskvu 28. apríl 1961 me3 sárstakri járnbrautarlest. Að loknu námi er ákveðið. hvert senda skuli nemendurna. Þá verða þeir að læra sér- staklega sögu og mál þess lands, sem þeir eiga að starfa í. Mörg sjálfsmorð vegna hins stranga aga. Hver nemandi verður að dvelj. ast sex vikur í sendiráði Sovét- ríkjanna í því landi, þar sem honum eru fyrirhuguð störf i framtíðinnii. Á þeim tíma á hann að kynnast starfinu. Nemend- urnir fengu allir liðsforingjatit- il að námi loknu. Mörgum nemendum var sagt, rétt fyrir námslok, eftir strang. Frh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.