Morgunblaðið - 12.07.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.07.1963, Qupperneq 20
20 J!iORGVNBLAÐIÐ r Föstudagur 12. júlí 1963 HlllOtRT FOOTMER: H Æ T IJ L E G IJ R FARMUR — Nei. Frú Storey sneri sér að Les Farman. — Ég sting upp á því, skipstjóri, að iæknirinn sé lokað ur inni. Það er greinilegt, að hann hefur myrt Horace Laghet, eða veit að minnsta kosti, hver gerði það. Við getum sent lög- reglunni í New York skeyti og beðið hana að hitta okkur í sótt- varnarstöðinni. Þá gafst Tanner upp. Nei, nei! æpti hann. — Ég gerði það ekki. Eg skal segja ykkur frá því öllu. Þessi sprauta fór úr mínum vörzlum í gær. — Og hver fékk hana? — Adrian. — Jæja, sagði frú Storey. Það var nú einmitt það, sem ég hef verið að dorga eftir. XXIII. kafli Nú varð hádegisverðarhlé. Hvað sem á gengur, verður að borða um hádegið. Ég varð sjálf að fá minn mat út að 9undlaug- inni, af því að ég varð að vera þar á verði, til þess að gæta þeirra verksummerkja, sem þar voru eða kynnu að vera. Við gát- um aldrei vitað, hverjir voru á móti okkur og hverjir með, þarna um borð. Meðan ég var að maula sam- lokurnar mínar kom Martin Coade niður stigann til mín, tin- andi að vanda. — Halló Pink! sagði hann. Hann var farinn að kalla mig þessu gælunafni. — Þú ert ekki lengi að borða, sagði ég. — Hvernig ætti maður að geta étið, sagði hann og veifaði hendi — Eg hélt að þú yrðir frá þér í þessu sláturhúsi hélt hann á- fram og horfði kring um sig — og þessvegna kom ég til þín. — Það var hugulsamlegt af þér sagði ég þurrlega. — Þetta tilstand hefur alveg gert út af við mig sagði hann og stráuk hendi yfir andlitið á sér. Martin kunni svo vel að leyna ðllum tilfinningum sínum að mér leið alltaf hálfilla í návist hans. Þarna vissi ég ekki hverju svara skyldi. — Þú heldur að ég sé alveg til finningalaus eða hvað? — Ekki beinlíinis það sagði ég — en þú hefur tekið upp á alveg sérstakri framkömu. Sannast að segja þekki ég þig alls ekki. — Og ég er alveg eins og manneskja Pink. — Hætt er við. En þú ert alltaf að tina með augunum til þess að leyna tilfinningum þínum. Hann hló lágt. — Þetta hefur frúin bent þér á! — Áttu við að ég hafi ekki haft vit á að finna það út sjálf? — Þér hefur víst aldrei dottið það í hug, að einkaritari mill- jónara verður að gera svo vel og læra að leyna tilfinningum sín um. f — Eg skil, hvað þú átt við, en nú er ég bara ekki húsbóndi þinn — Eg kann vel við þig, Pink, sagði hann. Hann hló. — Þú ert nú annars ekki falleg, en þú hefur nóg af súrefni í þér. Þó að ég ásetti mér að reiðast ekki hafði Martin alltaf lag á að hleypa mér upp áður en lauk. Hann var ljótur maður, en þessi rósemi hans gerði mig alltaf óró lega. Og hann var fjandans vel greindur. Eg vildi engu svara honum og hann lallaði frá mér, áleiðis að fimleikasalnum. — Farðu ekki þarna inn sagði ég. — Hvers vegna ekki? — Skipun. — Gildir hún fyrir mig? spurði hann hissa. — Það veit ég ekki, en þú ferð ekki þarna inn fyrr en ég hef fengið að vita það. Hann sneri frá hurðinni. — Hvaða sönnunargögn þykist frú in hafa þarna inni? — Það veit ég ekkert. — Hvað finnst þér um __________ glæpastarfsemi, Pink Eg botna ekki í henni upp eða niður. — Sama hér. — Frúin hlýtur að hafa ein hverja sérstaka skoðun á þessu, sem hún er að reyna að sanna. — Mjög trúlegt, sagði ég, — en hún segir aldrei neinum frá kenningum sínum, fyrr en hún hefur sannað þær. — Öll böndin berast að Adri- an, en mér finnst bara ekki, að annar eins hreggviglópur gæti hugsað út svona ráðagerð. — Hver veit nema Adrian hafi eins og fleirum, tekizt að leyna sínum rétta innra manni, sagði ég. Martin rak upp þennan hljóm- lausa hlátur sinn, sem var í raun inni engin hlátur, heldur bara kippir í andlitinu. — Bravó, Pink En í alvöru að tala, Pink, furðar mig á því að hún skuli ekki beina athyglinni að Emil hinum unga. Ef hún er að lfeita að tilgangi, þá hefur hann meiri ástæðu til þess arna en nokkur annar. Við dauða Horace fær hann ekki aðeins stelpuna, heldur lika peningana! Eg benti honum á, að Emil og Celia hefðu alls ekki sézt fyrr en þau komu um borð, og að sam særið hefði verið stofnað áður en vio lögðum af stað. — Hver veit þá nema um tvö samsæri sé að ræða, sagði hann kæruleysislega. Eg vildi ekki láta draga mig inn í neinar umræður um málið, og svaraði því engu. Martin hélt áfram að tala um hitt og þetta a . þangað til hitt fólkið fór að tinast að, niður stigann. Það var komið með borð ofan úr salnum, til þess að mér væri auðveldara að skrifa niður það, sem fram færi. Þegar frú Storey settist niður við það, við hliðina á mér, og ég hafði lagt minns- t kina mina á borðið, fór þetta að lita út eins og réttarsalur. Hitt fólkið sat á marmarabekkjunum upp við vegginn, eða stóð fyrir neðan stigann. Jim gamli, háset- inn, var nú mættur til að bera vitni. Jafnskjótt sem komið var með Adrian úr fangelsi hans, tók hann að jarma um sakleysi sitt. — Það er fúlmennska að saka mig um bróðurmorð! Og heimsku legt! Eg var lokaður inni, þegar það skeði. — Gott og vel, sagði frú Stor- ey. — Þú færð bráðlega tæki- færi til að verja þig, en fyrst ætla ég að leggja nokkrar spurn ingar fyrir lækninn. Tanner var nú búinn að jafna sig af mestu hræðslunni. Þoku- kenndu, útstæðu augun, sem gátu ekki látið neina tilfinningu í ljós ollu þvi, að hann sýndist vera að ljúga, hvort sem hann' var að þvi eða ekki. Þegar frú Storey spurði hann, hvernig sprautan hefði komizt í hendur Adrian, sagði hann. — í gær, eftir hádegisverð, kom Jim gamli í lækningastofuna til m.'n og sagði, að Adrian væri veikur og vildi tala við mig. Hann sagði, að skipstjórinn hefði gefið leyfi til þess, með því skil- yrði, að hann — Jim,,— væri inni hjá okkur á meðan. Svo að ég fór með honum. Jim stóð í dyrunum á herbergi Adrians, en hann gat ekki heyrt, hvað okkur fór á milli. — Adrian var kolbilaður á öll u... taugum, en annað gekk ekki að honum. Hann sagði mér, að hann væri alveg að niðurlotum kominn, og mundi falla alveg saman, ef hann fengi ekki skammt af kódeíni. Hann sagðist vera vanur að fá það í sprautu og hefði nóg af því, en hefði brotið sprautuna sína, og vildi fá aðra í staðinn. Eg sagðist verða að fá leyfi skipstjórans, en Adri an grátbændi mig um að segja ekki frá því, að hann væri eitur lyfjaneytandi, svo að ég lofaði honum því. — Hvað bauð hann yður mik ið fyrir? spurði frú Storey. Augun ætluðu út úr Tanner. — Það er ekki ætlazt til, að ég taki borgun af mönnum hér um borð, sagði hann lágt. — Eg er ekki að spyrja að því heldur að hinu, hvað þér fenguð í þetta sinn. — Ekkert. — Haldið þér áfram. ■— Eg fór aftur inn í lækninga stofuna og náði í sprautuna og einnig nokkrar meinlausar töflur. Eg sýndi Jim töflurnar, sem ég ætlaði að gefa Adrian, en skaut að honum sprautunni um leið og ég kvaddi hann með handabandi, þegar ég fór. — Og hvað var meira með sprautunni? — Ekkert! svaraði Tannar æst ur. — Ekkert nema nokkrar sóda töflur. Eg sver það! .... Nú, eí Horace hefur. verið drepinn með þessari sprautu hefur orðið að nota eitthvert eldsterkt eitur. Og ég hef ekkert slíkt í minu apó- teki. Þér getið rannsakað það. Eg þekki ekki einu sinni neitt eitur, sem er svona fljótvirkt. — Yið komum að þvi seinna, sagði hún rólega. — Ef þér eruð heiðarlegur maður, hversvegna sögðuð þér mér þá ekki þetta st. _x þega'r ég var að spyrja yð ur — Eg vildi ekki taka á mig. þá ábyrgð að fara að ásaka Adri an, tautaði hann. — Þér eigið við, að yður hefur verið borgað fyrir að halda yður saman? Tanner drap höfði. — Þetta sannar ekkert, greip Adrian fram í með æsingi. — Eg get hæglega gert grein fyrir þessu öilu. — Ekki er að efast um það, svaraði frú Storey þurrlega. En bíddu andartak.... Jim! Hafið þér sama að segja og læknirinn um þessa sjúkravitjun? •— Já, frú, en ég vissi bara ekk ert, að læknirinn hefði afhent honum neitt. — Nei, vitanlega vissuð þér það ekki. — Eg hefði betur verið þama viðstaddur sjálfur, sagði Les Far- man og hleypti brúnum. — En ég var bara svo önnum kafinn. Og mér fannst ekki ég geta látið manninn bíða til óþarfa eftir læknishjálpinni. — Við skulum sleppa því, sagði frú Storey. — Það verður ekki við öllu séð.... Jim! Fékk Adrian Laghet nokkra aðra heim sókn? — Nei, frú. Ekki nema skip- stjórans og mína. — Lofaðu mér að útskýra þetta, sagði Adrian. — Gott og vel. Komdu með skýringuna. — Það sem læknirinn sagði, er ekki nema dagsatt, sagði Adrian með ákafa. Eg bað um sprautuna til þess, sem hann sagði og hann kom með hana til min. Eg hafði kódeínið sjálfur. — Var ekki leitað á honum þegar hann var lokaður inni, skip stjóri? — Jú, frú. Eg get svarið, að hann hafði hvorki kódeín né neitt annað á sér þá. — Það var í snyrtitöskunni minni, sem mér var færð seinna, sagði Adrian. — í leynivasa í henni. Húsmóðir mín leit spyrjandi á Les. — Eg efast um það, sagði hann — Eg rannsakaði töskuna sjálfur — Við skulum sleppa þvi i bili. Aðalatriðið er hitt, hvernig sprautan hefur komizt hingað niður í laugina. — Það er ekki sú sama, svar- aði Adrian einbeittur. — Einmitt. Geturðu þá komið með sprautuna, sem þú fékkst hjá lækninum? — Nei, ég fleygði henni út um gluggann. Frú Storey lyfti brúnum. — Jæja, svo að þú fleygðir henni út um glugga. Til hvers gerðirðu það og vera nýbúinn að vera vit laus að ná henni? — Ja, ég fór að hugsa málið ná.iar sagði Adrian hátíðlega, — og ég varð hræddur við þetta vald, sem lyfið var búið að fá á mér. Eg ásetti mér að þola hvað sem væri heldur en láta það ná fullu valdi á mér. Og svo fleygði ég sprautunni út um gluggann. Hún er nú á mararbotni. — Það var mjög svo lofsvert, sagði frú Storey með uppgerðar samúð. — Svo að þú varst far- inn að verða veikur fyrir lyfinu Adrian var fæddur ' lygari. Stóru, brúnu augun ranghvolfd- ust eins og af kvöhun. — Það var hræðilegt! stundi hann. Þessi löngun! Eg barðist við hana, en hún varð mér yfirsterkari. Eg var farinn að missa alla sjálfsvirð- ingu! Svo kom vonarsvipur á and litið. — En ég held, að ég sé nú kominn yfir það versta. Eg hef ekki snert við því í þrjá daga, og löngunin er ekki eins sterk og áður. íiltltvarpiö Föstudagur 12. Júlí. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna*4: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Harmonikulög. — 178:50 Til« kynningar. — 19:20 Veðuríregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guð* mundsson og Tómas Karlsson). 20:30 „Shéhérazade", lagaflokkur eftir Ravel (Victoria de los Angel^ e« syngur við undirleik hljóm« sveitar). 20:45 Frásaga: Stjörnuhrap (Gunnar Róbertsson Hansen leikstjóri) 21:06 Tónlist fyrir trompeta og hljóm sveit eftir Vivaldi og Purcell (Roger Voisin ug Armando Ghitalla leika með Unicorn hljómsveitinni; Harry Ellis Diclg son stjórnar). 21:30 Útvarpssagan: ,Alberta og Jakob* eftir Coru Sandel; XIV. (Hann« es Sigfússon). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn 1 Al« aska'* eftir Peter Groma; XII. (Hersteinn Pálsson). 22:30 Menn og músik; U. þáttur: Tjaikovsky (Ólafur Ragnar Grímsson hefur umsjón á hendi) KALLI KUREKI - * 7< - Teiknari: Fred Harman „Ég held ég ætti að hreinsa til í kofa þess gamla. Hvort sem hann komst undan, eða var gripinn, þá þarf hann ekki á honum að halda framar. Skítug föt, skítugir diskar, óumbúið rúm. Enginn nema gamall piparsveinn gæti skilið svona drasl eftir sig“. „Hæ, frænka.“ „Hvað í ósköpunum ert þú kominn aítur?“ i 1JS DaffKkrirlAk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.