Morgunblaðið - 12.07.1963, Side 22

Morgunblaðið - 12.07.1963, Side 22
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 12. júlí 1963 Akureyringar unnu bæjarkeppni í goifi 71 árs gamall maður í öldungakeppninni GOLFMEISTARAMÓT íslands og Golfþingið hófst í gærmorg- un á Akureyri. Var golfþingið sett kl. 10 og stóð til hádegis. Mörg ir.íl golfmanna voru rædd og við stjórnarkjör var stjórn Golfsambandsins endurkjörin, en hana skipa: Sveinn Snorrason forseti, Halldór Magnússon gjald keri, Stefán Árnason ritari og Lárus Ársælsson meðstjórnandi. Akureyri vann hæjakeppni í gær fór einnig fram bæja- keppni miMi Akureyrar, Reykja- víkur og Vestmannaeyja og var keppt í 6 manna sveitum, 18 hol- ur. — Úrslitin urðu þau að Akur- eyri sigraði með samtals 511 Ihögg. Næst varð sveit Reykja- víkur með 526 og Vestmanna- eyingar með 568 högg. Lægstan höggatfjölda af kepp- enduim í bæjakeppninni hafði Óttar Yngvason Rvik 80 högg, Magnús Guðmundsson Akureyri 81 högg, Gunnar Sólnes 83, Her- mann Ingimundarson Akureyri 84 og Pétur Bjarnason Reykja' vík 84. -ár Öldungakeppni Kl. 1.30 síðdegis hófst keppni öldunga og vakti það athygli hversu liprir og duglegir aldnir garpar voru. Við vitum ekki um aldur alira, en Helgi Skúlason er 71 árs og varð fjórði. Ekkert eýnir betur en þetta að goitf er tfyrir fólk á öllum aldri. Úrslitin í öldungakeppninni urðu þau að án forgjatfar sigraði Haildór Magnússon, Reykjarvik, með 104 högg, Jón Guðmunds- son, Akureyri, varð annar með 105, Jón G. Sólnes, Akureyri, 107 og Helgi Skúlason, Akureyri, 109. Með forgjöf líta úrslitin svo út: Jón Guðm. Ak. 89, Halldór Magnússon 92 og 3.-4. Helgi Skúlason og Jón Sólnes 93. >að var mjög kalt á Akureyri 1 gær, á að gizka 4—5 stig og strekkingshvasst að norðan. — Hetfur það án efa háð keppend- um nokkuð, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins. ÞESSAR myndir eru frá frjáls íþróttamóti IR í fyrrakvöld þar var hörkukeppni í nokkr um greinum og bráðskemmti leg, þá árangur yrði af ýms- um sökum ekki á afreksmæl kvarða. Á efstu myndinni má sjá úrslitin í 100 m hlaupinu Þar var slík keppni að líkar til stórmóta erlendis. 2/10 úr sek skildu fyrstu fjóra menn. Valbjörn sigraði, kornungur KR-ingur Einar Gíslason varð 2., Skafti Þorgríms (næstur) yfir á undan Úlfari Teitssyni og síðan Bandaríkjamaður John Hill og Gestur Einars- son. Á minni myndinni sézt Kristín Kjartansdóttir IR er keppir í langstökki kvenna. Það • leynir sér ekki að hún leggur sig fram — eins og á að gera í íþróttum — enda náði hún góðum árangri af byrjanda að vera. Þá eru úrslit í 100 m hlaupi sveina. Þar varð hörkukeppni Jón Þorgeirsson IR sigraði og Geir V. Guðjónsson IR (nær) er á sama t'nia en Jón Þor- grímsson IR er þriðji. Fáir œtla að Patter- son geti sigrað Liston Bardarískir hnefaleikaunnendur heimta Cassius Clay gegn Liston KEPPNIN milli Floyd Patter son og Sonny Liston um heims meistaratitilinn sem fram fer 22 júlí í Las Vegas virðist ætla að verða hálfgert hneyksli. Þó auglýsingalúðrar iu blásnir af fullum krafti, hafa aðeins fáir miðar selzt og flest kvikmyndahús hafa hafnað tilboði um kaup á sjón varpsrétti til að sýna leikinn um leið og hann fer fram. Sökin er Floyds Pattersons, Enginn spáir því að hann hafi minnstu möguleika til að sigra — Látið Cassius Clay skipta um hlutverk við Patt- erson skrifa bandarísku blöð- in. Það er „titil-bardagi" milli Liston og Clay sem fólkið vill sjá. Þannig segir Politiken frá og heldur áfram. Trúir ekki á sjálfan sig Það undarlegasta er að Patt erson hefur enga trú á að hann muni sigra. — Eg er hræddur við Liston hann er svo risavaxinn og höggkraftur hans er svo mik ill. En ég held að ég muni standa mig miklu betur en síðast. En það eru ekki margir sem samþykkja þá trú hans, og meðal þeirra er hinn gamli heimsmeistari Joe Louis. — Það er engin ástæða til að ætla að leikurinn nú verði öllu lengri en síðast, segir Louis. Patterson er búinn að vera og það ætti honum að vera Ijóst sjálfum. Nafn Ingemars notað á auglýsingunum Þegar Liston vann titilinu af Patterson stóð bardaginn 2 mín og 6 sek. Samt hamra auglýsingaagentar Pattersons á því að Floyd verði fyrsti maðurinn til að endurvinna heimsmeistaratitilinn tvívegis og er ákaft vitnað í kappleiki hans þrjá við *ngo Johanns- son. Fæstir láta sannfærast. Miðasala.i er bezta sönnunin. Framh. á bls. 23 Innanfélags- mót KR FR J ÁLSÍÞRÓTT ADETLD KR efnir til innanifélagsmóts í dag kl. 17' á Melavellinum. Keppt verður í 80 m grindahlaupi kvenna, 110 m grindaihlaupi karla, 100 m hlaupi karla og kvenna, langsitökki, stangar- stökki, 800 m hlaupi og kúlu- varpi. Keppa í kvöid f GÆRKVELDI komu skozku strákarnir 16—18 ára, sem KR hefur boðið hingað til knatt- spyrnukeppni. Þeir voru kátir og glaðir, en hissa yfir birtunni. Þeir leika sinn fyrsta leik gegn KR í kvöld á Laugardalsvelli — en alls leika þeir hér 5 leiki. Skaiti upprennandi 400 xn hlaupari í GÆRDAG fóru fram tvær síðustu greinar frjálsíþróttamóts ÍR og var keppt í 400 m hlaupi og slegg’jukasti á Melavellinum. Náðist góður árangiur í báðum greinum. Sérstaka atlhygli vafeti 400 m hlaupið. Skafiti Þorgrímsson, ÍR, sigraði á 50.9 sekúndum, sem er nýtt unglingamet. Það gamla áttti hann sjáltfur frá því í lands- keppninni við Dani. Annar var Kristján Mikaelsson, ÍR, á 51.8, sem er hans bezti tími. Ga/bor, hinn ungverski þjáltf ari ÍR, lét svo um mælt etftir Ihlaupið, að miðað við aðstæð- ur (strekikingsvind) væri atf- rekið mjög gott og þýddi raunvarulega árangur undir 50 sek. Virðist Skatfti þarna hatfa fundið sína sérgrein. í sleggjukasti sigraði Þórð. ur B. Sigurðsson, 51.91, og Friðrik Guðmundsson kastaði 46.14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.