Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 2
TU O R C V TS B L A Ð 1 Ð Sunm'dagur 14. júlí 1963 Magnús nær öruggur Islandsmeistari í goifi GOLFMEISTARAMÓTINU var fram haldið í gær á Akureyri. Leika átti 36 holur í meistara- og 1. flokki og var því nær lokið að hálfu er blaðið hafði síðast frétt- ir að norðan, en prentunartími dagblaða er snemma á sumrin á laugardögum. Úrhellisrigning var á Akureyri fram að hádegi en þá hætti að rigna og fannst þá kylf- ingum sem góð skilyrði hefðu skapazt. ^ Öruggur sigurvegari Magnús Guðmundsson Akur- eyri virðist að hálfu móti loknu nær öruggur sigurvegari og ís- landsmeistari. Hann hefur 9 högga forskot. Óttar Yngvason var mjög óheppinn fyrst í morg- un en Gunnar Sólnes náði bezt lun árangri og vann sig upp í 2. sæti. Það vekur spenning og ánægju að mótsstjórn hefur komið fyrir hátalarakerfi og símakerfi um all an völl og er gefinn upp árangur manna eftir 5 holur eða um miðj an hring. Mótsstjóri er Sigurbjörn Bjarnason. Meistaraflokkur í morgun voru leiknar 18 holur (2 hringir) og er þá keppnin hálfnuð. Hér á eftir fara tölur úr ý. og 4. hing svo og samtals höggafjöldi hvers manns eftir 36 holur. Magnús Guðm. Ak 39 37 150 Gunnar Solnes Ak 37 37 159 Jóhann Eyjólfs R 43 40 167 Ragnar Steinbergs Ak42 39 168 Gunnar Konráðs Ak 40 43 168 Hermann Ingim. Ak 46 46 168 Ottar Yngvason R 47 44 168 1. flokkur í 1. flokki var aðeins lokið fyrsta hring af 4 er við höfðum fréttirnar eða samtals 27 holum. Nokkuð hafði greiðzt úr hinum jafna höggfjölda er keppendur Unglingamótið á Akureyri Unglingameistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri dagana 20, 21. og 22. júlí eftirtöldum greinum: 1. dagur: 100 m. hlaup, kúlu- varp, hástökk, 110 m. grinda- hlaup, langstökk, 1500 m. hlaup spjótkast og 400 m hlaup. 2. dagur: 200 m. hlaup, kringlu kcist, stangarstökk, 3000 m. hlaup sleggjukast, 800 m. hlaup, þrí- stökk og 400 m. grindahlaup. 3. dagur: 4x100 m. boðhlaup, 1000 m. boðhlaup, og 1500 m. hindrunarhlaup. Þátttökutilkynningar sendist Inga Árnasyni, Víðivöllum 4, Ak- ureyri í síðasta lagi 15. júlí n.k. höfðu eftir 18 holur en þó koma inargir til greina sem sigurveg- arar enn. Þarna er keppnin hörð ust á öllu mótinu. Höggafjöldi í 3. hring og sam- anlegður höggafjöldi eftir 27 hol ur fer hér á eftir. Svavar Haraldsson Ak Ing. Þormóðsson Ak Hafst. Þorgeirsson R Hallgr. Þorgeirs Vé Gunnar Þorleifs R Jóh. Guðmundsson Ak 42 131 42 132 45 135 46 136 47 137 49 138 137.740 tunnur saltaðar á SVIandi s.l. vetur að verðmæti 112 m. kr. * Ovissa um söltun I haust og vetur SIÐASTLIÐINN miðvikudag var haldinn hér í Reykjavík -aðal- fundur Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi. — Félagssvæðið nær frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða og eru meðlimir þess sildarsaltendur á þessu svæði. Jón Árnason, alþingismaður, Akranesi, formaður félagsins, setti fundinn, en fundarstjóri var Guðsteinn Einarsson, framkvstj. Grindavík. Formaður félagsins flutti skýrslu um síldarsöltunina á fé- lagssvæðinu síðastliðið starfsár, þ.e. frá hausti 1962 til vors 1963. í upphafi máls síns þakkaði hann ágætt samstarf við Síldarútvegs- nefnd og einkanlega við fram- kvæmdastjóra hennar í Reykja- vík, Gunnar Flóvenz. Síðan rakti formaður gang síld arsöltunarinnar á síðasta söltun- artimabili. Gat hann þess, að er síðasti aðalfundur kom saman, 12. júlí 1962, hefði ekki horft vel um síldarsöltun hér sunnanlands. Þegar á leið sumarið hafi þó svo vel rætzt úr, að þrátt fyrir það, að ekki hafi tekizt að selja neina saltsíld til Rússlands, hafi verið um að ræða mesta söltunarár, síðan félagið var stofnað 1954. Nam söltunin 137.740 tunnum, þar af 31.766 tunnur flött og flök- uð síld. Útflutningsverðmæti þessarar síldar nam rúmlega 112,3 millj. króna. Að ósk félagsstjórnar mætti á fundinum Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri. Ræddi hann um síldarsöltun sunnanlands og vest- an undanfarin ár og horfurnar á komandi hausti og vetri. Hann sagði, að söltun Suður- landssíldar hefði upphaflega al- gjörlega byggzt á veiðibresti norðanlands. Unnið hefði verið að því jafnt og þétt undanfarin ár að byggja upp sjálfstæða mark NA IS hmiftr 1SV SOhnúttr X Snjóíoma t OSi *** 7 Skúrir S Þrumur KuUorM v'' HitttkH H Hmi ^‘-m9»\ í gærmorgun var vindur orðin norðaustanstæður hér á landi og farið að draga úr mesta kuldanum á Norður- landi, hiti orðinn þar 5-7 stig í stað 3ja til 5 daginn áð- ur. Sunnanlands var sólskin og 9 til 11 stig og leit út fyrir bezta veður um helgina Norðaustanáttin mun hrekj. hafísinn norðan við Vestfirð vestur á bóginn á sínar venju legur slóðir, meginkvísl pól straumsins, sem liggur út á miðju Grænlandssundi og þai fyrir vestan. — Jarðvegseyðing Framhald af bls. 24. hvernig landið liggur gegn veðri og vindum. Þess vegna er það spurning mín, hvernig þið getið látið skógræktina og landbúnað- inn haldast í hendur til að vinna gegn jarðvegseyðíngunni. —- Það þarf að beita allri orku og þolinmæði til að rannsaka hvað hægt sé að gera til að binda jarðveginn hér. Þetta er mesta vandamál skógræktarinnar ís- lenzku. Skógræktarmennirnir þurfa að fá fólkið til að skilja þetta. Þegar það hefur tekizt, þurfá skógræktarmennirnir að finna beztu trjátegundirnar fyrir ísland og gróðursetja þær á þeim svæðum, sem þær þroskast bezt. — Á Hallormsstað sá ég sérlega góðan árangur tilrauna með trjá- tegundir og kom m.a. til Norður- tungu, í Skorradal, Haukasel og Þjórsárdal. Mér virðist þrennt það, sem gera þarf, vera: í fyrsta lagi að velja hinar réttu trjá- tegundir, í öðru lagi finna hin réttu kvæmi (þ.e. staðafbrigði hverrar tegundar), og í þriðja lagi að velja þær tegundir, sem lifðu af frostin hér um páskana. — Til þessa þarf mikla þolin- mæði, því tré vaxa hægt, og trú á skógræktarmöguleika íslands. — Forseti íslands spurði mig í morgun, hvað ég héldi um mögu- leika skógræktar á íslandi. Eg sagði honum, að ég væri mjög bjartsýnn eftir þessa 10 daga hér. Eg hefði bæði séð hið bezta og versta. Skógræktarmöguleikarnir væru hér miklir. — Eg hef bæði sagt forsetanum i og ráðherranum, að ég muni gera allt sem í mínu valdi stendur til að aðstoða og hjálpa íslenzkri skógrækt. Aðspurður sagði ráðuneytis- stjórinn, að hann skyldi ábyrgj- ast, að nytjaskógur gæti auðveld- lega vaxið á íslandi. Benti hann á, að hann hefði í gær séð greni, sem hefði vaxið 1% metra á 3 árum. Eftir 10 ár yrði grenið orðið 15 m á hæð. Að lokum tók Hákon Bjarnason til máls og kvaðst vilja þakka þýzkum aðilum fyrir góðan stuðn ing við íslenzka skógrækt. Gat hann þess, að V-Þjóðverjar hefðu gefið skógræktinni verkfæri, sem spara tugi þúsunda króna, bóka- safn og 10 þúsund mörk til skóg- græðslu í Þjórsárdal. Walter Mann, ráðuneytisstjóri, mun halda heimleiðis í dag. aði fyrir Suðurlandssildina, enda hefði sú viðleitni þegar borið ár- angur og komið sér vel, er veiði fór aftur að aukast við Norður- og Austurland. Á síðustu vertíð hefði verið saltað og selt meira af Suður- landssíld, en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir metsöltun á Norður- og Austurlandi. Gat Gunnar þess, að ísland væri nú orðið mesta útflutningsland saltsíldar í heiminum. Of snemmt kvað hann að segja nokkuð um sölu- möguleika á næstu vertíð, tók samt fram að söluhorfur væru ekki góðar í Beneluxlöndunum, Frakklandi og ísrael, en þessi lönd hefðu í fyrsta skipti keypt síld frá íslandi á s.l. ári. Ástæð urnar væru þær, að síldveiðar Hollendinga hefðu gengið óvenju vel undanfarið, og söltun þeira væri nú u.þ.b. helmingi meiri en á sama tíma s.l. ár. Á ísraels- markaði lægi mikið af saltsíld frá fyrra ári og væri algjörlega óvíst, hvort unnt yrði að selja Suð urlandssíld þangað á næstu ver- tíð. Gunnar gat þess, að fyrir nokkT um ánim hefðu fáir haft trú á því að unt yrði að byggja upp markað fyrir íslenzka saltsíld í Vestur-Þýzkalandi í samkeppni við v-þýzka saltsíldarframleið- endur. Þetta hefði þó tekizt smámsaman og á s.l. ári hefðu verið gerðir fyrirframsamningar um sölu á samt. 42 þús. tunnum þangað, þar af hefðu um 32 þús. tunnur verið Suðurlandssíld. í sambandi við hina geysiháu innflutningstolla, sem v-þýzkir kaupendur verða að greiða af saltsíld frá Islandi, skýrði Gunn- ar frá því að íslenzk stjórnarvöld ynnu nú að því að reyna að Þriggja daga gamall bíll varðl hálfónýtur í þessum árekstri.l Klukkustund tók að leysa bíl- ( ana sundur — en það tókst og { j áfram munu aka báðir. fá tollfrjálsan kvóta í V-Þýzka- lahdi fyrir saltaða síld, eins og á sér stað um hraðfrysta og ísaða síld. Segja mætti að áframhald- andi sala á íslenzkri saltsíld, og þá sérstaklega sérverkaðri síld. til Vestur-Þýzkalands, væri að verulegu leyti undir því komin. að samkomulag takist við vestur þýzk stjórnarvöld um niðurfell- ingu þessa háa tolls. Markaðina í Austur-Evrópu taldi Gunnar mjög þýðingarmikla fyrir síldarsöitunina á Suður- landi. Ræddi hann m.a. um þau hagkvæmu viðskipti, sem nú egia sér stað við Rúmeníu og kvað V-Þjóðverja og Norðmenn sækja mjög fast á að selja Rúmenum saltsíld og hefðu undirboð þess- ara landa á rúmenska markaðn- um og raunar fleiri mörkuðum, valdið töluverðum erfiðleikum á sl. ári. Undirboð þessi væru fyrst og fremst afleiðing hinna háu framleiðslustyrkja til saltsíldar- framleiðenda í þessum löndum. Að lekum kvaðst Gunnar Fið- venz vænta þess, að möguleikar á sölu Suðurlandssíldar á næstu vertíð lægju ljósar fyrir, er framhaldsaðalfundur félagsin* verður haldinn í haust. Jón Árnason lagði fram tillögu félagsstjórnar þess efnis, að með tilliti til þeirrar óvissu, sem nú ríkti um síldarsöltun sunnan- og vestanlands á komandi hausti og vetri, skyldi aðalfundinuin frestað til hausts, en félagsstjórn boðaði til framhaldsfundar, þegar málin hefðu skýrzt. Á fundinum var kosin stjórn og varastjórn svo og fulltrúaráð og endurskoðendur. í aðalstjórn voru kosnir þessir enn: Jón Árnason, Akranesi, formaður; Ólafur Jónsson, Sand gerði, varaformaður og meðstjórn endur Guðsteinn Einarsson, Grindavík; Beinteinn Bjarnason, Hafnarfirði og Margeir Jónsson, Keflavík. I fréttunum Stúlkan, sem hér birtist mynd af, heitir Ingeborg Dickson, er sænsk og 20 ára gömul. — Þessi m y n d birtist í öllum Norður- landablöðunum f y r i r tveimur dögum. — Saga hennar er nokk- uð óvenjuleg, því hún h v a r f þegj andi og hljóðalaust eftir strangan megr- unarkúr og síð- an hefur ekk- ert til hennar sþuzt. Ingeborg Dickson hóf megrun- arkúr sinn fyrir einu ári. Afleið- ing hans var sú, að hún var lögð fárveik inn í sjúkrahús í Halm- stad. Læknarnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að styrkja hana, en hún gat ekki lengur þol- að að sjá mat, hvað þá heldur bragðað á honum. Hún varð þung lynd og grenntist stöðugt. Eftir hálfs árs dvöl í sjúkrahúsinu hvarf hún allt í einu á brott. Fjórum dögum seinna sást hún á ferjunni milli Landskrona og Kaupmannahafnar og nú veit enginn hvar hún er niður komin. Það er óttast um að hún geti ekki spjarað sig á eigin- spýtur, jafn kraftlaus og hún var orðin, en þegar hún hvarf frá sjúkrahús- inu vó hún aðeins 38 kg. Norðurlandablöðin hafa gert mikið veður út af hvarfi Inge- borg Dickson og benda um leið á þá hættu, sem megrunarkúrar geta haft í för með sér, ef ekki er haft samráð við lækni fyrst. Vatíkanið hefur neitað að ræð» þetta mál opinberlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.