Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 8
9 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 14. júlí 1983 Við sem hðfum fifað hin miklu tímamdt kvörtum ei — segir Sveinn Björnsson bóiidi að Víkingai'atni VIÐ komum að Víkingavatni síðari hluta dags. Það var stytt upp og sólin skein ofurlitla stund. Kannski að vorið sé nú að koma er við höfðum heilsað frú Guðrúnu Jakobsdóttur, hús- freyju. Hún bauð okkur til stofu og sagði að bóndi sinn kæmi bráðum. Hann væri víst úti í húsum að sinna fénu. Frú Guð- rún er skrafhreyfin og skemmti- leg og kann frá mörgu að segja. Hlýlegt viðmót þeirra Víkinga- vatnshjóna verkar þannig á okk- ur að okkur langar helzt til að sitja og rabba við þau svo dög- um skiptir. Andrúmsloftið þar er eitthvað svo þægilegt og spíri- tistar myndu segja að gott væri í kringum þetta góða fólk. Mig hafðl lengi fýst að koma að Víkingavatni, ekki vegna þess að ég væri svo fróður um stað- inn eða sögu hans heldur frem- ur vegna þess að þar var fæddur skólameistari minn og kennari Þórarinn Björnsson. Ég hafði gaman af að sjá grundirnar og móana, vatnið og fenið sem hann hdfði öslað sem strákur, þessi einstaki humanisti, þetta góð- menni með gullhjartað sem ég> aldrei mun gleyma. Og nú er ég kominn að sækja bróður hans heim, Svein Björns- son bóndann á öðru búi þessarar tvíbýlisjarðar. Mér virtust þeir ekki tiltákanlega líkir bræðurn- ir. Fyrir mér hafði ég þrekleg- an og sterklegan bónda, verald- legan víking, sem frá stafaði hóg værð og hjartahlýja. í hinum bróðurnum hafði ég kynnzt and- legum víkingi og þó fyrst og síðast víkingi drengskaparins. Víkingavatn er fornt menn- ingarsetur og það ber glöggt vitni bókfróðleiks og gamalgró- innar bændamenningar. Hús- bóndinn situr á kistu sem er frá upphafi 19. aldar, skammt frá stendur skatthol sem enginn veit hve gamalt er. Og frammi í búri eru kyrnur, askar og spænir frá gamalli tíð. Inni í stofu eru bækur, jafnt fornar sem nýjar og sýnilegt er að á þessu heim- ili hefur bókvitið ekki síður ver- ið virt er^ hið veraldlega strit. Það verður dálítið tafsamt að koma af stað umræðum um bú- skapinn, afkomu bænda og þátt þeirra í þjóðarbúskapnum yfir höfuð. Landssíminn hringir rétt þegar við erum komin inn. Það er heimasætan á heimilinu sem er að hringja norðan frá Akur- eyri. Hún hafði verið að taka þar próf í skólanum hjá frænda sínum og lét all vel yfir úrslit- um og bæði pabbi og mamma verða að tala við hana. Skóla- hugleiðingar læðast því inn í samtalið og fleira sem lítið kem ur búskapnum við. Ég tek því það ráð að biðja Svein bónda að sýna mér fjár- húsin sín og féð. Því er vel tek- ið og í förina með okkur slæst ungur sonur þeirra hjóna, Jak- ob að nafni. Fjárhúsin eru drjúg- langan spöl frá bænum og með- an við göngum þangað úteftir, segir Sveinn mér frá búskapn- um eins og hann gekk til þeg- ar hann var drengur. Þá voru mikið sóttar engjar víða með Víkingavatni og var það talsvert erfiður heyskapur, því heyjað var í keldum og votlendi og þurfti að flytja mest allt heyið á þurrkvöll fjarri slægjunum. Þá skildist mér hvernig Sveinn hafði fengið þessar gildu herðar og þennan kraftalega vöxt. Ég sá einnig glöggt hve vænt Sveini þótti um þessa jörð. Hann ætl- aði sýnilega að viðhalda búskap sömu ættarinnar á þessu óðals- setri en hana hefur setið sama ættin í beinan karllegg frá þvi 1703. Sveinn segir mér að nú séu um 290 fjár á öðru búinu á Víkingavatni en um 200 á hinu. Áður fyrr voru 600 fjár á jörð- inni og hefur því fækkað tals- vert. Nú ætla Keldhverfingar hins vegar að fara að hefja mjólkurframleiðslu og er Sveinn einn í þeirra hópi sem það hyggj Landið ast gera. Þeir ætla að flytja mjólkina til Húsavikur og hafa byrjað með því að 4 bændur taka sig saman, báðir bændurnir á Víkingavatni og bændui-nir í Vogum og Garði. — Það eru ekki almenn sam- tök um þetta enn sem komið er, segir Sveinn, en einhverjir verða að ríða á vaðið og því höfum við nú ákveðið að byrja í sumar. — En hvað finnst þér annars um hug manna til búskapar yfir höfuð spyr ég þegar við löbbum eftir steinsteyptri stétt sem er framan við fjárhúsin á Víkinga- vatni. — Mér finnst allur þessi bar- lómur út af búskapnum ástæðu- laus. Við sem höfum lifað hin miklu tímamót í búskap og öll- um framkvæmdum hér á voru landi, frá gamla tímanum og handavinnunni til nýja timans og vélvinnunnar getum með sanni sagt að ekki sé ástæða til að berja sér við búskapinn í dag. Ég hét því þegar ég var ungl- ingur í skóla á Laugarvatni að fara heim og fara í búskap. Og þá blöskruðu mér ekki erfiðleik- arnir. Hgr hefur þurft að byggja allt upp eins og raunar alls stað- ar annars staðar á íslenzkum bændbýlum. En erfiðleikarnir nú eru miklu minni við að koma sér upp öllum byggingum held- ur en áður var. Ég mundi því ekki vilja draga kjarkinn úr nokkrum ungum manni sem hefja vildi búskap. Við komum inn í myndarleg og vel umgengin fjárhús, þar sem féð stendur á grindum. Ég tek strax eftir því hvað féð er gæft. Jakob litli fer að gæla við lömb og fullorðnar ær og þær standa kyrrar og kunna því vel. Það er auðséð að það eru vinir fjárins sem umgangast þessar kindur. Hvarvetna andar þessu þægilega viðmóti og sauðkindin kann ekki síður að meta það en mannkindin. Fé Sveins sællegt og tekur yfirleitt vel fóðri Þó eru nokkrar kindur fremur þunnar, en Sveinn varð fyrir því óláni á síðasta ári að fé hans tók að tærast upp og missti hann jafnvel margar kindur. í ljós kom að um bætiefnaskort í fóðr- inu hafði verið að ræða. Við rann sókn kom í ljós að efnin vantaði í heyfóðrið sem fénu er alltaf gefið að vild. Úr þessu var þá bætt og nú hefur fóðrun fjársins gengið vel nema hvað enn eru sumar ærnar ekki búnar að ná sér að fullu sem lifðu af áfellið í fyrra. Yíkingavatnsfeðgar Sveinn Björnsson og Jakob sonur Uans. stúlka í Reykjavík á kreppuár- unum. — Já, það er meiri guðs bless- unin, segir frú Guðrún. Það væri voðalegt til þess að hugsa ef aftur kæmi hér atvinnuleysi eins og var hér 1930. Þá horfði ég á verkamennina horaða og kinn- fiskasogna þar sem þeir biðu og mændu vonaraugum eftir ein- hverri vinnu. Ég man líka eftir ýmsum heimilum þá. Þá voru viða ekki dýrir dúkar á borð- um eða svellþykk tjöld fyrir gluggum. Strigapokar voru hengdir fyrir gluggana, að vísu litaðir upp úr jurtalit og smekk- lega saumaðir, en eigi að síður strigapokar. Og hver pjatla var nýtt til hins ýtrasta. Nei, næg atvinna fyrir alla, það er sú mesta blessun fyrir sérhverja þjóð. Þegar okkur að síðustu eru borin niðursoðin bláber með rjóma og forláta gott grasöl er okkur öllum lokið. Hér er búið af miklum myndarskap í fornum stíl og nýtt það sem landið gef- ur af sér, gómsætt ber og bragð- mikil og kjarngóð fjallagrösin. En nú er ekki tími til að dvelja hér lengur að sinni. Hina vegar hefði ég þó getað hugsað mér að vera lengi og njóta góð* hugarþels þessa ágæta fólks. — vig. ...með kvöÍdkattinu ÞEGAR ÞÉR gistííT'f Kaup- mannahöfn, getiS þér lesiS MorgunblaðiS samdægurs, — meS kvöldkaffinu í sturborg- inni. ■: 1 FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðiS daglega e<i það er komið samdægurs i blaða- söluturninn í aðaljárnbrautar- - stöðinni við Ráðhústorgið — Ilovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjule^ra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvalizt þar. Jakob litli gælir við „vinkonu sína". Við höldum til bæjar á ný og 0 nú er sezt að veizluborði og þar með er rokinn út í veður og vind sá góði ásetningur að halda í við sig með mat þann daginn. — Já, menn eiga að vera dá- lítið holdugir og þéttir á velli, segir frú Guðrún. Ég kann miklu betur við að karlmenn séu þann- ig vaxnir. Talið berst að atvinnumálum okkar í dag og fólkseklunni. — Það er vissulega gott að at- vinna er nóg segir Sveinn. Varla getur ömurlegra þjóðfélag en það sem atvinnuleysi herjar. Og frú Guðrún rifjar upp minningar frá þeim tíma er hún var ung Móðir okkar og tengdamóðir SIGRÍÐUR A. E. NIKULASDOTTIR frá Stórólfshvoli andaðist í Landsspítalanum föstudaginn 12. júlí. Ragna Sigfúsdóttir, Eggert Sigfússon. Kristín Sigfúsdóttir, Lárus Guðbjartsson, Hrefna Sigfúsdóttir, Jón Kristjánsson, Sigurðuc Sigfússon, Anna María Þórisdóttir, Nikulás Sigfússon, Guðrún Þórarinsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.