Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. júlí 196S JMORCUISBZAÐIÐ 11 ALLIR, SEM ÞEKKJA VINNUVÉLAR - ÞEKKJA CATERPILLAR CATERPILLAR JARÐÝTUR - HJOLASKÓFLUR D-6B jarðýta hefur 93 hestöfl (flywhell H.P.) og er líVz tonn á þyngd. — Áætlað verð er kr. 1.100.000,00. D-6C hefur 120 (flywhell H.P.) og er 14 tonn á þyngd. Áætlað verð er kr. 1.320.000,00. D-7E hefur 160 (flywhell H.P.) hestöfl og er ÍÐ1/^ tonn á þyngd. — Áætlað verð er kr. 1.700.000,00. Þessar vélar hafa olíu kúplingu, sem gefur þann kost að hægt er að beita vélinni betur við erfiðar aðstæður, án ótta við skemmd á kúplingu og einnig hefur olíu kúpling- in gefið raun um mörgum sinnum betri endingu en hinar venjulegu þurru kúplingar. Olíu kældar stýriskúplingar og bremsur er nýjung hjá Caterpillar, sem einnig hefur gefið raun um margfalt betri endingu. Rúllur og fram- hjói sem aldrei þarf að smyrja, sparar mikinn tíma og kostnað. Þeir, sem vinna á vélunum kunna vel að meta vökvaherzlu á beltum. Vökvaútbúnað til að halda ýtu- tönn sitt til hvorrar hliðar er hægt að fá með öllum þess- um vélum og hefur reynzt sem gjörbylting þegar unnið er t.d. 1 grjótvinnu. D-6C og D-7E er hægt að fá með vökvaskiptingu (Power Shift) sem þýðir meiri afköst og þægindi fyrir stjórn- andann. — Þetta eru nokkrar af þeim nýjungum sem Caterpillar hefur komið með í sínar beltavélar á seinni árum. — Kynnið yður kosti Caterpillar áður en þér festið kaup á öðrum vélum. CATERPILLAR vinnuvélar hraða framkvæmdum — lækka kostnaðinn CATERPILLAR vinnuvélar eru þekktar um allan heim sem afkastamiklar sterkbyggðar og hagkvæmar til allra nota Við útvegum allar fáanlegar CATERPILLAR vinnuvélar með stuttum fyrirvara HEILDVERZLUNIN HEKLA hf. Laugavegi 170 - 172 — Reykjavík — Sími 11275 922 Hjólskóflan hefur 105 hestöfl (max H.P.) og er 7,700 kg á þyngd. Skóflustærð er 1,50 Cu. yards. Áætlað verð er kr. 885.000,00. 944 Hjólaskófla hefur 135 hestöfl (max H.P.) og er 10 tonn á þyngd Skóflustærð er 2,00 Cu. yards. Áætlað verð er kr. 1.100.000,00. 966 Hjólaskófla hefur 205 hestöfl (max H.P.) og er 14.600 kg. á þyngd. Skóflustærð er 3,00 Cu. yards. Áætlað verð er kr. 1.560.000,00. 988 Hjólaskófla hefur 375 hestöfl (max H.P.) og er 27 tonn á þyngd. Skóflustærð er 5l/2 cu. yards. Áætlað verð er kr. 2.830.000,00. Þessar hjólaskóflur eru allar með vökvaskiptingu (power shift). Sjálfvirkur afsláttur á vökvalyftingu stoppar skófluna í réttri hæð og skilar henni í réttri mokstrar stöðu þegar hún kemur niður, þetta gefur stjórnandanum frjálsar hendur við akstur skóflunar. Vökvalyftingin er mjög hraðvirk, sem þýðir aukin af- köst skóflunar. Vökvastýri og bremsur auðvelda stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.