Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 23
Sunnodagur 14. júlí 1963
*M ORfíVNBLáÐ IÐ
3»
23
Vindlamenningin ris hœsi
í Danmörku
— Zamtal við Asger M. Hirschsprung,
vindlaframleiðanda
HÉR Á LANDI hefur dvalizt
að undanförnu Asger M. Hirs-
chsprung, forstjóri A. M.
Hirschsprung og Sönner, sem
er stærsti vindlaframleiðandi
Danmerkur. Hirschsprungarn-
ir eru einnig þekktir fyrir á-
huga sinn á listum og menn-
ingu. Afabróðir Asgers gaf
danska ríkinu málverkasafnið
fræga, Den Hirschsprungske
Kunstsamling, og afi hans gaf
Kaupmannahafnarháskóla 9
millj. danskra króna með því
skilyrði að ekkert af þvf fé
rynni til lögfræðinga. Frétta-
maður Morgunblaðsins hitti
Hirschsprung að máli í gær
og spurði hvert erindi hans tií
íslands værL
— ÁTVR er stór kaupandi
af vindlum okkar, og ég á er
indi þangað, en þetta er í 7.
eða 8. skipti, sem ég kem til
íslands. Konan mín hefur hins
vegar ekki komið hingað áður.
— Hve gamalt er fyrirtækið
Hirschsprung og Sönner?
— Það er stofnað af lang-
afa mínum árið 1826. Allar
vindlaverksmiðjur í Dan-
mörku eru gamlar og ganga í
arf frá kynslóð til kynsióðar.
Engl rnýir koma inn á markað
inn. Fyrstu áratugina, sem fyr
irtækið starfaði, var framleitt
tóbak í langpípur, þar sem
vidlar tóku ekki að flytjast til
Danmerkur fyrr en um 1840.
Svo var það um 1890 að afi
minn tók þá ákvörðun að snúa
sér eingöngu að vindlafram-
leiðslu og hefur hún reynzt
okkur happasæl. Yngsta
vindlaverksmiðja í Danmörku
var stofnuð 1870.
— Mikill fengur
Framhald af bls. 1
Blaðið „Daily Herald" segir, að
sovézka leyniþjónustan hafi fyr-
irskipanir um að ganga milli
bols og höfuðs á öllum starfs-
mönnum leyniþjónustunnar sem
gangi öðrum ríkjum á hönd. Tel
ur blaðíð, að Dolnytsin hafi veitt
Bretum og Bandaríkjamönnum
upplýsingar um allt, sem hann
vissi um njósnastarfsemi Sovét-
ríkjanna, og sé hann hafður með
í ráðum, er ný njósnamál koma
fram í dagsljósið.
Ekkert blað, annað en „The
Daily Telegraph“ hefur nefnt
nafn njósnarans. Flest blöðin eru
þó á þeirri skoðun að til fjörugra
umræðna komi um málið á fund
um neðri málstofunnar brezku,
eftir helgina. Er því víða haldið
fram, að fróðlegt verði að vita,
hvernig á því stendur, að Dolnyt
sin er sagður hafa flúið á náðir
vesturvelda fyrir hálfu öðra ári,
en síðar var því haldið fram, að
hann hafi gefið sig fram í síð
ustu viku.
Þá segir, að margir vilji fá
eð vita, hvers vegna blöð voru
beðin að segja ekki frá nafni
mannsins, er það var á hvers
manns vörum í blaðagötunni
Fleet Street.
— Hvaðan fáið þér tóbakið
í vindlana?
— í vindla eru notaðar 8
tegundir af tóbaki. Við kaup-
um bezta tóbak, sem völ er á.
Innst í vindlunum er Brazilíu-
tóbak, millilagið frá Java og
yzta lagið frá Sumatra. í>jóð-
verjar, Bandaríkjamenn og
Hollendingar hafa tekið það
til bragðs að nota gerviefni í
stað yzta tóbakslagsins. Við
höfum hins vegar gömul
tengsl við tóbaksekrueigendur
á Java og Sumatra, enda er
öll danska vindlaframleiðslan
úr ósviknu tóbaki. Vindla-
menning rís hæst í Dan-
mörku. Danir reykja rúmlega
þrisvar sinnum meira af vindl
um en nokkur önnur þjóð í
heiminum, ef miðað er við
fólksfjölda. — Englendingar
reykja sem svarar 6 vindlum
á hvert mannsbam, Banda-
ríkjamenn 45, Hollendingar
105, en Danir 230. Við höfum
alltaf kappkostað að nota
bezta fáanlega hráefni í vindla
okkar, og þetta kunna danskir
vindlareykingarmenn að
meta. Enginn Dani, sem einu
sinni hefur vanizt vindlunum
tekur síðar að reykja sígar-
ettur eða pípu.
— Hve marga menn hafið
þér í vinnu?
— Á annað þúsund manns.
— Hafið þér ferðast eitt-
hvað um ísland nú?
— Já, í gær var ég í Skál
holti og varð mjög hrifinn af
nýju kirkjunni. Eg var svo
heppinn að heyra Pál ísólfs-
son reyna nýja orgelið. Hann
lék fúgu eftir Bach og kvart-
aði á eftir vegna þess að hann
væri óvanur orgelinu, en það
gat ég ekki hayrt. Hljómburð
urinn í kirjunni er mjög
góður, en að því komast
menn ekki fyrir en húsin eru
fullgerð nú á timum. Grikkirn
ir gömlu voru hins vegar
sannkallaðir töframenn og
kunnu þá list að gæða leikhús
sín undraverðum hljómburði.
í>essa list tóku þeir með sér
í gröfina og þaðan hefur hún
ekki risið upp síðan.
Nú grípur Hirschsprung
vindlahylki upp úr pússi sínu
og býður fréttamanni, sem
hefur orð á því, að hann sé
lítill kunnáttumaður um tó-
bak.
— Það er allt í lagi segir
Hirschsprung, kunnáttan er í
mínum verkahring. Vindla-
framleiðendur sjá um þá hlið,
en reykingamennirnir eiga að
eins að njóta tóbaksins.
Ásger M. Hirschsprung ásamt konu sinni við morgunverðarborð'W
á Hóte 1 Borg.
Keppni um skipu
lag aÖ Hvanneyri
BYGGINGARNEFND Bændaskól
ans á Hvanneyri hefur ákveðið að
efna til samkeppni um nýjar bygg
ingar fyrir bændaskólann á
Hvanneyri og staðsetningu þeirra
samkvæmt útboðslýsingu og sam
keppnisreglum Arkitektafélags
íslands. Tilgangur samkeppninn
ar er að fá fram hagkvæmar
lausnir á fyrirkomulagi og stað-
setningu skólans, þar sem tekið er
tillit til landslags og annarra stað
hátta.
Þau mannvirki, sem fyrirhug-
að er að reisa, eru heimavist,
n: ir
c3
f-~ O* ° j
__ "1
Einkaleyfi 3.090.581
Fljúgandi bíll
MORGUNBLAÐIÐ hitti í gær
að máli Einar Einarsson, sem
fyrir nærri tveim mánuðum
fékk einkaleyfi á bíl, sem er
o jjfo yy
TTr~::'::r"4.——_ /
ÞETTA er ein af teikningunum, sem fylgdu einkaleyfisum-
sókn Einars. Neðsta myndin sýnir langskurð af flugbílnum,
þegar hann er notaður sem venjulegur bíll. Næstneðsta
myndin sýnir hvernig bílnum er breytt með því að styðja
á takka, hann opnast af framan og aftan, og skrúfurnar koma
í ljós. Þannig er bíllinn, þegar hann tekur sig á loft, skrúf-
urnar þrýsta loftinu undir bílinn. Næstefsta myndin sýnir
millistig, þegar hann er enn að auka hæðina, en smám
saman verið að breyta honum í venjulega flugvél og loks
sýnir efsta myndin flugbílinn, þcgar hann er farinn að fljúga
sem venjuleg flugvél, en þá hefur skurði aftari skrúfunnar
verið breytt. Báðar hliðar bílsins eru holar, og loftstraumur
frá fremri skrúfunum leikur þá gegnum hliðarnar, aftur
bílinn.
smiðju, og þar vann hann að
rannsóknum þeim og útreikn-
ingum, sem leiddu til þess að
hann gat smíðað nothæft lík-
an. Nú hefur hann um nokk-
urt skeið dvalið hér beima, og
unnið á teiknistofu Hitaveit-
unnar.
— Eg er í sumarfríi eins og
er, sagði Einar, svo það hefur
sjálfsagt verið erfitt að ná í
mig.
gæddur þeim eiginleika að
geta jafnframt flogið. Einar
vann um nokkurra ára skeið
vestanhafs hjá flugvélaverk-
— Hvað hefurðu lengi unn-
ið að þessari uppfinningu? ~
— Ég hef unnið að henni í
frístundum mínum í 7 eða 8
ár. Ég hef smíðað líkan, sem
ég hef reynt, og miðað við
stærð sína náði það góðri flug
hæð. Ég smíðaði einnig slíkan
flugbíl i fullri stærð, og hann
gat gat lyft 760 kg, enda þótt
hann taki sig lóðrétt á loft,
þannig að hann þarf engan
flugvöll.
— Það eru engir vængir á
farartækinu?
— Nei, flugbíllinn er þannig
byggður, að skrokkurinn gef-
ur alveg nægan burðarflöt.
— Hvernig hefur þú hugs-
að þér hagnýti hans?
— Það er fyrst og fremst
hægt að nota hann sem bíl,
en það þarf aðeins að styðja
á takka, til þess að breyta
honum í flugvél, sem hefur
þá tvær tvöfaldar skrúfur,
aðra að framan, hina að aft-
an. Skrúfurnar þrysta loftinu
undir vélina, þannig að hún
hefur sig lóðrétt til flugs upp
í töluverða hæð, en síðan er
henni smám saman breytt <
form venjulegrar flugvélar,
þannig að hreyflamir knýja
hana áfram.
- Þarftu ekki enn að gera
breytingar á vélinni?
— Ég er þegar búinn að
gera feiknarlegar breytingar
á henni. í upphafi þurfti að
fara út úr til að breyta bílnum
og það voru talsverðir vængir
á honum. Nú er það eina,
sem raunverulega ber á milli
hans og annarra amerískra
bíla í útliti, stélin, sem eru
stærri en tíðkast á venjuleg-
um bílum, jafnvel af róttæk-
ustu gerð. Nú eru vængirnir
fjórir horfnir, og allar breyt-
ingar gerast sjálfkrafa, það
þarf aðeins að handleika stjórn
tækin. Engu að síður þarf ég
enn að gera á bílnum breyt-
ingar, áður en mögulegt er að
setja hann á markaðinn. Ég
hef mikinn hug á því að geta
stefnt að því marki, en fjár-
skorturinn aftrar mér frá því.
Ég hef þegar eytt í þetta frí-
stundum roínum og fleiri
hundruð þúsund króna, en til
þess að geta gert hann full-
kominn, þarf enn meiri fjár-
hæðir.
skóli, mötuneyti, íþróttahús og
auk þess er gert ráð fyrir íþrótta
svæði, sundlaug, grasagarði, mat
jurtagarði og bílastæðL
Heimild til þátttöku í þessari
samkeppni hafa allir íslenzkir
arkitektar og námsmenn í bygg
ingarlist.
Þrenn verðlaun verða veitt fyr
ir beztu úrlausnir, 1. verðl. kr.
100 þús., 2. verðl. kr. 50 þús. og
3. verðl. kr. 25 þús.
í dómnefndinni eiga sæti þeir
Guðmundur Jónsson, skólastjóri,
Bjarni Óskarsson, byggingafulltr.
Aðalsteinn Richter, arkitekt
Hörður Bjarnason, húsameistari
ríkisins og Kjartan Sigurðsson
arkitekt.
Útboðin verða afhent eftir helg
iná af trúnaðarmanni dómnefnd
ar Ólafi Jenssyni, Byggingaþjón-
ustunni, Laugavegi 18A. Tillögum
skal einnig skilað til hans í síð
asta lagi mánudaginn 9. desem-
ber n.k. og er áætlað að dóm-
nefnd ljúki störfum fyrir áramót.
Gulor, Struumur
og Truusti
keppu ú Sund-
læbjurholti
í dug
SELFOSSI, 13. júlí. — Fjörutíu
hestar eru skráðir til keppni á
kappreiðum Sleipnis og Smára I
dag að Sandlækjarholti í Gnúp-
verjahreppi. Auk þess verður
góðhestakeppni í tveimur flokk
um og sýningarreið á unghross-
um, sem eru í tamningu á tamn
ingastöð félaganna. Garpar eins
og Gul og Trausta á Laugavatni
þekkja margir frá mörgum undan
förnum kappreiðum, bæði hér
sunnanlands og víðar. Þá kepp-
ir Stormur á Haugi, landsmethaf
inn í 250 m folahlaupi og fleiri
garpa mætti nefna.
Tíu hestar eru skráðir til
keppni í skeiði, sem er mjög góð
þátttaka og margir ungir hestar
koma nú fram til keppni í fyrsta
sinn. Allir búast við spennandi
keppni og binda félögin miklar
vonir við þessa fyrstu samstöðu
sína í veigamiklum þáttum starf-
semi sinnar. — Ó. J.
-Sildarútflutningur
Framhald af bls. 24.
aði skreiðarvinnsla verulega eða
um f jórðung, en bræðsla og sölt-
un síldar jókst mjög vegna afla-
aukningarinnar. Af togaraaflan-
um var rúmum helmingi landail
erlendis, enda var yfirleitt tnjöfl
hagstætt verð á ísfiskmörkuðunt
á árinu“,----