Morgunblaðið - 14.07.1963, Side 24

Morgunblaðið - 14.07.1963, Side 24
AuglýsFngarábíía Utanhuss-auglýstngar altskonar skilti oiL AUGLYSINGA&SKILTAGERÐIM SF Bergþóruqötu 19 Simi 23442 Síldin 60 prósent af heildaraflanum 1962 Síldaraflinn á s.l. ári varð rúm lega ¥r, hlutar af heildarafla lands manna, og hefur hlutur síldar- innar aldrei verið svo mikill. Heiidraflinn á s.l ári var 21% meiri en árið 1961, sem einnig var mjög gott aflaár. En svo að segja öll aflaaukningin varð vegna mikiliar síldveiði, sem var 46.7% meiri en árið áður. Afli togaranna hélt áfram að minnka árið 1962, og var 40% minni en árið á undan, en hins vegar jókst bátaaflinn um 28.7%. í fréttaþætti um útgerð og aflabrögð á s.l. ári í nýju hefti af Fjármálatíðindum, sem gef- in eru út af hagdeild seðlabank- ans, er frá þessu skýrt, en þar segir m.a.: „Enn varð metafli á árinu 1962 þar sem heildaraflinn nam 768. 214 tonnum, og er þá miðað við slægðan fisk með haus nema síld, sem er vegin upp úr sjó. Er þetta nær 21% meiri aifli en á árinu 1961, en það var einnig metaflaár. Svo að segja öll afla- Brælo á miðunum BLAÐIÐ fékk þær upplýsingar hjá síldarleitinni á Raufarhöfn síðdegis í gær, að bræla væri á miðunum og fléstöll skip í höfn. Hannes Hafstein lóðaði á síld við Kolbeinsey í gær, en gat ekki kastað vegna veðurs. Ægir lóðaði einnig á síld við Kolbeinsey. Veðrið er mun betra út af Aust fjörðum, en þar hefur ekki orðið vart síldar. aukningin 1962 varð vegna mik- illar síldveiði, sem var 46.7% meiri en árið áður. Hihs vegar minnkaði þorskaflinn um 7,4%, ufsaaflinn um 9.1% og karfaafl- inn um 21,9%. Aukningin varð bæði á sumar- og vetrarsíldveið- um. Varð síldin rúmlega % hlut- ar af heildaraflanum, og hefur hlutur síldarinnar aldrei verið svo mikill. Þetta er svipað hlut- fall og oft hefur verið hjá Norð- mönnum og fleiri fiskveiðiþjóð- um. Afli togaranna hélt áfram að minnka, og var hann nær 40% minni en árið 1961, en nú var auk aflatregðu einkum um að kenna hinu langa togaraverk- falii, er hófst 9. marz og lauk ekki fyrr en 5. júlí. Ekki hafði verkfallið mikil áhrif á veiðarn- ar í marz, þar sem flestir togar- anna voru þá úti, en aftur á móti hófu þeir ekki almennt veiðar á ný fyrr en í lok júlí eða byrj- un ágúst. Síðara hluta ársins var ekki að sjá, að um neina telj- andi aflaaukningu togarannna væri að ræða. Bátaaflinn jókst aftur á móti um 28,7% frá 1961, og er það vegna síldveiðanna, þar sem vetr arvertíðin í fyrra varð rýrari en menn höfðu búizt við. Dregið hefur úr þeim uppgripaafla, sem var á vertíðum fyrir fáum árum, og hefur þetta leitt til þess, að lína er nú aftur notuð meira við veiðarnar.enda verða gæði afl- ans þá mun meiri heldur en þegar veitt er í net. Á hverju ári verða meiri og minni breytingar á hagnýtingu aflans, en þær urðu minni að þessu sinni en oft áður. Þó minnk Framh. á bls. 23. Walter Mann, ráðuneytisstjóri, og Hákon Bjarnason, skógræktarstj. Sattdundir ó Akronesi FUNDIR sáttasemjara með deiluaðiljum um kaup og kjör verkamanna og kvenna á Akra- nesi, er hófst kl. 16 á föstudag var enn ólokið skömmu áður en blaðið fór í prentun í gær. Vinnu stöðvun hafði verið boðuð á Akranesi frá og með miðnætti s.l. en síðdegis í gær voru frek- ar taldar horfur á að komizt yrí5i hjá henni. Deiluaðiljar um kaup og kjör múrara í Reykjavík voru á fundi til klukkan 3 í fyrrinótt og hófst annar fundur með þeim kl. 11 f.h. í gær. Stóð hann skamman tíma, án þess að samkomulag næðist. Annar fundur með þess um aðilum verður haldinn strax eftir helgi. Syndið 200 metrana Jarövegseyöing er mesta van Myndin var tekin í Hótel Sögu í gær af herra Burnley ásamt syni sínum og hjónunum Daniel Paul. Öll eru þau frá Phila- delphi' segir Walter Mann, yfirmaður skóg- rœktarmála í Vesfur-Þýzkalandi • YFIRMAÐUR skógræktarmála Vestur-Þýzkalandi, Walter Mann, ráðuneytisstjóri, hefur undan- farna 10 daga dvalizt hér á landi í boði Skógræktar ríkisins. Hef- ur Mann ferðast um alla helztu skógræktarstaði hérlendis. Telur hann möguleika íslenzkrar skóg- ræktar mjög mikla. Walter Mann er mjög vel þekkt ur meðal skógræktarmanna um allan heim, enda er hann mjög viðförull, kom frá Noregi til ís- lands. Blaðamönnum veittist tækifæri í gær til að ræða við Waiter Mann. Lét hann mjög vel af dvöl sinni hér og sagði m.a.: — Eg fór til íslands fullur eft inrvæntingar. Það sem ég hef séð hér hefur farið fram úr öllu því, sem ég bjóst við. Eg hef rætt m.a. við forseta íslands og landbúnað Hlutu Islandsferð í sölu samkeppni Coldwater íarráðherra um ýmis mál sem við kemur skógræktarmálum á ís- landi, en skoðanir mínar á þeim hef ég myndað fyrst og fremst á þeim 10 dögum, sem ég hef ferð ast um landið ásamt Hákoni Bjarnasyni, skógræktarstjóra, og Baldri Þorsteinssyni, skógfræð- ingi. — Vandamálum skógræktár hér hef ég kynnzt vel, ekki sízt, þar sem ég fór um landssvæði í gær, þar sem mikill rykstormur geis- aði. — Eg hef séð svipuð vandamál skógræktar um allan heim á ferð um mínum, nema í Japan og Ástralíu. Ljóst er, að landbúnað urinn og skógræktin verða að haldast í hendur til að nytja landið sem bezt, þar sem skógur og tré eru notuð til að skýla því, landbúnaðurinn ræktar. — Þess vegna er þýðingarmik ið, að landbúnaðurinn og skóg- ræktin skilji vandamál hvors annars. Víðast um heim er jarð- vegseyðingin alvarlegasta vanda málið. Á einum stað er þáð úr- EINS og kunnugt er, efndi Coldwater, sölufyrirtæki Sölu miðstöðvar hraðfrystLhúsanna í Bandaríkjunum, til sölusam- keppni um öll Bandarikin á sl. vetrL Undanfarna viku hafa hafa dvalizt hér hjónin Paul frá Philadelphia og hr. Burn- ley ásamt syni sínum, en þau hlutu fyrstu verðlaun í sam- keppninn, sem voru íslands- ferð á vegum Loftleiða auk sjö daga dvalar á Hótel Sögu. Auk þess voru veitt í þessari samkeppni silfurborðbúnaður íslenzkur, sem önnur og þriðju verðlaun og 100 gæruskinn sem aukavinningar. Mbl. hafði tal af frú Paul að Hótel Sögu í gær og sagðist hún hafa lesið um þessa samkeppni í auglýsingu í tímaritinu Good Housekeeping. Keppendur áttu að skrifa stutta ritgerð um þann landkönnuð, sem þeir teldu merkastan og hafa unnið mest afrek a sviði land- könnunar og láta fylgja með miða úr fiskpökkum Cold- water. Sagðist frú Paul hafa skrifað um Magelian, sem sigldi fyrstur umhverfis jörð- ina. Hún sagðist alls ekki hafa reiknað með að hljóta fyrstu verðlaunin, heldur miklu frem ur hafa haft augastað á gæru- skinnunum, en íslandsferðin hefði orðið sér og manni sín- um til mikillar ánægju og róm uðu þau mjög allar viðtökur, sem þau hafa hlotið hér í Reykjavík og á ferðalögum sínum um nærsveitirnar. Héð- an héldu Bandarísku vinnings hafarnir í gærkvöldi, en önn- ur hjón, er einmg hiutu ís- landsferð að verðiaunum, eru væntanieg hingað í ágúst. ■kla* koman, sem eyðir jarðveginum, en vindurinn á öðrum. — Á íslandi virðist mér vind- urinn aðalvandamálið og svo landslagið, það er að segja, Framhald á bls. 2. Þýðingormíklir knottspyrnu- ieikir UM helgina fara fram mjög þýð- ingarmiklir leikir í 1. og 2. deild í knattspyrnu. í 1. deild mætast toppliðin fjögur, sem 1 stig skil- ur að. Á Akureyri keppa Akur- eyringar við íslandsmeistara Fram og á Laugardalsvelli mæt- ast kl. 8.30 KR og Akranes. Báðir leikirnir geta haft afgerandi þýð- ingu varðandi úrslit mótsins. í 2. deild fara og fram 2 þýð- ingarmiklir leikir. í Hafnarfirði keppa kl. 2 (ekki kl. 4, heldur 2 vegna flugferða) Hafnfirðingar og Siglfirðingar. Kl. 4 í dag mæt- ast svo á Melavelli í Reykjavík Breiðablik og Vestmannaeyingar, 90 laxar síðustu 5 daga úr Laxá í Þing. Húsavík, 13. júlí. ÞRÁTT fyrir vont veður hef- ur veiði í Laxá í Þingeyja- sýslu farið vaxandi og vxrðist hafa verið að koma i ána. Síð- ustu 5 daga hafa veiðzt 90 laxar, og þann stærsta þeirra veiddi Sigurður Benediktsson, forstjóri Osta og Smjörsöl- unnar, í Neslandi og var hann 34 pund. Einn daginn fékk Jón Jak- obsson fár Húsavik 9 laxa í Laxamýrarlandi og næsta dag fékk Benedikt Jónsson (SÍS) 7 laxa. í morgun voru hæstu fjöllin hér snjóhvít, en veður fer pó batnandi og farið er að sjá til sólar. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.