Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 1
24 slðuv 50 árganíjur 156. tbl. — Sunnudagur 14. júlí 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kenningar Marx og Lenins ráði .// — segir i „Alþýðudcrgblaðinu' Peking, um /e/ð og einskis árangurs er vænzt nú Moskvu, Peking, 13. júlí. — AP — NTB — „ALÞÝÐUDAGBLAÐIÐ", sem gefið er út í Peking, skýr ir frá því í dag-í forystugrein, að svo kunni að fara, að við- ræður kínverskra og sov- ézkra kennisetningameistara í Moskvu kunni að fara ger- samlega út um þúfur. — „Al- þýðudagblaðið“ er aðalmál- gagn kínverska kommúnista- flokksins. Þar segir enn fremur, að hugsjónaágreiningur komm- únistaflokkanna hafi harðn- að, og í öfuga átt hafi mið- að við samningaborðið í Moskvu. Er.því haldið fram, að sovézki kommúnistaflokk- urinn geri allt, sem í hans valdi stendur, til að vekja andúð á Kínverjum. í greininni segir, orðrétt: „Sov éski kommúnistaflokkurinn hef- ur ekki beint árásum sínum að kínverskum kommúnistum, þann tíma, sem viðræðurnar í Moskvu hafa staðið. Hins vegar verður að leggja á það áherzlu, að ástand ið er mjög alvarlegt. Kínverska og sovézka kommúnista greinir á um mörg grundvallaratriði, og þessi ágreiningur hefur gert vart við sig innan alheimskommúnism ans. Ágreiningurinn er alvarleg- ur, og okkur fellur það þungt, að sovézki kommúnistaflokkur- inn skuli ekki hafa birt bréf okkar. sem ritað var 14. júní. Við leggjum sérstaka áherzlu á einingu Sovétríkjanna og Kína, og við höfum ekki gripið til gagn ráðstafana, vegna þeirrar ósann gjörnu kröfu, að kínverskir borg arar í Moskvu verði kallaðir heim. Heldur ekki höfum við svarað opinberiega þeim ásökun Dregið í happdrætti Blindrafélagsins I>ESSI númer komu upp í happ drætti Biindrafélagsins, Hamra- lhíð 17, þegar dregið var í gær: 1. 13954 Volkswagen, station. 2. 9240 Flugfar fyrir tvo til London. 3. 13932 Hiutir að eigin vali íyrir allt að 10 þús. krónur. 4. 4826 Hringferð kringum land fyrir tvo með ms. Esju. Blaðumenn Áriðandi fundur um launamál i Nausti, uppi ki. 4 á mánudag. Nauðsynlegt að félagsmenn fjöl- menni á fundinn. w Stjórn og launamálanefnd um, sem miðstjórn sOvézka kommúnistaflokksins hefur beint gegn því, sem fram er sett í bréfi okkar 14. júní. Við vonum, að sovézki kommúnistaflok'kurinn falli frá vanhugsuðum ráða- gerðum, og því komi ekki til al- gers einstrengningsháttar. Þegar haft er í huga, hve mjög sovézk ir ráðamenn leggja sig fram um að halda á lofti áróðri gegn Kín verjum, þá verður að varpa fram þeirri spurningu, hvort sovézki kcmmúnistaflokkurinn óski eftir því, að viðræðurnar í Moskvu fari nú út um þúfur. Ágreining þann, sem nú ríkir, má auðveldlega leysa, ef farið er eftir kenningum Marx og Lenins, en jafn framt verður að gæta þess, að viðræður fari fram á jafnréttisgrundvelli, og annar að- ilinn má ekki reyna að kúga hinn Reynist ekki mögulegt að koma á sættum í dag, þá á morgun, og ef ekki í ár, þá næsta ár. Það eru aðeins bandarískir heimsvaldasinnar og endurskoð- unarsinnar í Júgóslavíu, sem óska eftir því, að samningavið- ræður okkar fari út um þúfur. Við megum ekki falla í gildru þá, sem bandarísku heimsvalda- sinnar hafa egnt fyrir okkur. Við leggjum enn hart að sovézkum félögum okkar úm að leggja sig alla fram, svo að ná megi góðum árangri.“ Mesti fengur brezkra gagnnjósnara um árabil Dolnytsin heitir sovézki njósnarinn, sem gaf sig fram, segir Jhe Daily Telegraph" // * London, 13. júní — NTB BLAÐIÐ „The Daily Tele- graph“, sem gefið er út í London, skýrir svo frá í dag, að sovézki njósnarinn, sem brugðizt hefur löndum sín- um og gengið hafi á band vest urvelda, sé maður að nafni Anatolij Dolnytsin. Mun hann hafa starfað í London um nokkurra mánaða skeið 1961, undir nafninu Dolnitsinij. ■ Mann með því nafni er að finna í bústaðaskýrslum frá þeim tíma, og er hann sagður hafa átt heima í Kensington-hverfi í Lon don, í bústöðum þeim, sem sov- ézka sendiráðið hefur til um- ráða. „The Daily Telegraph“ held ur því fram, að ekki hafi tekizt að halda nafni mannsins leyndu nú, vegna mistaka nefndar þeirr ar, er samráð skal hafa við brezk blöð um öll öryggismál rík isins. Hlutverk hennar er að sjá svo um, að blöð stofni öryggi Bretlands ekki í hættu með ó- tímabærum uppljóstrunum. Nefndin sendi frá sér tilkynn ingu til blaðanna, og þar var nafn njósnarans nefnt. Heldur „The Daily Telegraph“ því fram, að jafnvel kunni að hafa sva far ið, að nafn mannsins hafi verið sent sovézku fréttastofunni „Tass“. Er leitað var til talsmanns ut- anrikisráðuneytisins brezka í gær, skýrði hann svo frá, að það væri blaðanna sjálfra að ákveða hvort maðurinn skyldi nefndur með nafni. Talið er, að Dolnytsin hafi ver ið sá, sem skýrði frá því, að blaða maðurinn Harold Philby hafi ver ið njósnari Sovétrikjanna, og „þriðji maðurinn" í Burgess-Mac Lean njósnamálinu. Annað blað í London, „The Daily Express“ segir, að ekki leiki á því neinn vafi, að upp- lýsingar um Philby hafi komið frá Washington, þar sem Dolnyts MYNDIN sýnir 'þrjár ungar 1 stúlkur, sem á næstunni munu fara tizkusýningarferðir til franskra baðstaða. Talið frá vinstri. Karina Hiljander, feg urðardrottning, Finnlands, Karin Hyldegaard Jensen, fegurðardrottning Svíþjóðar, Og ungfrú ísland, Líney Frið- finnsdóttir. — (Ljósm. AP). ij hafi veitt upplýsingar í fyrsta skipti. Segir í blaðinu, að upp- lýsingarnar hafi leitt til þess, að a.m.k. einn afkastamikill njósn ari Sovétríkjanna í Bandaríkjom um var handtekinn. Þá er því haldið fram, að Dolnytsin hafi stuðlað að því, að upplýst varð um Vassal-málið svokallaða, s&ta I mikla athygli vakti í vetur. Framh. á bls. 23. Kínverjar draga lið sitt til baka Yfirlýsing talsmanns indversku stjórnarinnar Nýja-Dehli, 13. júli — AP. KÍNVERSKIR kommúnistar hafa dregið til baka herlið sitt í NV- Ladakhhéraði i Indlandi. Tals- maður indversku stjórnarinnar skýrði frá þessu í gær. Talsmaðurinn, sem mælti fyrir munn utanríksráðuneytisins ind- verska, sagði, að Kínverjar hefðu reist byggingu nokkra nærri Deps ang-skarði, fyrr í vetur. Væri byggingin nú jöfnuð við jörðu. Sagði I ummælum talsmanns- ns, að staður sá, sem hér væri um að ræða, væri 4 milur fyrir innan „línu“ þá, sem kölluð hef- ur verið „eftirlitslínan frá 1959“. Var sókn Kínverja í innrásinni á sl. hausti miðuð við þá línu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.