Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 31. júlí 1963 MORCU1SBLAÐ1Ð 17 Margrét Símonardóttir frá Brimnesi - Minning MARGRÉT Símonardóttir frá Brimnesi er látin í hárri elli (f. 10 júlí 1869). í>ar er sérstaklega merkilegu mannlífi lokið. — Um Margréti mætti skrifa heila bók. í>að mun vera 50 eða 60 ár, sem við Margrét áttum samskipti munnlega og skriflega, og sem ég, ásamt fjölmörgum öðrum, dáði mannkosti hennar og brenn andi áhuga fyrir öllu björtu og góðu. Margrét var af sterkum stofni runnin, og hafði fengið í arf margt af því bezta, sem uppeldi og erfðir létu í té á öldinni sem leið. Auk hinna mörgu og sterku þjóðlegu eðlishátta í skapgerð Margrétar, sem sýndi sig í félags skap, ritgerðum, þjóðlegri kennslu hannyrða og vinnubrögð um margskonar, virtist mér sér- staklega einkennandi hinni mikli metnaður, sem hún bar í brjósti fyrir land sitt og þjóð, hérað og byggðarlag. Einkennandi, hve fundvís hún var og viðkvæm, þegar um heið- ur og virðingu héraðs og héraðs- búa var að ræða. Það var áreiðanlega ekki margt, sem fór framhjá húsfreyj unni í Brimnesi af athöfnum Skagfirðinga á þeim árum, og hún hlifðist ekki við að átelja það, sem henni fannst ábótavant. Hún var flugmælsk og tók oft til máls á þingum. Hún átaldi Skagfirðinga harð lega í erindi, sem hún flutti á samkomu á Hólum fyrir 50—60 árum, fyrir að vanrækja að sækja vikunámskeið, sem skól- dnn og skólastjóri, Sigurður Sig- urðsson, buðu til, en það sótti aðeins einn Skagfirðingur, Hall- grímur Andrésson, Reykjavöll- um í Lýtingsstaðahreppi. Að nota ekki þetta einstæða tækifæri til menningar og mennt unar, taldi Margrét óvirðingu fyr ir héraðið. Jón Jónsson, sem þá var ung- ur bóndi á Evindarstöðum í Blönduhlíð, sótti námskeiðið, hann minntist oft á erindi Mar- grétar og dáðist að henni. Og vissi Margrét um veikindi eða erfiðleika í héraði, þá var hún þar komin til úr að bæta, með eigin hjálp eða með sam- tökum. — Einskis skyidi ófreist- að, vegna virðingar, sóma og skör ungsskapar héraðsins. Ungur Hóla-sveinn, Kristján Sigurðsson, sem var í kaupa- vinnu á Vatnsleysu 1905, veiktist af lömun 4. ágúst, og bjóst við að skólavist sinni væri þar með lokið. — „Þá var það“, segir Kristján í bók sinni: „Þegar veðri slotar", „að Margrét húsfreyja í Brimnesi gekkst fyrir samskot- um handa mér. — Ekki man ég, hve mikil fjárhæð það var, en málið var leyst, ég gat haldið áfram námi á Hólum næsta vet- ur.“ Ung og efnileg stúlka, Frið- fríður, dóttir Símonar Dala- skálds, veiktist af langvarandi sjúkleika, lá lengi undir læknis- hendi, en náði ekki heilsu, Mar- grét tók hana á heimili sitt, og Friðfríður náði heilsu og háum aldri. Þannig rétti Margrét oft hjálp- arhendur, og það var gert fljótt og vel. Að sjálfsögðu var aðstaða Margrétar, til framkvæmda, betri en almennt gerðist um kon ur á þeim árum: Mikið frjáls- ræði um athafnir og góður efna- hagur. Margrét skrifaði skemmtileg bréf, við áttum bréfaskipti öll árin. Einhverntíma sagði hún í bréfi: „Ég hef reyat að vera ekki verri en það sem um mig var •agt, en hef aldrei verið það, sem ég hef viijað vera. — Ég átti ágætan mann og góðar dætur.. Líður vel, les alla nóttina". Margrét virti og elskaði allt sem íslenzkt var í máli og bók- menntum, hún var víðlesin, það var gaman að heyra hana tala um íslenzka list, hannyrðir, út- vefnað og tógvinnu, hún var sjálf mikil hannyrða- og tóvinnukona. Áhrif bárust víða frá Margréti og dætrum hennar, sem kenndu íslenzkar hannyrðir. Margrét var falleg kona og fyrirmannleg, hélt reisn sinni og virðuleik til síðustu stundar. Klæddist jafnan íslenzka þjóðbúningnum og klæddist manna bezt. Átti kven- silfur og skautbúninginn, fagra, með uppdrætti Sigurðar málara: „Grösin af gröfum konunganna“. Dæturnar og fósturdóttirin eignuðust einnig skautbúninga og skrýddust þeim við hátíðleg tæki færi. Mig langaði til að láta „Hlín“ mína minnast Margrétar, og fram kvæmda hennar, á níræðisaf- mæli hennar, og var mér úti um myndamót og hvað eina annað. En þegar ég leitaði upplýsinga um nokkur almenn atriði, bárust mér strengileg tilmæli um að láta það ógert að skrifa um hana, og þessu varð að sjálfsögðu að hlýða, skilyrðislaust. Blönduósi i júlí Halldóra Bjarnadóttir Kvebja að norðan FRÁ ÞVÍ í vor að ég frétti lát vinkonu minnar Margrétar Sím- onardóttúr frá Brimnesi í Skaga firði hefur mig langað til að minnast hennar lítið eitt og senda henni kveðju héðan að norðan. Margar góðar minningar eru bundnar við þá mætu konu. Ég sé í anda Skagfirðinga koma í heimsókn til foreldra minna á Akureyri. Margrét og Einar mað ur hennar ,eru fremst í flokki, þessi skagfirska kona leiftrar af áhuga, það er sama um hvað er rætt, — þjóðmál, búskap eða heimilisiðnað, — hún fylgist vel með öllu og tekur þátt í umræð- um. Allt sem íslenzka menningu varðar er hennar áhugamál. Ég sé fyrir mér hóp ferða- fólks koma heiman frá Hólum að sumarlagi 1915. Veðurguðirn- ir voru ekki mildir það vor né sumar. Þó komið sé fram í júlí var hvassviðri á norðan með slydduéljum svo snjóaði niður undir byggð. Veðrið herti þegar utar kom í Hjaltadal, hestarnir supu hregg og æddu út í óveðr- ið, lausu hestunum var haldið á götuslóðanum, þeir vildu snúa við undan veðrinu fram dalinn. Hópurinn streittist við móti óveðrinu, það var ekki árenni- legt að halda áfram alla leið vestur í Gönguskörð, en þangað var ferðinni heitið um kvöldið. Riðið var heim í Brimnes, því þar vissu menn að stóðu vinir í varpa, átti að freista þess að veðrinu slotaði um kvöldið. í Brimnesi var gestunum tek- ið opnum örmum og ekki tekið í mál að farið væri lengra það kvöldið. Dregin voru vosklæði af hröktu fólki, eldar kyntir til að ylja aðkomufólkinu, öllum búin góð rúm og gnægðir vista fram bornar. — Það var auðséð að húsbændurnir i Brimnesi voru engir viðvaningar í því að taka á móti gestum. Margrét húsfreyja var þar í essinu sinu og veitti á báðar hendur af rausn og mynd arbrag og húsbóndinn lét held- ur ekki sitt eftir liggja að gera gestunum dvölina sem ánægju- legasta. Engu var gleymt, hlynnt var að ferðahestunum sem bezt mátti verða, þó voru þeir fullur tugur. Ekki þurfti að hafa áhyggj ur þeirra vegna og vesalings rakkinn, sem fylgt hafði fólk- inu, fékk sinn skerf. — Oft hafði ég heyrt Brimnesheimilið rómað fyrir gestrisni og marg- háttaðan myndarskap, en mót- tökurnar þetta illviðriskvöld tóku þó öllu fram sem ég hafði gert mér í hugarlund. Og þegar þess er gætt að aldrei var tek- ið eyrisvirði fyrir slíkar móttök- ur, þá undrast menn nú og telja slíkar frásagnir þjóðsögur, er eigi sér enga stoð, en þannig var íslenzk gestrisni um þær mundir. Gestsaugað greindi fljótt þegar komið var inn í bæinn í Brim- nesi, að þar ríkti reglusemi í hví- vetna og fornar dyggðir voru í heiðri hafðar, enda voru hjón- in bæði af góðum og hraustum íslenzkum stofni. — Margrét var fædd i Brimnesi 10. júlí 1869, og hefði því orðið 94 ára í dag, hefði hún lifað. Hún var dóttir hjónanna Sigurlaugar Þorkels- dóttur frá Svaðstöðum og Símon- ar Pálmasonar bónda í Brimnesi, báðar þær ættir kunnar í Skaga firði. Margrét naut ágæts upp- eldis í foreldrahúsum og þótti snemma mikill kvenkostur. — Hún var vel gefin og föst fyrir, taldi það heilaga skyldu sina að fylgja því sem sannara reyndist. — Hagleik hennar var viðbrugð- ið, lærði hún á unga aldri allar „kvenlegar listir" er þá var völ á að nema. Einkum voru það gamlar íslenzkar hannyrðir er tóku hug hennar. Henni þótti sjálfsagt að íslenzkar konur klæddust þjóðbúningi sínum og gerði margt til þess að svo mætti verða. Eitt sinn datt henni í hug að breyta þjóðbúningnum á þá lund að hann yrði meira aðlað- andi fyrir ungu stúlkurnar, því henni var ljóst, að ef æskan gæti ekki fellt sig við búning- inn mundi hann smám saman ganga úr sér og fyrnast, en því miður fékk hún ekki þá áheyrn sem skyldi og svo er komið sem komið er. Margrét giftist 10. mai 1894 Einari Jónssyni frá Tungu í Stíflu, reistu þau sama ár bú í Brimnesi og bjuggu þar við mikla rausn í nær þriðjung ald- ar. Um aldamót gerðist Einar hreppstjóri sveitar sinnar og hélt því embætti þar til hann flutti til Reykjavikur árið 1926. Þau hjónin eignuðst tvær dætur er upp komust, Sigurlaugu, sem gift er héraðslækninum í Hafn- arfirði, Ólafi Einarssyni og Hólm fríði, sem látin er fyrir nokkr- um árum. Það var þungur harm ur fyrir þau Brimneshjón þegar Hólmfríður dóttir þeirra missti heilsuna á unga aldri. — En þau létu ekki bugast, heldur veittu henni alla þá hjálp er hugsan- leg var til að bæta henni heilsu tjónið. Án efa hefur það ekki verið sársaukalaust fyrir hjón- in í Brimnesi að slíta sig frá gamla heimilinu sínu í Skaga- firði. En þau vildu allt til vinna til að létta byrði dóttur sinnar og veita henni alla þá aðstoð er hugsanleg var i þungum veik- indum, og það var ekki auðgert uppi í sveit á íslandi, því var afráðið að flytja til Reykjavík- ur, þar var helzt hjálpar að leita. — Einnig tóku þau hjón börn til fósturs og reyndust þeim sem beztu foreldrar. Margrét i Brimnesi var mikill persónuleiki, sem gleymist seint þeim er til þekktu. Hún var rammíslenzk í öllum háttum og hafði trausta skapgerð. — Trygglynd var hún með afbrigð um og taldi ekkert afgert fyrir vini sína. Mér er enn í minni, er ég heyrði föður minn segja, þá hann átti í mestum deilum við sýslunga sina í Skagafirði: „Þó flestir eða allir bregðist mér á ég hauk í horni þar sem þau eru hjónin í Brimnesi, þau bregðast mér aldrei“ — Og Margrét í Brimnesi brást ekki, hún vann þann mikla sigur á langri lífsleið að bregðast ekki trausti vina sinna og samferða- fólks. — Er það líka ekki stærsti sigurinn? Blönduósi 10. júlí 1963. H. Á. S. Xitgveldur Árnadóttir Stephanson — kveðja UM ÞAÐ leyti sem hópur Vest- ur-islendinganna var hér heima og minntist við bæi og byggð feðra og mæðra, kom lítil askja vestan um haf, sem hafði að geyma ösku íslenzkrar konu, er dvaldi lengst ævinnar í Vestur- heimi og lézt þar, í Vancouver, 22. apríl s.l. Sú var ósk hennar, að fá að hvíla í leiði móður sinnar hér heima. Á kyrru og friðsælu kvöldi, 10. júlí, var aska hennar jarð- sett að Görðum á Akranesi, að viðstöddum nokkrum ættingjum hennar og vinum. Ingveldur Árnadóttir hét hún, borgfirzk að ætt og uppruna, fædd 26. jan. 1879 á Oddsstöð- um í Lundarreykjadal. Foreldrar hennar voru hin góðkunnu Odds- staðahjón, Ólöf Jónsdóttir og Arni Sveinbjarnarson. Börn þeirra voru 8. Eru þau öll látin. Ingveldur ólst upp í hópi syst- kina í föðurgarði á Oddsstöðum. Árið 1898 fór hún vestur um haf, þá 19 ára, ásamt tvíbura- systur sinni, Sóllinu. Og þar, i Kanada, varð vettvangur lífs þeirra upp frá því. Sóllína leit aldrei Island aftur, og náði hún háum aldri. Ingveldur kom heim, ásamt manni sínum, sumarið 1912 og dvöldu þau hjónin hér um nokk- urra vikna skeið. Heimferð var ákveðin árið 1930, en varð ekki af. Maður Ingveldar var Stefán Daníval Bjarnason, fæddur á Hnjúki í Hrútafirði 8. nóv. 1879, og því jafnaldri Ingveldar. Hann fluttist vestur til Kanada með foreldrum sínum fjögurra ára gamall og átti ævistarf sitt þar óslitið. Þau giftust árið 1903. Stefán bar ættarnafn: Stephan- son. Hann lézt á s.l. ári. Þau hjónin bjuggu lengi og síðast í White-Rock. Þeim varð ekki barna auðið. Ingveldur ól ríka ást i brjósti til ættbyggðar sinnar og ættlands og dreymdi heim alla ævi. Þó gaf lífið í fjarlægðinni henni mikið, sem hún mat og var þakk- lát fyrir. Rót hennar stóð djúpt hér heima og varð ekki slitin og tryggð hennar og ræktarsemi átti sér sterka vængi til flugs heim á gamla Frón, oft og iðu- — Gæf sjálfur... Framhald af bls. 14. verða ekki ræddar, hefur land- búnaðurinn ekki getað boðið fólkinu þau kjör, sem því veitist í öðrum atvinnugreinum. — Af- leiðingin hefur því eðlilega orð- ið sú, að fólkið flykkist burtu úr sveitunum, svo sums staðar hefur orðið auðn af og um allar sýslur herja örðugleikar, vegna aukinnar fólksfæðar á landbún- aðinn. — Ef bændastéttin vill nú varpa fyrir borð og láta lönd og leið hinar fornu byggðir, sparneytni, hófsemi og ráðdeild, en gerast áberandi hluttakandi í hinni sóunarsj úkustu yfirborðs- mennsku, og undanlátssemi við munað og hégómaskap, má vera, þó sízt væri slíks óskandi, að áður en langt liði biði heill henn- ar og mennina þvílíkt afhroð, sem vegur og völd hins óhófs- gjarna konungsefnis Gyðinga, er eigi vildi orðum þeirrsv ráðgjafa lega. Hún leitaði frétta að heim- an og vildi eiga sem mest af því, er hér gerðist í huga sínum. Hún var ólöt við að skrifa og fékk það líka endurgoldið með tréf- um frá ættingjum sinum. Þó einkum systurdóttur sinni, Jón- ínu Sveinsdóttur, Akranesi, en hjá henni átti Ingveldur sérstakt athvarf með hugsanir sínar til hins síðasta. — Með Ingveldi er horfin safamikil grein á sterk um stofni. sinna hlýða, er honum kusu til heilla að mæla. — Musterið mikla í Jerúsalem og aðrar skrauthallir, sem Salómon Gyðingakonungur lét reisa, hafa vissulega gert nafn hans rómað í gegnum aldir,, en hinn íburða- mikli kostnaður við þær varð ríki hans að falli. — Glæsileg samkvæmýs- og vínveitingahöll getur og frægt nafn fámennrar íslenzkrar bændastéttar, en sá varnarmúr, sem bændur lands- ins og þjóðinni allri ríður á, að nú sé reistur um heill og fram- tíð landbúnaðarins, verður aldrei treystur af anda þess yfirlætis og óhófsmennsku, er slíkum framkvæmdum stjórna. Þeir menn, sem af slíkum anda vilja leiða málefni landbúnaðar- ins, eru sömu gerðar og þeir ráð- gjafar konungsefnisins ísraelska, er því réðu þeim óhófsráðum, sem felldu ríki þess og við slíka leiðtoga gilda enn sömu svör og þá: „Gæt sjálfur húss þíns, Davíð“. — Bezt að auglýsai Morgunblaðinu — Afgreiðslusfúlka óskast í snyrtivöruverzlun frá 1. október. Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „Snyrtivöru- verzlun — 5085“. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.