Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 8
8
MORCVNBLAÐIB
Miðvikudagur 31. júlí 1963
Þórshöfn, 23. júlí.
í DAG kom leiguflugvél Flug
félags íslands í fyrstu áætlun
arferðina til Færeyja. Veður
var gott, er vélin lenti á flug-
vellinum í Vogum um hádeg-
isbil. Farþegarnir létu vel af
ferðinni og fögnuðu því, að
loksins er unnt að ferðast loft
leiðis til og frá Færeyjum og
að þær hafa nú færzt nær
nágrannalöndunum í vestri,
austri og suðri.
Margt manna var saman-
komið á flugvellinum til að
Flugvél Flugfélagsins fer frá flugvellinum á Vogey áleiðis til Bergen.
um Vogafjörð, þannig að þá
er aðeins um landleiðina að
ræða. Er þá farið af flugvell-
inum í bíl til Fútakletts við
Vestmannasund, þaðan á báti
til Vesmanna, áfram í bíl til
Kollafjarðar og svo loks á
báti til Þórshafnar. Þetta
ferðalag tekur að minnsta
kosti þrjár og hálfa klst. eða
lengri tíma en flugferðin
milli íslands og Færeyja eða
Færeyja og Bergen tekur.
Næsta sumar er áætlað að
ljúka veginum á Straumey,
sem gerir mönnum kleift að
aka milli Vestmanna og Þórs-
hafnar. Við það styttist ferð-
in nokkuð, en ekki þó meir
en svo, að ferðin úr Þórshöfn
til flugvallarins á Vogey mun
taka 214 klukkustund.
Þrátt fyrir tímalengdina
má telja, að ferðamönnum
muni þykja leiðin forvitnis-
leg, þar sem landslagið er fag
urt og margbreytilegt.
— Arge.
Færeyingar fagna flugi
taka á móti flugvélinni, þar
á meðal þrír fulltrúar Flug-
félags Færeyja, sem eru um-
boðsmenn Flugfélags íslands.
Danska flugmálastjórnin
hefur ákveðið að byggja á
flugvellinum og verða þar
einnig skrifstofur og biðsalir,
en þessi bygging verður ekki
tilbúin fyrr en í ágúst og til
bráðabirgða hefur Flugfélag
íslands sett upp skála fyrir
skrifstofu, biðsal og salerni.
Tveir menn munu starfa
við flugafgreiðsluna, og verð-
ur Haraldur Jóhannsson,
starfsmaður F. f. í Reykjavík,
þeim til aðstoðar fyrst í stað.
Enn eiga Færeyingar í mikl-
um erfiðleikum með ferðir til
og frá flugvellinum í Vogey.
Það tekur að minnsta kosti
2Vz klst. að fara sjóleiðina úr
Miðvogi og ekki er alltaf fært
Stjórnarmenn Flugfélags Færeyja, sem hefur umboð fyrir
F. f. í Færeyjum. Talið frá vinstri; Ragnar Larsen, Hugo
Fjörðoy og Lars Larsen.
Strákarnir í Færeyjum gefa jafnöldrum sinum á íslandi
ekkert eftir hvað áhuga á flugmálum snertir.
TVyfv nHirnar tnlr ÁcmnnH Pnills^TV
Aðalfundur Sambands norð-
lenzkra kvenna var haldinn í
Húsmæðraskólanum á Laugum í
S-Þing. dagana 14. og 15 júní sl.
Sambandið er í 8 deildum og nær
yfir Norðurland frá N-Þing. til
Strandasýslu. Auk stjórnar sátu
fundinn fulltrúar frá sambands-
deildunum, svo og nokkrir gestir.
Fundur hófst með helgistund.
Séra Sigurður Guðmundsson á
Grenjaðarstað flutti bæn og stutta
ræðu, en konur sungu sálma.
Auk venj.ulegra aðalfundarstarfa
vonj rædd á fundinum helztu á-
hugamál sambandsins að þessu
sinni: uppældismál, heimilishjálp,
heimilisiðnaður, garðrækt og or-
lof húsmæðra.
Þessar konur fluttu erindi:
Aðalbjörg Sigurðardóttir: Bri-
:í Bjarnhéðinsdóttir.
Kristín Jónsdóttir: Uppeldis-
mál.
Ragna SÍÉt'u-ðawióttir: Garð-
laski.
Ragnheiður O. Björnsson: Ull-
arvinna.
Halldóra Bjarnadóttir: íslenzka
sauðkindin.
í sambandi við fundinn var
heimilisiðnaðarsýning, mest-
megnis unnir úr S-Þing., gamlir
og nýir, þ.á.m. handavinna eins
nemanda Húsmæðraskólans á
Laugum sl. vetur.
SNK verður 50 ára á næsta
ári. Formaður þess er frú Hulda
Stefánsdóttir, Blönduósi.
Hér fara á eftir nokkrar álykt-
anir fundarins:
1. Fundurinn telur sér skylt að
beina þeirri áskorun til hins háa
Dómsmálaráðuneytis, að það sjái
um, að menn, sem staðnir verða
að því að selja eða útvega óreynd
um unglingum áfenga drykki,
hljóti sömu refsingu og þeir, sem
önnur siðferðisbrot fremja gegn
unglingum.
2 Fundurinn telur það brýna
nauðsyn, að sem ílest bæjarbörn
fái notið sumardvalar í sveit. —
Var um það rætt, að samræma
þyrfti að nokkru undirstöðuatriði
varðandi meðgjöf og kaupgjald
sumardvalarbarna, því að í ljós
kom, að mjög gætti þar misræmis
milli byggðarlaga, en æskilegra
hiyti að vera, bæði fyrir foreldra
og sveitaheimili að í þessu giltu
einhverjar höfuðreglur, sem hægt
væri að byggja á í stórum drátt-
um, t.d. að meðlag sé greitt með
börnum innan 10 ára aldurs og
10—12 ára börn ynnu fyrir sér.
Eftir 12 ára aldur verði þeim
greitt kaup eftir getu þeirra og
hæfni. Þá þótti ástæða til að vara
við því að börn innan 12 ára
væru látin aka dráttarvélum.
Þess væri gætt að ofþyngja þeim
ekki með vinnu og veita þeim
fulla viðurkenningu fyrir vel
unnin störf.
3. Fundurinn óskar eindregið
eftir því, að hið háa Landbúnað-
armálaráðuneyti setji ákvæði um
að kennd verði í Garðyrkjuskóla
ríkisins ræktun og meðferð mat-
jurta, svo að fólk, sem þaðan út-
skrifast verði fært um að ferð-
ast um byggðir landsins og
kenna á vegum kvenfélaganna
þessa bráðnauðsynlegu nytja-
grein. Telur fundurinn, að mál
þetta þoli enga bið, og hér ríki
hið mesta ófremdarástand.
Kvenfélagasamband S-Þing,
bauð fundarkonum í skemmti-
ferð. Var þá farið að Grenjaðar-
stað og byggðasafnið skoðað. Þá
bauð Kvenfélag Aðaldæla ferða-
fólkinu til kaffidrykkju í barna-
skólahúsinu að Grenjaðarstað.
Vilja að þeim sé refsaö
er útvega unglingum áfengi
Frá aðalfundi Sambands norðlenzkra kvenna
CooodAear
HJÓLBARÐAR
P. Stefánsson hf.
Laugavegi 170—172.
^ ftOOP^riABj