Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 24
I frá Jfeklu Austurstræti 14 Simi 11687 170. tbl. — Miðvikudagur 31. júlí 1963 HIBYLAPRYÐI HF Hallarmúla tlml 38 177 Tvð síldarskip sökkva úti fyrir Austurlandi Áhöfn beggja bjargað í GÆR sukku tvö síldveiði- skip fyrir Austurlandi en mannbjörg varð af báðum. Vélskipið Fróðaklettur frá Hafnarfirði lenti í ákeyrslu við varðskipið Ægi og hlaut við það svo miklar skemmdir að Fróðaklettur sökk. Vélskip ið Eldey bjargaði áhöfn Fróða kletts. Þetta skeði um kl. 5 síðdegis. Þá sökk vélskipið Snæfugl frá Reyðarfirði laust eftir kl. 10 í gærkvöldi. Var það á leið til lands með 800 tunnur síld- ar og sökk 5 Vi sjómílu út af Seley. Guðmundur Péturs bjargaði 10 manna áhöfn Snæ fugls. Nánari tildrög þessara slysa var erfitt að fá í gærkvöldi. Þó er vitað að Fróðaklettur lenti í ákeyrslu við Ægi um kl. 3,30 um 32 mílur út af Dalatanga. — Vél- skipið Eldey var statt skammt frá og tók áhöfn Fróðakletts, 11 manns, um borð úr gúmmíbát skipsins, en skipið var ekki yfir- gefið fyrr en nauðsynlegt var og sökk það skömmu síðar eða um kl. 5 síðdegis. Guðlaugur Óskars- son var skipstj. á Fróðakletti og var hann ásamt skipshöfn sinni Leitin ár- angurslaus LEITINNI að Jörgen Viggós- syni og Kristni Ólasyni var haldið áfram í gær og var leit að bæði úr lofti, af sjó og á landi, en leitin bar engan ár- angur. Vor flugvél Björns Pálsson ar flaug yfir Faxaflóa og leit aði um allan Flóa, farið var á björgunarbátnum GLsIa J. Johnsen í Þemey, Lundey, Viðey og Akurey og björgunar sveit Ingólfs gekk á fjörur upp að Bakka á Kjalamesi. kominn heilu og höldnu til Seyð isfjarðar um 10 leytið í gær- kvöldi. Sjópróf mun leiða nanar í ljós hvernig slys þetta bar að höndum. Vélskipið Snæfugl var í gær- kvöldi á leið til lands með 800 tunnur síldar, en sökk skyndi- lega laust eftir kl. 10 um 5% sjómílu út af Seley. Um 8 vind stig voru og talsverður sjór. — Skömmu áður hafði Guðmundur Péturs siglt fram hjá skipinu og var því mjög nálægt. Sneri hann við þegar er slysið varð og hafði bjargað 10 manna áhöfn Snæ- fugls um 20 mínútum síðar. — Skipstjóri á Snæfugli er Bóas Jónsson. Fróðaklettur er 80 rúmlestir að stærð smíðaður úr eik í Fred eriksund 1947. Snæfugl er smíðaður úr eik í Landskrona í Svíþjóð 1946. Rúml. 26 millj. jafnað niður í Hafnarfirði LOKIÐ ER niðurjöfnun útsvara í Hafnarfjarðarkaupstað og var lagt á 2193 einstaklinga og 62 félög. Reyndist heildarupphæð útsvara sem hér segir: Tekju- og eignaútsvör einstaklinga kr. 24.960,000 og tekju- og eignaút- svör félaga kr. 1.292.500 eða sam tals kr. 26.252.500. Eftir að útsvarsálagning hafði verið úrskurðuð, var hvert út- svar lækkað um 800 krónur. Auk þess voru öll tekjuútsvör undir 1000 kr. felld niður og sið an öll útsvör lækkuð um 10% frá lögákv. stiga. Útsvarsskyldar tekjur félaga eru hreinar tekjur til skatts að frádregnu fyrra árs útsvari, hafi það verið greitt að fullu fyrir 1. janúar sl. Góður síld' arafli við , Eyjar Vestmannaeyjum 30 júlí HINGAÐ KOMU í dag 3.300 tunnur af síld frá 5 bátum. Var afli þeirra 600—900 tunn ur. Undanfama daga hefir veð ur hamlað veiðum hér við Eyj ar og því verið lítið hægt að eiga við veiðina. Síldin hefir aðallega fengizt austan við Eyjar. Hinsvegar fékkst þessi veiði vestan við Eyjarnar. Öll fór síldin í bræðslu. Hér stunda nú 7 bátar síld veiðar frá Eyjum oig af þeim eru 5 sem komnir eru frá Norð urlandssíldveiðum. Bj. Guðm. Hæstu gjaldendur eru þessir (félög): Venus h.f. tekjuútsvar 250.000 kr., aðstöðugjald 137.100, Lýsi og mjöl 236,800 og 273.500, Rafha 148,800 og 369,100, Eld- borg 136.600 í tekjuútsvar og 34 þús. í aðstöðugjald. Einstaklingar (tekjuútsvar): Bragi Björnsson 84.200 kr., Ingi berg Halldórsson 76.300, Guðm. Ólafsson 64.300, Jónas Bjarna- son 59.300 Valtýr ísleifsson 52.300 Sverrir Magnússon 53.000 og Sig urður Kristjánsson 51.800 G. E. Fróðaklettur G.K. 250. Ljósm. Sn. Sn. Rannsóknir á öskulðgum og háfjallagrdðri og mældui hiti undir jökli í Kverkfjöllum NÝLEGA fóru þeir dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur og Eyþór Einarsson, grasafræðingur við ellefta mann inn í Hvanna- lindir og Kverkf jöll til rannsókna Eyþór er að rannsaka háfjalla- gróður og gróður á efstu gróður mörkum. en Sigurður að lita á öskulög í Hvannalindum. Um leið var farið til mælinga á íshellin- um, sem gengur inn undir I'.verk fjöllin, en undir þeim er sem kunnugt er jarðhiti, og rennur þar út heitt vatn. Einnig komu þeir í Öskju og sáu að engar breytingar hafa orðið í gígnum siðan í fyrrahaust. Mbl. spurði dr. Sigurð Þórar- insson um þessa rannsóknarferð, sem nú var möguleg vegna þess að Húsvíkingar og Akureyringar hafa gert brú, færa jeppum, sem leggja má á Jökulsá suður af Upp typpingum og fór Jón Sigurgeirs son frá Ferðafélági Akureyringa með í ferðina vagna brú?-‘ iar. Háfjallagróðurinn á erfitt uppdráttar Ekki var beint þægilegt fyrir Eyþór að rannsaka háfjallagróð urinn vegna kulda og hríðar- veðurs. En þó gefur það hugmynd um þau skilyrði sem háfjalla- gróðurinn getur átt við að búa. Gróður genigur mjög hátt í Kverk Hurð fólksbifreiðarinnar undir palli flutningabílsins Afar harður árekstur í Öxnadal Akureyri, 30. júlí AFAR harður árekstur varð laust fyrir hádegi í dag á bein- um og sléttum vegi hjá Þverá í Öxnadal. Þar rákust á stór, yfir- byggður flutningabíll úr Norður Þingeyjarsýslu, sem var á suður leið, og 5 manna Morris-bíll frá Sandgerði, en í honum voru tveir ungir menn á leið norður. Á- reksturinn varð svo harkalegur að hægri hlið Morrís-bílsins rifn aði öll og samanlögð hurðin sat Síðan valt Sandgerðisbíllinn eftir á pallhorni flutningabílsins. út af veginum eina eða tvær velt ur, en við það kastaðist annar piltanna út. Yfirbygging bílsins er talin algerlega ónýt. Lítið sá á flutningabílnum, en þó risp- aðist hann nokkuð, pallhornið brotnaði og hjól laskaðist. Fólk sakaði ekki í árekstri þessum, nema annar piltanna í litla biln- um, sá er sat við hlið ökumanns, og kastaðist út, meiddist nokk- uð og var fluttur í sjúkrabíl í Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, en læknir og lögregla höfðu fljótlega komið á slysstað. Bjart veður var og skyggni gott þegar þetta vildi til. — Sv. P. fjöllum að norðan, en srvæðið milli Öskju og Kverkfjalla er úr komuminnsta svæði á landinu. öskulög í Hvannalindum. Sjálfur kvaðst Sigurður hafa fundið sín öskulög í Hvannalind um, þar sem hann hefur ekki komið áður. í Hvannalindum er eini jarðvegurinn á öllum þess um slóðum. Þessa athugun gerði hann til að fylla inn í á kortum sínum og er að smáfækka þeim stöðum, sem eftir eru óathugað ir. Undir Kverkfjöllum er jarðhiti sem kunnuigt er og hefur m.a. myndast íshellir vegna þess að hann bræðir frá sér. Hefur áður verið mældur þar hiti, en nú var reynt að áætla magnið líka. Skv. þeim mælingum er vatnið sem úr hellinum rennur kúlbikm. á sek eða 1000 kubikm. á sek af 13 stiga heitu vatni. Heita vatnið blandast að sjálfsögðu 0 stiga vatni um leið og snjórinn bráðn ar og verður þvi kaldara eftir því sem utar dregur. Var farið 350 m. inn eftir hellinum að fossi einum, en hægt að komast lemgra Töldu Húsvíkingar einu sir.ni að hellirinn væri 1 km. að lengd, en Sigurður telur það of hátt áætl að. Um leið var komið mælinga- stöngum við Kverkjökulinn. Litlar breytingar í Öskju. Þeir félagar komu í Öskju um það leyti sem SigUrjón Rist var að ljúka mælingum á vatninu oig taldi Sigurður það mjög mikil- vægt að sú mæling skyldi gerð, þrátt fyrir mjög mikla erfiðleika Hann segir að litlar breytingar séu þar síðan í fyrrahaust, vatnið að vísu ofurlítið lækkað, en gíig arnir séu svipaðir. Skálholtskirkja opin 2-7 e.h. VEGNA þess hve marga fýsir að skoða hina nýju Skálholtskirkju, hefur verið ákveðið að hafa hana fyrst um sinn opna til sýnis dag lega kl. 2—7 eii-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.