Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
MiSvlkudagur 31. Júlí 1963
Hugheilar þakkir flyt ég öllum þeim sem á marg-
víslegan hátt sýndu mér vinsemd og hlýhug á 70 ára
afmælisdegi mínum 13. júlí s.L
Guð blessi ykkur ölL
Jóhann Vilhjálmsson, Safamýri 52.
Faðir okkar
MAGNtíS HÁLFDÁNARSON
frá Hnífsdal,
lézt á sjúkrahúsinu Blönduósi aðfaranótt 30. þ. m.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Börn hins látna.
Eiginmaður minn
JÚLÍUS ÞORBERGSSON
Fossvogsbletti 32,
lézt 26. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Margrét Einarsdóttir.
Eiginmaður minn
HARALDUR INGVARSSON
fyrrv. bifreiðastjóri,
Reynimel 58,
er lézt 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
föstudaginn 2. ágúst kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður
útvarpað.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Laufey Guðmundsdóttir.
ÓLÖF EYJÓLFSDÓTTIR
Hofteigi 52, Reykjavík,
andaðist í Landakotsspítala 29. júlí 1963. Jarðað verð-
ur frá Fossvogskirkju 6. ágúst kl. 10,30. Jarðarförinni
verður útvarpað.
Unnur Fannberg,
Erla Karlsdóttir.
Jarðarför konu minnar
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
fer fram fimmtudaginn 1. ágúst 1963 og hefst með
húskveðju frá heimili okkar Aðalgötu 32 Siglufirði
kl. 5 e.h.. — Vegna aðstandenda.
Steindór Hannesson.
iímilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og
ömmu
SIGRÍÐAR A. E. NIKULÁSDÓTTUR
Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunar-
liði Landsspítalans fyrir frábæra hjúkrun í hennar lang
varandi veikindum.
Ragna Sigfúsdóttir, Eggert Sigfússon,
Kristín Sigfúsdóttir, Lárus Guðbjartsson,
Hrefna Sigfúsdóttir, Jón Kristjánsson,
Nikulás Sigfússon, Guðrún Þórarinsdóttir,
Sigurður Sigfússon, Anna María Þórarinsdóttir.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og alla hjálp sem
okkur var veitt við andlát og jarðarför
GUÐMUNDÍNU SIGURÐARDÓTTUR
Eyjólfur Finnbogason,
börn, tengdabörn og bamabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför
GÍSLA SIGURÐSSONAR
fisksala.
Sérstakar þakkir fyrir góða hjúkrun á St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði.
Amdís Kjartansdóttir,
Hera Gísladóttir,
Sigurður Sigurjónsson,
Davíð Gíslason,
Lilja Sigurðardóttir,
Hanna Elíasdóttir,
Magnús Elíasson
og barnabörn.
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON
frá Hvítárholti,
Öldugötu 41,
lézt í Landsspítalanum mánudaginn 29. júlí.
Dætur og tengdasynir.
Krsútur Þorstesnsson fulltrúi
Gæt sjálfur húss þíns, Davíð"
»f
ÞEGAR hinn víðfrægi Gyðinga
konungur, Salómon, féll frá, tók
við riki hans og völdum sonur
hans, Retrabeam. Salómon kon-
ungur hafði verið athafnasamur
í sinni stjórnartíð, byggði hið
fagra og dýrðlega musteri, sem
gerði nafn hans og þjóðarinnar
frægt um öll lönd, auk fjölda
annarra skrautlegra bygginga, er
hann lét reisa í bong sinni. Hann
lifði Og viðhafnarmiklu og
glæstu hirðlífi, sem eigi átti sinn
líka. Jók það og á frægð hans og
orðstír. — En allar hinar veg-
legu by.ggingar, allt hið íburðar-
mikla hirðlíf kostaði óhemju
fjármagn, og til að geta klofið
þann kostnað varð konungur að
leggja æ þyngri skatta á þegna
sína. — Urðu þær álögur að lok-
um svo þungar að nærri lá að
þjóðin kiknaði undir þeim. Og,
sem Salómon konungur var dá-
inn gengu foringjar lýðsins á
fund sonar hans, hins unga verð-
andi konungs og báðu hann létta
hinum þungu skattbyrðum af
þjóðinni og skyldu þeir þá veita
honum sömu hlýðni og trú, sem
föður hans. — Þeir vitrari og
reyndari af ráðgjöfum konungs-
sonar réðu honum að ganga til
móts við vilja fólksins, en hinn
ungi konungur, sem uppalinn var
við glaum og sóun hins glæsileg-
asta og glaðasta hirðlífs, er um
gat á þeim tíma, varpaði fyrir
borð ráðum hinna spakari manna
en fór að vilja ungra óihófs-
gjarnra félaga sinna. Er því
fyrirmenn lýðsins komu, að þrem
dögum liðnum, á fund konungs
Og inntu eftir svörum hans,
mælti hann svo: „Faðir minn
gerði ok yðar þungt, en ég mun
gera það enn þyngra“. Þá er lýð-
urinn fékk þessi svör gekk hann
á fund Rehabeams og mælti:
„Enga hlutdeild viljum vér eiga
í ..... Gæt sjálfur húss þins
Davíð“. — Á þann hátt gekk
helmingur þjóðarinnar undan
yfirráðum Rehabeams og ríkið
skiptist í tvennt.
Hér í vestanverðri Reykjavik-
urborg er af grunni risin höll ein
hátimbruð og mikil, er þvílíkt
ber af öðrum byggingum, sem
hallir Salomons báru af sinu
umhverfi. Svo glæst, sem höll
þessi er ytra að sjá, er þó glæsi-
leikinn, er inn í hana er komið
sagður enn meiri. — Eru hinar
dýrðlegustu sagnir, sem ganga
meðal þeirra, er höll þessa hafa
heimsótt, um hina innri fegurð
hennar, stjörnulýsta glersali,
hverra þök eru uppi borin af
skrautsúlum og annað skart og
íburðartildur. Mundi ekki ólík-
legt, að drottningin af Saba, ef
uppi hefði nú verið, hefði girnzt
að gjöra för sína norður hingað
á hjara heims, til að líta augum
sínum allan þann glæsileik, svo
sem hún á sinni tíð lagði lendur
undir fót, til að sjá íburðar-
skraut það allt, er rómaðar ^erði
hallarbyggingar Salomons ísra-
elskonungs. — Og byggingar-
kostnaður hallar þessarar ku og
eigi hafa á neinum smáupphæð-
um oltið, þar sem almennt er
talað, bæði leynt og ljóst, og
hafa þar eigi verið bornar brigð-
ur á, að fullger muni höll þessi
aldrei minna kosta en 100 millj-
ónir króna og hefði slíkt ein-
hverntíma þótt umtalsverður
skildingur á landi hér. — Og svo
djarft hafa sumir látið orð falla,
að bæta mundi mega við þenn-
an byggingarkostnað 20-40 millj-
ónum, áður en öll kurl eru til
grafar komin. Hallarbygging sú,
sem hér er um að ræða, er Hót-
el Saga, öðru nafni Bændahöll-
in. — Nú munu það ýmsir mæla,
að eigi sé til undrunar fallið,
þó við íslendingar, fáir og smáir
á heimsmælikvarða, gerumst
svo digrir að reisa skrauthöll fyr-
ir hundrað milljónir króna, í
líkingu við það, sem gerist hjá
milljóna þjóðusa heims. Slíkt sé
ekki nema í fyllsta samræmi við
annan stórlætisbrag, annað
eyðsluóhóf, aðra yfirborðs
mennsku, sem nú einkenni og
einkennt hafi síðustu áratugi
þjóðlífsháttu okkar á flestum
sviðum. Og vissulega hafa þeir,
er svo mæla, til síns máls of-
mikið. — Fátt, eða ekkert mundi
meir einkenna þjóðlíf okkar nú,
bæði einstaklinga, félagasam-
taka og hins opinbera en íburð-
arfull og stórtækissjúk yfirborðs-
mennska, sem e.t.v. er nær kom-
in, en við viljum sjá og viður-
Knútur Þorsteinsson
kenna að leiða okkur á barm
frelsisglötunar. —
En enda þótt hundrað millj-
óna hallarbyggingin á Melunum
í Reykjavík sé táknrænt dæmi
um fjármálastefnur og hugsjóna-
þroska mikils þorra þeirrar kyn
slóðar, sem nú byggir þetta land,
er þó eitt, sem undrun margra
vekur í því sambandi. En það er
að höll þessi skuli vera við
bændur landsins kennd og að
bændasamtökin í landinu skuli
hafa frumkvæði átt að þessari
hallarhugsjón og staðið fyrir
framkvæmd hennar. — Mundu
þó margir mæla, að þrátt fyrir
það þó miklar framfarir hafi á
þessari öld orðið á sviði land-
búnaðarins, hefðu bændur enn
ærið verkefni fyrir fjármuni
sína, annað en það, að reisa
hégómagirnd aldarfarsins minn-
isvarða, með byggingu tildur-
musteris í höfuðstaðnum, þar
sem dýrkendur Mammons,
munaðar og samkvæmisfýsna,
gætu dýrkað sína hjáguði. í um-
ræðum, sem fram fóru á Alþingi
í haust um framleiðsluskatt þann,
sem lagður er á bændur, vegna
þessarar hallarbyggingar, var það
upplýst af einum þingmanni
bændastéttarinnar, að þessi
skattur næmi samtals um 3,6
milljónum króna á ári. — Er
þar um dágóða upphæð að ræða,
og mundi, þrátt fyrir dýrtíð alla,
ýmsu gagnlegu mega til leiðar
koma í sveitum landsins fyrir
þá fjármuni. — t.d. sýnst öllu
nær að þeim skatti hefði verið
varið til lagfæringar á lánamál-
um bændanna sjálfra, svo mjög
sem bændur telja að þar sé þeim
þröngur stakkur skorinn. — Og
víst mundi eitthvað hafa verið
hægt að laga fyrir Grunnvíking-
um, Loðmfirðingum og fleirum
þeim, er vegna vöntunar á nauð-
synlegustu þægindum, hafa yf-
irgefið byggðir sínar og bújarðir,
í hálfgerðri og algerri auðn. —
Rök þau, sem upphafsmenn og
málsvarar Bændahallarbygging-
arinnar hafa fært fram til rétt-
lætingar þessu Salómonssmíði
eru þau, að hvortteggju hafi
verið að bændasamtök landsins
hafi skort nauðsynlegan og við-
hlýtandi húsakost fyrir starfsemi
sína og höfuðborginni og þjóð-
félaginu hafi verið vant fyrsta
flokks samkvæmis- og útlend-
ingagistihúss. — Enginn sá, sem
að verðugu virðir og metur
bændastétt landsins og gildi henn
ar fyrir þjóðlífið, menningu þess
og heilbrigði, mun verða til þess
að mæla í gegn því, að félaga-
samtök bænda hafi yfir að ráða
við höfuðstöðvar sínar hér í
Reykjavík, þeim húsakosti er
samboðinn sé þeim virðulegu og
þýðingarmiklu félágasamtökum
og sem fullnægi að öllu hinúm
ágætustu kröfum, sem nútíma-
aðstæður gera til slíks húsakosts.
— En það er jafnvíst að slíkt
húsnæði, sem orðið hefði virðu-
legur vitnisburður um félags-
þroska og samtakamátt bænda-
stéttaririnar, hefði mátt reisa
fyrir aðeins % til 14 þess verðs,
sem timgur tala að Bændahöllin
muni að smíði fullloknu kosta.
Vafalaust mun það og rétt, að
hér skorti á umfullkominn gisti-
húsakost fyrir erlent skemmti-
ferðafólk, og að auknar komur
slíks fólks, færðu þjóðinni vax-
andi tekjur í erlendum gjaldeyrL
— En að bændum og búaliði hafi
öðrum þjóðfélagsþegnum fremur,
borið nauðsyn til, að gangast
fyrir slíkri byggingu, mundi erf-
itt að færa haldgóð rök fyrir. —
Mun það óhætt, með ólíkindum
að telja, að sú gjaldeyrisaukning,
er þjóðinni á komandi árum
kann í skaut að falla, af vaxandi
straumi útlendinga til landsina
verði fyrst og fremst varið til
eflir.gar landbúnaði, svo að það
geti á nokkurn hátt réttlætt
þessa yfirdrifnu lúxussmíð. —•
Og hvað það snertir, að tildur-
menni og Bingósjúklinga höfuð-
borgarinnar hafi skort nógu
glæst samkvæmis salarkynni
fyrir skemmtanalíf sitt, virðist
erfitt að rökfæra lausn slíka
máls undir nauðsynjamál land-
búnaðarins. Við það fólk, sem
svo er rishátt í yfirlæti og í-
burðarlifnaði, að því nægir ekki
minna en milljónahallir til að
eyða í síðkvöldum við vistir og
vínföng og sem auka þykist
þurfa á gleði brúðkaupsnátta
sinna með því að hvíla hinar
fyrstu nætur hjónabandsins f
slíkum salarkynnum, fremur en
að sofa heima hjá sér, áttu bænd-
ur landsins góð og gild svör, svo
sem lýður ísraels forðum: „Enga
hlutdeild viljum við eiga í ísaL
Gæt sjálfur húss þíns Davíð“. —-
Það fólk, sem slíkan óhófslifnað
kýs fremst að stunda, er áreið-
anlega það fjarlægt því, að meta
eða skilja hlut og lífskjör bænda-
stéttarinnar og byggðarlaga
hennar, að sízt mundi bændum
nauðsyn til bera að gera ok sitt
þyngra, með skattlagningu á
sjálfa sig til byggingar sam-
kvæmishúsa fyrir þá þjóðfélags-
borgara. — Ég hygg það sann-
mæli eitt, um rök þau, sem reynt
hefur verið að færa fram, fyrir
byggingu Bændahallarinnar, að
frá hvaða sjónarhóli, sem þau
eru séð og á hverja vogarskál,
sem þau eru vegin, séu þau tál-
rök ein, sem bændastétt landsins
sé eigi samboðið að hafa látið
glepja sér sýn.
íslenzk bændastétt hefur frá
fyrstu tíð átt við erfið og mis-
jöfn kjör að búa. Harðbýli lands-
ins, veðurfar og aðrar náttúru-
hamfarir, hafa oft árum og öld-
um saman, skorið bændum og
búandliði þröngan stakk og
krappa skó. — En allir þeir örð-
ugleikar kenndu bændastéttinni
þær dyggðir, sem björgúðu henni
til lífs út úr hverri eldraun, þ.e.
iðjusemi, hófsemi og hollusta í
hverju starfi. — Án þess að
rækta með sér slíkar dyggðir
hefði bændastéttin aldrei lifað
fram á þennan dag, aldrei lyft
þeim Grettistökum, sem raun
ber vitni um, aldrei orðið sá
menningarmeiður þjóðlífsins,
sem hún æ hefur verið og á að
vera. —
Þó miklar og merkar umbætur
hafi orðið á þessari öld á sviði
landbúnaðarins, sem í öðrum at-
vinnugreinum þjóðarinnar, stend
ur bændastéttin nú í dag höll-
um fæti, — á ýmsan hátt. —-
Aukin tækni í atvinnulífi kaup-
túna og kaupstaða, ásamt fjöl-
þættari atvinnugreinum, keppa
um vinnuaflið í æ harðari bar-
áttu. — í þeirri baráttu hefur
bændastéttin mjög farið halloka.
Af ýhasum ástæðum, sem hér
Frh. á bls. 17.