Morgunblaðið - 31.07.1963, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐ1Ð
Miftvikudagur 31. júlí 1963
Valbjörn í öðru sæti eftir
fyrri daginn með 3823 stig
er i
Kjartan Guðjónsson
sæti með 3307 stig
7.
NORÐURLANDAMÓTIÐ í frjálsum íþróttum var sett í gær í Gauta
borg í ágætu veðri en dálítilli golu sem gaf hagstæðan byr í 100 m
hlaupi tugþrautar og 80 m grindahlaupi fimmtarþraut kvenna. Setn
arathöfnin var látlaus.
Ágætur árangur
Síðan hófst keppni í tug-
þraut og voru Valbjörn Þor-
láksson og Kjartan Guðjóns-
son meðal 8 þátitakenda. Þeir
náðu báðir góðum árangri
þennan fyrri dag. Valbjörn er
með betri árangur en í keppni
Balkan og Norðurlanda á dög
unum í Helsingfors en eilítið
lakari árangur en þegar hann
setti metið hér í fyrra.
Valbjörn klauf þegar i
og sérsiaklega í 400 m hlaup-
inu þar sem hann sigraði.
Kjartan náði mjög góðum
árangri og sínum bezta í þrem
ur greinum, 100 m, langstökki
og 400 m hlaupi og hefur náð
ágætri stigatölu þótt hann sé
7. í þessari keppni, sem er
fyrsta keppni hans á erlend
um vettvangi.
Einstakar greinar
| í 100 m hlaupinu sigraði Suut
byrjun finnska tríóið sem er
sigúrstranglegt í keppninni. [ ari með yfirburðum hljóp á 10,8
Framan af var Valbjórn í 3. [ sek-> en næstir og jafnir urðu
sæti, en sótti sig í hástökkinu
KR fær
ekki lof
■ eyra
Dönsku blöðin fara engum
lofsyrðum um frammistöðu
KR-inga í fyrsta leik liðsins
í utanförinni, leiknum við
Holbæk em lyktaði með 6
gegn 6.
I Politiken segir svo m.a.:
„Aðeins hin mörgu mörk
gerðu leikinn skemmtilegan.
Sjálfur leikurinn var lakari
en leikur kappliða sem eru
í sumarleyfi.
Holbæk liðið náði forystu
2-0 en fyrir hlé hafði KR náð
forystu 3-2. Síðar komst KR í
5-2 en með góðum endaspretti
fékk heimaliðið jafnað.“
Valbjörn og Happala á 11,2, Kjart
an varð 5. á 11,4 sem er hans
bezti tími.
f langstökkinu skipuðu Finn
arnir sér á tvö fyrstu sætin,
Happala fyrstur með 6,99 og Suut
ari með 6,88, Svíinn Hedström
varð 3. með 6,76 og síðan Val-
björn 6,73. Kjartan varð 7. með
6,44 (hans bezti árangur).
í kúluvarpinu voru enn tveir
Pinnar ofjarlar hinna, Kahma
tmeð 14,99 og Suutari með 14,72.
Næstu sætin skipuöu svo íslend
ingarnir Kjartan 3. með 13,79 og
Valbjörn 4. með 13,19.
1 hástökkinu sveif Valbjörn yf
ir 1,82 prýðisárangur. Hedström
vann með 1,81 og Happala fór
yfir 1,88. Kjartan varð 6.—7. á-
samt Kahma með 1,70.
Og loks kom að Valbirni að
sigra. 400 m hlaupið hljóp hann
mjög vel og vann með nokkrum
yfirburðum á 50,7. Kahma varð
annar á 51,0 og Suutari með 51,4.
Þessir skáru sig úr. Kjartan náði
sínum bezta tíma 55,4.
Keppnin er því milli Finnanna
og Valbjarnar um toppsætin. Og
er það óneitanlega léttara fyrir
Finnana að vera 3 saman í þeirri
keppni. En spenningurinn er mik
ill. Vísast nú til töflunnar um
árangur fyrri dags.
Valbjörn Þorláksson.
Norðurlandamótið
i frjálsiþróttum
i
Sex-faldur sigur Finna
maraþonhlaupi
FINNAR fögnuðu heldur betur á
fyrsta degi Norðurlandamótsins
í frjálsum íþróttum er það hófst
í gær. Þeir áttu 6 fyrstu menn
í maraþonhlaupinu og Finnar
skipa 1, 3. og 4. sætið eftir fyrri
dag tugþrautarinnar. Aðeins Val
björn Þorláksson hefur klofið
„finnska tríóið“ og er í öðru
sæti, rúmlega 200 stigum á eft
ir Finnanum Suutari.
100 lang kúluv. hást. 400 stig
m stökk m samt.
Suutari F 10,8 6,88 14,72 1,76 51,4 4051
Valbjörn fsl. .. 11,2 6,76 13,19 1,82 50,7 3823
M. Kahma F. .. H,5 6,66 14,99 1,70 51,0 3724
Happala F 11,2 6,99 11,98 1,88 53,0 3710
Hedström S. .. 11,3 6,83 11,33 1,91 52,2 3665
Carbe S 11,5 6,65 11,26 1,82 51,8 3448
Kjartan ísi. 11,4 6,44 13,79 1,70 55,4 3307
Anderson S. .. 12,1 6,26 13,00 1,60 56,2 2846
íslandi spáð
sætunum
i
einu af 8 efstu
heimskeppninni
VIÐ sögðum frá því á dög-
unum að ísl. landsliðið í hand
knattleik færi bexnt í úrslita-
keppnina um heimsmeistara-
titilinn á mótinu sem fram fer
í Tékkóslóvakíu næsta vor.
Leikjaskipanin í úrslita-
keppmnni hefur nú verið á-
kveðin. Liðunum 16 sem í
Tékkóslóvakíu mæta verður
skipt í 4 riðla í einskonar
millikeppni. Tvö úr hverjum
riðli komast í úrslitakeppn-
ina um 8 efstu sætin. Skipt-
ingin í milliriðla er þannig.
A-riðill V-Þýzkaland, A-
Þýzkaland, Kanada og sigur-
vegari í leik Júgóslafa og
Austurríkis.
B-riðill: Svíþjóð, ísland, Af-
ríkuríkið sem í úrslitin kemst
(Senegal, Egyptaland eða
Fílabexnsströndin) ásamt sig-
urvegara Polland-Ungverja-
land.
C-riðilí Tékkóslóvakía, Dan
mörk, sigurvegari Frakkland
— Spánn og sigurvegari
Sviss — Luxemborg.
D-riðill: Rúmenía, sigurveg
ari Noregur — Holland, sig-
urvegari Rússland — Finn-
land og Japan.
Danir bollaleggja mikið um
það hverjir komist áfram og
kemst Berlingske Tidende að
þessari niðurstöðu:
Úr A-riðli V.-þýzkland og
Austur-Þýzkland.
Úr B-riðli Svíþjóð og ís-
land eða Pólland
Úr C-riðli Tékkar og uanir.
Úr D-riðli Rúmenia og Rúss
land.
Þá segja Danir að úrslit
verði þannig hagað að í A-riðli
verði V-Þyzkaiand, A-Þýzka-
land, Svíþjóð og ísland eða
Pólland. í B-riðli verði Tékk-
ar, Rúmenar, Danir og Rúss-
ar.
Þegar úrslit í þessum A og
B-riðli erii fengin leika efstu
liðin í hvorum um 1. sætið,
næstu liðin í hvorum riðli um
3. sætið o.s.frv.
Danir telja sig mjög ó-
heppna — en hins er að gæta
að skipting í lokariðlana hér
að ofan fer eftir árangri lið-
anna en ekki tilgátum Dana.
Finninn Eino Oksanen sigraði
í Maraþonhlaupinu. Hann er víð
frægur fyrir sigra sína í lang-
hlaupum og tími hans í mara
þonhlaupinu nú var 2.22,01 klst.
Fimm Finnar fylgdu í fótspor
hans í mark áður en aðrir sá-
ust.
Finnarnir voru í sérklassa í
hlaupinu. Það var ekki langt
á hlaupið liðið er þeir höfðu rað
að sér í forystusætin og héldu
svo alla leið í mark.
Annar varð Systynen á 2.22,07
klst. 3. Eino Valle 2.23,40 klst.
4. Salakka 2.24,23 klst.
Fimmtarþraut kvenna
í fimmtarþraut kvenna var
keppt í þrem greinum í dag. Eft
ir þær hefur danska stúlkan Nina
Hansen forystu með 2666 stig,
Syndið 200 metrana
Þegar Valbjörn
setti metið
Þegar Valbjörn setti íslands
met sitt í tugþraut á sl. hausti
voru einstök afrek hans
þessi:
100 m 10,8 sek., langstökk
6,81, kúluvarp 12,41, hástökk
1,80 og 400 m hl. 51,5 eða sam
tals 3843 stig eftir fyrri dag.
Síðari dagur: 16,3 í 110 m
gr.hl., 39,04 í kringlukasti, 4,30
á stöng, 55,51 í spjótkasti og
5.02,2 í 1500 m hlaupi, —
samtals 6970 stig.
Lena Kindberg Svíþj.
Vahtera Finnland 2541.
Sögufrægur völlur
Mótið í gær var haldió á mjög
sögufrægum velli, Slottsskogsvell
inum sem er 40 ára gamall en á-
kaflega fagur. Framhald mótsins
verður hins vegar á hinum ný-
endurbyggða Ullevi leikvangi
sem rúmar tugþúsundir áhorf-
enda og allt er eftir nýjustu og
ströngustu kröfum.
Japanir
koma ekki
ÞAÐ ER nú útséð um það að
ekki verður af landsleiknum
knattspyrnu við Japan, sem
áður hafði verið ákveðinn 27.
ágúst. KSÍ hefur sent út frétta
tilkynningu um málið og fer
hún hér á eftir:
„Stjórn KSÍ þykir leitt að
verða að tilkynna, að aftur-
kippur er kominn í ferð jap-
anska landsliðsins til íslands.
Gengið hafði verið endan-
lega frá samningum við Jap
ani um að leika hér landsleik
27. ágúst og síðan einn auka-
leik.
Var fyrirhugað að Japanir
kepptu nokkra leiki í Rúss-
landi og Finnlandi áður en
þeir kæmu hingað. En svo
skeður það, alls óvænt, að Jap
anir tilkynna að vegna til-
færslu á ferðinni til Rússlands
geti þeir ekki staðjð við lof-
orð sitt um að koma til ís
lands. Stjórn KSÍ hefur ósk-
að eftir því, að Japanir end
arskoði þessa ákvörðun sína
ag reyni, þrátt fyrir allt, að
heyja hér landsleik eins og
um hafði verið samið.
En því miður virðast litlar
líkur fyrir því, að úr komu
þeirra hingað geti orðið að
þessu sinni“.