Morgunblaðið - 29.08.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.08.1963, Qupperneq 1
24 slður -4 50 ái^angur 184. tbl. — Fimmtudagur 29. ágúst 1963 Prpntsmiðia Mors'unblaðsins * 25 námumenn lokuðust inni Þremur hefur verið bjargað, en björgun hinna talin vonlítil Myndin sýnir þúsundir reiðhjóla og mótorhjóla við háskólann í Saigon eftir að stjórn Suður Viet Nam hafði látið handtaka fjölmariga stúdenta, sem gefið var að sök að hafa ekki virt samkomu- og fundabann stjórnarinnar. Fregni r herma nú að mörgum stúdentanna hafi verið sleppt aftur. Moab, Utalh 28. ágúst. AP-NTB-Reuter. BJÖRGUNARMENN börðust í dag við að bjarga 25 námu- verkamönnum, sem lokuðust inni 820 metra undir yfirborði jarðar, er sprenging og hrun varð í pottöskunámu hér seint á þriðjudagskvöld. Astæður til sprengingarinnar eru ekki kunn ar. I fyrstu var talið að allir hefðu farizt en í dag heyrðu björgunarmenn mannsrödd í undirdjúpunum og kvað sá niu menn vera á lífi. í kvöld hafði Viljum vinnufriö Ósló, 28. ágúst — NTB JOHN Lyng, hinn nýi for- sætisráðherra Noregs, hélt blaðamannafund í dag, að- eins tveimur klukkustundum eftir að hann hafði tekið við embætti. „Hin raunverulega spurning er sú,“ sagði forsæt- isráðherrann á fundinum, „hvort við höfum fengið skammlífa ríkisstjóm eða stjóm, sem fær tíma til þess að koma því til leiðar, sem hún vill“. Lyng sagði að ríkisstjórn- in vildi fá vinnufrið svo hún gæti sýnt fram á að hún væri ekki byltingarstjórn sem stefndi að því að snúa þró- uninni til baka. „Við hyggj- umst auka tryggingar, og reka hvetjandi efnahagsmála pólitík sem bæta mun • lífs- Framh. á bls. 23 Mannréttindagangan fúr friðsamlega fram Þáttfakendur færri en upphaflega var búizt við — tveir nazistar handteknir Washington, 28. ágúst. — AP-NTB — MANNRÉTTINDAGANGAN mikla fór fram í Washington í dag eins og ráð hafði verið fyr ir gert. Alls tóku um 200 þús- und manns þátt í göngunni, sem hófst um mórguninn og stóð lengi dags. Gangan fór friðsamlegp fram í góðu veðri, og voru aðeins og voru aðeins tveir menn handteknir, annar undirsáti George Lincoln Dregur úr spennu í Suður Viet Nam Stúdentar ldtnir lausir — Kommúnistar hvetja íbúa landsins til uppreisnar Saigon 28. ágúst — NTB — Reuter. HERDEILDIR úr her stjórnar S-Viet Nam, sem kvaddar voru til borgarinnar til að halda uppi aga er herlög giltu í borginni, hafa verið fluttar frá borginni. Hafast þær við skammt utan hennar. Var opinber tilkynning um þetta gefin hér út í kvöld og er þetta túlkað á þann veg, að slaknað hafi á spennunni í landinu. Hin opinbera fréttastofa stjórn ar landsins sagði í kvöld að mik- ill hluti þeirra 1400 stúdenta, aem handteknir voru fyrir að virða ekki boð stjórnarinnar um samkomu- og fundabann, hefðu nú verið látnir lausir. Skólar myndu taka til starfa að nýju á föstudag. í opinberri tilkynningu frá her foringj aráðinu í S-Viet Nam í dag var sagt að herinn hefði framkvæmt nauðsynjaverk í sam bandi við útgöngubannið. Um leið kvað herforingjaráðið það ekki rétt, sem talsmaðui banda- ríska utanríkisráðuneytisins hefði sagt á dögunum, að það hafi ver- ið litlir hópar áhrifamanna utan hersins sem hefðu komið því til Framh. al bls. 1 Rockwells, foringja ný-naz- istahreyfingarinnar í Banda- ríkjunum. Mætti Rockwell á- samt hópi stormsveitarmanna sinna, en lögreglan bjó svo um hnútana að flokkurinn varð að hverfa af staðnum. Svo sem kunnugt er var hin mikla ganga farin til þess að krefjast jafnréttis hvítra manna og svartra. Mestur hluti þátttak- enda var ungur að árum og settu stúdentar mjög svip á gönguna. Þá gengu margir trúarleiðtogar og prestar. Gangan fór um Constitution Avenue frá Washington — minn- ismerkinu að minnismerki Abra- ham Lineolns, tæpan kílómeter. Er þetta öðru jöfnu talinn 17 mínútna gangur. Áður en lagt var upp í göng- una voru m.a. blökkusöngkonan Lena Horne, söngvarinn Bobby Darin, baseballstjarnan Jacke Robinson, leiðtogi bandarískra sósíalista Norman Thomas og ýmsir fleiri, kynntir fyrir göngu mönnum. Margir þekktir leikar- ar tóku þátt í göngunni, þar á meðal Sammy Davies jr., Marlon Brando, Burt Laucester o.fl. Heyrzt hafa raddir þess efnis að Framh. á bls. 23 Skotar sækfa Milwood LAUST fyrir kl. 23.00 í gær- kvöldi kom flugvél frá Glas- gow með áhöfn á skozka tog- arann Milwood til heimsigl- ingar. í hópi þeirra var Moore vélstjóri, sem hér hafði verið 1 togaranum fj-rst eftir að hann var færður til hafnar eftir landhelgisbrotið. Lá vel á honum og sagðist hann hafa farið eina 27 daga sjóferð frá því hann fór héðan. Zoega, umboðsmaður útgerðarfélagsins, heiisar hinum skipstjóra á Milwood. — Ljósm. Sv. Þ. Sjómennirnir voru vega- bréifslausir og höfðu sýnilega farið í skyndi að heiman, því bréf fylgdi þeim til útlend- ingaeftirlitsins þar sem beðið var um fyrirgreiðslu fyrir þá Og í bréfinu voru aðeins til- greindir 6 menn, en skipstjór- anuim bætt við síðar, en hann hefir ekki verið ráðinn er bréfið var skrifað. Umboðsmaður togarans hér, Geir Zoega, var mættur til að taka á móti skipsmönnum og var gert ráð fyrir að þeir færu um borð þegar í kvöld. Ætlað er að skipið haldi héð- an 1 kvöld. tekizt að bjarga þremur mönu- um u'p úr námunni, og voru þeir nær dauða en lífi. Talsmenn Texas Gulf Co. sem rekur nám- una, lýstu því yfir í kvöld að vitað væri að fleiri menn væru á lífi í námunni, en ekki væri vitað hve margir._ 1 fyrstu var ekki ljóst hve margir menn hefðu lokazt inni í hliðargöngum i námunm er sprengingin varð en’ talsmenn félagsins lýstu því síðar yfir að þeir væru 25. Sagt var í dag að ðhægt væri um björgunarstarfið v e g n a hættulegra gasmyr.dana í nám- unni, og er talið að gasið muni e.t.v. valda þvi að ekki mu-ni fleiri menn komajt lífs af úr námunni. Þetta er annað námuslysið á skömmurn tíma í Bandaríkjun- um. í gær var tveimur kolanámu-* mönnum bjargað úr námu skammt frá Hazleton í Pennsyl- vania, en þeir höfðu verið inni- lokaði í 14 daga. *>riðja r.ianns- ins er enn leitað og var hann ófundinn í gær. SÍÐUSTU FRÉTTIR : ER síðast fréttir til í gærkvöldi' hafði tekizt að bjarga alls sjö mönnum úr pottöskunámunni við Moab. Voru þeir allir nær dauða en lífi. Höfðu mennirnir byggt vegg með því sem hendi var næst í námunni, til þess að reyna að koma í veg fyrir að eitrað gast, sem myndast hefur í námunni, næði til þeirra. Talið er að þessi veggur hafi bjargað lífi mannanna. Mjög er óttazt um líf þeirra 18 manna, sem enn eru, inniloka'ðir í námunni. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.