Morgunblaðið - 29.08.1963, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. ágúst 1963
Wiltiam Drummond: MARTRÖÐ
— Þú þarft ekki að brjóta læsinguna hér, Jóakim, þú ert
kominn heim.
22
Peggy leit á klukkuna. Hún
var ekki nema kortér yfir fimm.
Venjulega kom Tony ekki fyrr
en klukkan rúmlega sex. —
Bjóstu við . . .
Kit hristi höfuðið. Nú, þegar
til framkvæmdanna kæmi leizt
henni ekki eins vel á ráðagerð
sína.
— Kit! æpti Tony. — Er allt
í lagi?
— Eg er að koma, Tony. Kit
stóð upp til hálfs, en Peggy lagði
höndina á öxl henni. — Eg skal
fara fram.
Meðan Peggy var að komast
fram, kallaði Kit lágt á eftir
henni: — Þú bregzt mér ekki,
Peggy?
Peggy leit um öxl, brosti og
hristi höfuðið og gekk siðan
fram í ganginn. — Halló! sagði
Tony. — Þetta var óvænt ánægja
Peggy. Og svo bætti hann við í
hvíslingum. — Eða það vona ég
að minnsta kosti.
Peggy yppti öxlum, sem gat
þýtt bæði já og nei.
■— Ertu búinn að vera hérna
lengi? Hann fór úr frakkanum
og hengdi hann inn í skápinn. Þá
sá hann, að Peggy var að setja
keðjuna aftur á hurðina, og
bætti við. — Þetta er nú nokkuð
langt gengið, þegar við erum
hér bæði tvö á staðnum.
Peggy sleppti keðjunni. — Kit
bauð mér inn til að hafa af fynr
sér. Fyrir svo sem klukkutíma.
Hún er illilega taugaóstyrk.
— Nú, já. Tony spurði einskis
frekar um þetta, heldur gekk
beint inn í setustofnua. Kit sat í
stól, íöl og taugaóstyrk. Hann
gekk til hennar, tók um höfuðið
á henni og kyssti hana á ennið.
— Halló, elskan!
Hún dró sig í hlé og horfði í
augu hans. Þetta voru einkenni
leg augu, því að enda þótt hlát-
urhrukkur væru kring um þau,
voru þau algjörlega óræð og
gátu þýtt bæði eitt og annað. Ef
augun voru gluggar sálarinnar,
eins og einhver spekingurinn
hafði sagt, þá höfðu tjöld verið
dregin fyrir augun í Tony. —
Það fallega gert af þér að koma
svona snemma.
— Eg hafði áhyggjur af þér,
Kisa. Hann þrýsti hönd hennar.
— Eg læddist burt, þegar ung
frú Andrews leit í hina áttina.
Tony gekk að arinhillunni og
tók sér vindling úr öskju. Kit gat
séð, að hann hafði enn áhyggjur
af henni, af því að hann var
að athuga hana í speglinum.
Hún sagði: — Eg var fegin, að
hún Peggy skyldi vera hérna
hjá mér, af því að hann hringdi
einu sinni enn.
Hann sneri sér ekki við en hélt
áfram að horfa á hana. — Hve-
nær var það?
— Fyrir svo sem hálftíma.
Hann sneri sér nú við og leit
á Peggy. — Er þetta satt? Heyrð
irðu í honum?
Peggy hikaði eins og ofurlítið.
en kinkaði síðan kolli. Kit rétti
mér heyrnartólið. Þetta var eins
og hún sagði. Hræðilegt.
Tony var eins og í vandræðum
og gat ekki annað gert en. horfa
á öskuna á vindlingnum.
Kit átti bágt með að stilla sig
um ofurlítið sigurhrós í rödd-
inni: — Eg vona, að þú og Byrn-
es lögreglustjóri farið nú að trúa
mér.
Hann sló öskuna af vindlingn
um, saug síðan að sér og fyllti
lungun af reyk. Svo kom reykur
inn út úr munninum á honum
eins og gult ský. Hann leit á Kit
og svo Peggy og svo aftur á K:t.
Þessi þögn var að verða óþo'.
andi. Kit gat fundið æðarnar slá
við gagnaugun.
Hann sneri sér aftur að Peggy.
— Eg er viss um, að þú segir
þetta í bezta tilgangi, sagði hann.
— Já, en það er satt! hraut út
úr Kit. — Það er satt, en þú vilt
bara ekki trúa því, jafnvel þó
Peggy segi þér það. Þú vilt ekki
trúa því, bara af því að hún er
vinkona mín.
— Vesalings Kisa mín, sagði
Tony dapurlega. — Eg vildi ekk
ert heldur en trúa því. Það er
svo miklu auðveldara að grípa
brjálæðing heldur en lækna geð
veiki.
— Jæja, gerðu það þá! æpti
Kit. — Gríptu hann!
— Eg hef reynt að hringja til
þín á hverjum klukkutíma síðan
um hádegi, sagði Tony, — og
síðast kortéri áður en ég fór úr
skrifstofunni áðan. Síminn er í
ólagi og hefur verið í allan dag
Hann gekk að símanum og tók
upp heyrnartólið. — Reyndu
sjálf.
Línan var dauð. Jafndauð og
maðurinn sagði að hún mundi
verða, áður en mánuðurinn væri
úti.
16. kafli.
Peggy gekk til Kit og klappaði
á öxlina á henni. — Mér þykir
þetta afskaplega leitt, elskan,
sagði hún. — En mér leizt held-
ur aldrei á það.
— Nei, það var heldur betur
heimskulegt tiltæki, ef mér leyf
ist að segja það, Peggy, sagði
Tony ströngum rómi. — Þetta
er alveg nógu flókið mál þó ekki
sé verið að flækja það meira með
lygum.
— Eg er þegar búin að beiðast
afsökunar, sagði Peggy hvasst.
— Eg var nógu vitlaus til að
flækja mér í þetta. Eg veit það.
En þú skilur, að Katrínu datt
þetta í hug og mig langaði til
að hjálpa henni.
— Þú veizt ósköp vel, að ef
Katrínu dettur eitthvað í hug,
þarf hún ekki annað en koma til
mín. — Röddin í Tony skalf dá
iítið, sem sýndi, að hann var að
verða reiður.
Kit stóð upp og gekk á millí
þeirra. — Þetta var mér að
kenna sagði hún. — Fyrirgefðu,
gð ég skyldi vera að þvæla þér
inn í þetta, Peggy. Og fyrirgefðu
mér, Tony. Eg veit, að það var
bjánaskapur af mér. Maður get
ur ekki sannað sannleikann með
lygum.
Rétt sem snöggvast hélt Kit,
að Tony og Peggy ætluðu að
halda áfram þessu karpi sínu og
láta eins og hún væri ekki til.
En Peggy sá sig um hönd. —
Jæja, ég er víst búin að gera nóg
illt af mér í dag. Auk þess þarf
ég að skrifa honum Roy. Hún
gekk til dyranna, en sagði áður
en hún fór út: — Eg held þú ætt
ir að segja honum Tony frá
strætisvagninum, Katrín. Og ég
fullvissa þig um það, Tony,' að
þar er ekki um neitt skrök að
ræða. Það munaði ekki nema
einu feti, að þú værir orðinn
ekkill. *
Án þess að bíða eftir að sjá
áhrifin af þessu lokaskoti sínu,
fór Peggy út úr íbúðinni, og iok
aði vandlega á eftir sér.
Reiðin í Tony hvarf eins og
dögg fyrir sólu, og andlitið varð
kvíðinn uppmálaður. — Hvað á
hún við með þessum strætis-
vagni, Kit?
Kit sneri sér undan. — O, það
var ekki neitt sem máli skiptir.
Hún gekk út að glugganum og
horfði yfir torgið. Gluggarnir
hjá sendiráðinu handan við torg
ið voru eldrauðir, eins og öll
byggingin stæði í björtu báli.
— Hvað kom fyrir? spurði
Tony. — í guðs bænum! Hann
átti bágt með að stilla gremju
sína.
Mennirnir í nýbyggingunni
höfðu lokið dagsverki sínu og
vóru að fara. Bryan var þarna á
gangi með Harry. Hann pataði
með höndunum, eins og hann
væri að útskýra eitthvað. —
Þú mundir aldrei trúa því.
— Þetta er illa mælt af þér.
Hún sneri sér við. — Það er
ekki nema satt.
— Álíka eins og hitt, að Peggy
hafi heyrt til mannsins í síman
um. Röddin í honum var hníf-
hvöss, rétt eins og þegar hann
var að tala við Malcolm í leik
húsinu. Hann hafði alveg sér-
stakt lag á að gera fólk að engu,
fara með það eins og hunda, sem
hefðu verið eitthvað óþægir.
— Þú veizt vel, hversvegna ég
bað Peggy um að ljúga þessu
með mér, sagði hún. — Af því
að ég vil láta hlusta í þennan
síma. Eg vil, að lögreglan hafi
reiður á öllu, sem fram fer gegn
um símann okkar. Rétt eins og
það, sem ég fékk að hlusta á hjá
Scotland Yard.
— Heyrðu mig nú, Kisa . . .
— Nei, nú heyri ég ekki og í
guðsbænum, vertu ekki með
þetta Kisu-nafn. Eg gæti fundið
upp á því að beita klónum.
— Góða mín, reyndu að stilla
þig. Hann reyndi að taka hana
í faðm sér, en hún greip um báða
úlnliði hans. Það ert þú, sem
skalt heyra, æpti hún. — Þú held
ur, að ég sé að verða brjáluð, er
það ekki? Ef svo er, þá er það
af því að þú ert að gera mig
brjálaða!
Hann hristi höfuðið dapur á
svipinn. — Þú veizt, hvað ég
elska þig!
— Elska, þó, þó! Og trúa svo
ekki einu einasta orði, sem ég
segi. Treystir mér ekki! Tek
ur blaðrið í flatfættum dóna, sem
heilagan sannleika! Nei, það er
heldur mikið af því góða, Tony
Newton, að kalla þetta Á S T !
Það eina, sem þú elskar að frá-
talnni þinni eigin fínu Eton-
persónu, er Newtonnámurnar h.f.
Auðvitað hr. Newton! Það má
vera gaman að halda sig vera
karlkyns!
Svona hafði Kit aldrei taiað
við manninn sinn — eða neinn
annan — fyrr. Henni hnykkti við
þessum ofsa í sjálfri sér, og
dónalegu tali sínu. En nú gat
hún ekki þagnað.
Tony varð náfölur. Hann beit
á jaxlinri. Hann kreppti hnefana
og rétti úr þeim á víxl, en sagði
ekkert. Þessar glósur um karl
mennsku hans voru einum of
mikið. Hann sneri við og þaut
fram í eldhús og lét hurðma
dingla fram og aftur á eftir sér.
Reiðin í Kit sjatnaði ofurlítið.
Hún hafði móðgað eina mannmn
í heiminum, sem hún elskaði.
Húri settist í hægindastól og fór
að gráta og gerði ekkert til að
stöðva tárin, sem runnu niður
kinnar hennar. Hana langaði til,
að hann kæmi aftur og sæi, hve
illa lægi á henni. Það gæti verið
betri afsökun en öll orð.
Hún heyrði, að hann opnaði
kæliskápinn, tók fram ískassa og
sneri síðan vatnshananum. Hún
heyrði ísmola falla, fyrst í eitt
glas, síðan í annað. Fótatak hans
heyrðist næstum ekki á gólf-
ábreiðunni. Hún hugsaði til þess
með hryllingi, hve mikill hluti
hjónabandsins var hreinn leik-
araskapur. — Katrín, sagði
hann. Það var einskonar afsökun
arbeiðni að nota nafnið hennar
óbrjálað. — Katrín!
Kit svaraði engu. Þetta vopna
hlé þeirra var ósegjanlega inn-
dælt. En hún vissi vel, að það
ekki sama sem friðarsamningur.
Bardagarnir mundu blossa upp
fyrr en síðar. Hann var elskugi
hennar en fjandmaður um leið.
Fjandvinur hennar!
— Hérna er nokkuð, sem við
gætum bæði haft gott af, sagði
hann.
— Þakka þér fyrir, elskan,
sagði hún. — En settu það niður,
Eg hlýt að líta hræðilega út.
— Þú ert falleg, sagði hann. —
Eins og himinn eftir regnskúr.
Hún horfði á þrútin augu sía
í speglinum.
— Vel mælt, hr. Newton. —
En hroðaleg lygi.
Hún fór upp í svefnherbergið
og baðaði augun og lagaði á sér
málninguna, sem var öll úr lagi
gengin. Hún gaf sér góðan tíma
við þetta, af því að hún var
hrædd við að fara niður aftur.
Hún var eins og hnefaleikamað
«||lltvarpiö
Fimmtudagur 29. ágúst
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 ,,A frívaktinni**, sjómannaþátt*
ur (Eydís Eyþórsdóttir).
15.00 Síðdegisútvarp.
18.30 Danshljómsveitir leika.
18.50 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 ,,Stenka Razin", sinfóniskt Ijóð
op. 13. eftir Glazunov. — Fil-
harmoniska ríkishljómsveitin í
Moskvu leikur. — Natan Rakhlia
stjórnar.
20.20 Vísindaleg viðhorf og rannsókn*
arferðir mannfélagsfræðinnar; III
og síðasta erindi (Ha-nnes Jóns-
f élagsf ræðingur).
20.55 Sónata nr. 4 í c-moll eftir Bach«
Yehudi Menuhin Jeikur á fiðlu.
George Malcolm á sembal og
Ambrose Gauntlett á víóla da
gamba.
21.15 Raddir skálda: Gils Guðmunds-
son les ljóð eftir Guðmund Inga
Halldór Stefánsson les frum-
samda smásögu og Guðrún Steph-
ensen les ljóð eftir Guðmund
Böðvarsson. — Jón úr Vör sér
um þáttinn.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir
Kelly Roos; VIII. (Halldór*
Gunnarsdóttir þýðir og les).
22.30 Rafn Thorarensen kynnir: „Th«
Pajama Garne* eftir Adler og
Ross. — Doris Day, John Raitt
Carol Haney o.fl. syngja með
kór og hljómsveit undir stjóm
Ray Heindorf.
23.30 Dagskrárlok.
16250 VINNINGARf
Fjórði hver miði vinnur að meðaltafll
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 10Q0 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
KALLI KUREKI
Teiknari; FRED HARMAN
— Hvert ertu að fara?
— Þessi kvenmaður er að jafna
koiann minn við jörðu. Hún fleygir
öllu út og frænka hjálpar henni. Ég
á engann vin lengur. Ég er að fara
og kem aldrei aftur.
— Nei, þú ferð ekki fet. Þú átt
bjálíur sök á þessu og þú flýrð ekki.