Morgunblaðið - 29.08.1963, Síða 22

Morgunblaðið - 29.08.1963, Síða 22
22 MORCUNBLADIÐ Fimmtudagur 29. ágúst 1963 Annar fundur um val í blaðalið í dag Ellert Schram ekki í landsliðinu vegna meiðsla 1 GÆR komu íþróttafréttamenn blaða og útvarps saman til að velja í lið sem mæta á landslið- inu sem landsliðsnefnd KSÍ hef- ur valið, en þessi „blaða-leikur“ er ákveðinn á sunnudaginn. ir Óvissa um þátttöku Þegar leið á daginn kom i ljós að mikil óvissa var um þátttöku Akureyringa í fyrirhuguðum leik og einnig óljóst hverjir af Keflvíkingum væru til staðar et á þyrfti að halda, en þeirra var von úr Danmerkurförinni í gær. Það tókst því ekki endanlega að velja „blaðaliðið", en Karl Guðmundsson þjálfari KSÍ tók að sér að afla nauðsynlegra upp- lýsmga svo valið gæti farið fram — og staðizt. ir Ellcrt ekkl með Hins vegar upplýstist einnig í gær að Ellert Schram mun ekkj geta leikið með landsliðinu vegna meiðsla. Landsliðsnefndin hafði ekki gefið út neitt um val í hans stað, en í óstaðfestum fregnum var minnst á Ríkharð Jónsson. Landsleikur við Finna næsta ár Björgvin Schram sœmdur gullmerki norska knattspyrnusambandsins Á F U N D I norrænna knatt- spyrnuleiðtoga, sem hér var haldinn á föstudag og laugar- dag sl., gerðist tvennt sem ís- land varðar sérstaklega. — Ákveðinn var landsleikur við Finna hér í Reykjavík í ágúst næsta ár, og Norðmenn sæmdu Björgvin Schram, for- mann KSÍ, gullmerki norska sambandsins. ir Landsleikur Þrjú höfuðverkefni voru rædd á fundinum. Var það í fyrsta lagi um sjónvarp frá knattspyrnuleikjum og snerti það ísland ekki. Þá var rætt um lands leikjadagskrá Norðurlandanna næstu tvö ár. ísland er ekki aðili að fastri fceppni hinna landanna fjögurra en ákveðinn var lands- leikur við Finna í ágúst 1964. — Finnar hafa tekið stórstígum framförum, gerðu m.a. jafntefli við Svía á dögunum. Loks var rætt um skipulag Evrópusam- bandsins. ir Heiðursmerkjaveiting Á lokafundi í Valhöll á Þing- völlum var Björgvin Schram sæmdur æðsta heiðursmerki norska sambandsins. Odd Even- sen, varaforseti norska sambands ins, sæmdi Björgvin orðunni og fór hlýjum orðum um framlag Björgvins til norrænnar sam- vinnu á knattspyrnusviðinu. Á sama fundi var Ebbe Schwarts, formaður danska sam- bandsins, sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir vinsamleg samskipti um áratugi við fslendinga á íþrótta- sviðinu. Mámskeið Ármanns í frjálsum íþróttum FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Glímu félagsins Ármanns heldur nám- skeið í frjálsum íþróttum á íþróttasvæði félagsins við Sigtún og hefst það miðvikudaginn 28. ágúst kl. 7.30 síðdegis. Námskeiðið er bæði fyrir stúlkur og drengi á öllum aldri og verður það þrisvar í viku: mánudaga, miðvikudaga og föstu daga á áðurnefndum tíma. Kenn arar verða Arthur Ólafsson frjálsíþróttakennari félagsins, ennfremur mun Stef'án Kristjáns Syndið 200 metrana son íþróttakennari, fyrrum þjálf- ari félagsins í frjálsum íþróttum, aðstoða við kennsluna ásamt hin um ýmsu þekktu eldri frjáls- íþróttamönnum félagsins. Segja má, að hér séu um allt bráðefnilegir ungir menn og konur, sem varla vita hvað í þeim býr fyrr en á reynir. Nám- skeið þetta er opið öllum til þátt töku, og að því loknu mun smá- íþróttamót haldið, og ennfremur mun öllum, sem áhuga hafa á að taka hið nýja íþróttamerki Í.S.Í. gefinn kostur á að reyna sig við þær þrautir, sem leysa þarf af hendi til þess að hljóta það fagra og mikilvæga merki, sem er fyrst og fremst til þess, að öil þjóðin sé í þjálfun eins og frænd ur okkar. Norðmenn, segja um tilgang samsvarandi merkis þar í landi. Reyndu, þú getur eí þú vilt, er þeirra „motto“. Sundhöll Hafnarfjarðar. Liston HEIMSMEISTARINN Sonny, Liston er á ferð á Norður-' löndum — kom fyrst til Oslo, og var þar umsetinn af blaða mönnum. Eftir venjulegar jyfirlýsingar um keppinauta < sína og eigin mátt og ágæti, r sagði hann blaðamönnum. m. a. að komið hefði til mála, að hann og Ingemar Johan-j son mættust í hringnum. John Nilon ráðgjafi hans staðfesti þetta eftir vel heppn aða sýningu Listons á Rauða ,kross hátíð í Mysen í Noregi. „Clay er eitthvað hikandi. Við höfum boðið honum 22*4% af tekjum og það er meira en nokkur áskorandi hefur fengið. Ingimar sagði mér persónulega að hann hefði áhuga á kappleik ef greiðslan væri nógu há. Ég Ímun ráðgast við bróður minn er heim til Bandaríkjanna kemur". Sennilegt er að næsíi leikur Listons verði í Evrópu, eða á öðrum stað utan Ameríku, vegna þess að Liston á í brös- um við skattyfirvöld í Banda ríkjunum. Mundi þetta einu gilda hver sem mótherjinn verður. Starfsfólk Sundhallar Hafnarfjarðar. Talið frá vinstri: Alfreð Anderson, Klara Sigurgeirsdóttir, Yngvi Rafn Baldvinsson, forstjóri, Auður Sigurbjörnsdóttir og Guðni Bjarnason. Sundhöll Hulnurljurðar 20 óru SUNDHÖLL Hafnarfjarðar var opnuð sem útisundlaug 29. ágúst 1943. Var hún starfrækt þannig til ársins 1951, en þá var hafizt handa um að byggja yfir hana og því verki lokið í júní- mánuði 1953. Laugarstærð er 25x8.40 m.. Rafmagn er notað til allra upp- hitunar. Við Sundhöllina er stórt sólbaðsskýli, mjög sér- kennilegt og skjólgott. Miklar endurbætur hafa að undanförnu farið fram á húsi og vélum og Sundhöllin máluð bæði að utan og innan. Á þess- um 20 árum hafa verið afgreidd 1.035.670 böð. Þar af vegna al- menningstíma 595.774 og vegna sundnáms skólanemenda 439.896 böð. Forstöðumaður Sundhallar Hafnarfjarðar er Yngvi Rafn Baldvinsson og hefur hann ver« ið það s.l. 15 ár. Reyk- j víkingarj NORRÆNU sundkeppninni lýkur 15. september. Sunddeild KR skorar á alla þá Reykvíkinga, sem enn hafa ekki synt 200 metrana, að ljúka því nú þegar. Gerum hlut Reykjavíkur sem stærstan í heildarsigri landsins, Sunddeild KR batnað fyrir áhorfendur, en nú var stúkan þéttsetin og miklu meira. Stúkan á eftir að stækka, í byggingunni eru skrifstofur og búningsherbe rgi allt hið vistlegasta. Myndin er tekin undir leik KR og Akureyrar sL sunnudag. — Ljósm. Sv. P..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.